Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 27.04.1958, Blaðsíða 12
232 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ltenndi börnum Stalíns, hefur nefnilega skýrt frá því, að í þess- um s-amkvæmum hafi það einkan- lega verið Ukraniumaður einn, sem mjög hafi slegið um sig. Sá dansaði mjög vel — oft einsamall — söng laglega, og sagði mergjað- ar sögur, sem meira að segja Stalíq gat hlegið að, þótt. alvarleg- ur væri. Og þeim sem maður hlær að, fellur manni við — enda var það svo að Stalín féll mætavel við Nikita, því að sá var maður- inn. I lok ársins 1934 varð Krústjov annar ritari konnnúnistaflokksins í Moskvu, en þá kom fyrir atvik, sem reyndi á hæfileika hans og hollustu. Ungur liðforingi, Nikolajev, myrti einn af vinum Stahns, Kirov, sem var meðlimur lögreglu ráðsins. Nikolajev hafði komið óvænt heim til sín, og fundið Kirov í rúminu hjá konu sinni, og skaut hann friðilinn á stundinni. Stalín sá strax, að þarna fékk hann ákjósanlegt tækifæri til nýrra hreinsana, og nú ætlaði hann að koma hinum síðustu pólitísku andstæðingum sínum fyrir kattarnef. En lögregluráðið stakk við fótum og aðeins Molotov og Kaganovitsj studdu Stalín. En einræðisherrann þyrsti í hefnd, og nú vildi hann einnig hreirisa til í lögregluráðinu. Molo- tov og Kaganovitsj fengu fyrir- skipun um að gera tillögur um menn, sem þeir treystu til þess að hækka skjótlega í tign, og á lista þeirra voru Malenkov, Bería og Krústjov. Árið 1935 varð Krústjov aðal- ritari flokksins í Moskvu. Á fimm árum hafði hann stigið í tigninni frá því að vera þýðingarlítill og lítt þekktur deiidarritarj í mikil- vægari samstarfsmarin hins vold- uga Kágariovilsj, . og var þetla mesti hraði á frámabrautiririi, senx fram að þeim tíma þekktist í Sovétsamveldinu. Lánið hafði ieikið við hann, en þar kom líka fleira til. KKÚSTJOV OG KVENFÓLKIÐ Nikita vann . þýðingarmikið starf þegar neðanjarðarbrautin í Moskvu var byggð, Stalín hafði ákveðið að þetta rnikla mannvirki skyldi byggt, en mætti andstöðu hjá Kubysjev, einum mest metna fjármáiaspeking landsins, sem þótti þetta gáleysislegá farið með fé. En StaJín leið af sairia sjúk- dómi og flestir einræðisherrar: Hann vildi skapa. eitthvað, sem standa mætti um aha framtíð. Og neðanjarðarbrautin skyldj, verða stolt höfðuborgarinnar. Kaganovitsj var meSti trúnað- arvinur Stalíns, og var settur yfir framkvæmdi'rnar, en Krústjov var liinn stjórrimálalegi fulltrúi. Aðal- framkvæmdarstjóri varð hin stíg- andi stjarna á Sovéthimninum: Nikolaj Bulganin. Og hér var það, sem nafn Bulg- anins var í fyrsta sinn nefnt í sambandi við Krutsjov. Bulganin var þá borgarstjóri í Moskvu. Báðir unnu þeir ötullega að fram- kvæmd neðanjarðarbraútarinnar, og þau þrjú ár, sem verkið stóð yfir, varð aldrei viart neinnar mis- klíðar milli þeirra. Þeir urðu vin- ir — einnig utan skrifstofunnar. Krústjov hafði keypt sér hið feg- ursta hús við veginn til Razan. Það var með rauðu þaki og vind- hana og var kallað „Leleka“, sem þýðir storkur. Bulgánín var séríráxðingur í drykkjarvörum, og vissi hvernig hæfði bezt að neyta þeirrá. Hann og Krústjov urðu brátt perluvin- ir og drykkjubræður í stork-hús- inu. En vinátta þeirra var líka byggð á annarri — og ekki veiga- minni ástæðu: Var þar um að ræða Nadja, systir Bulganins, en hún var læknir. Og Krústjov — hinn annars ágaéti fjölskyldufaðir — var enganvoginn ómótltækilegur íyrir yndisþokka Nadja. Nadja Bulganin hafði allt frá æskuárunum verið náin vinkona Rósu Kaganovitsj, síðari konu Stalíns. Þær höfðu svo líkar skoð- anir á öllum málum að þær voru nefndar ,,tvíbura-sálirnar“. Án efa hafa þessar tvær konur haft meiri áhrif í sögu Sovétríkjanna en flesta grunar. Vinátta Rósu og Nadja varð þess valdandi að Bulganin og Kaganovitsj urðu miklir vinir, og' þegar Rósa giftist Stalín, krafðist hún hærri stöðu fyrir Bulganfn bróður vinkonu sinnar — og síð- ar varð það hlutverk „tvíbura- sálnanna" að upphefja Krústjov. Frú Krústjov var að sjálfsögðu ekkert. gefið um hliðarspor manns síns. Hún varð náin vinkona frú Bulganins, og var náið fjölskyldu- líf meðal þessa íólks. Frúrnar sátu og saumuðu í við tedrykkjuboðin, meðan eigirimenriirnir skemmtu sér í íélagsskap Rósu og Nadja. Þetta var hamingjuríkt líf á tím- um hinna frjálsu ásta í Rússlandi. AFTÖKURNAR NÁ HÁMARKI. En þessir rómantísku dagar tóku brátt enda. Árið 1937 óx tor- tryggni Stalíns svo að nærri stapp aði hreinu brjálæði. Og vald hans sem einræðisherra náði til rneira en 200 milljóna manna. Nú ákvað hann að gera upp reikningina við gömlu bolsivikana: Rykov, Buck- arin, Tomski, Tuchasjevski, og þúsundir aðrir voru ýmist líflátn- ir eða flæmdir í útlegð. í árslok 1938 voru aðeins'eftir þeir Stalin og Trosky, og — ekki leið á löngu þar til Trosky féll fyfir morð- ingjahendi. Nú var skipaðuf nýr yfirmaður NKXD (hina leynilegu lögreglu- samsteypu, sem að mestu var skipuð GUP-mönrium), og varð þar fyrir valinu hinn kaldrifjaði og dvergvakrii Nikolas Ivanovitsj

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.