Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MILLJARÐA SKATTSVIK Ætla má að ríki og sveitarfélög hafi tapað samtals 25,5–34,5 millj- örðum króna á árinu 2003 vegna skattsvika, að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem rannsakaði um- fang skattsvika á Íslandi. Þessi upp- hæð er um 8,5–11,5% af heildar- tekjum þessara opinberu aðila. Hert á eftirliti Fjármálaeftirlitið boðar hert eft- irlit með starfsemi lánastofnana vegna aukinna fasteignalána og út- lána sem tryggð eru með veði í verð- bréfum og fela í sér markaðsáhættu. Í umræðuskjali sem birt var í gær segir að einstök lánafyrirtæki megi vænta þess að Fjármálaeftirlitið geri til þeirra auknar eiginfjár- kröfur, í þeim tilvikum sem þróun síðustu mánaða á lánamarkaði leiðir til aukinnar áhættu. Sýknaður og sök fyrnd Silvio Berlusconi, forsætisráð- herra Ítalíu, var í gær sýknaður af ákæru um að hafa mútað dómara fyrir tuttugu árum. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að sök væri fyrnd í öðru mútumáli. Dæmdur fyrir morð í Írak Bandarískur hermaður, sem skaut óvopnaðan og særðan Íraka, var í gær fundinn sekur um morð. Peres fagnar boði Sharons Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins í Ísrael, fagnaði í gær tilboði Ariels Sharons forsætis- ráðherra um að mynda stjórn með Likud-flokknum til að koma í fram- kvæmd áætlun um að leggja niður byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 42 Viðskipti 16 Umræðan 41/46 Úr verinu 20 Bréf 64/65 Erlent 20/25 Messur 48/49 Minn staður 26 Minningar 42/47 Höfuðborgin 28/29 Dagbók 62/64 Akureyri 28/29 Myndasögur 62 Suðurnes 30 Víkverji 62 Árborg 30 Staður og stund 64 Landið 30 Leikhús 66 Listir 32/33, 65/67 Fólk 68/73 Daglegt líf 34/35 Bíó 70/73 Ferðalög 36 Ljósvakamiðlar 74 Úr Vesturheimi 37 Veður 75 Forystugrein 38 Staksteinar 75 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #       $         %&' ( )***                 AÐSTANDENDUR 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi afhentu í gær forseta Hæstaréttar, forseta Alþingis og forsætisráðherra áskorun til þess að vekja athygli á alvarleika vandamálsins og knúðu á um að leitað yrði leiða til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi á Ís- landi. Í áskoruninni segir að þau sam- tök sem staðið hafa að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi „skora á stjórnvöld að grípa til að- gerða til að uppræta þann smán- arblett sem kynbundið ofbeldi er á íslensku samfélagi og lýsa sig nú, sem fyrr, reiðubúin til samstarfs.“ Meðal stofnana og samtaka sem skrifa undir áskorunina er Amn- esty International, Femínistafélag Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rauði kross Íslands, Stígamót, Þjóðkirkjan, Samtök um kvenna- athvarf o.fl. Átakið hefur staðið frá 25. nóv- ember og lauk í gær með afhend- ingu áskorunarinnar. Morgunblaðið/Árni Torfason Skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða gegn kynbundnu ofbeldi „ÉG tek undir með Sigurði Einars- syni [stjórnarformanni KB banka] um að gengisbundin útlán bankanna til heimilanna eru mikið áhyggju- efni,“ segir Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að heimilin eigi ekki að taka gengisbundin lán. Ég tel það ábyrgðarhluta fyrir alla; fyr- ir bankana og þá sem taka þessi lán, að gera það. Tekjur heimilanna eru í íslenskum krónum og það er lang- öruggast og eðlilegast að heimilin taki lán í þeirri mynt miðað við það hvernig tekjurnar koma inn. Ég tel að bankarnir hafi farið óvarlega í þessum efnum og hafi verið að taka hér inn erlent fjármagn til að fjár- magna margvísleg lán sem ég vara við.“ Halldór bendir á að Fjármálaeft- irlitið hafi í gær gefið út eins konar viðvörun til bankanna. Vísar hann þar til svokallaðs umræðuskjals eft- irlitsins. „Ég er þeirrar skoðunar að sú viðvörun geti m.a. verið undan- fari þess að beita heimildum um breytt eiginfjárhlutfall ef bankarnir gá ekki að sér. Vonandi þarf ekki að koma til þess en það er alveg ljóst að Fjármálaeftirlitið er með þessari viðvörun að taka á málinu og ég fagna því.“ Aðspurður segir hann að ríkis- stjórnin telji að það hafi verið skyn- samlegt af Seðlabankanum að hækka vexti í einu skrefi um eitt prósent. Það hafi haft heilmikil áhrif. „Ég tel að sú aðgerð sé líkleg til að koma í veg fyrir að vextir hækki mikið umfram það sem orðið er, eins og Seðlabankinn hafði ætlað sér. Ég vænti þess að við sjáum því fram á meiri stöðugleika á næst- unni.“ Halldór bendir sömuleiðis á að olíuverð fari lækkandi, en hátt verð þess hafi verið ein helsta orsök verðbólgunnar. Margt bendi jafn- framt til þess að íbúðaverð hafi náð hámarki, en það hafi einnig átt þátt í verðbólgunni. Heimilin eiga ekki að taka gengisbundin lán TVEIR vörubílar ultu á hliðina á Austurlandi í gær, báðir þegar þeir voru að sturta steypumöl. Ökumaður annars bílsins var fluttur með sjúkraflugi til Akur- eyrar til rannsóknar, en læknir þar sagði hann ekki mikið slas- aðan. Hinn ökumaðurinn var ekki talinn mikið slasaður og ætl- aði að leita sjálfur til læknis. Gekk illa að sturta Fyrra óhappið varð við Steypustöð Egilsstaða fyrir há- degi í gær og það síðara við Að- göng tvö við Kárahnjúka. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum voru aðstæður svipaðar í báðum tilvikum, ökumenn bílanna voru að sturta möl af palli, en vegna frosts rann ekki vel af pöllunum þegar þeim var hallað og þunginn af mölinni færðist ofar, með þeim afleiðing- um að bílarnir lögðust á hliðina. Engir aðrir en ökumenn voru í hættu vegna óhappanna. Kastaðist á steinvegg Þá slasaðist ungur ökumaður nokkuð í gær þegar hann missti stjórn á fólksbíl sínum við mis- læg gatnamót Reykjanesbrautar og Nýbýlavegar um klukkan 20 í gærkvöld. Bíllinn kastaðist á ljósastaur og á steyptan vegg og er gjörónýtur, að sögn lögregl- unnar í Reykjavík. Ökumaður- innn, sem er fæddur árið 1987, skarst á höfði við áreksturinn og missti meðvitund. Hann var fluttur á slysadeild Landspítal- ans. Tveir vörubílar ultu á hliðina á Austurlandi KOKKUR á veitingastaðnum Broad- way brenndist illa í gærkvöldi þegar hann var að bæta spritti á eld sem notaður var til að steikja lamb á teini. Kokkurinn stóð uppi á sviði veitingastaðarins og urðu því marg- ir gestir vitni að atvikinu. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík fékk hann yfir sig logandi vökva og hlaut við það 2. stigs bruna á hendi og 1. og 2. stig bruna á síðu og einn- ig á sköflungi. Maðurinn var fluttur á brunadeild Landspítalans við Hringbraut. Líðan hans er eftir at- vikum góð en brunasárin munu ekki vera ýkja stór. Vinnueftirlitið var auk þess kallað á staðinn enda um vinnuslys að ræða. Kokkur brennd- ist talsvert KB banki og Íslandsbanki hafa ákveðið að hækka vexti óverð- tryggðra inn- og útlána í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans 7. desember síðastliðinn. Vaxta- hækkunin tekur gildi í dag. Íslands- banki hækkar vexti um 0,75–1% en KB banki hækkar vexti innlána um allt að 0,8% á meðan vextir útlána hækka um 0,75–1%. Vextir verð- tryggðra inn- og útlána hækka ekki. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku um vaxtahækkun sem tekur gildi í dag. Vextir hækka EFNISTAKA úr landi jarðarinnar Kjarrs uppi á Ingólfsfjalli er til- kynningarskyld til Skipulagsstofn- unar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra staðfesti í gær ákvörðun Skipulagsstofnunar þess efnis frá 10. september sl. Kær- endur voru eigendur jarðarinnar Kjarrs og Fossvélar ehf. Ráðherra áréttar að í úrskurð- inum er ekki tekin afstaða til þess hvort efnistaka uppi á Ingólfsfjalli sé háð mati á umhverfisáhrifum, enda sé það hlutverk Skipulags- stofnunar að taka þá ákvörðun eftir að framkvæmdin hefur verið til- kynnt til stofnunarinnar. Efnistaka til- kynningarskyld GENGI íslensku krónunnar hækk- aði um 0,17% í gær og nemur styrk- ing hennar nú 2,85% frá því að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti 2. desember sl. Gengið hefur sveiflast mikið á þessum tíma og er það bæði rakið til vaxtahækkunar og mik- illar umræðu um viðskiptahalla og hátt gengi krónunnar. Gengi krónunnar hækkaði um 0,17%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.