Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 11
SUNNUÐAGSBLAÐIÐ ' 107 Sfefiiumólii í epíafrénu MlÐALDRA maður einn átti sér Unga og fallega konu, sem hann elskaði út af lífinu. Já, hann elsk- aði hana svo takmarkalaust, að hann var miður sín af afbrýði- semi. En því miSur, mannsins Vegna, þóknaðist vorum náðar- samlegasta Herra,- að slá manninn blindu. Hann fékk augnsjúkdóm, sem leiddi það af sér að hann missti algerlega sjónina og gat ekki greint mun dags og nætur. Og nú vék hann aldrei frá konu sinni, svo að hún komst aldrei hársbreidd frá honum. Bæð; dag og nótt varð hún að vera við hlið hans, svo að hann gæti fullvissað sig um að hún félli ekki í freistni með öðrum mönnum. En svo bar það til að ungur og fríður maður, sem bjó í nágrenn- inu, varð ástfanginn af ungu kon- Unni. Hann reyndi að ná sam- bandi við hana, en skildist brátt að það var ekki auðvelt. Hann var svo örvinglaður að hann var næst Um að missa vitið af ástarþrá og örvæntingu. Þegar konan sá hvernig unga ttianninum leið, gerði hún honum það skiljanlegt með bendingum og ýmiskonar látbragði, að hún Væri sér ekki sjálfráð, því að hún gæti aldrei komizt neitt frá manni sínum. Ungi maðurinn var ekki mönn- . Um sinnandi; hann gat einungis notið þess að sjá ungu konuna sem hann unni svo heitt, tilsýnd- sr. En ungu konunni varð það brátt ljóst að hún bar hlýjar tilfinning- ar til þessa manns. Hún vissi líka, hve þrá hans mundi heit, og loks fann hún ráð til þess að greiða úr Vandamálum þeirra. Hún útvegaði sér langa og mjóa pípu, og d,ag nokkurn þegar ungi maðurinn hafði tekið í sig kjark og gengið inn í garð konunnar næstum því alveg að opnum glugganum, stakk hún pípunni út til hans. Hann skildi að hann mundi eiga að bera pípuna upp að eyra sér, og án þess að blindi maðurinn yrðj nokkurs var, hvíslaði hún lágt gegnum pípuna. „Ég vorkenni þér, og ég hefi hugsað ráð til þess að við getum hitzt. Vertu kyrr í garðinum og klifraðu upp í fallegasta eplatréð, sem ber mestu ávextina. Bíddu mín þar, svo skal ég koma upp til þín.“ Maðurinn gerði eins og hún sagði honum. Þegar hann hafði fundið fallegasta eplatréð, klifr- aði hann upp í það og beið. Litlu síðar kom konan út og leiddi blinda manninn sinn við hönd sér. Meðan þau gengu um garðinn, sagði hún allt í einu: „Ó, mig langar svo í stóru epl- in á trénu þarna — fegursta trénu í garðinum!" Maðurinn svaraði: „Það ætti að vera í lagi. K&llaðu á einhvern, sem getur náð þeim niður fyrir þig“. En konan sagði: „En góði minn •— ég verð að ná eplunum sjálf, annars finnst mér ekkert varið í þau“. Blindi maðurinn féllzt á þetta, og konan byrjaði .að klifra upp í tréð. Eins og vanalega hafði mað- ur hennar fylgt henni fast eftir, en þegar hann gat ekki fylgt henni eftir upp í tréð, sló hann öi’mun- um utan um trjástofninn í ör- yggiskyni, til þess að vei’a viss um það, að enginn gæti komist upp í tréð á eftir henni, án þess hann yrði þess var. Hinn ástsjúki maður beið uppi í trénu, og má nærri geta hver fagnaðarfundur varð er hann og konan hittust. Þau tjáðu hvort öðru tilfinningar sínar og gleymdu sér í ástaratlotum, en eplin lirundu hvert á fætur öðru niður úr trénu. „Hver ósköpin ganga á fyrir þér, kona?“ hrópaði blindi maðurinn. „Þú hristir öll eplin niður úr trénu!“ En konan svaraði blíðlega: „Ég var að reyna að ná þeim stærstu, en þau eru á grein, sem ég náði ekki út á, svo að ég tólc það ráð að hi’ista þau niður. Ég hugsaði ekki út í það, að þau myndu þá einnig hrynja af hinum greinunum um leið“. Nú var það svo, að Sankti Pét- ur og Herrann hæsti gátu ekki komizt hjá því að sjá það, sem fram fór í eplatrénu, og Sankti Pétur sagði: „Sjáðu, hvernig konan þarna fer á bak við vesalings blinda

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.