Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 12

Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 12
7 108 ' SUNNUDAGSBLAÐIÐ ...............i. maiíninn sinn. Mér finnst þú ætt- ir a'ð gefa honum sjónina á ný, svo að hann fái að sjá hvers kon* ar kvensu hann er giftur“. Og himnafaðirinn kinkaði kolli og svaraði: „Ég ætla að gera það, sem þú stingur upp á — en það ætla ég að segja þér, Sankti Pét- ur, að um leið og máðurinn hef- ur fengið sjónina aftur, mun kon- an hafa nýja skýringu á reiðum höndum. Gaman verður að heyra hvað henni dettur í hug“. Skyndilega varð blindi maður- inn þess var, að allt varð bjart í kringum hann og að hann hafði fengið sjónina á ný. Honum varð litið upþ í tréð, og það, sem við augum hans blasti, knúði fram þessa spurningu: „Hvað aöhefst þú þai'na, kona, hjá ókunnugum manni!? Áttu ekki til neina sómatilfinningu? Þér ætti þó að vera það Ijóst, að þú vanvirðir bæði mig og sjálfa þig". En konan lét sér hvergi bregða, en svaraði hin kotrosknasta: „Taktu þessu meö stillingu, góði. Þetta hefi ég gert til þess að þú fengir sjónina aftur. Ef ég hefði látið það undir höfuð leggj- ast, myndir þú vera blindur enn- þá". Vesalings eiginmaðurinn þagði. Hann var svo þakklátur og glað- ur að hafa fengið sjónina aftur... ................................. Maður nokkur sat á biðstofu lögfræðings og var mjög óþolin- móður. Loks kom skrifstofustúlk- an fram og spurði um erindi hans. — Ég hef pantað viðtal við\lög- fræöinginn klukkan tíu, sagöi maðurinn. — Það er iit af erfða- skrá. — Hve lengi hafið þér beðið, spurði stúlkan og tók að blaða í skjölum. — I tuttugu ár, svax’aði uiaður- FYRIR fjarska mörgum árum, •—það er svo langt síðan, að sag- an nefnir ekkert ártal, átti kon- ungurinn á Skotlandi í stórkost- legu stríði. Skotar unnu sigur, og konungurinn, sem fylltist ofur- drambi sakir hylli hamingjunnar, gerði orð eftir ráðgjafa sínum, Alexander. — Jæja, Alexander, mælti kon- ungur Geturðu ekki nefnt mér’ neinn konung, sem vér getum nú herjað á? — Með Ieyfi yðar tignar, svar- aði Alexander, þekki ég konung, sem yðar hátign getur herjað á. ■— Og hver er hann, Alexander? Alexander svaraði og leit um leið lotningarfullur til himins: — Konungurinn í himnaríki. •— Hver þá? — Konungurinn í himnaríki, yðar hátign! Konungurinn þekkti ekki þetta ríki, en hann var of vel vitiborinn til þess að láta á því bera. — Farðu þá strax Alexander, til konungsins í himnaríki, og bjóð honum frá oss að gefast undir eins á vald vort, ef hann vill ekld að vér komum sjálfir og’ x-ekum hann úr landi. Og’ taktu eftir því Alex- ander, að fyrr máttu ekki koma aftur fyrir augu vor, en þessu boði voru er fullnægt. Alexander fór af stað forviða af þessari skipun. Til allrar hamingju hitti hann prest einn, og sagði honum frá öll- um atvikum. Prestur hughreysti hann og Alexander gekk nokkru seinna fyrir konung. — Komdu sæll, Alexander, — sagði hann. — Hefirðu hitt kon- unginn í liimnaríki, og hvernig svaraði haim kröfu vorri? ,. — MeS leyfi yðar hátigngr, ?var aði Alexander, hefi ég talað við einn af ráðgjöfum hans. — Og hvað sagði hann þá? — Hann segir, að yðar hátign geti fengið ríkið, þér þurfið ekki annað en að biðja um það. — Var hann svona kurteis, sagði konungur, sem komst við af slíkri eftirlátssemi. Farðu nú strax Al- exander til konungsins í himna- ríki og seg þú honum frá oss, að sakir hans kurteisa svars skuli framvegis enginn Skoti vera svo djarfur, að stíga fæti sínum inn á hans land. SMÆLKI Þegar kunningi hins mikla hug vitsmanns Edisons spurði hann. hvort nokkuð af uppfinningum hans hefði komið í huga hans af tilviljun, svaraði hann: — Ekki nema hljómritinn. Þeg ar ég ætla að byrja á einhverju nýju, þá hugsa ég um það sof- andi og’ vakandi, þangað til mér koma í huga einhver ráð, sem ég álít að muni duga. —o— Hægt er að mæla hita í stofuni og afl véla; en það er ómögulegt að mæla þann kraft, sem býr 1 þreklyndi mikilmennisins. Wellington sagði, að návist Napóleons hiá hersveitum hanð væri á við 40 000 hermenn. St. Bernhard hafði svo miki’ð vald yfir mönnum með fortölum sínum, að mæður földu syni sína og karlmenn vini sína, til þesS að hann gæti ekki talið þá á Þa^ að ganga í klaustur. Fáir, seU1 hann náði til, gátu ötaðið af sél fortölur háns. . »

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.