Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 22.02.1959, Blaðsíða 15
S UNNUDAGSBLAÐIÐ 111 úskýringar, — og ég fór hingað einungis af því þetta er síðasta kvöldið hans heima. Án þess að horfa beinlínis á hana, sagði Martin við Reginu: — Nú held ég samt að sé tími til kominn að við förum heim. — Já, auðvitað, anzaði Regina og hljóp til bróður síns og faðmaði hann að sér að skilnaði. — Líði þér ve] Karl, og gættu þín, mælti hún og horfði alvöru- gefin í augu hans. Svo bætti hún við: — Gerðu nú ekkert, sem valdið getur mér leiðindum, bróðir. Því næst flýtti Regína sér á eftir Martin, sem var á leiðinni til dyranna. — Góða nótt allir saman, sagði Regína og kinkaði kolli. Maríin hafði einnig snúið sér til gestanna um leið og hanr. fór höndum um gamla grammófón samkomu- salarins, — Ég held hann sá búinn að lifa sitt feg- ursta, þessi, sagði hann. — Ég skal sjá um að fenginn verði nýr grammófónn. Góða nótt! Þegar Regina og Martin voru farin út úr samkomu- salnum var dauðaþögn um;stund. Það var eins og öll- um væri það Ijóst, að þeir hefðu verið viðstaddir við- kvæmt augnablik, sem orðið gæti örlagaríkt . . . Karl var sá sem fyrstur rauf þögnina: — Látið þetta ekki hafa áhrif, áfram með músikina! Regipa og Martin töluðust fátt við meðan þau voru á leiðinni heim. Martin krafðist engrar skýringar af Reginu. í fyrsta skipti írá brúðkaupi þeirra, kyssti hann hana ekki góða nótt, en sagði aðeins kuldalega — Sofðu vel! Og Regina svaraði honum með sama, en rödd henn- ar skalf af angist og klökkva. Svo lau þau bæði kyrr og þögul langa stund. Hvor- ugt þe.ura gat sofnað. Að iokum gat Regina ekki af- borið þcgnina lengur. — Sefur þú, hvísjaði laún. — Nei, svaraði Martin. — Má ég, tala, Martin? Það umlaði aðeins í honum. — Mér leiðist svo yfir þessu. Ég veit þér mislíkar það, að ég skyldi vera þarna. En það var aðeins vegna Karls, af því að þann er að fara. Og svo vil ég líka að hinir verkamennirnir sjái það, að ég sé óbreytt sem áður. Ertu reiður ennþá? — Ég hefi ekkert verið reiður. — Má ég lcggja höfuð mitt við öxl þína? Scgðu ejtthvítð,' MðjUn. fljig, ^egðu, fevfð sem þer sýrúgt, gp haUy. ekki 4&4SJ y&Vfn hí-^Bðúegu ís- köldu pögn. __________ ^___________________' j «^t. trHfm ¥ Martin andvarpaði. •— Við höfum svo oft talað um svona lagað áður. Ég ér nú farinn að skilja það, að það er ekki auðvelt fyrir þig að losna við fortíð þína. En það er nú samt sem áður nauðsynlegt að þú gerir þaö. — Stundum finnst mér þú vera svo óendanlega langt burtu frá mér, hvíslaði Regina. — Ég er svo hræðilega einmana . . . —Hvað áttu við? Þú verður þó að láta þér skiljast, að staða mín hefur ekki minni þýðingu fyrir mig en þú sjálf. Maður verður að hugsa svo margt. Maður getur ekki látið sér nægja ástina einvörðungu. Að því leyti er þetta auðveldara fyrir konuna. — Martin, sagði Regina og þrýsti sér upp að hon- um. — Ég verð örvingluð, þegar ég finn inn á það, að ást þín sé að dofna. — En því er alls ekki þannig varið, Regina. Ég elska þig alltaf jafn mikið ... Nokkrum dögum síðar hélt Martin og Regina mikið samkvæmi. Meðal gestanna var frú Theressa Lundt frá Caroll og Wendland ráðsmaður hennar; einnig stjórn stáliðjuversins með Hansen formann í broddi fylkingar. í tilefni dagsins hafði verið fengin hljóm- sveit tií að leika fyrir gestina meðan miðdegisverður- inn var snæddur. Þegar hinar opinberu skálaræður höfðu verið flutt- ar, eftirmaturinn framreiddur og hljómsvei'tin lék í sífellu, hallaði Gisevius sér að Wendland. og sagðú — Hliómsveitin virðist ætla að leika fyrir kaupinu sínu — mér finnst þetta satt að segja heldur mikill hávaði. • — Því skyldu þeir ekki mega spila eins og þeim lystir, .þetta er hvort sem er fyrsta veizlan, sem unga frúin heldur. — Já, þannig er það að minnsta kosti látið líta út, svaraði Gisevius og brosti. — En trúið mér, veizlan cr á.reiðanlega haldiji í öðrujn tilgangi, meðfarm. Það cr til aö mýkja mannskapinn. Það er nefnilega stjórn- arfundur á morgun, þar sem endanlega á að ganga frá ráðningu aðalforstjórans ... —- Dg verður Martin þá ráðinn? spurði borðmey Gisevjusar meö ákafa. . — Það er ómögulegt að segja, syaraðj Qisevius í- bygginn. — Eitt er að minnsta kosti áreiðanlegt, og það er, að formaðurinn breytir ekki um skoðun til eða frá, þrátt fyrir veglega veizlu! Sjáið hvað hann situr þarna leyndardómsfullur og hugsandi, ha, ha, ha. Lcyfisl. mcr að skála við íormannimi! Og Gisevius lyfíj gkpi sínu. fFrajphaidj

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.