Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 76
EIGNARLÖND í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, sem hafa viðurkennd landa- merkjabréf og afsöl, eru að mestu viðurkennd í þjóðlenduúrskurði óbyggðanefndar, sem felldur var í gær á níu svæðum. Kröfum ríkisins var að stórum hluta hafnað, bæði til eignarlanda og af- réttar. Teljast afréttir, jöklar og þekkt land- svæði í sýslunum til þjóðlendna, m.a. Þórsmörk. Kröfulínu ríkisins um Fljótshverfi og undir Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul var alfarið hafnað og að nokkrum hluta á Síðu. Landeigendur á vissum svæðum eru hins vegar ósáttir við úr- skurði óbyggðanefndar, m.a. á Rangárvöllum og í Þórsmörk. Íhuga þeir ásamt lögmönnum sínum hvort höfðað verði einkamál gegn ríkinu, til að fá úrskurðunum hnekkt fyrir dómi. Til þess hafa málsaðilar sex mánaða frest. Guðmundur Ingi Guðlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, segir það hafa komið sér verulega á óvart að óbyggðanefnd hafi úrskurðað út fyrir kröfulínu ríkisins á hluta Rangárvalla. Um sé að ræða svæði sem ekki hafi verið talið til Rangárvallaaf- réttar. Bragi Björnsson hdl. flutti mál nokkurra land- eigenda, m.a. sem gerðu kröfu um eignarlönd í Þórsmörk. Hann segir mestu vonbrigði í úr- skurðum óbyggðanefndar vera vegna Þórs- merkur. Landeigendur hafi lagt fram ítarleg rök fyrir eignarrétti. Langt fram eftir öldum hafi verið býli á Þórsmerkursvæðinu. Úrskurður óbyggðanefndar um Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu Eignarlönd að mestu viðurkennd Morgunblaðið/RAX Í úrskurði óbyggðanefndar frá því í gær var skorið úr um eign á landi í Þórsmörk.  Kröfum/60 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 ÁÆTLA má að ríki og sveitarfélög hafi tapað samtals 25,5–34,5 milljörðum króna á árinu 2003 vegna skattsvika, að því er fram kemur í skýrslu nefndar sem rannsakaði umfang skatt- svika á Íslandi. Þessi upphæð er um 8,5–11,5% af heildartekjum þessara opinberu aðila. Nefndin var skipuð af Geir H. Haarde fjár- málaráðherra í júlí 2002 til að gera úttekt á skattsvikum. Hún átti að skila áliti sínu í júlí 2003 en ekki tókst að klára álitið fyrr en nú. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að hún telur skipulögð skattsvik hafa aukist á undanförnum árum og nýjar skattsvikaleiðir bæst við, eink- um í gegnum erlend samskipti. Lagt er til að gerðar verði ýmsar breytingar á lögum með það að markmiði að koma í veg fyrir að Íslendingar nýti sér erlendar skatta- paradísir og lágskattasvæði til að koma undan tekjum sem sæta eigi skattlagningu hér á landi. Fram kemur í skýrslunni að svört atvinnu- starfsemi og vanframtaldar tekjur hafi heldur minnkað undanfarið, en engu að síður megi áætla að tekjutap ríkis og sveitarfélaga vegna slíkrar starfsemi hafi verið 18–24 milljarðar á árinu 2003, eða 6–8% af heildartekjum ríkis og sveitarfélaga. Ábyrgð ráðgjafa verði skýrð Skattalegt fjármálamisferli í gegnum er- lenda aðila hefur aukist mikið á undanförnum árum að mati skýrsluhöfunda, og er svokölluð skattsniðgönguráðgjöf fagmanna sem veita ráðleggingar um skattamál harðlega gagn- rýnd í skýrslunni. Íslenska ríkið og sveitar- félög urðu á árinu 2003 af 3–4,5 milljörðum króna vegna slíkra skattsvika að mati nefnd- arinnar. Telur hún óhjákvæmilegt að gera skýrari ábyrgð ráðgjafa sem standa að óábyrgri skattaráðgjöf, rangfærslu bókhalds eða rangri framtalsgerð, auk þess sem skýra þurfi persónulega ábyrgð eigenda og forsvars- manna fyrirtækja. Í skýrslunni segir að erfitt sé að meta skatt- svik sem gerð eru með rangfærslum í bókhaldi og framtölum atvinnurekstrar, en telur þó nokkur merki um að slíkum undanskotum hafi fjölgað. Telur nefndin að ríki og sveitarfélög hafi orðið af 4,5–6 milljörðum á árinu 2003 vegna þess konar skattsvika. Skýrsluhöfundar telja marga þætti leiða til aukinna skattsvika, þar á meðal flóknari regl- ur, flóknari eignatengsl, alþjóðavæðing og fjármagnsflutningur milli landa. Einnig er bent á gríðarlega fjölgun einkahlutafélaga, en frá 1993 til 2004 hefur fjöldi hlutafélaga hér á landi fjölgað úr 7 þúsund í yfir 21 þúsund, þar af yfir 20 þúsund einkahlutafélög. Þetta eykur verkefni skattayfirvalda mikið og fjölgar und- anskotstækifærum. Tap vegna skattsvika 25–35 milljarðar SÝNING á verkum Dieters Roths gegnir lykilhlut- verki í myndlistarþættinum á Listahátíð í Reykja- vík næsta vor, en þema hennar verður Tími – rými – tilvera. Að sögn Jessicu Morg- an, sýningarstjóra í Tate Mod- ern, sem einnig er sýning- arstjóri þessa viðburðar, svarar Roth-sýningin þeirri spurningu „hver tilgangur sýningarinnar sé og hvað eigi að vera þar í brennipunkti. Maður þarf stöð- ugt að takast á við þann vanda sem felst í því að setja svona sýningu saman og leita leiða til þess að hún veki áhuga umfram það sem allar stór- ar sýningar gera – þannig að hún sýni fram á tengsl við samtímann umfram það sem felst í því að vera eingöngu að „tékka púlsinn“.“ Sýningar víða um land KB banki verður aðalstyrktaraðili myndlist- arþáttar hátíðarinnar og munu viðburðir eiga sér stað um land allt. Auk höfuðborgarsvæðisins verða sýningar í Hveragerði, nálægt Skógum, í Vest- mannaeyjum, á Seyðisfirði, Eiðum, Akureyri og Ísafirði. Jessica segir þá stefnu hafa verið tekna strax í upphafi og að hlutverk hennar sem sýning- arstjóra sé að framkvæma það þannig að það hafi jákvæð áhrif í stað þess að vera vandamál. Hún segir markmiðið með því m.a. vera að fitja upp á einhverju nýju hvað viðhorf til sýninga og hlutverk þeirra varðar og fullyrðir að hugmyndin sé nýstár- leg – bæði hér á landi og í alþjóðlega listheiminum. Í viðtali við Jessicu Morgan í Lesbók í dag kem- ur fram að listamennirnir sem taka munu þátt í há- tíðinni koma víða að og eru af ýmsum kynslóðum. Þeirra á meðal má nefna síðasta Turner-verð- launahafann Jeremy Deller, Matthew Barney, Ólaf Elíasson, Lawrence Weiner, Dan Graham og On Kawara. Stefnumótun myndlistarþáttar Listahátíðar á lokasprettinum Dieter Roth í lykil- hlutverki  Vinnutími/Lesbók 6–7 Jessica Morgan ALÞINGI samþykkti í gær skattalækk- unarfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þinginu var slitið á ellefta tímanum í gærkvöldi og þingmenn fóru í jólafrí til 24. janúar nk. Alls 20 frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í gær. Skattalækkunarfrumvarpið var sam- þykkt með 29 samhljóða atkvæðum en stjórnarandstæðingar sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Frumvarpið felur m.a. í sér lækkun tekjuskatts, afnám eign- arskatts og hækkun barnabóta, og koma breytingarnar til framkvæmda á árunum 2005 til 2007. Fjölmörg önnur frumvörp urðu að lög- um í gær, þar á meðal frumvörp um hækkun skráningargjalda Háskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, úr 32.500 krónum í 45.000 krón- ur. Einnig var samþykkt frumvarp um hækkun bifreiðagjalds um 3,5% og frum- varp um lækkun endurgreiðsluhlutfalls námslána um eitt prósentustig./10 Morgunblaðið/Árni Torfason Samþykkt voru 20 frumvörp í gær sem lög frá Alþingi, þar á meðal lög um tekjuskatt. Samþykktu skattalækk- anir og skráningargjöld Tuttugu frumvörp urðu að lögum og fundum Alþingis frestað til 24. janúar FJALLAÐ verður um hugsanlega sameiningu Mjólkurbús Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsöl- unnar (MS) á aðalfundum félaganna í mars á næsta ári, og er sameining félaganna því komin á dagskrá. Fulltrúaráð MBF og MS samþykktu á fundum sínum í vikunni tillögu stjórna félaganna um umboð þeim til handa til þess að vinna að sameiningu. Stjórnirnar telja að ná megi fram hagræðingu með samruna, til hagsbóta fyrir mjólkurframleiðendur og neytendur. Áætlað er að ársvelta MBF og MS í sameinuðum rekstri verði 7,6 til 8 milljarðar króna. Ræða sameiningu MS og MBF ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.