Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.12.1961, Síða 10

Frjáls þjóð - 16.12.1961, Síða 10
Og hér er kempan svo eins og hún lítur út í dag. — Þessi mynd var tekin „á fornum slóðum“ s.l. sumar. Fróðárundrin - Framh. aí 8 síðu og hafa þar þó nókkrir þoi'- ið beinin. Og þótt hann hafi ekki verið einhentur, gat höndin samt ekki hafa orðið viðskila við líkið síðar meir? Það er spurning, sem aldrei verður svarað. En hvað var nú þetta? Get- ui’ ekki verið, að Elís hafi viljað drekka í gegnum mig? Hvað vildi hann annað með mér vestur? Hann hefur vafalaust verið hraustmenni og heimsmaður í lifanda lífi, þótt liann væri kallaður svolamenni, og hver var þá ákjósanlgri fyrir hann að drekka í gegnum en ein- mitt ég? Af minni Vestfjarðaför er það að segja, að líf mitt var eins og gekk og gerðist með líf skútustráka þá, þú getur orðað það svo, að það hafi verið nógu slæmt, þótt Elís heitinn Oddsson væri ekki með! ú segist ekki trúa á á- þreifanlega drauga, sízt ef þeir eru nú illir. Ef við bregðum okkur nú aftur í fornsögurnar, hvernig út- skýrir þú þá til dæmis Glám? — Hann Glám! Blessað- i ur vertu, það er nú allt auð- skilið! Það var allt saman í einn sjónleikur frá upphafi til enda. Grettir bai'ðist aldrei, við neinn draug, iron - um vaf einfaldlegá mútað til | þess að taka þátt í þessari leiksýningth Þórhaliur bóndi á Þórhallsstöðum var óþokki, sem ekki galt hjúum sínum : kaup. Fór svo, að enginn 10 vildi hjá honum vera, og varð hann því að leita utan heimahaga. Því fór hann á fund Skafta lögmanns Þór- oddssonar og bað hann á- sjár, og bar við reimleikum. Skafti útvegar honum sænskan mann, Glám. Lýs- ingin á Glámi kemur heim við útlit sumra Dalamanna enn í dag, einkenni hans eru einkennandi fyrir Dalamenn; þar finnast enn hvíthærðir hienn með miög ljós augu, og Dalamenn hafa löngum þótt allra manna stærstir. Þeg- ar ráðningartími Gláihs var senn á enda, þorði Þórhall- ur ekki annað en að drepa hann, því hann þorði ekki að neita honum um kaupið. Svo fékk hann annan útlending, Þorgaut sauðamann. Þar end- urtók sig sama sagan. 'T^n nú vildi enginn fara til -®-J Þórhails. Ef til vill hafa ekki allir trúað meira en svo sögunni um reimleikana, en Þórhallur sá, að þá sögu varð að kveða niður, annars myndi hann aldrei neinn mann fá, hvort sem menn ti'yðu henni, eða grunaði hið rétta. Þess vegna leitaði hann til Grettis, sem var al- kunnur og afrenndur að afli, hann var eini maðurinn, sem menn gátu trúað til þess að *, geta komið meinvættinni fyrir kattarnef. Og Grettir lék með ágætum. í annað skipti var Grett- ir fenginn til þess að leika, það vár á Sandháugum. Bóndi konunnar týndist á jólanóttina og var sagt, að óvættur hefði drepið hann. Næstu jólanótt hvarf svo vinnumaður. Þá var Grett- ir fenginn’ til. Og harm barðist við tröllkerlingu og dxap hana vitaskuld. Hún bjó uridir fossi ásamt karli sínum og presturinn fór með Gretti, þegar hann fór að vinna karlinn. Og ekki er að spyrja að því, að það tókst. Hvað þetta var? Nú kon- an hélt fram hjá bónda sín- um, sennilega við prestinn. Þegar bónda fór að gruna margt, var hann drepinn. Svo komst vinnumaðurinn að öllu saman, og þá var ekki um annað að ræða, en að koma honum líka fyrir kattarnef. En skýringu þurfti að finna. Og þá var gripið til Grettis. Og svo mikið er víst, að prestur- inn tók þátt í þeirri leik- sýningu, svo umhugað virð- ist honum hafa verið um, a# fólk tryði vitleysunni. En mikið hafa þetta ann- ars átt að vera nægjusöm tröll!! Þeim dugði einn maður í mat yfir árið!! Og hvað ætli þau hafi étið áður en þau átu bóndann? Ja, — það er fátt sem þú hefur ekki sDekúlerað i, Pétur! Kannski þú getir bá verið svo vænn og útskýrt fyrir mér Fróðárundrin! TT'róðárundrin? Já, blessað- ur vertu, þau eru nú auðskihn. Sjáðu til. Þór- gunnur hin suðureyska var hámenntuð kona, sem meðal annars hefur vitað nokkuð um sóttir og nauðsyri? sótt-?S varna. Hún veiktíst * af taugaveiki, meðan hún dvelst að Fróðá og þegar hún finnur, að hún á skammt eftir biður hún Þórodd bónda að sjá um, að rúmfatnaði hennar, sem var hið mesta gersemi, skyldi brennt, svo fleiri smituðust ekki. Þetta kemur fram í því, sem hún segir: „Því að það mun engum að nvtjum verða, og mæli ég þetta eigi fvrir því, að ég unni engum að njóta gripanna, ef ég vissi, að nyt mætti verða, en nú mæli ég svo mikið um, að mér þykir illt að menn hljóti svo mikil þyngsl af mér sem ég veit að verða mun, ef af er brugðið því, sem ég segi fyrir“. Nú, allir vita, að útaf oi’ð- um Þórgunnar var brugðið, Þuríður húsfreyja var glysgjörn og vildi ekki láta brenna svo vegleg rekkju- tjöld. Því fór sem fór, tauga- veiki kom upp á bænum og menn hrundu niður. Veik- in var óþekkt og menn settu hana eðlilega í samband við eitthvað vfirnáttúrlegt. ef til vill ekki sizt vegna varnaðarorh , • ■..rgunjiar; Menn' fengu 1 »aa sóttliiia, fengu óráð og táj ofsjqnir. Fólkið var hræ ;t og ringlað og sá sömu ofsjjv. o , hinir veiku. Aðeins V gufinn Kjartan var með skynsemi, því gat hann ba s- hausinn niður an»r Hvað með rófu..a 'ið- arstaflanum cg hvarf skreiðarinnar? — Rófan var . i 'nara lengja úr rostungsí; '■ ,em hefur verið sett löst n!ðri í staflanum. Þegar i. enn fóru að toga í haiia, gátu Þeir ekki slitið í.iana og þegar þeir missh ,,ð á henni hrökk hún i! þaka og vegna myrkurj rn:> þeir ekki hvað af herin va ð og töldu hana hafa fa ið niður. Og skreiðin h.arf, og heimafólkið heyrbi þegar verið var að rífa lan.a,. en það var enginn draugur, sem át hana, heldui einfald- lega hagamúsahópur. Það er ekkert einsdæmi á ís- landi, að hagamýs korrii í hópum og geri usla. En vegna hinna atburðanna datt engum hið rétta í hug, allt var talið yfirnáttúrlegt. TTvernig er með Ermar- sundið Pétur? — Já, Ermarsundið, já ég Framh. ó 11. síðu. Frjáls bjóð — Laugardaginn 16. des. 196

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.