Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hafnarfjörður | Sjófarendur sem sigla inn í Hafnarfjarðarhöfn hafa síðustu 90 árin sett stefnuna á turninn á Hafnarfjarðarkirkju þegar þeir koma inn í höfnina, og er það lýs- andi fyrir hlutverk kirkjunnar sem leiðarviti fyrir mannlífið og atvinnulífið frá því hún var reist og vígð 20. desember 1914. „Hafnarfjarðarkirkja hefur ákaflega mikið að segja fyrir umhverfi sitt og mannlíf Hafn- arfjarðar og hefur gert frá fyrstu tíð,“ segir sr. Gunnþór Þ. Ingason, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Undir þetta tekur sr. Þórhallur Heimisson, prestur við kirkjuna. „Kirkjan þótti mikið stórvirki þegar hún var byggð og hún hefur alltaf þótt fögur, ein af þeim kirkjum sem engin áhöld hafa verið um. Þetta er steinsteypt kirkja með kros- sörmum og eitt fegursta verk Rögnvaldar Ólafssonar, fyrsta menntaða arkitekts Íslend- inga. Hún var þannig staðsett af þeim sem stóðu að byggingu hennar á sínum tíma, að turn hennar undir háum Hamrinum er ná- kvæmt mið, eða leiðarviti, fyrir sjófarendur,“ segir sr. Gunnþór. Kirkjan stendur á styrkum stoðum við sjó- inn. Það kom best í ljós er safnaðarheimilið Strandberg var byggt við hlið hennar. Þegar íþróttahúsið við Strandgötu, sem stendur ná- lægt kirkjunni, var reist þurfti að grafa mjög djúpt til að komast á fast, en þegar byrjað var að grafa fyrir safnaðarheimilinu og tón- listarskóla Hafnarfjarðar, sem er sam- byggður því, kom í ljós að slétt steinhella var undir kirkjunni og fyrirhuguðu bygging- arlandi, rétt um metra undir yfirborðinu. „Það er eins og hún hafi verið ætluð fyrir þessar byggingar,“ segir sr. Gunnþór. Samleið kirkju og bæjarfélagsins Hafnarfjarðarkirkja hefur átt góða samleið með bæjarfélaginu sem hefur vaxið upp með henni, en Hafnarfjörður fékk kaupstaðarétt- indi 1908 og kirkjan var vígð sex árum síðar. „Þjóðkirkja í hverju bæjarfélagi er mjög tengd sínum bæ, og við viljum að bæj- arfélagið sé í nánu samstarfi við kirkjuna og hún í samstarfi við bæjarfélagið. Safn- aðarheimilið og tónlistarskólinn, sem tengist því, votta glöggt þessi sterku tengsl,“ segir sr. Þórhallur.„Hafnarfjarðarkirkja er máttugt og fallegt Guðshús sem hefur lýst upp og saltað mannlífið í Firðinum með helgihaldi sínu og safnaðarstarfi,“ segir sr. Gunnþór. „Þrátt fyrir víðtækar breytingar á ytri kjör- um og háttum fólks er það mikils um vert að ná því fram, að kirkjan sé ekki jaðarfyrirbæri í mannlífinu, heldur miðlæg og mótandi og snerti það oftar en aðeins við upphaf og enda- lok lífsferðar hér í heimi og á stórhátíðum.“ Gjarnan er sagt að staða kirkjunnar fari versnandi og kirkjusókn sé á undanhaldi. Sr. Gunnþór og sr. Þórhallur kannast við þetta, en segja sóknarfærin vera mikil hjá kirkjunni í dag. „Það er jákvæður tónn gagnvart kirkj- unni, og það er boðið upp á miklu fjölbreytt- ara helgihald en var hér áður og safn- aðarstarfið er stöðugt að aukast. Fólk sækir kirkjuna þegar það fær hvatningu til þess og laðast að henni við það að koma á helgan stað og finna þar styrk og gefandi gleði,“ segir sr. Þórhallur. „Hér er ágætis kirkjusókn þó að hún geti auðvitað orðið enn meiri í svona stórum söfn- uði,“ segir sr. Gunnþór. „Fólk gæti gert það að jákvæðri lífsvenju sinni að fara í kirkju á sunnudegi, svipað og það ákveður að gera eitthvað fyrir líkama sinn og heilsu með því að fara út að hlaupa eða synda reglulega.“ Sr. Þórhallur segir gott samfélag myndast í Hafnarfjarðarkirkju. „Fólk hittist og tengist kirkjunni á ýmsa vegu, auk þess að taka þátt í helgihaldi. En auðvitað viljum við að þau sem taka þátt í safnaðarstarfinu, og því fé- lagsstarfi öðru sem fram fer í Strandbergi, sæki kirkjuna líka. Það myndar og styrkir vinatengsl og skapar virkan og lifandi söfn- uð.“ Miklar endurbætur á kirkjunni Afmælishaldið mun ná yfir heilt ár, og stefnt er að ráðstefnuhaldi og ýmsum við- burðum vegna afmælisins. En stærsta afmæl- isgjöf safnaðar kirkjunnar til hennar mun fel- ast í endurbótum innandyra í kirkjunni sem Þorsteinn Gunnarsson arkitekt mun hafa um- sjón með. Kirkjunni verður lokað tímabundið eftir hvítasunnu næsta vor vegna þessara Hafnarfjarðarkirkja fagnar 90 ára afmæli sínu Leiðarljós bæjar- búa frá upphafi Morgunblaðið/Ómar Formin í kirkjunni notuð Til að nýlegt safnaðarheimili passaði við gömlu kirkjubygginguna var það hannað eftir formum sem finnast í kirkjunni; hring og bogadregnum glugga. Morgunblaðið/Golli Prestarnir Sr. Þórhallur Heimisson (t.v.) og sr. Gunnþór Þ. Ingason við kirkjuna. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri hlaut viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 2003“. Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, afhenti viður- kenningar við hátíðlega athöfn í Amtsbókasafninu í vikunni. Lagna- félag Íslands hefur frá árinu 1990 veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingum á Íslandi, sem þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetn- ingu. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnu- brögðum, og bæta val á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatn- ing til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála. Amtsbókasafnið Akureyri varð að þessu sinni fyrir valinu hjá viðurkenn- ingarnefnd Lagnafélags Íslands. Viðurkenningar fyrir lofsvert heildarverk hlutu Verkfræðistofa Norðurlands ehf, Blikkrás ehf, Raf- tákn ehf, Bútur ehf, Vilhelm Guð- mundsson rafvirkjameistari og Akur- eyrabær. Í flokki smærri lagnakerfa hlutu viðurkenningu Danfoss og Lagnakerfamiðstöð Íslands. Þá voru Þorbjörn Karlsson verkfræðingur og Jónas Jóhannsson pípulagninga- meistari heiðraðir sérstaklega við þessa athöfn. Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands segir m.a.: „Heildarverk við lagnir í Amts- bókasafninu Akureyri eru öll til fyr- irmyndar. Aðgengi að tækjum og lögnum er gott, handverk iðnaðar- manna allt til fyrirmyndar.“ Amtsbókasafnið hlaut viðurkenn- inguna „Lofsvert lagnaverk 2003“ Handverk iðnaðar- manna til fyrirmyndar Morgunblaðið/Kristján Lagnaverðlaun Verðlaunahafar og eða fulltrúar þeirra sem fengu viðurkenningu Lagnafélags Íslands. UM 40 börn á aldrinum 10 til 15 ára taka þátt í Aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem verða í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 12. desem- ber kl. 16. Aðventutónleikar hljómsveit- arinnar hafa undanfarin ár verið í samvinnu við börn og að þessu sinni var leitað til nemenda úr gít- ar- og blásaradeild sem flytja munum jólalög með hljómsveitinni. Á efnisskránni eru auk jólalag- anna konsert fyrir horn og hljóm- sveit eftir F.A. Rossetti, einleikari er László Czenek hornaleikari. Tónleikunum lýkur svo á því að frumflutt verður tónverk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við jóla- sögu eftir Jón Guðmundsson, „Stjarnan mín og stjarnan þín“. Um 40 börn úr Tónlistarskólanum á Akureyri taka þátt í jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á morg- un, hér eru þátttakendur úr blásaradeild skólans, en að auki taka börn í gítardeild þátt í tónleikunum. Aðventutónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands Fjöldi barna tekur þátt AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.