Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 25 Í slam hefur fyllt skarð marxismans í Frakklandi og víðar í Evrópu. Ungir Arabar og Afríkubúar hafa snúið sér til íslams af sama eldmóði og ein- kenndi unga fólkið í Evrópu er það tók marxismanum fagnandi á sjöunda áratugnum. Þetta er mat bandaríska dálkahöfundarins Craig S. Smith sem nýverið ritaði „Bréf frá Frakklandi“ í dagblaðið International Herald Tribune. Smith rekur hvernig marxistar hafi fyrir 40 árum tekið að sér að freista þess að laga börn innflytjenda frá Norður-Afríku að samfélagi Frakka. Franski kommúnistaflokkurinn hafi síðan tekið að sér að verða pólitískur málsvari þessa fólks sem fluttist til Frakklands ekki síst sökum þess að vinnuafl skorti þar eftir hrylling síðari heimsstyrjaldarinnar. Jaðarhópar og raunsæismenn Smith veltir því fyrir sér hvort þróunarbraut íslams í Evrópu verði svipuð og marxismans þannig að öfgum byltingarhugsjónarinnar verði hafnað og hugmyndafræðin löguð að hin- um pólitíska veruleika t.d. með þátttöku í kosn- ingum. Höfundurinn segir að íslam nú um stundir og marxismi sjöunda áratugarins eigi ýmislegt sameiginlegt. Nú eins og forðum átti við um evrópsku marxistana megi finna „raunsæis- menn“ innan íslams auk öfgaafla á jaðrinum. „Raunsæismennirnir“ eða „hinir hagsýnu“ stefni að því að auka áhrif íslams í stjórnmála- lífi Frakklands. Þessir menn hafi mjög með- vitað tekið upp aðferðir vinstri manna á árum áður. Þannig gangist íslamskir hópar í Frakk- landi fyrir sumarbúðum þar sem hinum yngri gefist tækifæri til að kynna sér málstað hreyf- ingarinnar. Á hinum vængnum séu öfgamennirnir. Þeir sæki einkum hugmyndafræði sína til bók- stafstrúaðra klerka í Sádi-Arabíu og leitist við að einangra fylgismenn sína frá samfélaginu. Þótt þessir hópar séu flestir andvígir ofbeldi hýsi þessi vængur hinnar íslömsku hreyfingar einnig herskáa baráttumenn sem minni um margt á þá ofbeldisfullu marxistahópa sem störfuðu í Evrópu fyrir nokkrum áratugum. Áhrif öfgahópanna séu á hinn bóginn mikil. Þeir hafi mikil áhrif á það hvernig yngri músl- ímar upplifi trú sína en móti jafnframt um leið afstöðu samfélagsins til íslams og viðbrögð þess við trúarhreyfingunni. Hið sama hafi hryðjuverkamenn Rauðu herdeildanna og Baader Meinhof-hópsins gert á sínum tíma. Harðlínu-marxismi hafi loks horfið í Evrópu og vera kunni að íslamstrúin hljóti sömu örlög. Hagsýn hreyfing vinstri manna hafi einangrað öfgafyllstu marxistana. Þá hafi mörg stefnu- mál vinstri manna hlotið viðurkenningu og samfélagið þannig brugðist við lögmætum um- kvörtunum hinna fátækari og hinna allslausu. Þar með hafi fótunum verið kippt undan hóp- um harðlínu-marxista. Trúarvakning og „útópísk“ sýn til kalífaveldis Craig S. Smith telur að uppgang íslams í Evrópu beri að rekja til mikillar trúarvakn- ingar sem farið hafi um Arabaheiminn á und- anliðnum 30 árum eða svo. Þar ræði um við- brögð almennings við fátækt, ójafnri skiptingu auðsins og skorti á pólitísku frelsi. Líkt og kommúnisminn forðum bjóði þessi sýn til íslams upp á hugmyndafræði sem ekki takmarkist við lönd en vísi þess í stað til „út- ópíu“; hins staðlausa og risastóra kalífaveldis sem hugsanlega nái á endanum um heim allan og styðjist við sharia, lagabálka Kóransins. Trúin höfði hins vegar ekki einvörðungu til innflytjenda frá Afríku og Arabalöndum. Þannig hafi um 50.000 manns tekið upp ísl- amstrú í Frakklandi einu. Margir hafi gert þetta til að hafna evrópskri samtímamenningu og gildismati hennar. Á undanliðnum árum hafi íslam dafnað í Evrópu. Fyrsta kynslóð íslamskra innflytj- enda til Evrópu hafi þurft að sætta sig við að hafa ekki aðgang að moskum og ekki komist í pílagrímaferðir til Mekka. Nú eigi múslímar í Evrópu aðgang að þessu öllu. Við bætist síðan ráðstefnur sem sækja megi til að dýpa þekk- ingu sína á íslam auk þess sem mikið sé gefið út af trúarlegu efni í formi bóka og mynd- og hljóðbanda. Þá hafi árás hryðjuverkamanna á Bandarík- in 11. september 2001 aukið trúaráhuga yngri múslíma í Evrópu. Málamiðlanir og þátttaka í þjóðfélaginu Craig S. Smith telur hugsanlegt að íslamstrú verði líkt og marxisminn aðeins frelsandi hug- myndafræði fyrir hina fótum troðnu um ákveð- ið tímaskeið. Efnahagslegri og pólitískri þátt- töku í samfélaginu fylgi að fallast verði á málamiðlanir. Öfgafullir jaðarhópar hafi ekki mikil pólitísk áhrif þegar til lengri tíma sé litið, öll sýn þeirra sé inn á við. Um leið og yngra fólkið taki að flytja úr verkamannahverfunum hverfi hvatinn til að nýta trúna og upprunann til að skilgreina sig í samfélaginu. Þess vegna kunni svo að fara að íslam höfði einungis til innflytjenda svo lengi sem þeir séu einangraðir frá fullri þátttöku í pólitísku og efnahagslegu lífi þjóðarinnar sem þeir eiga að tilheyra. Reuters Ung stúlka ber tvo franska fána og höfuðband með áletruninni „bræðralag“. Myndin var tekin í fyrra þegar andmælt var banni við að nemendur beri áberandi trúartákn í frönskum ríkisskólum. Íslam fyllir skarð Marx í Evrópu Bandarískur dálkahöfundur segir uppgang íslams í Evrópu um margt minna á hvernig yngra fólk í álfunni tók marxismanum fagnandi á árum áður. vinnuleyfisveitingum. Það liggur fyrir að á fundi með félagsmálaráðherra [í fyrradag] óskaði hann eftir því að við legðum fram með skriflegum hætti, enn frekar en við höfum þegar gert, athugasemdir okkar og ábendingar varðandi þessar mögulegu atvinnuleyfisveitingar.“ Halldór sagði stefnt að því að þær yrðu lagðar fram fyrir næstu helgi. „Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því að við svörum skriflega hvort við teljum að með því að árita þessi atvinnuleyfi séu stjórnvöld að brjóta gegn alþjóðlegum skuldbindingar okkar; að brjóta innlend lög eða að víkja frá þeim almennu verk- lagsreglum og öðrum reglum sem gilda um veit- ingu atvinnuleyfa hér á landi. Við höfum sagt að svarið sé já við öllum þessum spurningum.“ Hall- dór leggur áherslu á að sá ágreiningur, sem nú er uppi, snúist um grundvallaratriði varðandi ís- lenskan vinnumarkað og þær leikreglur sem þar hafi verið mótaðar. Þar hafi stjórnvöld ríka ábyrgð og skyldur. n gegn Impregilo Morgunblaðið/ÞÖK úr um hvort erlendu verkamennirnir sem vinna við amninga. ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo segir ásakanir Alþýðusambands Íslands (ASÍ) undanfarna daga um brot á samn- ingum um kaup og kjör á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Í yfirlýsingu Impregilo frá í gær segir að fyrirtækið hafi frá upp- hafi greitt laun samkvæmt gildandi kjara- samningum á Íslandi og svo muni verða áfram, svo lengi sem félagið starfar á Ís- landi. „Þetta hefur ítrekað verið staðfest af yf- irtrúnaðarmanni Kárahnjúkavirkjunar og forkólfum verkalýðsfélaganna, sem gengu svo langt að telja upp úr launaumslögum sumra starfsmanna fyrir um það bil ári. Hvað ræður för nú er erfitt að skilja,“ segir í yfirlýsingu Impregilo. Þar segir og að þann 10. október síðastlið- inn hafi Impregilo komist að samkomulagi við ASÍ um mörg atriði er lutu að útborgun launa starfsmanna starfsmannaleigna er út- veguðu fólk frá Portúgal. Samkvæmt þeim samningi hafi kröfum verkalýðsfélaganna verið fullnægt þar sem félögin fengu vissu sína fyrir því að laun væru greidd sam- kvæmt íslenskum kjarasamningum. „Reglan var á þá leið að erlendir starfs- menn sem vinna undir virkjanasamningnum fá íslenskan launaseðil þar sem fram koma vinnutímar og tímakaup. Frá brúttólaunum þannig reiknuðum, skal dragafjárhæð sem svarar til lífeyrissjóðs, staðgreiðslu skatta og stéttarfélagsgjalds. Skal nettó launa- upphæðin, sem þá stendur eftir, vera lág- marksgreiðsla inn á reikning hvers starfs- manns. Gefi hið erlenda launauppgjör lægri nið- urstöðu en hið íslenska skal greiða starfs- manninum uppbót sem því svarar, að tryggt sé að hinir erlendu starfsmenn fái aldrei lakari kjör en íslenskir kollegar þeirra. Gefi erlendi samningurinn betri niðurstöðu stendur hún. Impregilo lítur svo á að samkomulag þetta sé ígildi kjarasamnings og frábiður sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna um brot á samningum,“ segir í yfirlýsingunni. Impregilo vísar ásökun- um ASÍ á bug IMPREGILO hefur áform um að fá allt að 250 kínverska verkamenn til starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnu- málastofnunar. Þegar hafa borist umsókn- ir um 130 atvinnuleyfi. Gissur kvaðst hafa gefið vilyrði fyrir útgáfu leyfa til 54 kín- verskra verka- og vélamanna. Þau leyfi hafa samt ekki verið afgreidd né heldur gefin út dvalarleyfi til starfsmannanna hjá Útlendingastofnun. „Við erum enn að fara yfir og taka við athugasemdum,“ sagði Gissur. „Okkar málsmeðferð hefur gengið út á að þeir [Impregilo] skuli auglýsa öll þessi 250 störf á íslenskum og evrópskum vinnu- markaði.“ Gissur taldi ólíklegt að það tæk- ist að manna öll störfin í gegnum auglýs- ingar. Því hafi verið fallist á að veita leyfi fyrir ákveðinn forgangshóp, þ.e. Kínverj- ana 54, og hafi verið sótt um leyfi fyrir þá fyrir jól. Nú sé verið að undirbúa útgáfu þeirra. Ekki liggur fyrir hvenær þau verða gefin út. Gissur taldi að það yrði á allra næstu dögum. Gissur sagði að vitaskuld myndi Vinnu- málastofnun skoða athugasemdir verka- lýðshreyfingarinnar við launagreiðslur Impregilo til erlendra starfsmanna, áður en umsókn fyrirtækisins um atvinnuleyfi verður afgreidd. Þegar Morgunblaðið ræddi við Gissur í gær hafði stofnunin ekki fengið athugasemdir verkalýðshreyf- ingarinnar í hendur. Sem kunnugt er telur ASÍ að Impregilo greiði erlendum starfsmönnum lægri laun en virkjanasamningur kveður á um. Impregilo áformar að fá 250 Kínverja til starfa - - - g - syni. Hjörleifur Stefánsson er verkefnisstjóri, eins og áður sagði, og Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir hönnuður sýningarinnar. Þeim til ráðgjafar hafa verið Orri Vésteinsson fornleifa- fræðingur og Sólborg Una Pálsdóttir sagnfræð- ingur auk Garðars Guðmundssonar og Howell Roberts fornleifafræðinga. Áætlað er að sýningin verði opnuð vorið 2006. sýningar injum Morgunblaðið/Jim Smart r sem fundust í Austurstræti í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.