Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Qupperneq 8

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Qupperneq 8
r Framh. af 4. síðu. j laus höfn allt árið. Já. þetta | endar með því, að Síbería j minnkar. Síbería minnkar? í ; — Já. Ég á við að freð- j mýrarnar þiðna og breytast | íjþað, sem þær voru: innhöf. Preðmýrarnar eru ekkert J áhnað en frosið vatn og leir | óg gróður, sem borizt hefur j ut í hafið. En þetta tekur óra- j tíma.ísinn er sjálfvirk frysti- j vél. Já, sjáðu til: Ef þú setur I til dæmis þrjú hundruð | tonna ísjaka á Lækjartorg og þekur að utan með leðju og setur svo segldúk yfir allt saman, þá skaltu sanna til, að ísinn verður skolli lengi að bráðna. Eins er þetta með freðmýrarnar: Leirinn og gróðurinn, sem borizt liefur út á ísinn úr landi, veitir hina ákjósanlegustu einangrun, svo þetta tekur óratíma. Og sama er að segja um freð- mýrar Rússlands og Kanada. En þú segir, að við þurf- j um ekki að óttast neina ís- [ öld á næstunni. Nei, nei, nei, þess þurfum i við ekki, nema eitthvert jarð- rask verði þá, sem raskar hafstraumum. Getur það ekki alveg eins orðið á hafsbotni, án þess við verðum nokkurs varir? — Jú, jú, það getur vel orðið, og menn halda bara, að það sé hann Krúsi að kasta boltanum sínum, en þetta máttu nú ekki skrifa, þeir gætu orðið sárir við mið, vin- ir mínir á Þjóðviljanum. Nei, blessaður vertu, ég sleppi þessu. /—• ' Oegðu mér Pétur: Trúirðu á drauga? — Drauga? Ja, það fer nú allt eftir því, hvernig við skilgreinum drauga. Ég trúi ekki á afturgöngur, sem gera fólki mein og ganga ljósum logum, en ég trúi á svipi, er geta birzt í mannsmynd. Ég hef til dæmis séð framliðna konu í húsi vestur við Mýrar- götu, þar sem ég var alls ókunnugur. Ég trúi því, að við getum séð framliðna menn á þeim slóðum, þar sem þeir gengu um í lifanda lífi. Ég held að þetta sé ein- hvers konar speglun eða geisl un, þeir vilja nú sumir halda því fram, að þetta líf sé ein tóm geislun. Ég held, að við sjáúm raunverulega löngu liðna atburði, sem hafa gerzt, en eru alls ekki að gerast um leið og við sjáum þá. Hvað segir þú um miðils- fundi? Ég vil ekkért segja um þá. Ég' trúi þeim ekki, en ég mótmæli þeim heidur ekki. ég hef ekki kynnt mér þá nógu vel. Þú segist hafa séð fram- liðna konu. Ertu þá skyggn? Já, það má víst segja það, ég hef séð svo margt um dagana, að það yrði langt mál, ef ég ætti að segja þér frá öllu því. Heldurðu, að framliðnir menn geti notið lystisemda þessa heims í gegnum lifandi menn, til dæmis drukkið í gegnum þá? — Já, þarna spyrðu að nokkru, sem ég skal segja þér dálítið um. Ég held nefni- lega, að ég' hafi einu sinni sjálfur orðið fyrir því og í öðru sinni nærri þvi. - vt.tv-'.'. •. -V . Pétur 22 ára. — Engin furða, þótt Elísi Odds- syni litist mætavel á dð fá sér sopa í gegmim Pétur! Blessaður segðu mér frá því! — Já, það skal ég gera. Árið 1939 var ég á leið til Bergen með Lyru gömlu. Ég hafði þá stundað fisksölu tii Noregs og ætlaði að hitta viðskiptavini mína þar. Ég hef aldrei neytt víns nema mjög í hófi, og ég held, að ég hafi aldrei keypt vín, nema undir áhrifum, það er að segja, þegar aðrir voru búnir að koma mér á bragð- ið, og ég var staðráðinn í því, að neyta ekki víns í þess- ari ferð. Ég get verið sæmi- lega viljasterkur, ef ég vil það við hafa, og ég er sann- færður um, að það þurfti meira en lítið til að breyta þessum áisetningi rnínum. ]\Tú, — við vorum komnir 1 ’ inn á Bergensfjörðinn kvöldið, sem þetta gerðist. Ég lá í koju minni og var einhvern veginn milli svefns og vöku. Þá sé ég allt í einu, hvar maður stendur. í káet- unni. Hann var griðarlega stór, náði frá gólfi til lofts, og það voru góðar þrjár áln- ir undir loft. Ég sá hann ó- greinilega, hann var dökk- rauður og þrútinn í andliti, hann var með slétt og mjög stórt nef, lítið skegg og lang- leitur nokkuð, ekkert hár var á höfði hans, nema lítið eitt í vöngum. Hann var mjög hálssver og hálslangur og all- ur hinn ferlegasti.en þó í öllu rétt skapaður. Við þessa sýn glaðvaknaði ég og félagi minn vaknaði einnig og ég gat þess við hann, að mér liði illa. Þegar til Bergen kom var ég mjög eftir mig eftir þetta. Mér var alls staðar tekið ve!, enda átti ég þarna marga vini. Víða var mér boðið vin. Ég var búinn að ákveða að drekka ekki, en mig langaði samt svo í vin, að það var ails ekki almennilegt. Og þar kom, að ég fékk mér öl, og þá brá svo við að ég gat ekki hætt, og ferðin varð eintómt fyllirí og slagsmál. Ég slóst í Bergen, í járnbrautinni frá Bergen til Oslóar, í Osló, ÍÚtí; -r-.b ... Frjáls þjóð — járnbrautinni frá Osló tiL Kaupmannahafnar og í Kaupmannahöfu. Svo fór.ég til íslands og út aftur og þá endurtók þetta sig. Ég drakk og drakk og lenti í ferlegum slagsmálum, ég sló þá niður í hrönnum og hlóð úr þeim Kínverska múrinn, já, þá var nú lif í tuskunum. mað- ur!! En svo, eftir að ég kom heim bar ekkert á þessu, og aldrei siðan, þegar ég komst úr nágrenni við þann stóra, var allt í lagi. TJTitt atvikið kom fyrir. þeg- “ ar ég var nítján ára unglingur í Stykkishólmi, það var árið 1916, seint í marz. Ég var ráðinn á skútu vestur á ísafirði og átti að fáýa tií skips í rniðjum apríi. Nú, — þá dreymir mig eih- hverja nóttina, að ég sé staddur við Birgisborg við Nesvog. Veðri var þá þannig íarið, bæði í draúmi og raunveruieika, að jörð var auð, frost var á og hrein- viðri. Mér finnst til mín koma jötunstór maður, svartur yf- irlitum og rosaiegur allur og einheiitur. Með honum var kolóttur rakki með hringaða rófu. Þessi rr.aður krafðist þess af mér með miklu harð- i æði að fá að fara með mér vestur tii Isafjarðar, en ég stóð það af tnér og harð- neitaði. Hvað var nú þetta? Ég hugsaði mikið um þetta í mörg ár. Svo var það eitt sinn, að ég keypti eina af bókum Oscars Ciausens. Þar las ég frásögn um Elís nokk- urn Oddsson. Honum er þannig lýst, að hann var svolamenni og drykkjumað- ur og lýsingin passaði við draummann min-n að öðru ieyti en því, að ekki var Elís einhendur í lifanda lífi. Hann drukknaði í Nesvogi, að mig minnir 1838, og var auðvit.að drukkinn. Aldrei faníist lík hans, enda mun það vart koma fyrir, að lík þeirra, er drukkna i Nesvogi, finnist, Framn a hls. 10. ki ukI* y..'(-. í - óó • Laugai'dagfinn 16. des. 1961

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.