24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 25
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Það eru um 130 erlendir víkingar á svæðinu núna og svipaður fjöldi íslenskra,“ segir Jóhannes B. Við- arsson, veitingamaður á Fjöru- kránni. „Þeir koma flestir frá Skandinavíu, Þýskalandi og Bret- landi en þetta fólk stundar slíkar hátíðir jafnvel allan ársins hring. Þó mest á sumrin,“ Heilt þorp í kringum krána Svæðið í kringum Fjörukrána hefur verið girt af og heljarinnar víkingaþorpi verið komið upp. „Við erum með útiveitingastað, fjölmörg tjöld og víkingamarkað. Við setjum upp bardaga og hér eru víkingahljómsveitir. Svo verða líka dansleikir um helgina.“ Að lokum segir Jóhannes að engin sérstök þekking sé nauðsyn- leg til að gerast víkingur. „Sumir eiga sína eigin búninga og krakkar gera sér sverð. Það verða margir víkingar í Hafnarfirði á þessum tíma get ég sagt þér.“ Bardagasýningar nokkrum sinnum á dag Á vefsíðunni www.fjorukrain.is má kynna sér dagskrána frekar. Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram dagana 12. til 17. júní Það geta allir orðið víkingar Vígalegir víkingar í full- um skrúða streyma nú til landsins til að taka þátt í sólstöðuhátíð víkinga í Hafnarfirði, sem fer nú fram og lýkur 17. júní. Er þetta í tíunda sinn sem víkingaþorpinu er slegið upp í bænum. ➤ Hljómsveitin Specials meðÓttari Fel spilar á föstudags- og laugardagskvöld kl. 23. ➤ Að auki verður dansleikurmeð hljómsveit Rúnars Þórs og Gylfa Ægissyni mánudag- inn 16. júní. VÍKINGAHÁTÍÐIN 24stundir FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 25 TROÐFULLAR VERSLANIR AF FLOTTUM FÖTUM FYRIR 17.JÚNÍ SMÁRALIND – KRINGLUNNI SUMARFÖTIN SEM KRAKKARNIR VILJA Hljómsveitin Memfismafían og tónlistarmaðurinn Sigurður Hall- dór Guðmundsson, betur þekktur sem Siggi í Hjálmum, munu á sunnudaginn kl. 14 halda tónleika í Iðnó til þess að fagna útgáfu plöt- unnar Oft spurði ég mömmu. Upptökur fóru fram í Hljóðritan- um í Hafnarfirði og var gamall Ribbon-míkrófónn notaður til verksins. Var ákveðið að fara alla leið með þá upptökutækni sem var við lýði þegar Ribbon-míkrófón- arnir héldu innreið sína á fjórða áratug síðustu aldar. Mun hafa myndast afar sérstök stemning sem markmiðið er að endurskapa á tónleikunum. Því verða í boði gómsætar og gamaldags veitingar og eru þær innifaldar í miðaverð- inu, sem er 3.500 krónur. Siggi og Memfismafían í Iðnó á sunnudag Gamaldags stemning Búist er við töluverðum mann- fjölda í hinni annars friðsælu Álafosskvos um helgina en þá verða haldnir útitónleikar í til- efni af fánadeginum svokallaða, 12. júní. Fer veislan fram laug- ardaginn 14. júní frá klukkan 16 til 20 en það eru íbúar í Álafoss- kvos og félagar í Varmársamtök- unum sem hafa veg og vanda af henni. Auk þess er hún styrkt af Mosfellsbæ. Alls munu níu hljómsveitir koma fram. Þær eru: The Nellies, Sleeps Like an Angry Bear, Hreindís Ylva, Abominor, SHOGUN, Un- chastity, Gummzter ásamt Hauki 270, Blæti, Bob Gillan og Ztrand- vörðunum. Saga dagsins er sú að 12. júní, 1913, gerðu danskir varðskips- menn upptækan bláhvítan fána sem skreytti kappróðursbát ungs Íslendings en slíkur fáni hafði komið til álita sem þjóðfáni Ís- lendinga. Litu varðskipsmenn- irnir því á hann sem ögrun. Dag- urinn var einskonar þjóðhátíðardagur Álfyssinga í tíð ullarverksmiðjunnar, en það var forstjórinn, Sigurjón Péturson, sem stóð fyrir honum. hj Allir velkomnir Að- gangur á tónleikana um helgina er ókeypis. Útitónleikar í Álafosskvos LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Sumir eiga sína eigin búninga og krakkar gera sér sverð. Það verða margir víkingar í Hafn- arfirði á þessum tíma get ég sagt þér. helgin Fyrsta Föstudags-fiðrildið Fyrsta Föstudags-fiðrildi Skap- andi sumarhópa Hins hússins flögrar í dag kl. 12-14 í miðbæ Reykjavíkur. Verður fjölbreytt dag- skrá víða um miðbæinn, t.d. hörpuleikur, leynileikur, dans, tíska og djassskotin austantjalds- hipphopptónlist. Sunnudagur fjölskyldunnar Næstkomandi sunnudag verður starfrækt í Hafnarhúsinu tilrauna- stofa fyrir börn og fullorðna frá klukkan 14 til 16. Tilraunastofan var einnig starfrækt síðastliðinn sunnudag þar sem um sextíu börn komu saman og fengu útrás fyrir vísindamanninn í sér. Tilrauna- stofan er unnin í samvinnu við Hugmyndasmiðjuna og Mynd- listaskóla Reykjavíkur og er sett upp í tengslum við sýninguna Til- raunamaraþon sem nú stendur yfir í Hafnarhúsinu. Þar fá börn og fjölskyldur þeirra að vinna saman í tilrauna-umhverfi þar sem hug- myndafluginu er gefinn laus taum- ur innan um óvenjulega hluti. Framkvæmd tilraunanna getur tekið mislangan tíma eftir eðli og áhuga þátttakenda. Leiðbeinendur eru Lani Yamamoto og Sigríður Helga Hauksdóttir. Sýning á verkum Alvars Aaltos Sýningin Hugmyndir í við verð- ur opnuð í Norræna húsinu í Reykjavík um helgina. Á sýning- unni eru ljósmyndir og teikningar sem varpa ljósi á byggingarlist Al- vars Aaltos og notkun hans á viði í byggingum eins og Villa Flora frá þriðja áratug síðustu aldar til Nor- ræna hússins í Reykjavík frá 1968. Er sýningin einmitt liður í að fagna 40 ára afmæli Norræna hússins. Sýningin verður opnuð af Öss- uri Skarphéðinssyni, laugardaginn 14. júní kl. 16. Einnig mun Marit Toivanen frá Alvar Aalto Academy flytja ávarp. Eru allir velkomnir á opnunina. Það besta í bænum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.