Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „NÝTING Landsvirkjunar á orku á Kröflusvæðinu byggist alfarið á samningum við ríkið, sem á sínum tíma samdi við landeigendur um orkuvinnslu á svæðinu,“ sagði Frið- rik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, í samtali við Morg- unblaðið þegar leitað var viðbragða hjá honum við óánægju landeig- enda Reykjahlíðar í Mývatnssveit. „Við göngum inn í rétt ríkisins sem greiddi auðvitað landeigendum fyrir réttinn á sínum tíma. Land- eigendur hafa hins vegar verið óánægðir með samninginn við ríkið og sett fram kröfur um frekari greiðslu, en ríkið hefur hafnað því. Í framhaldi af því hafa landeig- endur farið dómstólaleiðina eins og þeir hafa fyllsta rétt til. Lands- virkjun hefur átt í viðræðum við ríkið um frekari rétt við Kröflu á grundvelli þessa sama samnings og heimildarlaga sem Alþingi sam- þykkti á sínum tíma. Jafnframt hef- ur verið rætt við landeigendur um að hugsanlega megi stækka orku- vinnslusvæðið þegar niðurstöður úr viðræðum ríkisins og Landsvirkj- unar liggja fyrir. Og þá koma auð- vitað greiðslur fyrir það. Loks vil ég árétta að Landsvirkjun greiðir að sjálfsögðu landeigendum arð í samræmi við samninginn sem gerð- ur var á sínum tíma, m.a. í formi upphitunar á heitu vatni til hita- veitu sveitarinnar,“ sagði Friðrik. Hann sagði að í raun væri um tvö aðskilin mál að ræða, annars vegar deilu um hver væri réttur ríkisins samkvæmt samningum um orkuvinnslu við Kröflu og hins veg- ar umsóknir um rannsóknarleyfi sem iðnaðarráðuneytið veitti. „Ég kannast ekki við að það sé deila milli Landsvirkjunar annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur og landeigenda Reykjahlíðar hins veg- ar um rannsóknarleyfi í Gjástykki. Landsvirkjun hefur farið fram á rannsóknarleyfi samkvæmt gildandi lögum, en það er iðnaðarráðuneytið sem veitir slíkt leyfi.“ Spurður um kröfur land- eigenda um bætur fyrir jarðefni og vatn utan og inn- an Kröfluvirkjunarsvæðisins vísaði Friðrik til þess að rík- ið hefði hafnað því að slíkar bætur ættu að koma til. „Við teljum okkur hafa keypt af ríkinu ákveðinn samning um að mega nýta orku og þeir hlut- ir sem þeir hafa verið að fara fram á þarna hefur ríkið talið að væru faldir inni í samningnum sem gerð- ur var á sínum tíma. Eðlilegt að samreka orkuvinnsluna á svæðinu Inntur eftir því af hverju erindi Landsvirkjunar hafi ekki verið kynnt landeigendum sagði Friðrik það sinn skilning að það væri ekki í verkahring Landsvirkjunar. „Þegar um er að ræða rannsóknarleyfi sem einungis er forathugun eða svokall- að leitarleyfi er eingöngu um um- ferðarrétt að ræða en ekki rétt til mannvirkjagerðar. Við slík skilyrði hefur ekki tíðkast að hafa samband við landeigendur, það er ekki skylt samkvæmt lögunum, enda er oft óljóst hverjir eiga landið. Hins veg- ar hefur iðnaðarráðuneytið haft samband við viðkomandi sveit- arfélög í vissum tilfellum þegar ástæða hefur þótt til.“ Spurður um ummæli Jónasar A. Aðalsteinssonar, lögmanns Landeig- enda Reykjahlíðar ehf., í blaðinu í gær um að umsókn Landsvirkjunar slái menn eins og þeir séu að reyna að ná tölum á umræddu jarð- hitasvæði áður en ný lög taka gildi vísar Friðrik því á bug. „Landsvirkjun, eins og önnur orkufyrirtæki, hefur verið að sækja um rannsóknarleyfi í mörg ár á ýmsum stöðum á landinu og mun væntanlega halda því áfram. Það er afskaplega eðlilegt að Landsvirkjun, sem hefur verið með orkuvinnslu á svæðinu, horfi til þessa svæðis og fari fram á rannsóknarleyfi á ná- grannasvæðunum, því það er aug- ljós kostur að samreka orkuvinnsl- una á svæðinu. Við rekum Kröflu og teljum að með því að auka orku- vinnsluna á svæðinu sé hægt að samreka orkuvinnsluna. Það er auð- vitað jafneðlilegt að við hjá Lands- virkjun sækjum um rannsóknarleyfi í Gjástykki eins og það er eðlilegt að Orkuveita Reykjavíkur sæki um slíkt leyfi á Hellisheiðinni, ekki síst með tilliti til samnýtingar,“ sagði Friðrik. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segist hafa vitað um virkjunaráform landeigenda Reykjahlíðar. Sér hafi verið greint frá þeim óformlega, í tengslum við umræður um ágreinings- og uppgjörsmál þeirra við Landsvirkjun. Valgerður segir að umsókn Landsvirkj- unar sé aðeins um takmark- að rannsóknaleyfi til yf- irborðsrannsókna, án framkvæmda sem geta valdið raski. Iðn- aðarráðherra sé heimilt að láta leita að auðlindum í jörðu hvar sem er á landinu, óháð því hvort eigandi við- komandi lands hafi fengið rann- sóknaleyfi. Í umsókn Landsvirkj- unar sé reynt að kortleggja hvar jarðhiti sé á Gjástykkissvæðinu. Valgerður segir að eins og lögin séu í dag sé ekki hægt að koma í veg fyrir þetta. „Að lokinni jarð- hitaleit verður fyrst hægt að segja hvar mesti hitinn sé og hvar ástæða sé til að fara út í frekari rann- sóknir. Þetta mál er á algjöru frumstigi og það hefur ekki tíðkast að leyfi landeigenda þurfi til um- ferðar um land til yfirborðsrann- sókna á hugsanlegum jarðhita,“ sagði Valgerður en hún mun á næstunni mæla fyrir frumvarpi á Alþingi um rannsóknir og nýtingu á jarðrænum auðlindum. Telur hún frumvarpið varla verða að lögum fyrr en eftir áramót. Áður en hefðbundið rann- sóknaleyfi er veitt þarf iðn- aðarráðherra að leita umsagnar Orkustofnunar og umhverfisráðu- neytisins. Ráðherra segir að í þessu tilviki í Gjástykki hafi verið talið rétt að leita umsagnar hjá þremur sveitarfélögum. Þeim sé hins vegar ekki skylt að skila inn umsögn. Valgerður segir að samkvæmt lögum beri iðnaðarráðuneytinu að taka efnislega afstöðu til erindis Landsvirkjunar og framkomnar at- hugasemdir landeigenda Reykja- hlíðar geti engu breytt þar um. Varðandi beiðni landeigenda um að afhenda öll gögn málsins bendir hún á að öll gögn varðandi Gjá- stykki séu opinber og megi finna í skýrslum Orkustofnunar. Ráðu- neytið geti ekki veitt aðgang að rannsóknagögnum Landsvirkjunar. Viðræður í gangi um tíma Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, staðfesti í samtali við Morgunblaðið áhuga fyr- irtækisins á samstarfi við Landeig- endur Reykjahlíðar um rannsóknir og virkjun auðlinda í Reykjahlíð- arlandi, þ.e. Sandbotnum og Gjá- stykki. „Bændur hafa verið í við- ræðum við okkur dálítinn tíma og við höfum tekið þeim vel.“ Að- spurður segir hann ekki hafa verið gengið frá formlegum samningi milli aðila. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess fyrr en þeir, þ.e. bændur, væru komnir með rannsóknarleyfi og hlut- irnir þar með komnir raunverulega í gang.“ Spurður um umsókn Lands- virkjunar um leyfi til rannsókna og forgangs á nýtingu jarðhita á Gjá- stykkissvæðinu ef til virkj- unarframkvæmda kemur sagðist Guðmundur lítið sem ekkert vilja tjá sig um það. „Í sjálfu sér er ég ekki með nein viðbrögð við umleitan þeirra, enda er eðli svona orkufyr- irtækja að horfa til nýrra svæða. Svo getur það alltaf gerst að það sé fleira en eitt fyrirtæki með áhuga á sama svæðinu.“ Forstjóri Landsvirkjunar um rannsóknir og jarðhitaréttindi í Gjástykki „Eðlilegt að horfa til þessa svæðis“ Guðmundur Þóroddsson Friðrik Sophusson Valgerður Sverrisdóttir Forstjóri Landsvirkjunar kannast ekki við ágreining milli Landsvirkj- unar annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur og landeigenda Reykja- hlíðar hins vegar um rannsóknarleyfi í Gjástykki. Iðnaðarráðherra segir að aðeins sé um takmarkað leyfi að ræða. ÞJÓÐARHREYFINGIN – með lýðræði, sem er grasrótarhreyfing áhugafólks um lýðræði, hóf í gær fjársöfnun vegna yfirlýsingar sem hún hyggst birta í bandaríska blaðinu New York Times, undir fyrirsögninni: Innrásin Írak – ekki í okkar nafni. Tilgangur yfirlýs- ingarinnar er, að sögn talsmanna Þjóðarhreyfingarinnar, að kynna á alþjóðlegum vettvangi raunveru- lega afstöðu íslensku þjóðarinnar til innrásarinnar í Írak. Söfnunin var kynnt á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær. „Tilkynning íslensku ráð- herranna um að Ísland væri í hópi hinna fúsu og staðföstu vakti mikla athygli á erlendum vett- vangi,“ segir Ólafur Hannibalsson, einn talsmanna Þjóðarhreyfing- arinnar. „Við viljum að það fari ekki á milli mála að íslenska þjóð- in er ekki að baki þessari tilkynn- ingu.“ Hann segir að skv. öllum skoðanakönnunum sé yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar á móti inn- rásinni í Írak. Verði birt í janúar Aðspurður telur Ólafur að birt- ing yfirlýsingarinnar í New York Times muni kosta um 45 þúsund dollara eða sem svarar u.þ.b. þremur milljónum íslenskra króna. Söfnunin mun standa út desember, að sögn Ólafar, en mið- að er við að yfirlýsingin birtist þar vestra í janúar. Kveðst hann von- ast til þess að hún muni fanga at- hygli fjölmiðla víða um heim. Ábyrgðarmenn söfnunarinnar eru Valgerður Bjarnadóttir við- skiptafræðingur, Ólafur Hanni- balsson rithöfundur, Valgarður Egilsson prófessor og Hans Krist- ján Árnason viðskiptafræðingur. Í upphafi yfirlýsingarinnar seg- ir: „Við, Íslendingar, mótmælum eindregið yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um stuðning við innrás Bandaríkjanna og „viljugra“ bandamanna þeirra í Írak í mars 2003. Með þeirri yfirlýsingu voru brotin íslensk lög, alþjóðalög- og íslensk lýðræðishefð.“ Með því að hringja í söfn- unarsíma 90 20000 getur almenn- ingur lagt fram 1.000 krónur til stuðnings yfirlýsingunni. Einnig er hægt að leggja framlög inn á bankareikning 1150-26-833 í SPRON. Þjóðarhreyfingin mótmælir stuðningi stjórnvalda við innrásina í Írak Ætlar að birta yfirlýsingu í dagblaðinu New York Times Morgunblaðið/Golli Stuðningsmenn yfirlýsingarinnar, sem Þjóðarhreyfingin ætlar að birta í New York Times, fjölmenntu á Hótel Borg. ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um aðgerðir til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum. Er í tillögunni lagt til að félagsmálaráð- herra feli Jafnréttisstofu það verk- efni. „Mikilvægt er að í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga verði beitt markvissum aðgerðum til að bæta hlut kvenna í sveitarstjórnum,“ seg- ir í greinargerð tillögunnar. „Ein leið að því marki væri að fela Jafn- réttisstofu, sem býr yfir mikilli þekkingu á stöðu kvenna í sam- félaginu, að annast slíkar aðgerðir eins og gert er ráð fyrir í tillögu þessari. Fjárveitingar til Jafnrétt- isstofu þyrftu að sjálfsögðu að aukast samhliða slíkum aðgerðum.“ Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins. Hlutur kvenna verði aukinn UM 53,5% reykvískra kjósenda myndu kjósa R-listann, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, að því er fram kemur í nýjum Þjóð- arpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkur fengi atkvæði 41% kjósenda og 5,5% myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Fylgi R-listans stendur nánast í stað frá í desember 2003, fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur dalað um tvö prósentustig en Frjálslyndi flokkurinn hefur bætt við sig um þremur prósentustigum. R-listinn nýtur fylgis 60% kvenna en 48% karla, Sjálfstæðisflokkinn styðja 46% karla og 35% kvenna en Frjálslyndir eiga jafnt fylgi kynja. Um 21% aðspurðra tók ekki af- stöðu og 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu væri kosið nú. Flestir styðja R-listann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.