Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 10
106 BUNNUDAGSBLAÐIft heldnin á venjur, sem gerir það að verkum, að nú á miðri tuttug- ustu öldinni erum við neydd til þess að fylgja sömu siðum og fólk, sem lifði fyrir þrjúhundruð árum. t Það finnst mér ekki réttlátt“. Og til þess að fylgja ekki hefð- bundnum vénjum gengur írena oft á móti straumnum. Móðir hennar dóir sígilda tónlist, Bea- triee unnir kammermúsik, en aft- ur á móti dáir írena mest jazz. Júlíönu drottningu finnst það líka ónauðsynlegt af írenu að fara á hárgreiðslustofu tvisvar í viku, þar sem Beatrice sjálf krónprins- essan lætur nægja að þvo sér sjálf um hárið á laugardögum, alveg eins og skólasystur hennar í há- skólanum gera. Þá leggur írena mikið í hvers konar andlitssnyrtingu, jafnvel einnig, þegar hún er bara að fara í skólann. Vilhelmína Hollandsdrottning og síðar Júlíana drottning keyptu klæðnað sinn alltaf hjá „La Maison de la Bonneterie“, og til skamms tíma keyptu dætur drottningar- innar einnig klæðnað sinn þar. En nú vill írena ekki verzla þar lengur. Hún vill fylgja heimstízk- unni. Talið er að metnaður hennar valdi því að hún sætti sig ekki við annað eða minna gjaforð en kon- ung. Ef til vill er það vegna þess að hún vill ekki skipa mikið lægri stöðu en Beatrice systir hennar. í Haag er það mælt, að vegna drottningardrauma írenu hafi hún þegar hafnað álitlegu gjaforði. Því er haldið fram, að Albert prins af Belgíu, yngri bróðir, Baudouins konungs, hafi orðið ástfanginn af írenu. En það náði heldur ekki Jengra. írena er aftur á móti sögð hafa meiri áhuga fyr- ir Konstantín Grikklandsprins, enda á hann í vændum að verða konungur. Hún vill heldur giftast verðandi konungi en konungsbróð ur. Það er líka talið standa í milli hennar og Alberts prins í Belgíu, að hann er kaþólskrar trúar, en hún mótmælandi, og það er ekki líkt lunderni hennar að vilja skipta um trúarskoðun. Nei, þá myndi hún fremur aðhyllast nor- rænan prins, t.d. Harald ríkisarfa Norðmanna. Annars er írena víst. ekki í néinum giftingarhugleið- ingum um þessar mundir, en all- ur áhugi liennar beinist að hest- um og bifreiðum. Til skamms tíma hefur hún gengið tm götur Haag eins oghver önnur telpa, rétt eins og -hún væri sér ekki meðvitandi um tign sína: hún hefur hjólað tií skóians og leikið sér með skólasystrum sínum. Til skamms tíma hefur hún einnig hlýtt móður sinni í flestu, enda þótt það hafi ekki æv- inlega gengið hljóðalaust fyrir sig. Næsta ár má búast við töluverð- um erfiðleikum milli hennar og foreldranna, en það er í sambandi við framhaldsnám hennar. írena hefur þegar lýst því yfir, að hún vilji ekki fara til Leyden, því að háskólinn sé alltof gamaldags og leiðinlegur að sínu áliti. Fengi hún að ráða mundi hún sjálfsagt velja sér skóla í Englandi, ekki sízt með tilliti til þess að komast í kunningjahóp hertogans af Kent og Alexöndru systur hans, eins og Margrét Svíaprinsessa forðum. — Annars langar írenu ekki mikið til að læra, hún vill aftur á móti sjá sig um. Hún reynir að lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi eins og venjuleg ung stúlka. Ef hún fengi að ráða myndi hún líklega helzt vilja verða kennslukona. írena er ekki jafnvinsæl og Beatrice, hin tilvonandi drottn- ing Hollands, en þó vilja Hollend- ingar veg hennar sem mestan og myndu una því vel, að hún næði sér í krónprins eða konung. Limla Christian VISSI AÐ HANN MYNDI DEYJA. ÞEGAR Linda Christian — fvrr um eiginkona Tvrone Powers frétti um hið snögglega lát hans í haust í Madrid, brast hún í grót og sagði með ekka: „Ég vissi að hanii múndi deyja!“ Ég vissi það . . . Ég hafði eitthvert hugboð um að þetta mundi koma fyrir alveg eins og ég vissi, að Portagos myndi farast“. — Fyrir tveim árum fórst unn- usti Lindu, Spánverjinn Portagos, í kappakstri á ítalíu. Hún hafði sárbænt hann um að taka ekki þátt í akstrinum, en hann hafði ekki látið undan, og álitið, að ótti hennar væri einungis af tauga- veiklun sprottinn. Linda skýrði blaðamönnum frá því, að hún hefði leitað spásagnar um Tyrone Power, og hefði upp frá því vitað það, að hann mundi deyja snögglega á bezta aldri. „En ég nefndi það aldrei við hann, hvernig spádómurinn var. Tyrone unni lífinu og vildi ekki tala um dauðann“. Hún sýndi við þetta tækifæri bréf, sem hann hafði skrifað börn unum tveim, er hann eignaðist með Lindu, en þar sagði meðal annars: „Pabbi og mamma eru hreykin af ykkur vegna þess, hve dugleg þið eruð í skólanum. Mér þykir svo innilega vænt um ykk- ur bæði . .

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.