Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 37 DAGBÓK Fransk-norrænt stærðfræðingaþing hefstí dag á vegum Íslenska stærðfræða-félagsins. Hér er um að ræða 24. nor-ræna stærðfræðingaþingið, en þingin eiga sögu sína að rekja aftur til ársins 1910. Auk norrænu stærðfræðafélaganna tekur Franska stærðfræðafélagið í þetta skipti þátt í þinginu sem gerir það jafnframt fyrsta fransk-norræna stærðfræðingaþingið. Þingið er mesti viðburður á sviði stærðfræði sem haldinn hefur verið hér á landi. Á þinginu verður fjallað um nýjar rannsóknir á hinum fjöl- mörgu sviðum nútímastærðfræði og verður tæp- ur helmingur þingsins tileinkaður þremur af svið- um hennar: algebrulegri rúmfræði, rúmfræðilegri greiningu og líkindafræði. „Fjölþjóðlegt samstarf í stærðfræði hefur mikla þýðingu fyrir þekkingaröflun hér heima. Við þurfum að vera mjög vakandi fyrir nýjungum í fræðunum til að miðla því til unga fólksins sem les við Háskóla landsins og einnig til þess að hag- nýta þekkinguna á sem flestum sviðum sam- félagsins,“ segir Ragnar Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndar fransk-norræna stærðfræð- ingaþingsins. „Þrátt fyrir að stærðfræðin sé í margra augum háfleyg og flókin fræðigrein, kem- ur hún alls staðar við sögu í daglega lífinu og fær- ir ýmsum fræðigreinum verkfæri sem þau nýta sér. Hún er vísindi í sjálfri sér og einnig undir- staða allra vísinda, eins og t.d. raunvísinda og verkfræði. Sem dæmi má nefna að í hvert skipti sem krítarkort er dregið gegnum lesara fer af stað forrit sem dulkóðar upplýsingarnar sem lesnar eru af kortinu til að yfirfæra þær til banka. Á bak við þetta er mjög flókin stærðfræði. Það er merkilegt að forritin eru byggð á upplýsingum um frumtalnaþáttun. Þannig vinnur stærðfræðin fyrir okkur, alltaf og alls staðar. Táknmál stærð- fræðinnar er líka alþjóðlegt, þannig að Kínverjar skrifa hana nákvæmlega eins og við. Hún er eitt af fáum málum sem eru eins um allan hnöttinn. Þess vegna er mikilvægt að við eigum að skipa stóran hóp af fólki sem kann þetta mál vel. Stærðfræðin er líka vísindi og list, því hún fjallar um formin í umhverfi okkar og lýsir mörgu sem tengist arkítektúr og listum. Í þriðja lagi er hún líka íþrótt, vegna þess að hún er hugaríþrótt þar sem menn eru að leysa þrautir. Þess vegna höfðar hún svo mikið til ungs fólks, því hún er sérstaklega gott þjálfunartæki til að þjálfa rök- hugsun hjá ungu fólki og börnum.“ Hvernig er hagnýtingu stærðfræði m.a. háttað? „Stærðfræðin er farin að koma meira og meira inn í læknavísindin, og besta dæmið frá 20. öld- inni er sneiðmyndatæknin, þar sem upplýsingar úr geislum gegnum líkamann eru umreiknaðar yfir í myndir. Stærðfræðin á bak við það er ákaf- lega flókin og það skemmtilega við þetta stærð- fræðingaþing er að rannsóknarniðurstöður Sig- urðar Helgasonar, sem heldur einmitt opnunarfyrirlestur þingsins, hafa verið nýttar við útreikningana sem búa að baki sneiðmynda- tækni.“ Raunvísindi | Fyrsta fransk-norræna stærðfræðingaþingið í Háskóla Íslands Grundvallarmál vísindanna  Ragnar Sigurðsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1977 og doktorsprófi í stærðfræði frá Lund- arháskóla í Svíþjóð 1984. Ragnar starfaði sem sérfræðingur í stærð- fræði á Orkustofnun 1983–6 og sem sérfræðingur í stærðfræði við Raunvísindastofnun HÍ frá 1986. Ragnar er kvæntur Sigríði Jenný Guð- mundsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þrjá syni. Hringvegur 1 frátekinn ÉG verð að beina því til þingmanna að nauðsynlegra er að setja ferða- takmarkanir á flutningavagna en auglýsingar um sykur. Þannig er að það er orðið stór- hættulegt að ferðast á milli staða á hringveginum. Milli jóla og nýárs fór ég á milli Akureyrar og Reykja- víkur og mætti eða fór framhjá tug- um flutningavagna. Hringvegurinn annar ekki þessari viðbót og slys hljóta að verða. Það má breyta þessu líkt og gert var með umferð vinnuvéla, á meðan beðið er eftir öðrum vegi eða breikkun. Gísli Baldvinsson. Miðbær FYRIR nokkru var verið að ræða brúargerð yfir Elliðavog. Forseti borgarstjórnar vildi hafa brúna hjá IKEA en vegagerðin hjá Húsasmiðjunni. Forsetinn sagðist vilja hafa hana hjá IKEA vegna þess að að þaðan væri styttra niður í miðbæ. Vegagerðarmennirnir sögðu aftur á móti að brúin hjá Húsasmiðjunni væri nokkur þúsund milljónum ódýrari og svo er það auðvitað kostur að hafa nóg af nögl- um innan seilingar þegar byggja á stóra brú. Nú er það stundum sagt að flugvöllurinn trufli eðlilega þró- un í Reykjavík. Þetta er misskiln- ingur. Fyrir nokkrum árum var völlurinn endurgerður og urðu eng- ar truflanir þótt norður-suð- urbrautin væri lokuð mánuðum saman. Seinustu 100 árin hafa verið stöðugar framfarir í flugvéla- smíðum og eru nú til flugvélar sem nægja brautir sem eru aðeins þriðj- ungur af lengd flugbrautanna í Reykjavík. Austur-vesturbraut mætti lengja út í sjó og láta hana enda að austan við afgreiðslu Flug- félagsins. Fluggarðamenningin lifði áfram góðu lífi og yrði með tím- anum að lifandi safni. Gestur Gunnarsson, Flókagötu 8, Rvík. Rauður bakpoki glataðist á gamlárskvöld RAUÐUR bakpoki glataðist við Players í Kópavogi eða í leigubíl um fimmleytið aðfaranótt nýársdags. Gleraugu, myndavél, snyrtidót og föt eru meðal þess sem var í bak- pokanum. Fundarlaunum heitið. Ef þú hefur fundið bakpokann, vinsam- legast hafðu samband við Sigrúnu í síma 896 2960. 2 hringar týndust í Kringlunni TVEIR hringar týndust í Kringl- unni á Þorláksmessu, líklega í versl- un. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 4099. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 Bg4 7. Be3 Rfd7 8. Hc1 c5 9. d5 Ra6 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 Rc7 12. 0-0 e6 13. Be2 exd5 14. exd5 f5 15. Dd2 Df6 16. f4 Hfe8 17. Hce1 Kh8 18. Bd3 b5 19. cxb5 Rb6 20. Be2 Hab8 21. Bf2 Df7 22. Hd1 Rcxd5 23. Rxd5 Dxd5 24. Dxd5 Rxd5 25. Bf3 Rc7 26. a4 Bf8 27. Be1 Re6 28. Bc3+ Rd4 29. Hxd4 cxd4 30. Bxd4+ Bg7 31. Bxa7 Hbc8 32. Hd1 Hc4 33. a5 Bxb2 34. b6 Bd4+ Staðan kom upp í Hastings-mótinu sem lauk fyrir skömmu. Li Wu (2.236) hafði hvítt gegn Zahar Efimenko (2.594). 35. Hxd4! Hxd4 36. b7 Hb4 37. a6 Kg8 38. Bf2 Hb1+ 39. Kh2 og svart- ur gafst upp enda biskupar hvíts og frí- peð hans óstöðvandi. Mótið í ár er haldið með afar furðulegu sniði sem virðist þó enda sem útsláttarfyrir- komulag. Einnig er afar sérstakt að hvítur fær 20 mínútna minni umhugs- unartíma en svartur. Reglur þessa sniðs eru mjög ítarlegar og svo flóknar að það er vart fyrir nokkurn mann að skilja þær. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Svíning er neyðarúrræði. Norður ♠643 ♥ÁD1064 S/AV ♦KD ♣K96 Suður ♠K752 ♥KG8732 ♦-- ♣ÁG10 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta Dobl 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur trompar út gegn fjórum hjörtum og austur fylgir lit. Hvernig er best að spila? Það væri óstuð að fara niður, því spilið er ljónsterkt. En kannski væri það enn sterkara ef blindur ætti þrist og tvist í tígli í staðinn fyrir hjónin. Skaðasárir spilarar gætu farið niður eftir misheppnaða tilraun til að nýta tígulhjónin. Þeir myndu spila tíg- ulkóng úr borði í öðrum slag og henda spaða heima. Þú ert ekki í þeim hópi. Norður ♠643 ♥ÁD1064 ♦KD ♣K96 Vestur Austur ♠ÁD108 ♠G9 ♥5 ♥9 ♦Á1095 ♦G876432 ♣8532 ♣D74 Suður ♠K752 ♥KG8732 ♦-- ♣ÁG10 Sjáum hvað gæti gerst: Vestur fær á tígulás og spilar hlutlaust tígli um hæl. Sagnhafi hendir spaða heima, reynir kannski að spila spaða á kóng- inn (þótt vitað sé að vestur eigi ásinn), en þarf svo á endanum að finna lauf- drottningu. En sú leit misheppnast, því dobl vesturs í byrjun er í léttara lagi. Allt er þetta óþarfi. Rétt er að nota innkomur blinds á hjarta til að trompa tígulhjónin og spila svo litlum spaða úr borði og dúkka níu austurs. Austur spilar spaða áfram og sagnhafi dúkkar aftur og er rétt sama hvernig landið liggur. Ef austur skyldi eiga þriðja spaðann, má leggja kónginn á, en hér verður austur að skipta yfir í lauf eða spila tígli í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Hópþjálfun - Breyttur lífsstíll Tækjasalur Ásta Vala Berglind Erna Matja Sigrún Sjúkraþjálfun Styrkur • Stangarhyl 7 • 110 Reykjavík Auður Í Sjúkraþjálfun Styrk í Stangarhyl 7, Reykjavík, eru leikfimihópar og lífsstílsnámskeið að hefj- ast að nýju. Í boði verða gigtarhópar, hjartahópar, leikfimi fyrir konur og námskeið um breyttan lífsstíl. Takmarkaður fjöldi verður í hópunum og vel er fylgst með hverjum og einum, en leiðbein- endur eru allir sjúkraþjálfarar. Frír aðgangur að tækjasal fylgir hópþjálfun- inni. Bjóðum nýja þátttakendur velkomna. Einnig er hægt að kaupa mánaðarkort/árskort í endurnýjaðan og vel útbúinn tækjasal. Nánari upplýsingar er að finna á vef okkar www.sstyrkur.is Skráning er í síma 587 7750 Réttu stærðirnar Hlíðasmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 www.belladonna.is Útsalan í fullum gangi 10-50% afsláttur Regnbogadagar Laugavegi 54, sími 552 5201 1.000 króna dagur í Flash • Peysur • Gallabuxur • Bolir • Kjólar á aðeins 1.000 krónur í dag Kápur 2.990 og margt fleira á ótrúlegu verði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.