Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A ð undanförnu hafa komið fram þær skoðanir að hinn vestræni heimur haldi öðrum heims- hlutum í gíslingu. Orðið þræla- hald hefur verið notað í þessu sambandi, því mörg dæmi eru um að vestræn stórfyrirtæki starf- ræki verksmiðjur í fremur vanþróuðum löndum, þar sem laun eru lægri en hér. Því er nán- ast haldið fram, að þrælar haldi uppi þessum miklu lífsgæðum, sem við njótum í hinum vestræna heimi. Fyrir það fyrsta er þarna verið að gengisfella orðið þrælahald. Grundvallaratriðið er, að fólkið sem þiggur vinnu hjá stórfyrirtæki hefur val. Það má hafna starfinu. Vissulega kunna samt að vera dæmi þess, að fólk sé skikkað til að sinna slíkum verksmiðjustörfum í vanþróuðum löndum. Það geta stórfyrirtækin ekki gert ein. Þar þarf atbeina ríkisvaldsins. Það er þrælahald; ósiðlegt og óásætt- anlegt. Nú kunna sumir að segja, að aldrei sé um fullkomlega frjálst val að ræða. Þetta fólk búi við sáran kost og neyðist til að slá af kröfum sínum, annars þurfi það að svelta. Auðvitað er það rétt, að ýmsar aðstæður valda því að fólk verður stundum að gera fleira en gott þykir. „Gott“ er hins vegar afstætt orð, því þessi kostur er að öllum líkindum betri en hinn. Annars væri hann ekki valinn. Erum við þess umkomin, að meina fólki að taka þennan val- kost og dæma það til þess að velja óbreytt ástand með þeim ömurleika sem því e.t.v. fylgir? Það er ansi áreynslulítið að segja svona, hérna í vöggu vel- megunarinnar, en staðreyndin er hins vegar sú, að við erum ekki í sporum þessa fólks. Við stöndum ekki frammi fyrir sömu val- kostum. Það er auðvelt að segja: „Þetta fólk nýtur ekki sann- gjarnra kjara. Það á meira skilið fyrir erfiðið,“ en við megum ekki slá okkar velmegunarmælikvarða á þessi fátæku lönd. Auðvitað er hægt að setja reglur um há- marksvinnutíma, lágmarkslaun, lífeyrisgreiðslur og sumarleyfi, en hver yrði árangurinn? Fyrirtækin myndu einfaldlega hætta að sjá hag sinn í því að starfrækja verksmiðjur í þessum löndum. Ef þau á annað borð héldu því áfram hefðu þau ekki bolmagn til að veita jafnmörgum atvinnu og áður og þar með möguleikann á að hífa sig upp í lífinu. Þetta er nefnilega ekki enda- stöð. Þessi lönd eru á byrj- unarreit, eins og velmeg- unarlöndin voru einu sinni. Forfeður okkar, hér á Vest- urlöndum, þurftu fyrst að stunda sjálfsþurftarbúskap. Hver fjöl- skylda eyddi öllum sínum tíma í að sjá sér fyrir nauðþurftum. Svo, smám saman, kom verka- skiptingin og sérhæfingin. Ágúst Þorsteinsson uppgötvaði, að hann gat gert það gott með því að sníða skótau. Georg Einarsson sá sér líka leik á borði. Hann fór að einbeita sér að því að járna hesta. Í staðinn fyrir skópör handa fjöl- skyldunni járnaði Georg Birgittu, reiðhest Ágústs. Svo komu peningar í spilið. Menn komu sér saman um gjald- eyri, sem væri í rauninni ávísun á verðmæti. Þetta var mikið hag- ræði, því þá þurfti Georg ekki lengur að reiða sig á, að þann sem hann vildi eiga viðskipti við vant- aði járningu. Á sama hátt fékk hann peninga fyrir þjónustuna. Þetta skipulag, sem enginn skipulagði heldur komst smám saman á, leiddi til þess að lífs- gæði okkar bötnuðu til muna. Til þess að standa sig þurftu menn að sinna þörfum annarra, á sem hagkvæmastan hátt, og veita þjónustuna á eins góðu verði og mögulegt var. Þessi nauðsyn leiddi til tækniframfara, því menn voru sífellt að leita að ódýr- ari framleiðsluaðferðum. Tækniframfarir voru á vissan hátt erfiðar viðfangs, til skamms tíma. Ágúst Þorsteinsson stóð allt í einu frammi fyrir því, að vél- ar gátu framleitt skó og þannig tekið við hlutverki hans. Í staðinn fyrir þau fimm skópör sem hann gat framleitt á dag framleiddi vélin fimm hundruð pör á dag. Þannig snarminnkaði kostnaður á hvert par, sem aftur leiddi til þess að Georg og allir aðrir þurftu að eyða miklu minni hluta tekna sinna í skó. En þetta var mikið áfall fyrir Ágúst. Hann varð umsvifalaust atvinnulaus. Hvað átti hann að gera? Hann varð að gjöra svo vel að finna sér annað lífsviðurværi; snúa sér að einhverju sem sinnti þörfum fólks og það vildi borga fyrir. Það var erfitt, en nauðsyn- legt. Ágúst þurfti að byrja upp á nýtt. Hefði verið rétt að banna tækniframfarirnar, svo Ágúst missti ekki vinnuna? Eða leggja auknar álögur á fjöldaframleidda skó, svo Ágúst væri samkeppn- ishæfur? Varla dettur neinum það í hug. Á sama hátt er ekki skyn- samlegt að meina vestrænum fyrirtækjum að ráða til sín erlent vinnuafl, jafnvel þótt það þiggi margfalt lægri laun en hið inn- lenda. Til skamms tíma er það erfitt; fólk verður atvinnulaust til lengri eða skemmri tíma, en eftir því sem meira frjálsræði er í þjóðfélaginu er líklegra að fólk finni sér einhverja aðra vinnu, sem aðrir eru reiðubúnir að borga fyrir. Það lýsir líka ákveðinni þröng- sýni gagnvart útlendingum, að vilja meina þeim um störf sem þeir velja af fúsum og frjálsum vilja. Við megum ekki beita okkar vestræna mælikvarða á fólk ann- ars staðar í veröldinni, vegna þess að við stöndum ekki í þess sporum. Það væri ekkert til að vera stoltur af, að sjá til þess, t.d. með áróðri, að vestræn fyrirtæki þyrðu ekki lengur að leita til þessa fólks um vinnu og þannig héldist fólkið lengur í fátækt. Þræla- hald? Það væri ekkert til að vera stoltur af að sjá til þess, t.d. með áróðri, að vestræn fyrirtæki þyrðu ekki lengur að leita til þessa fólks um vinnu og þannig héldist fólkið lengur í fátækt. VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is SAMGÖNGURÁÐHERRANN ítrekaði í sjónvarpsfréttum skömmu fyrir áramót að ekki yrði fjölgað frekar að sinni ferðum Herjólfs milli lands og Eyja. Sá boðskapur kemur ekki sérstaklega á óvart eftir umræður um Herjólfsmálið á Alþingi fyrir jól og síðan fréttir í kjölfarið af niðurstöðu þess sem ráðherrann kynnti í ríkisstjórn. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hafði áður afhent Halldóri Ásgrímssyni, for- sætisráðherra, und- irritaða áskorun um að ríkisstjórnin beitti sér fyrir því að ferð- um Herjólfs yrði fjölgað í 13 á viku, þ.e. að ferðir skipsins yrðu að minnsta kosti tvær alla virka daga ársins. Forsætisráðherra tók áskor- uninni vel en greinilegt er hins vegar að sá sem fer með samgöngumál á vegum ríkisstjórnarinnar telur sig ekki þurfa að velta lengi vöngum yfir erindi Eyjamanna ef marka má frumkvæði hans að afgreiðslu máls- ins í ríkisstjórn örfáum dögum eftir að forsætisráðherra heimsótti Vest- mannaeyjar. Ég skal játa það hér og nú að ég bjóst allt eins við því að áskorun út- vegsbændanna yrði fálega tekið í samgönguráðuneytinu en var jafn- framt sannfærður um að kjörnir fulltrúar Eyjamanna á Alþingi, þing- menn Suðurkjördæmis, legðust á ár- ar með okkur af miklum þrótti, allir sem einn. Það fór á annan veg og svo mikið er víst að ég er ekki einn um að undrast þetta hæglæti atvinnu- stjórnmálamannanna, mér liggur við að segja geðleysi. Áhugasvið sam- gönguráðherrans virðist annars tak- markast að mestu við eigið kjör- dæmi. Eyjamenn hefðu þegið þó ekki væri nema brot af athafnasemi hans í samgöngumálum þar eins og hún birtist nú síðast í vegi og brú yfir Kolgrafarfjörð. Ráðherrann lætur að vísu sjá sig af og til í öðrum sóknum líka, rétt er það. Hann sprengdi til dæmis síðasta haftið í Almanna- skarðsgöngum í október síðast- liðnum á sögulegan hátt. Spreng- ingin bergmálaði korteri á undan áætlun og einhverjir gestir tóku á rás í skelfingu. Gárungar eystra sögðu þetta táknrænt, samgöngu- ráðherrann væri alltaf á hraðferð við embættisverk í öðrum kjördæmum en sínu eig- in. Óviðunandi vetraráætlun Hjálmar Árnason, einn af þingmönnum Suður- kjördæmis, tók Herjólfs- málið upp á Alþingi 8. desember og fór vel yfir stöðu samgöngumála Vestmannaeyja með staðreyndum og rökum, án upphrópana. Hann á þakkir skildar fyrir frumkvæðið og málflutninginn. Hjálmar benti réttilega á að nýlegt samkomulag Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar væri vissulega skref í rétta átt en dygði samt engan veginn til að fullnægja þörfum byggðarlagsins. Æpandi þörf væri á að Herjólfur sigldi líka tvisvar í viku alla virka daga að vetrarlagi til að halda uppi eðlilegri þjónustu við sjávarútvegsfyrirtækin og aðra sem á þurfa að halda. Stjórnarand- stöðuþingmenn, sem blönduðu sér í umræðurnar, tóku flestir undir kröf- ur um að fjölga ferðum Herjólfs og hafi þeir þakkir fyrir það. Hins vegar fannst mér stjórnarliðarnir bregðast heldur dauflega við þrátt fyrir að málshefjandinn væri úr þeirra röð- um, meira að segja þingflokks- formaður forsætisráðherrans. Sumir þeirra virtust reyndar ekki hafa ann- að erindi í ræðustólinn en að lýsa yfir ánægju með að ástandið hefði heldur skánað! Það er ekki af neinu vanþakklæti í garð stjórnvalda eða samgöngu- ráðherrans sérstaklega sem ég segi að vetraráætlun Herjólfs sé enn óviðunandi. Staðreyndin er bara sú að Herjólfur er þjóðbraut fólks og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og ein ferð á dag, frá mánudegi til miðviku- dags, jafngildir því að sú leið sé lokuð stærstan hluta sólarhringsins. Það er sem ég heyri hljóð úr horni ein- hvers staðar á meginlandinu ef Hval- fjarðargöngum væri af einhverjum ástæðum ekki haldið opnum allan sólarhringinn þrátt fyrir að vegfar- endur komist jafnan fyrir Hvalfjörð ef svo ber undir. Háir bæði fólki og fyrirtækjum Ég tók eftir ummælum Orra Hlöð- verssonar, bæjarstjóra í Hveragerði, í fréttaviðtali á dögunum. Íbúum í Hveragerði hefur fjölgað og bæj- arstjórinn þakkaði það góðum sam- göngum. Að sjálfsögðu eru bein tengsl þarna á milli! Þarna er einmitt komin ástæðan fyrir erindi útvegs- bænda vegna Herjólfsmálsins. Þegar vantar síðdegisferð Herjólfs þrjá virka daga vikunnar að vetrarlagi háir það sjávarútvegsfyrirtækjum hér að kaupa fisk á mörkuðum á meginlandinu og flytja hann sam- dægurs til Eyja til vinnslu að morgni næsta dags. Þetta háir jafnframt fyr- irtækjunum að koma fiskafurðum greiðlega frá sér áleiðis á markað er- lendis og háir fólki og fyrirtækjum yfirleitt í hvers kyns samskiptum og viðskiptum. Óþarft er að rökstyðja málið frekar, svo augljóst er að góðar samgöngur skipta öllu máli til að nú- tíma byggðarlag standi undir nafni. Við Eyjamenn komumst með Herj- ólfi upp á meginlandið á morgnana en ekki aftur til baka samdægurs nema stundum. Að komast „að heim- an en ekki heim aftur“ er ástand sem ekki er hægt að una við. Að heiman en ekki heim aftur Magnús Kristinsson fjallar um samgöngur til og frá Vestmannaeyjum ’…Herjólfur er þjóð-braut fólks og fyr- irtækja í Vestmanna- eyjum og ein ferð á dag, frá mánudegi til mið- vikudags, jafngildir því að sú leið sé lokuð stærstan hluta sólar- hringsins.‘ Magnús Kristinsson Höfundur er formaður Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Guðrún Lilja Hólmfríðar- dóttir: „Ég vil hér með votta okkur mína dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu sem kom- in er upp í íslensku þjóðfélagi með skipan Jóns Steinars Gunnlaugssonar í stöðu hæstaréttardómara. Ég segi okkur af því að ég er þolandinn í „Prófessorsmál- inu“.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum ver- ið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálf- stæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og út- gerðarmenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Á NÝLIÐNU ári hóf hópur áhugafólks sérstaka fjársöfnun til að koma á framfæri þeirri staðreynd að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hefðu ákveð- ið að lýsa yfir stuðningi við inn- rásina í Írak í mars 2003, þvert á afstöðu yfirgnæfandi meiri- hluta kjósenda. Það er fagnað- arefni að þetta framtak hefur fengið góðar undirtektir og stuðning þúsunda landsmanna sem hafa hringt í söfnunarsíma Þjóðarhreyfingarinnar, 90-20- 000, eða lagt málinu lið með öðr- um hætti. Allar forsendur innrásarinnar voru upplognar tylliástæður og síðar meir hefur verið reynt að endurskrifa söguna með því að halda því fram að stjórnarskipti í Írak hafi verið meginmark- miðið. Virðist þá einu gilda að alþjóðalög banna slíkt í ríkjum þar sem stjórnvöld eru viður- kennd af Sameinuðu þjóðunum. Ákvörðunin um að lýsa yfir stuðningi við innrásina, sem var vissulega ólögleg, og setja nafn Íslands á lista hinna vígfúsu ríkja, var tekin á eins ólýðræð- islegan máta og hugsast getur: af tveimur ráðherrum sem hundsuðu lögboðið samráð við utanríkismálanefnd þingsins og virðast jafnvel ekki vita hvort gerð hafi verið samþykkt um málið á ríkisstjórnarfundi. Hörmungarnar, sem þessi herför hefur leitt yfir almenning í Írak, eru nær ólýsanlegar. Mannfallið skiptir tugum þús- unda, ef það er þá ekki þegar komið yfir eitt hundrað þúsund, og borgarastyrjöld geisar í landinu. Eru þetta ekki nægar ástæð- ur til að leiðrétta misskilninginn um stuðning Íslendinga við árásarstríðið þótt seint sé? Steingrímur J. Sigfússon Ríkar ástæður til að leiðrétta misskilninginn Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.