Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.12.2004, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfskipting óskast! Óska eftir sjálfskiptingu í Nissan Terrano, árg. 1991. Upplýsingar í símum 894 0952 og 557 9952 eftir kl. 17.00 á kvöldin. FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Til sölu lítið notaðir 4 vetrarhjól- barðar á felgum með koppum 195/65. 5 þús. stk. 4 álfelgur 157/ 13 7 þús. stk. Uppl. í s. 586 2082 og 693 6764.Góð vetrardekk til sölu Mjög lítið notuð. Stærð 185/65 R15 88 T. Verð 15 þús, 4 stk. Upplýsingar í s. 865-5071. Kawasaki KX85 B.Wheel '01 - Lítið notað. Einn eig. Orðinn stór. Topp viðhald, allt original. Fyrstur fær á 270 þ. Uppl. 824 6093. mbl.is ÓBYGGÐANEFND hafnaði kröfu- línu ríkisins að stórum hluta í gær þegar úrskurðað var um mörk þjóð- lendna og eignarlands á níu svæðum í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu. Einkum eru það kröfulínur í Fljótshverfi, um Síðu og undir Mýrdals- og Eyjafjallajökli sem er hafnað. Hins vegar eru land- eigendur á vissum svæðum ósáttir við úrskurðina, m.a. vegna Rangár- valla og Þórsmerkur, og íhuga þeir ásamt lögmönnum hvort höfðað verði dómsmál til að fá úrskurðunum hnekkt. Hafa þeir sex mánaða frest til þess. Samkvæmt niðurstöðu óbyggða- nefndar teljast afréttir og jöklar á svæðinu til þjóðlendna, sem og Þórs- mörk. Þannig eru Eyjafjallajökull, Mýrdalsjökull og vestasti hluti Vatnajökuls þjóðlendur, ásamt fjöll- um, klettum og öðru innan jökuljað- ars sem telst utan landamerkja og ekki var sýnt fram á eignarland. Landamerki við jökuljaðar eru mið- uð við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaganna í júlí árið 1998. Smájöklar utan meginjök- uls tilheyra viðkomandi eignarlandi. Einnig teljast nú til þjóðlendna Landmannaafréttur, Holtamannaaf- réttur, Rangárvallaafréttur, Skaft- ártunguafréttur, Álftaversafréttur, Síðumannaafréttur, Fljótshlíðaraf- réttur og Emstrur. Sömu landsvæði eru afréttir jarða í tilteknum hrepp- um en kröfum jarðeigenda og sveit- arfélaga um beinan eignarrétt að þessum svæðum var hafnað. Þá teljast þjóðlendur landsvæði eins og Almenningar, Teigstungur, Múlatungur, Þórsmörk, Goðaland, Merkurtungur, Stakkholt, Steins- holt, Borgartungur, Hólatungur, Skógafjall, Hvítmaga og Stórhöfði. Teljast þessi svæði vera í afréttar- eign tiltekinna jarða en kröfum land- eigenda um beinan eignarrétt var hafnað. Landsvirkjun ekki eigandi vatnsréttinda og lands Óbyggðanefnd telur að allar jarðir í Rangárvallasýslu og V-Skaftafells- sýslu teljist til eignarlanda, eins og þær eru afmarkaðar í landamerkja- bréfum viðkomandi jarða og að jök- uljaðri, í þeim tilvikum sem það á við, er miðað við gildistöku þjóðlendulag- anna. Því er kröfum ríkisins um þjóðlendur innan merkja þessara jarða hafnað. Nefndin skildi eftir svæði á Skeið- arársandi og upp að Skeiðarárjökli til úrskurðar síðar vegna deilna landeigenda um landamerki og stjórnsýslumörk Vestur- og Austur- Skaftafellssýslu. Óbyggðanefnd skar hins vegar úr um það, líkt og í fyrri úrskurðum sín- um, að Landsvirkjun teljist ekki eig- andi vatnsréttinda og lands á virkj- unarsvæðum sínum í sýslunum. Fer Landsvirkjun með eignarrétt á mannvirkjum og framkvæmdum sem fyrirtækið hefur reist og nýtur lögvarins réttar til nýtingar þessara mannvirkja. Um er að ræða mann- virki eins og stíflur í Þórisvatni og Þórisós, Sigölduvirkjun, Hrauneyja- fossvirkjun, Kvíslarveitu, Sultar- tangavirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hágöngumiðlun og -lón. Þessi réttur nær einnig til fyrirhugaðra mann- virkja eins og Búðarhálsvirkjunar, Norðlingaölduveitu og Sultartanga- línu 4. Jarðir viðurkenndar sem eignarlönd Ólafur Björnsson hrl. flutti mál nokkurra landeigenda í báðum sýsl- unum. Hann telur meginniðurstöðu óbyggðanefndar í gær hafa verið þá að jarðir hafi almennt verið viður- kenndar sem eignarlönd, að undan- skildum vissum svæðum sem greint sé á um, eins og í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, en afréttir teljist til þjóðlendna. Ólafur segir nefndina greinilega hafa tekið mið af nýlegum dómi Hæstaréttar um uppsveitir Árnes- sýslu, þar sem jarðir þeirra landeig- enda voru viðurkenndar sem gátu sýnt fram á landamerkjabréf, afsöl og eldri heimildir um landnám. Sömu sjónarmið liggi til grundvallar. Varðandi samnot á afréttum hafi ekki verið fallist á að þeir hafi verið numdir með sama hætti og jarðirnar, af þeim sökum séu afréttirnir úr- skurðaðir þjóðlendur. Ólafur var m.a. lögmaður landeig- enda á Síðu. Hann segir ágreining hafa verið þar uppi um mörk jarða og afréttar. Mörkin hafi verið óskýr en í megindráttum hafi verið fallist á kröfur landeigenda. Undanskilin er jörðin Mörtunga, sem tapar nokkru landi. Ólafur segist ætla að fara yfir úrskurðinn betur með sínum um- bjóðendum, með tilliti til þess hvort höfðað verði einkamál fyrir dómi. Vonbrigði með Þórsmörk Þá var Ólafur lögmaður Prest- setrasjóðs vegna jarðanna Odda á Rangárvöllum og Breiðabólstaðar í Fljótshlíð. Þar voru gerðar kröfur um eignarland í Þórsmörk og Goða- landi sem óbyggðanefnd úrskurðaði sem þjóðlendur. Bendir Ólafur á að gamlar og glöggar heimildir séu til um landnám í Þórsmörk, þar hafi lengi verið búið og síðast um árið 1800. Óbyggðanefnd hafi hins vegar fallist á kröfur kirkjunnar um afrétt- areign á þessu svæði. Af öðrum svæðum segir Ólafur það athyglisvert að fallist sé á kröfur landeigenda í Fljótshverfi, m.a. Rauðabergs og Núpsstaðar. Það staðfesti að hin gömlu málsskjöl gilda og jarðir því að meginstefnu viðurkenndar sem eignarland. Bragi Björnsson var lögmaður nokkurra landeigenda á þessum svæðum, m.a. á Eyjafjallasvæðinu. Óbyggðanefnd úrskurðar í níu málum í Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu Kröfum ríkisins hafnað að stórum hluta  Landeigendur á Rangárvöllum og við Þórsmörk ósáttir við úrskurðinn og íhuga dómsmál  Úrskurðaður málskostnaður upp á 13 milljónir dugar ekki  !" #$# % % &'()* +! (, )"* -)                        !     "#  $ %  -. %.!  # /  ' 0'  %         & '            $%  "    %     '( !  )  *  #+ ,-$ *                                                      !"       #$ ÓBYGGÐANEFND hefur nú til meðferðar sex mál er varða sveit- arfélög Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt þeim landsvæðum í Árnes- sýslu sem nefndin hefur ekki þegar úrskurðað um. Kröfur málsaðila liggja fyrir og hafa verið kynntar. Þá hefur óbyggðanefnd til með- ferðar landsvæði á Norðaust- urlandi. Kröfur íslenska ríkins um þjóðlendur á því svæði hafa borist óbyggðanefnd og á næstunni verða þær kynntar opinberlega og kallað eftir kröfum landeigenda. Úrskurði óbyggðanefndar má nálgast á vef hennar, www.o- byggdanefnd.is. Nefndin er skipuð þeim Kristjáni Torfasyni, sem er formaður, Karl Axelssyni hrl., sem var formaður í tveimur málanna nú, Allan Vagn Magnússyni héraðs- dómara, Benedikt Bogasyni dóms- stjóra, Halldóri Jónssyni hrl. og Ragnheiði Bragadóttur hdl. Næstu mál óbyggðanefndar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.