Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 FRÁ FIMMTUDEGINUM 2. DES. TIL LAUGARDAGSINS 4. DES. JÓLABÓNUS!!! 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓM EKKI MISSA AF ÞESSU!!! Þórshöfn | „Við höfðum lengi leit- að að einhverju sem hentaði okk- ur þegar við duttum niður á þetta fyrirtæki,“ segir Konráð Jóhanns- son, tæknistjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar. Hann hefur ásamt fjölskyldunni fest kaup á fyr- irtækinu Silkiprenti og fánum og verður reksturinn fluttur úr Reykjavík til Þórshafnar í byrjun næsta árs. Fjölskyldan rak veitingastað á Þórshöfn og hætti því fyrir þrem- ur árum. „Síðan höfum við verið að leita að einhverju í staðinn og helst haft framleiðslufyrirtæki í huga. Við höfum skoðað fjölda fyrirtækja og hugmynda og stund- um verið nálægt því að slá til. En allar athuganir hafa strandað á því hversu dýrt er að flytja hrá- efnin hingað og koma vörunni á markað, orkuverði og ýmsu öðru, þangað til við sáum okkur leik á borði með þetta,“ segir Konráð. Silkiprent og fánar eru leiðandi í framleiðslu á fánum, ekki síst margs konar fyrirtækjafánum en framleiðir einnig ýmislegt fleira. Konráð segir að mikið sé unnið fyrir fasta viðskiptavini og berist pantanirnar mest með tölvupósti. Afurðirnar séu síðan sendar til viðskiptavinanna sem smáböggla- póstur. Því skipti afar litlu máli hvar á landinu framleiðslan sé. Nýir eigendur taka við Silki- prenti og fánum 1. febrúar. Þá ætlar Konráð að vera klár með húsnæði sem hann hefur tryggt sér á Þórshöfn til þess að geta sett vélarnar upp á stuttum tíma og hafið framleiðslu. Framleiðslan byggist á gamalli hefð í silki- prentun. Konráð vonast til að geta innleitt nýjungar. Þannig sé að koma nýtt efni í fánana sem fyrirtækið hafi tryggt sér einka- leyfi á. Það sé ódýrara en það efni sem nú er og auðveldara að vinna það. Þá sé það sterkara. Fimm starfsmenn Á milli fjögur og fimm stöðu- gildi eru nú í Silkiprenti en Kon- ráð hefur lagt drög að öflun fleiri verkefna þannig að hann ætlar að byrja með fimm starfsmenn í fullu starfi og frekar að auka við en hitt. „Það munar um þessi störf í okkar litla samfélagi,“ segir Kon- ráð. Hefur verið auglýst eftir þrem- ur starfsmönnum á Þórshöfn en auk þess munu kona Konráðs, Erla Jóhannsdóttir, og Karen dóttir þeirra vinna við fyrirtækið. Konráð og sonur þeirra, Rúnar Þór, verða þó ekki langt undan þótt þeir verði áfram í sínum föstu störfum og fleiri úr fjöl- skyldunni munu vinna að því eins og þörf gerist. Fjölskylda á Þórshöfn kaupir Silkiprent og fána og flytur til sín vinnuna Munar um störfin í litlu samfélagi Morgunblaðið/Líney Fjölskyldufyrirtæki Konráð Jóhannsson og Erla Jóhannsdóttir ásamt fjöl- skyldu. Lengst til vinstri er Ólafur Birgir Vigfússon, Karen Rut Konráðs- dóttir með Erlu Rós, Konráð, Erla, Rúnar Þór Konráðsson og og Hilma Steinarsdóttir. Fremst stendur Anna María Ólafsdóttir. Yngsta dóttir þeirra hjóna, Sandra Ösp, er í skóla á Akureyri. LANDIÐ Hveragerði | Hvergerðingar eru að byggja upp tónlistardeild við bókasafn sitt með áskorenda- leik sem einn starfsmaður safnsins hóf. Bóka- safnið hefur nú verið opnað í nýju húsnæði í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk. Aðstaða bókasafnsins hefur gjörbreyst á síð- ustu árum. Fram kom hjá Hlíf S. Arndal, for- stöðumanni bókasafnsins, við opnunina að fyrir rúmum fimm árum hefði safnið flutt úr 50 fer- metra húsnæði í 170 fermetra við Austurmörk og nú væri safnið komið í 300 fermetra og því væri rúmt um alla. Við opnunina afhenti Kvenfélag staðarins peningaupphæð sem á að verja til kaupa á hljóð- snældum. Þrír diskar í safninu Einn starfsmaður safnsins, Pálína Snorra- dóttir, vildi auka við tónlistardeild safnsins sem samanstendur af þremur geisladiskum og tók til sinna eigin ráða. Á dögunum eignaðist hún geisladisk, þar sem Sóleyjarkvæði eftir Jóhann- es úr Kötlum, er endurútgefið. Pálína ákvað að gaman væri fyrir bókasafnið að eiga eintak af þessum diski, því Jóhannes úr Kötlum bjó hér í Hveragerði og er eitt af Hveragerðisskáldun- um. Þegar Pálína hafði ákveðið þetta fór hún að hugsa um að það væru örugglega margir Hver- gerðingar sem vildu taka þátt í að efla tónlist- ardeildina. Hún setti af stað áskorendaleik. Gaf diskinn með Sóleyjarkvæði og skoraði jafn- framt á formann menningarmálanefndar, Krist- in Harðarson, að gefa eitthvað til tónlistardeild- arinnar og láta leikinn halda áfram þannig að stofn að tónlistardeild gæti byggst upp. Pálína tekur fram að ekki þurfi allir að gefa geisla- diska, því allt sem tengist tónlist sé vel þegið. Strax á fyrsta opnunardegi kom Helga Bald- ursdóttir og færði safninu almenna söngfræði handa byrjendum í og utan skóla eftir Sigfús Einarsson, útgefin 1932. Þessa bók gaf Louisa Ólafsdóttir frá Arnarbæli Helgu, og sagði henni þá, að þetta hefði verið hennar skóli. Hún var síðan organisti í Ölfusi og Hveragerði í sextíu ár. Bæjarbókasafnið flytur í Sunnumörk Setja upp tónlistardeild með áskorendaleik Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Áskorun Pálína Snorradóttir hóf söfnun fyrir tónlistardeildina með því að afhenda Hlíf S. Arn- dal disk með Sóleyjarkvæði og skora á Kristin Harðarson, formann menningarmálanefndar, að gefa annan disk. Fyrir átti tónlistardeildin aðeins þrjá geisladiska. Kauptún opnað | Á föstudag verð- ur verslunin Kauptún á Vopnafirði opnuð í nýju og endurbættu húsnæði að Hafnarbyggð 6, neðri hæð Kaup- félagshússins, en Kaupfélag Vopn- firðinga varð nýverið gjaldþrota. Verslunarrými Kauptúns þrefaldast miðað við það sem áður var, en verslunin hafði frá stofnun verið við götuna Hafnarbyggð. Kauptún er dagvöruverslun, en að auki eru á boðstólum gjafavara og búsáhöld. Árni Róbertsson er kaupmaður í Kauptúni.    Álversskrifstofa | Alcoa hefur flutt íslenskar höfuðstöðvar sínar úr Reykjavík til Reyðarfjarðar. Skrif- stofur fyrirtækisins eru til húsa í Landsbankahúsinu sem Alcoa keypti fyrir fáeinum vikum. Bankinn verður þó áfram með starfsemi í húsinu, eða uns ný verslunar- og þjónustumiðstöð, Molinn, rís á Reyð- arfirði. Alcoa verður áfram með starfsstöð í Reykjavík, en þegar ál- verið er fullbúið stendur til að flytja allt skrifstofuhald til Reyðarfjarðar. Útboð á plöntum | Austurlands- skógar og Héraðsskógar bjóða nú út ýmsar tegundir skógarplantna vegna verkefna á árunum 2006 og 2007. Útboðið snýst um ýmsar teg- undir skógarplantna. Opna á tilboð 14. desember n.k.    AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.