Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Qupperneq 4

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Qupperneq 4
WtSafiSS? Bezta öryggið gegn afleiðingum slysa er slysatrygging. — Hjá Tryggingastofnun ríkisins getið þér keypt: Almennar slysatryggingar — Ferðatryggingar Farþegatryggingar í einkabifreiðum. Leitið uppEýsiitga um hentuga tryggingu fyrir yður TRYGGINGA RÍKISINS Slysatryggingadeild. —- Sími 1 -93-00. Framh. at 3. síðu. i nægja áð huga að atburðum, | sem gerðust á fyrstu árum íslandsbyggðar. Hann hugs- ar miklu lengra aftur í tím- ; ahn. Hann hefur til dæmis brotið heilann mikið um ís- öldina, sællar minningar. Eitt sinn, á meðan Alþýðu- j blaðið var ennþá einstakt menningarfyrirbrigði meðal í íslenzkra dagblaða, enda rit- | stýrt af sjálfum núverandi I formanni menntamálaráðs, nánar til tekið þriðjudaginn j 19. júlí 1955, birtist í því rit- gerð ein mikil eftir Pétur I Hoffmann Salómonsson, sem hét hvorki meira né minna | en: Upphaf og endir síðustu j ísaldar. Þar ræðir Pétur um, i !hvað hafi getað valdið því, að ; loftslag kólnaði svo skyndi- lega á norðurhveli jarðar, að j þar myndaðist slík jökul- j hella, að meginland Evrópu j var jökli hulið, allt suður til Alpafjalla. Og hvernig stóð svo á því, að einn góðan veð- urdag fer jökullinn að hopa aftur norður á bóginn og hef- ur haldíð því áfram, allt til þessa dags? j Pétur freistar þess að út- skýra þetta allt saman, en tekur fram, að hann geri það eingöngu sem leikmaður. Hann bendiy á hina land- 4 fræðilegu legu Pólarhafsins, sem hann svo kallar, það sé nánast innhaf með sundum, mis,jafnlega breiðum, út í heit ari höf. Pétur setur fram þá kenningu, að jarðrask mikið hafi orðið, svo land hafi ris- ið úr ræ, sem náð hafi frá Bretlandseyjum, yfir Fær- eyjar, ísland, Kolbeinsey, Jan Mayen, Spitzbergen, Franz Jósefsland og Nýju- Semblu. Er land þetta reik, komst Golfstraumurinn, sá mikli bjargvættur norður- byggða, ekki leiðar sinnar, og kuldinn náði yfirtökunum í Pólarhafinu. Svo, þegar byrjað er að frjósa, kælir ís- inn út frá sér og loftslag kólnar smám saman í Evr- ópu. Hafið suður af íslandi, eða öllu heldur hinu nýja landi, var þó alltaf autt. Svo varð aftur jarðrask, og lönd sukku í sæ utan þau, sem enn þann dag í dag standa upp úr. Golfstraumur- inn komst leiðar sinnar og ísinn beið ósigur fyrir varma hans. Ritgerð Péturs er all- löng og enginn kostur að rekja hana nákvæmlega hér, en því er hennar getið, að eiginlega er hún orsök þess, að Pétur féllst á að spjalla örlítið við mig. Ég hitti hann nefpilega úti á götu um daginn í kuldanum og þá barst ísöldin í tal. Og út frá því ritgerðin. Ovo var það á föstudaginn ^ var, að Pétur birtist á skrifstofu blaðsins. Við hímdum þar kappklæddir og skítkaldir og ræddum um hið furðulega fyrirbæri Reykjavíkur, hitaveituna, er hitar upp hús manna, þegar hlýtt ey í veðri, en dregur sig í hlé, þegar úti kólnar. Okkur kom saman um, að það væri engin furða, þótt Reykjavík væri víðfræg um allan heim fyrir þessa kostu- legu upphitun. En sem við ræðum um hitaveitu og kulda er barið að dyrum og inn snarast Pétur Hoffmann Salómons- son. Hann var klæddur í grá jakkaföt, frakkalaus og með hatt, prúðbúinn og snyrti- legur að vanda. yæja, blessaður sértu. sagði Pétur og rétti fram þykk- an hramminn. Gengurðu virkilega svona um í þessum andsk . . .kulda? —• Já, blessaður minn, þetta er nú nógur klæðnað- ur fyrir mig svona á milli husa. Já, já, mér verður ekki kalt í svona góðu veðri. Og Pétur tekur upp tó- baksdós eina mikla úr silfri og fær sér ærlega í nefið. Fyrst hann er nú svona kaldur í dag, Pétur, er bezt að spyrja þig strax að því: Er nokkur hætta á því, að það sé að skella á ísöld? — fsöld? Nei, blessaður vertu. Það skellur engin ís- öld á svona fyrirvaralaust. Og hann er nú ekki mikið kaldur núna. Nú, svo er líka alltaf að hlýna, ég er búinn að komast að því í fornum sögum, að það var miklu kaldara hér á fyrstu öldum íslandsbyggðar heldur en nú er. Við skulum til dæmis taka árið 1007, þegar veginn var Víga-Styrr. Þá hljóp vegand- inn yfir Hítará inilli skara. Þetta var annan nóvember. Tveimur eða þremur dögum eftir vígið ætlar Snorri goði að flytja tengdaföður sinn vestur. Hann hefur vafalaust verið með valda menn með sér, en þeir komust ekki lengra en að . Eiðhúsum í Miklahoitshreppi, þar gef- ast þeir hreinlega upp vegna 1 ófærðar og dvsja hann þar. Er þó enginn vafi á, að vel kunni Snorri goði að fara með bæði sleða og skíði. Og þessi saga er að öllum lík- indum rétt, því að til skamms tima mátti sjá grjóthrúgu á: Ölduhrygg fyrir utan Eiðhus. Nú er a. m. k. mest af grjót- inu horfið, sennilega hafa vegavinnumenn tekið það, og Frjáls þjóð — segja mætti mér, að nokkuð af grjótinu úr dys Víga-Styrs væri í hinni nýju rétt Mikl- holtshreppinga. Já, það þætti hart í ári núna, ef Hítará hefði.runnið milli skara ann- an nóvember. Nú, í kringum 1030 er Þorsteinn Kuggason að fara í jólaboð til Þórðar Kolbeins- sonar. Þá gerir svo mikla hríð, að hann neyðist til að leita á náðir erlíióvinar síns, Bjarnar Hítdælakappa og gista hjá honum. Svört hef- ur hriðin þá veiið, lagsmað- ur. Skömmu fyrir 1000, senni- lega á tíunda tugi tíundu ald- ar, var bardaginn á Vígra- firði háður rétt fyrir jól. Þá var Steindór á Eyri að sækja skip sitt inn á Vigrafjörð. Þá var Hofsstaðavogur lagður út fyrir Kóngsbakka. Þetta hef ég séð á fyrsta og öðrum tug þessarar aldar. Þetta þættu nú harðindi í dag. f á, — það hefur verið kuldakast fyá upphafi ís- landsbyggðar, allt fram til 1918, og hámarki náði þetta kuldakast á þrettándu öld. Að vísu komu nokkur hlý- indatímabil á þessu tímabili, nokkur ár í einu, t. d. laust fyrir 1600, eftir því sem ég hef séð í annálum. Nú, það má sjá af mörgu, að það er að hlýna í norður- höfum. Árið 1902 var Ark- angelsk aðeins íslaus í tvo mánuði á ári, nú er þar ís- Framh. á 8. síðu. I.augurda’rinr 16. des. 1961

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.