24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur og Svanhvíti Ljósbjörgu Sigrún Þorsteinsdóttir hefur haft áhuga á hollustu síðan hún var 12 ára gömul en þá hætti hún að borða sælgæti og óhollan mat til að safna peningum fyrir hesti sem hana langaði í. „Ég hef bara ekkert byrjað aftur og síðan eru liðin 22 ár,“ segir Sigrún og hlær. Sigrún heldur úti vefsíðunni CafeSigr- un.com þar sem hún birtir fjöldann allan af hollum upp- skriftum en vefsíðan hefur verið mjög vinsæl. „Ég opnaði vefinn 23. febrúar 2003 en þá var ég búin að safna uppskriftum í langan tíma, var sí- fellt að týna þeim á sneplum hing- að og þangað og var lengi að finna hverja uppskrift. Það pirraði mig að finna ekki vef eins og mig vant- aði og því ákvað ég með hjálp mannsins míns sem er forritari að smíða vef með hollum upp- skriftum.“ Engar hamingjusamar hænur Sigrún segist þó ekki hafa byrjað að elda fyrir alvöru fyrr en hún bjó í London í nokkur ár. „Þar var svo mikið úrval af góðu hráefni, mikil fjölbreytni og flottar heilsubúðir og ég gat ekki annað en fengið innblástur. Svo höfum við ferðast töluvert, meðal annars oft til Afr- íku og þar bætist alltaf við fróð- leikur og áhugi á framandi mat- armenningu.“ Sigrún segist að sama skapi ekki geta kvartað yfir hráefnisvalinu hér heima enda hafi það stórbatnað síðustu tíu ár. „Ég er einna helst ósátt við hversu lítil áhersla er á svokallað „free range“ kjöt eða hamingjusamar hænur en þar erum við fimm árum á eftir nágrannaþjóðum. Það er ekki nóg að kjötið sé ekki hormónabætt því kjúklingar eiga ekki að vera í búr- um eða innilokaðir allt sitt líf.“ Neytendum ýtt að óhollustu Aðspurð hvernig henni finnist verðið á Íslandi, samanborið við London segir Sigrún hreinskiln- islega að yfir því gráti hún söltum tárum. „Verðlagið er skelfilegt og á meðan sælgæti lækkar í verði hækkar hollustuvara eins og fram hefur komið í verðkönnunum síð- ustu mánuði. Ég skil ekki þessa þróun. Neytendum er ýtt í átt að óhollustu og sumir hafa ekki kost á því að kaupa eingöngu lífrænt og hollt hráefni,“ segir Sigrún sem segist vera mikill hollustusælkeri. „Ég borða ekki kjöt, er heldur ekki hrifin af mjólkurvörum og vit- anlega borða ég ekki hvítan sykur, hvítt hveiti eða neitt slíkt. Af og til borða ég fisk og ég er mikill sushi- fíkill. Ég er líka hrifin af mat- armiklum salötum, pottréttum og ég elska súpur. Hollar kökur eru líka eitthvað sem mér finnst gam- an að borða og enn skemmtilegra þegar öðrum sem borða venjuleg- ar, óhollar kökur finnst þær góðar líka. Þá gleðst hollustuhjartað mikið,“ segir Sigrún og hlær. Sig- rún lætur hér fylgja með þrjár mismunandi uppskriftir sem allar eiga það sameiginlegt að vera holl- ar og syndsamlega góðar. Appelsínu- og ólífusalat 1 appelsína 1/4 rauðlaukur  6-8 svartar ólífur, steinlausar smá klípa cayenne-pipar 1 msk. ólífuolía 1/2 tsk. agave-síróp fersk kóríanderlauf til skreytingar (má sleppa) Skrælið appelsínuna og hreinsið allt hvíta hýðið utan af henni sem og himnuna sem umlykur appel- sínuna. Best er að skera appel- sínuna á bakka með börmum því þið þurfið að nota safann sem kemur af appelsínunni. Skerið rauðlaukinn í örþunnar sneiðar og aðskiljið hringina í sneiðunum. Raðið appels- ínusneiðunum á disk. Dreifið laukhringjunum yfir sneiðarnar. Dreifið ólífunum yfir sneið- arnar. Í litla skál skuluð þið blanda saman ólífuolíunni, cayenne- piparnum og agave-sírópinu. Hrærið vel. Hellið yfir salatið og látið standa við stofuhita í um klukkutíma. Döðlu- og bananastangir 20 stangir  460 g þurrkaðir bananar (fást t.d. í Yggdrasil og fleiri stöð- um)  200 g möndlur (heilar) 120 g þurrkaðar döðlur  4 msk. appelsínu- eða eplasafi Aðferð: Maukið möndlurnar í matvinnsluvél þangað til þær eru orðnar frekar fínlegar (ekki alveg að dufti samt). Setjið í stóra skál. Maukið banana og döðlur með appelsínusafanum (gætuð þurft að mauka í tveimur skömmtum). Bætið meira við ef ykkur finnst þurfa. Þetta ætti ekki að verða að algjöru mauki samt, meira eins og þétt deig. Blandið öllu saman með höndunum og hnoðið vel eða not- ið hrærivél og deigkrók. Mótið stangir (ég miða við 40 grömm) og pakkið hverri og einni inn í plast. Það má auðvitað móta kúlur, kubba o.s.frv. allt eftir smekk. Járnríkur og hreinsandi Vítamíndrykkur fyrir 2 1 vel þroskuð pera, lífrænt ræktuð (þessar sem eru óreglu- legar í laginu, ljósgular með þunnu hýði) 1 lítill vel þroskaður banani  25 ml hreinn rauðrófusafi  100 ml hreinn ananassafi 1 lúka bláber 25 ml hreinn appelsínusafi Maukið bananann og peruna í blandara ásamt appelsínusafanum. Bætið bláberjum út í og blandið mjög vel. Bætið rauðrófusafanum og ananassafanum út í og blandið áfram. Berið fram strax. Nota má eplasafa í stað ananassafans. 24stundir/Sverrir Sigrún Þorsteinsdóttir fær margar heimsóknir á CafeSigrún.com Hætti í óhollustunni til að eiga fyrir hesti Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti fjölbreyttum uppskriftavef sem öllum er frjálst að nota en hún hefur haft áhuga á holl- ustu síðan hún var 12 ára gömul og langaði frekar í hest en sælgæti. ➤ Sigrún opnaði nýverið far-símaútgáfu af vefsíðunni CafeSigrun.com sem er til dæmis hægt að nota í búð- inni. ➤ Sigrún segir að það fari tölu-verður tími í vefsíðuna og í raun allur hennar lausi tími en þetta sé hennar áhuga- mál. ➤ Sigrún hefur aldrei auglýstvefsíðuna en heimsóknum fjölgar daglega. CAFE SIGRÚN Sigrún Þorsteinsdóttir Neytendum er ýtt í átt að óhollustu og sumir hafa ekki kost á því að kaupa eingöngu lífrænt og hollt hráefni. Matur Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood TILBOÐ Á VÍNSKÁPUM ís-húsið Smiðjuvegi 70 - 200 Kópavogur S: 566 6000 - www.ishusid.is ÚTSALA ÚT VIKUNA VERÐ 39.990 n et ve rs lu n is h u si d .is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.