24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 23 en þegar maður bakar Pavlovu finnst mér það bara betra að botn- inn klúðrist svolítið. Hver sam- þykkir líka ekki smávegis klúður þegar svona ofboðslega fallegur eftirréttur sem er flæðandi í rjóma og drekkt í ferskum ávöxtum er annars vegar?“ segir Ragnar Freyr. Skreyta má kökuna með ýmiss konar berjum eða sælgæti og sumir bæta kakódufti í botninn eða bragðbæta rjómann. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Pavlovan er frábær kaka fyrir sumarið og klassískur eftirréttur sem ég held að hafi verið borinn fram í flestum saumaklúbbum á Íslandi. Kökurnar sem ég bakaði fyrir brúðkaupið kláruðust allar svo það hlýtur að vera eitthvað við Pavlovuna sem fólki líkar,“ segir Ragnar Freyr. Ekkert marensklúður Hann segir það ekki sérstakan ástaróð til Nigellu Lawson að hafa notað Pavlovuuppskrift hennar heldur hafi sér einfaldlega litist best á þá uppskrift þar sem hún heppnaðist í fyrsta sinn án hins klassíska marensklúðurs. „Annars segja nú margir að marensbotn megi ekki brotna eða falla saman Pavlova er frábær fyrir sumarið Klassískur, góður og fallegur eftirréttur Ætla mætti að Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir og ástríðukokkur, hafi slegið Íslandsmet í Pav- lovubakstri en hann bak- aði 16 slíkar fyrir brúð- kaup vina sinna í fyrra og segir fegurð kökunnar af- saka marensklúður. Skraut Bláber henta vel á Pavlovuna. Fimm eggjahvítur þeyttar með smávegis salti þar til hvít froða fer að myndast á yfirborðinu. Þá er 290 g af sykri bætt út í, þriðjungi til fjórðungi í senn þar til eggja- hvíturnar eru orðnar stífar. Svo er tveimur tsk. af kartöflumjöli bætt saman við, 1 tsk. af hvítvínsediki og nokkrum vanilludropum og hrært varlega saman við. Aðferð Marensið er lagt á plötu og mik- ilvægt er að jaðarinn sé jafnþykkur og miðjan. Ofn er hitaður í 200 gráður en þegar marensið er sett í ofninn er hitinn lækkaður í 150 gráður og bakað í fimm korter. Látið kólna alveg. Vel er hægt að gera botninn daginn áður – muna bara að geyma hann á myrkvuðum köldum stað. Loks er rjómi þeyttur og dreift yfir botninn í þykku lagi og svo er berjum dreift yfir. Hægt að gera botninn daginn áður Uppskrift að pavlovu Hugmyndaflug Ýmis Ber má nota til skrauts. Fátt er meira hressandi yfir hásum- arið en góður rjómaís, hvort sem það er eftir mat eða bara sem hressing. Súkkulaði- og karamellu- sósur eru vinsælt meðlæti með rjómaís, en fyrir fullorðna er Bai- ley’s-líkjörinn afbragðs bragðbætir með ísnum. Bestur er hann með hefðbundnum rjómaís úr vél en hann getur líka verið ljúffengur með skafís úr boxi. Bailey’s góður á ísinn Frönsk stemming – frábær matur SÆLKERAUPPSKRIFTIR FRÁ ÖLLUM HÉRUÐUM FRAKKLANDS Gullfalleg og eiguleg bók með 135 uppskriftum að hamingjunni á franska vísu. Nýtt og ferskt hráefni, franskur matur og frönsk vín sem krydda hamingju- leit okkar og stækka sjóndeildarhringinn. Bon appétit!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.