24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 13.06.2008, Blaðsíða 26
tvíhendunum myndar nokkurs- konar Zetu. Efri hönd kastarans er þannig á öðru plani en neðri hönd- in þegar haldið er um stöngina. En hvaðan ætli hugmyndin komi? „Hugmyndavinnan hófst fyrir fjölmörgum árum,“ segir Arve, tekur sér pásu frá köstunum og leggst í grasbala við Stekkinn. „Ég hef verið leiðsögumaður og kastkennari í fjölda ára og hafði oft velt fyrir mér hvort ekki væri hægt að auðvelda tvíhenduköstin. Í Nor- egi er mikil pressa á veiðimönnum að vera góðir tvíhendukastarar. Árnar eru stórar og vatnsmiklar. Löng og nákvæm köst eru nauð- synleg til að ná árangri.“ Nýstárlegar „Zpeysaðar“ flugustangir Ná mun betri ár- angri í löngu kasti Vinsældir tvíhenduveiða hafa aukist mikið á Ís- landi síðustu ár. Skotlínur og undirhandarkast- tækni hefur auðveldað mörgum veiðimönnum að nota tvíhenduna án þess að læra út í æsar töfrana við hin flóknu og sígildu Spey-köst. Nú eru komnar á markað flugu- stangir sem gætu gert köstin enn einfaldari. Nýstárleg stöng Zpey er flott veiði- stöng en Avre Even- sen, hönnuður stanganna, var einn kennaranna. Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Verslunin Veiðihornið í samstarfi við Stangaveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir flugukastsnámskeiði á bökkum Norðurár í Bogarfirði um síðastliðna helgi. Til landsins komu þrír norskir tvíhendusérfræðingar, Noregsmeistarar á sínu sviði, sem ásamt Jóhanni Þorbjörnssyni sáu um kennsluna. Eingöngu var not- ast við mjög nýstárlegar flugu- stangir frá norska fyrirtækinu Zpey, en Avre Evensen, aðaleigandi þess og hönnuður stanganna, var einn kennaranna. Zpey-stangirnar eru ólíkar öllum öðrum flugustöngum. Við fyrstu sýn virðist það aðallega vera hand- fangið sem er gjörbreytt frá því sem veiðimenn eiga að venjast. Stöngin er ekki ein bein lína, handfangið á Snemmsumars eru séðir veiði- menn á Þingvöllum. Marga dreym- ir um stóran urriða og nota því straumflugur í ljósaskiptunum eða snemma á morgnana þegar umferð við vatnið er lítil og fiskur snuðrar upp í landi. Þar kviknar líf fyrst á vorin og vatnið nær að hlýna örlít- ið. Bleikjan kemur að um leið og líf kviknar. Einkum sækjast veiði- menn eftir kuðungableikjunni sem svo er kennd við ætið sem hún beinir athygli sinni að. Munnsvip- urinn ber þess sterk merki að hún nagar kuðunga af hraunbotninum! Sjáfur þekki ég lítið til á Þingvöll- um, því miður, hef aðeins veitt þar nægilega oft til að húðskamma sjálfan mig hvert haust fyrir að hafa ekki stundað Þingvallavatn það sumarið. Því þetta er veiðiparadís. En ég þekki marga sem kunna vel á vatnið. Einn þeirra sem settust við fótskör meistaranna goðsagna- kenndu er Valgeir Skagfjörð. Þegar ég bað Valgeir um að skrifa grein á flugur.is fyrir byrjendur við vatnið svaraði hann svona: ,,Þegar ég fór í fyrsta skipti til veiða í Þingvalla- vatni, þá hefði ég viljað hafa eft- irfarandi vitneskju: a) hvaða flugu er best að nota? b) hvaða veiði- staðir gefa á hverjum tíma? c) hvernig línu er best að nota? d) hvernig ber maður sig að við veið- arnar? e) hvernig er best að nálgast veiðistaðina? Svörin eru öll á flugur.is, meðal annars vegna þess sem Valgeir hef- ur miðlað, en stutta útgáfan er hér: a) Flugur sem líkjast kuðungum eða æti bleikjunnar eru góðar: Kill- er með kúluhaus og rauðum vafn- ingi aftan við og oft kenndur við Þór Nielsen er traust val. Peacock með kúluhaus og svo Watsońs Fancy-púpan. Kúluhausar virka vel til að ná flugunni niður á botn á ætisslóð bleikjunnar. b) Hvaða veiðistaðir gefa best á hverjum tíma? Þessu svarar maður ekki í stuttu máli, en oftast byrja menn á vorin vestarlega og færa sig svo austur með landi þjóðgarðsins þegar líður á. c) Línumálið eilífa: Flotlína, ef notaður er ca. 16-18 feta langur taumur (já!) eða hægsökkvandi lína og þá helst með glærum enda svo línan sjáist síður í yndislega tæru vatninu. d) Maður veður ekki mikið út nema í undantekningartilvikum, og veiðir með köntum. Flugan er dregin mjög hægt með botni, og ef maður festir ekki stöku sinnum eða oft, þá er flugan ekki nógu neð- arlega. (Þess vegna þarf mjög lang- an taum á flotlínu, ef hún er notuð, og þyngdar flugur duga vel). e) Hvernig maður nálgast veiði- staðina er spurning um varfærni. Fiskurinn getur verið mjög nálægt vatni, sull og læti eiga ekki við. Og munið: gangið vel um, þetta er þjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO! Eitt að lokum: Ég fagna mjög ákvörðun Þingvallanefndar um að koma viti í veiðar í landi þjóð- garðsins og banna makríl og smur- olíu. Ég er ekki jafn viss um þá ákvörðun að leyfa mönnum ekki að róa út á báti. En það var kominn tími til að taka á þessu ómenning- arástandi. Á flugur.is er gríðarmikið efni um Þingvallavatn, leiðbeiningar um aðferðir, veiðistaði, flugnaval og sannar sögur um risafiska! Veiddu betur – í samstarfi við flugur.is Þingvallavatn: Spurt og svarað VEIDDU BETUR Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði 26 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is veiði Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 13. júní 2008  Líklega 6 til 20 dæmi um fórnarlömb hérlendis » Meira í Morgunblaðinu Vitað af mansali  Ísl. kvennalandsliðið með þann 3. besta í heimi » Meira í Morgunblaðinu Frábær árangur  Álnavörubúðin í Hvera- gerði er hreinasta upplifun » Meira í Morgunblaðinu Ævintýri  Hrund, Erla og Margrét, heillandi raddir » Meira í Morgunblaðinu Flottar stelpur  Öryggi íslenskra vef- síðna er mjög ábótavant » Meira í Morgunblaðinu „Ólæstur skápur“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.