24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir 24stundir/Árni Sæberg Ingvar á Salatbarnum „Ég fyllist ákveðnu stolti þegar ég fer í kokkabúninginn.“ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Ingvar Helgi Guðmundsson á Sal- atbarnum hefur ofboðslega gaman af því að fara í sinn einkennisbún- ing, sem er kokkagallinn, en hann á einmitt 28 slíka. „Ég hef ekki síst gaman af því að klæðast bún- ingnum því fólk hefur svo gaman af að sjá kokk í fullum skrúða. Það er líka gaman hvað ég fæ margar skemmtilegar athugasemdir þegar ég er í fullum skrúða, hvað ég sé glæsilegur í kokkabúningi,“ segir Ingvar og hlær. „Ég fyllist ákveðnu stolti þegar ég fer í kokkabúning- inn og ég tek til dæmis á móti mín- um gestum í kokkagalla sem fólk kann vel að meta. Gestirnir koma líka öðruvísi fram við mig ef ég er í kokkabúningi og virðast vera óhræddari að spyrja spurninga. Ég er líka alveg óhræddur við það, hvort sem ég er með veislu ein- hvers staðar eða hérna frammi í sal, að slá í glas og halda smá tölu um mat og þá er maður alltaf virðulegur þegar maður er í kokka- búningi.“ Búningur í felulitum Ingvar segir að það fari eftir því í hvernig skapi hann er hvaða jakki verði fyrir valinu en hann á sér þó einn uppáhaldsjakka. „Ég á einn flottan hvítan jakka sem er alltaf vel straujaður hjá mér. Þetta er sparijakki en á honum stendur við hjartastað tölustafurinn einn. Ég fæ því alltaf ágætis auglýsingu þeg- ar fólk segir við mig að ég sé núm- er eitt. Svo á ég rauða, bláa gráa, hvíta og svarta búninga og vit- anlega má ekki gleyma búningi í felulitunum sem ég lét sauma á mig en það vekur alltaf mikla at- hygli þegar ég fer í hann. Ég nota hann á tyllidögum og þegar ég er í villibráð en þannig sker ég mig úr frá hópnum sem mér finnst fínt. Ég á líka einn búning úr jakkaefni sem er skemmtilegur,“ segir Ingvar sem ætlar að halda áfram að safna jökkum. „Ég hef gaman af þessu, að vera svolítið fjörugur en halda samt snyrtimennskunni.“ Ingvar á Salatbarnum safnar kokkabúningum og á alls 28 búninga Fyllist stolti þegar ég er í fullum skrúða ➤ Ingvar ætlar sér að látasauma fleiri kokkabúninga á sig og er til dæmis hrifinn af jökkunum sem voru notaðir í þættinum HelĺKitchen, með borða á öxlunum. ➤ Svarta kokkajakkann segistIngvar nota þegar hann er í stuði og vill ekki vera alltof virðulegur. ➤ Ingvar er yfirleitt með hvítanhatt enda eru þeir sjaldnast framleiddir í mismunandi lit- um. KOKKABÚNINGARNIRIngvar á Salatbarnum á tæplega 30 kokkabún- inga í öllum litum og gerðum en búningur í felulitum og gallabún- ingur hefur vakið sér- staka athygli. Ingvar seg- ist hafa gaman af að klæða sig í sinn einkenn- isbúning. KYNNING Tikka-kartöflubátar með ídýfu Kartöflur: 1 kg kartöflur 4 tsk. olía 1 tsk. hveiti 4 tsk. Pataḱs Mild Curry Paste Ídýfa: 2 tsk. sýrður rjómi ½ tsk. niðurskorinn vorlaukur 1 tsk. sítrónusafi ¼ tsk. paprikuduft Skerið kartöflurnar í báta og sjóðið í 10 mín. Blandið síðan olíunni, hveitinu og Pataḱs Tikka Masala- kryddmaukinu saman í eldföstu móti og setjið kartöflubátana sam- an við. Setjð kartöflurnar í álbakka eða ál- pappír og setjið á grillið og eldið í ca. 20 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar gullbrúnar og stökkar. Setjið síðan sýrða rjómann ásamt vorlauknum og paprikuduftinu of- an í skál og hrærið vel saman. Kreistið síðan safann úr sítrónunni yfir og berið fram með kartöflun- um. Ljúffengir kartöflubátar með ídýfu Góðir sem meðlæti eða nasl Ljúffengir Kart- öflubátar sem henta mjög vel sem meðlæti.DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is         GR-35 Stærra en GR-26, Með burstuðu stáli, tímastilli og hitarofa GR-26 Með burstuðu stáli, tímastilli og hitarofaGR-19 Með brauðhitara GEORGE FOREMAN Nýtískuleg hönnun og mismunandi stærðir Nánar á: www.marco.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.