Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 6
, 226 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Hún horfði undrandi á hann, og hann fór að hlæja. — Hafið þér aldrei heyrt mín getið? Mannsins, sem hamingjan eltir sífeldlega. Ég skal segja yður hverníg það hefur gengið fyrir sig, ef.þér hafið tíma til að hlusta á mig. Marion horfði snöggt á hann. — Jú, ég hefi góðan tíma, herra Tasduro. Það er enginn sem bíð- ur mín — ég er atvinnulaus. Enrico Tasduro virti vel snyrt- ar neglur sínar fyrir sér meðan hann talaði. Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig, en mót vilja sínum, gat Marion ekki annað en hlustað á hann með eftirtekt. — Ég er fæddur í litlum og ljót- um kofa í útjaðri brazilisks frum- skógar: Ég var fátækur og svang- ur eins og önnur Indiánabörn á þessum slóðum, en þegar ég var 14 ára gamall fór ég út í heim með þremur öðrum Indiánadrengj- um. Við fundum okkur stað, þar sem við byggðum okkur kofa, og tókum að rækta jörðina. Við unn- um hörðum höndum, og við vor- um stoltir, er við höfðum ræktað land okkar, og yfirvöldin gáfu okk ur viðurkenningu fyrir starf okk- ar. Þá gerðist dálítið sem gerbrevtti tilverunni fyrir mig. Við fundum gullnámu í landareigninni. Þetta gaf mér drjúg auðæfi og þá fór ég inn til Sao Paolo og komst inn í kaffiverzlunina. Peningarnir streymdu í vasa mína, og það var eins og allt sem ég snertf við yrði að gulli í höndum mér. Ég keypti landsnildu í Mexíco fyrir hlægi- lega lítið verð, en árið eftir kom það í ljós, að þar voru auðugar olíunámur. Og þannig hefur þetta haidið áfram ár eftir ár. . . . Þér skiljið kannski ekki að svona heill og heppni geta stund- um gert mann óttasleginn. En öll '» auðæfi og gull heimsins geta þó ekki hindrað það, að maður finni sig stundum einmana. . . . Hann stóð á fætur og gekk út að glugganum og leit út. Skyndi- lega sagði hann: —• Viljið þér borða með mér hádegisverð. ung- frú....... — Þökk fyrir, herra . . . herra Tasduro, en það hæfir víst ekki ... — Jú, aðeins ef þér viljið. En fyrst vildi ég heyra sögu yðar sjálfrar........ — Allt til þessa dags hefur ó- lánið elt mig, svaraði Marion stiililega. — Einmitt, sagði Enrico Tas- duro. — En lánið hefur ailtaf ellt mig. Gætum við ekki fundið ein- hverja miðlunarleið fyrir okkur bæði? Þetta þurfum við að ræða nánar um, ef að þér eruð fáan- legar til þess.... Og Marion hafði ekkert á móti því. En hún fann sig dálítið óstyrka. Hún fann að hún var á leiðinni út í ævintýri, sem hún vissi ekki hvernig mundi enda. Og þetta leiddi til þess, sem þegar hefur verið skýrt frá. Nokkrum vikum síðar giftust Tas- duro og fyrverandi símastúlkan í Waldorf Astoria, og allir urðu að viðurkenna að ævintýrin geta enn gerst á vorum dögum. En hinar tuttugu símastúlkur hótelsins urðu joó að viðurkenna með sjálf- um sér, að þær myndi eiga litla von í því að upplifa samskonar ævintýri og starfssystir þeirra. ..OSKAR Á WALDORF“. — Ég hefi þekkt alla forseta Bandaríkjanna frá 1893, og fyrir alla þeirra — að undanteknum Truman — hefi ég séð um eina móttöku eða fleiri hér í hótelinu. og það gleður mig að geta með sanni kallað mig persónulegan vin Hoover forseta. Enginn gæti látið sér til hugar koma, að hinn lífsglaði og unglegi herramaður, sem þetta mælir, sé kominn yfir áttrætt. Hann er þekktur meðal hina mörgu gesta Waldorf Astoria, sem „Oskar á Waldorf“, eins og allir kalla hann; það eru aðeins örfáir beztu vinir hans, sem vita að fullu nafni heit- ir hann Oscar Tchirky og er fædd- ur í Sviss. Seytján ára gamall fluttist hann til Bandaríkjanna, bláfátækur af veraldarauði, en græddist brátt mikið fé og varð milljónamæringur. í Waldorf Astoria hefur hann síðan lifað og hræst og fundist, sem það væri hluti af honum sjálfum, þó hefur hann aldref verið þar annað en yfirmatreiðslu- og veitingastjóri, Það er sitthvað sem Oskar hefur séð og heyrt í umgengni sinni við dollarafursta og tigna gesti, en hann er þögull eins og gröfin. Sé hann spurður um eitthvað brosir hann aðeins. Hann hefur séð og heyrt ótrúlegustu hluti, en „veit ekkert“. Það er að segia: hann gæti frá ýmsu sagt, en nöfn nefn- ir hann ekki. Ekkert getur fengið hann til þess að bregðast þeim trúnaði sem hann vill sýna í st-arfi sínu. En ýmsa saklausa gaman- semi getur hann látið fjúka. Eitt sinn, þegar hertoginn af Windsor var ennþá aðeins prins, ungur og heillandi maður, sem tilbeðinn var af kvenfólkinu um allar jarðir, bjó hann á Waldorf Astoria og hélt þar miðdegisverð- arboð fyrir nokkra vini. Oskar hafði fengið það hlutverk að sjá um miðdegisverð þennan, og hann setti stól fyrir prinsinn, klæddan urpurarauða klæði. Prinsinn horfði lengi á stólinn áður en hann tók sér sæti og sneri sér svo til Oskars og mælti: — Vilduð þér vera svo vænn að skipta á þessum stóli og venjulegum stól; ég held ekkert upp á hásæti. Eng- inn vissi þá, hve mikil alvara lá að baki þessum orðum prinsins. Gjiii ið svo vel að fletta á bls. 23!?.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.