Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 53 MENNING jólagjöf Hugmynd að fyrir börnin Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is Mikið úrval af húfum og vettlingum. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 66 32 12 /2 00 4 NÝR formaður Leikskáldafélags Íslands var kjörinn á aðalfundi þess sem haldinn var í Gunn- arshúsi síðastliðinn þriðjudag. Hávar Sigurjónsson tók við for- mennsku af Árna Ibsen, sem gegnt hafði starfinu í átta ár og setið í stjórn félagsins frá árinu 1988. Aðrir í stjórn voru kjörin Bjarni Jónsson, Hrafnhildur Hagalín, Karl Ágúst Úlfsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Að sögn Hávars er eitt af meg- inmarkmiðum félagsins að gæta hagsmuna félagsmanna sinna út á við. „Leikskáldafélag Íslands er stéttarfélag í þeim skilningi að það er samningsaðili við Rík- isútvarpið, Þjóðleikhúsið, Borg- arleikhúsið og Leikfélag Akureyr- ar,“ segir hann. „Framundan er mikil samningalota, því samningar við Þjóðleikhúsið eru lausir og við hin leikhúsin losna samningar fljótlega hver af öðrum. Reyndar var gerður samningur við útvarps- hluta Ríkisútvarpsins nú í vor, en aftur á móti var síðast gerður samningur við Ríkisútvarpið – sjónvarp árið 1996 og þá til tveggja ára. Slíkur samningur hef- ur því verið laus í sex ár, og segir það kannski sitt um hve lítið er að gerast á vettvangi leikins sjón- varpsefnis. Þar þyrfti sannarlega að bæta úr. Fyrr á þessu ári gekk Leik- skáldafélagið í Bandalag íslenskra listamanna og var það merkur áfangi í sögu félagsins. BÍL er sá vettvangur þar sem fagfélög lista- manna eiga fulltrúa og það er mikilvægt að rödd leikskálda sé þeirra á meðal.“ Horft til nýs þjóðleikhússtjóra Leikskáldafélag Íslands var stofnað árið 1974 og eru félagar nú 82 talsins, en rétt til inngöngu eiga allir þeir sem fást við leik- ritaskrif og handritagerð fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. „Lengi vel var félagið fremur fá- mennt, eðli málsins samkvæmt, því leikskáld voru ekki svo mörg,“ segir Hávar. „Í tíð fráfarandi for- manns hefur félagsmönnum hins vegar fjölgað og það eru tvær ástæður fyrir því: Annars vegar að félagið hefur á undanförnum árum þróast yfir í að verða félag leikskálda og handritshöfunda, sem er auðvitað vaxandi grein. Hins vegar voru inntökuskilyrði rýmkuð fyrir nokkrum árum, þannig að flestir sem skrifa leik- texta, hvort sem það er fyrir áhugaleikfélög eða atvinnuleikhús, og hafa skrifað fleiri en tvö verk af einhverju tagi eiga nú inn- angengt í félagið.“ Hávar segir talsverðan fjölda fólks vinna fyrir sér við ýmiss konar handritaskrif, þó að fæstir hafi það að fullu starfi, og hið sama eigi við um þá sem skrifi leikrit. Hann segist telja það af hinu góða að allir sem fást við skrif af þessu tagi geti gengið í Leikskáldafélag Íslands, þar sem það geti aukið bolmagn félagsins til ýmissa framkvæmda. „Fyrir ut- an hina hefðbundnu samningagerð viljum við gjarnan standa fyrir námskeiðum, fræðslu og öðru af því tagi, en einnig að vekja athygli á hlutverki leikskálda í leik- húsferlinu og framtíð íslenskrar leikritunar,“ segir Hávar og bætir við að félagsmenn horfi björtum augum til þess að nýr þjóðleik- hússtjóri hefji störf um áramótin. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en áherslan á íslensk sam- tímaverk verði mikil og góð.“ Áhersla á frumsamið efni Staða íslenskrar leikritunar er ekki slæm, að mati Hávars, því víða er verið að skrifa og setja upp ný íslensk leikrit. „Það er til dæmis ánægjulegt að sjá að sjálf- stæðir leikhópar virðast leggja áherslu á að vera með frumsamið efni og telja sér greinilega hag í því að vera með það umfram er- lend verk. Það er mjög jákvætt. Um leið þarf Leikskáldafélagið að gæta hagsmuna höfundanna í því að farið sé eftir lágmarkssamn- ingum, þannig að fólk sé ekki að vinna fyrir ánægjuna eina.“ Vegur íslenskrar leikritunar er nýkjörnum formanni Leikskálda- félags Íslands að sjálfsögðu mikið hugðarefni og hann segir það um- hugsunarvert hvort yfirhöfuð ætti að halda úti Þjóðleikhúsi eða Borgarleikhúsi án íslenskra leik- rita. „Rétt eins og með bók- menntir, getum við ekki haldið uppi bókaþjóðinni með því að gefa bara út þýddar bækur. Það gildir það sama um leikhúsið því þau eru auðvitað spegill þess samtíma sem þau spretta úr og við getum ekki alltaf verið að spegla okkur í ein- hverju öðru en því sem snýr að okkur. Leikhúsið gefur líka tæki- færi til samtals, til að ræða þá hluti sem eru efst á baugi á hverj- um tíma og ég held, án þess að ég sé að gefa einhver fyrirmæli, að í því felist ákveðin færi fyrir ís- lenska höfunda.“ Leikskáldafélag Íslands heldur úti umfangsmiklum vef þar sem finna má upplýsingar um félagið, íslensk leikrit aftur til ársins 1975 og störf einstakra félagsmanna. Efni vefjarins er aðgengilegt bæði á íslensku og ensku. Leikritun | Nýr formaður Leikskáldafélags Íslands kjörinn Tækifæri til samtals Morgunblaðið/Kristinn Hávar Sigurjónsson er nýkjörinn formaður Leikskáldafélags Íslands. ingamaria@mbl.is www.leikskald.is ÚT ER komin bókin Rætur Ís- landsbanka. 100 ára fjár- málasaga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra veitti fyrsta ein- takinu viðtöku við hátíðlega at- höfn í Listasafni Íslands í gær. Saga Íslandsbanka nær aftur til ársins 1904 þegar gamli Íslands- banki var opnaður. Rætur bank- ans liggja víða í íslensku sam- félagi og hefur hann átt drjúgan þátt í vexti og viðgangi atvinnu- lífsins. Í bókinni eru sex fræðigreinar og fimm viðtöl. Guðmundur Jóns- son sagnfræðingur fjallar um myndun fjármálakerfis á Íslandi frá miðri 19. öld og fram til 1930. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræð- ingur beinir sjónum sínum að gamla Íslandsbanka á árunum 1904 til 1930 og sérstaklega að mikilvægi erlends fjármagns á Ís- landi í upphafi 20. aldar. Sveinn Agnarsson hagfræðingur ritar um sjávarútveginn og fjármagnið sem og iðnaðinn og banka- og sjóðakerfið. Helgi Skúli Kjart- ansson sagnfræðingur fjallar um bankana og verslunina og Sig- urður Jóhannesson hagfræðingur tekur til umfjöllunar frelsi á fjár- magnsmarkaði eftir 1980. Í bókinni er rætt við banka- mennina Val Valsson, fyrrverandi bankastjóra Iðnaðarbanka Íslands og Íslandsbanka, Guðmund Ei- ríksson, fyrrverandi starfs- mannastjóra Útvegsbanka Íslands og Íslandsbanka, Höskuld Ólafs- son, fyrrverandi bankastjóra Verslunarbanka Íslands, Björn Björnsson, aðstoðarforstjóra Ís- landsbanka og fyrrverandi bankastjóra Alþýðubankans, og Bjarna Ármannsson, forstjóra Ís- landsbanka og fyrrverandi for- stjóra Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Viðmælendurnir koma víða við í frásögnum sínum og greina meðal annars frá þróun sinna banka og sameiningum banka og sjóða árið 1990 og 2000. Jafnframt er í bókinni bankaannáll þessara 100 ára. Rætur Íslandsbanka. 100 ára fjármálasaga er 318 bls. Ritstjóri er Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og útgefandi er Íslandsbanki. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kominn með fyrsta eintakið í hend- ur. Með honum á myndinni eru Bjarni Ármannsson og Einar Sveinsson. Bókin Rætur Ís- landsbanka komin út GRUNDVÖLLUR góðs skáld- skapar er vald á máli, vald á galdri orða. Vitaskuld nægir orð- fimi ekki ein sér í sköpun bók- menntaverka en hún ber menn í það minnsta hálfa leið. Hauk- ur Ingvarsson sendir frá sér sína fyrstu bók sem hann nefnir Niðurfall – og þættir af hinum dularfulla Manga. Þetta er safn lausbundinna ljóða, prósaljóða og örsagna og sannast sagna er dálít- ið erfitt að greina þessar bók- menntagreinar að í verkum Hauks því hann leikur sér oft í jaðri þeirra. Leikurinn er einmitt sterkt ein- kenni á þessum verkum, leikur að hugmyndum og orðum og þar er styrkur Hauks. Hann hefur gott vald á myndsköpun og er orðfimur og mælskur. Í upphafsljóði bók- arinnar segir raunar svo um heim- spekilegt viðfang hennar í mynd sem kallast á við Hamlet Shake- speares: Hauskúpa á víðavangi eins og heimskringla í regingeimi brothætt eins og eggjaskurn létt eins og loftið enda skriðin úr henni andinn og floginn án þess að skilja eftir sig spor né sögu. „Og nú stend ég hér er meðan ég er ljós umlukið myrkri og reyni að greina mig frá dauðanum.“ Þessi sterka myndsköpun sem byggir á einföldum leik and- stæðna, ljóss og myrkurs, lífs og dauða, hins smáa og jarðlæga og hins kosmíska, segir mér að hér sé á ferðinni skáld sem ýmislegt kunni fyrir sér. Á hitt ber að líta að Hauki hættir nokkuð til að flagga mælsku sinni um of, stund- um á kostnað skýrleika, stundum á kostnað innihalds og sannast sagna finnst mér honum ekki vera mikið niðri fyrir þrátt fyrir heim- spekilega íhygli. Best finnst mér raunar þau verk hans þar sem tálguð ljóðmynd fær að njóta sín ein og sér. En hvað sem því líður þykir mér ljóst að hér sé á ferð- inni höfundur sem vert sé að fylgjast með í framtíðinni. Er meðan ég er BÆKUR Ljóðabók eftir Hauk Ingvarsson. 88 bls. Mál og menning 2004 Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga Skafti Þ. Halldórsson Haukur Ingvarsson Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.