Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Síða 11

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Síða 11
>WWWMiMiW*W*M*MWMWM<WWWWWViWWMWWWWWWIMWWMWWWW%MW lítá á hvolfþakið mikla sem tákn um líf mikilmennisins, Lincolns. Rotundan, eða hvolfið undir kúplinum, er skreytt tilkomu- miklum sögulegum og tákn- rænum málverkum og freskó- myndum. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að lýsa þessu mikla húsi til nokkurrar hlítar, eftir fá- einar skyndiheimsóknir undir leiðsögn fylgdarmanna. Það er tilkomumikið líka hið innra, salir þingdeildanna glæsilegir, og margt listaverka og mynda af frægum mönnum. Ég sótti þannig að, að þing- frí stóðu yfir. En samt var þar alít á ferð og flugi. Nixon vara forseti var eini mektarmaður- inn, sem ég sá þar, mætti hon- um þar í einum ganginum. Vask legur maður, ekki ýkja fríður. Nágrannabyggingar þinghúss ins eru ekki amalegar. Gegnt því stendur Library of Con- gress — þingbókasafnið, veg- legt hús, og Supreme Court — Hæstiréttur — grískt hof með tígulegum súlum. En veglegast er auðvitað Capitol sjálft og er seint hægt að fá sig fullsaddan á að virða fyrir sér fegurð þess, yndis- þokka og hrynjandi í línum. í hugann flögrar lýsing Einars Benediktssonar á öðru stórhýsi: „Yfir þessum ljósu, köldu línum liggur eins og bjarmi æðri sálar, þar sem fólkið sér af draumi sínum svip, sem tónn né litur aldrei málar. Steinsins tign er tær, — og af hans myndum teygar listar-þorstinn dýpstar skálar, eins og jörð í þrungnum, þungum vindum þráir andardrátt frá himins lindum“. Ég fór frá Washington með járnbrautarlest síðla kvölds, í myrkri, nær miðnætti. Það síð- asta, sem ég sá af þeirri fögru borg, út um lestargluggann, var ægifagurt hvolfþak Capi- tols, flóðlýst, skjannahvítt. Það virtist svífa þarna yfir stund og stað, laust við jörðu, eins og óraunveruleg loftsýn. Þeirri sjón gleymi ég aldrei. rjóh. *wmmmmmwmmmmmmmmmmmmmmmm>hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmw ALÞÝÐUBLADIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 235

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.