Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Brynjólfur Sæ-mundsson fædd- ist á Kletti í Gufu- dalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu 13. janúar 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Hólmavík 23. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sæmundur Brynjólfsson bóndi og hreppstjóri á Kletti, f. 12. maí 1888, d. 13. júlí 1974 og kona hans Þór- katla Soffía Ólafsdóttir, f. 11. jan- úar 1892, d. 1. mars 1983. Systkini Brynjólfs eru Matthías Fanndal, f. 14. nóv. 1919, d. 7. maí 1934, Drengur, f. andvana 10. jan. 1921, Sigurbjörg, f. 3. ágúst 1922, Mar- grét, f. 26. okt. 1924, Ólína, f. 4. fræðingur frá Hvanneyri 1955 og búfræðikandidat þaðan 1957. Hann var um tíma við nám í loð- dýrarækt á árunum 1979-1981 bæði í Skotlandi og Noregi. Hann útskrifaðist sem svæðisleiðsögu- maður á Vestfjörðum frá Farskóla Vestfjarða árið 1994. Brynjólfur vann hjá Ræktunarsambandi Aust- ur-Barðastrandarsýslu og Land- námi ríkisins 1957-1958. Hann varð ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Strandamanna árið 1959 og þegar rekstur þess sameinaðist Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda varð hann starfsmaður hennar, þar til hann hætti störfum vegna heilsubrests á árinu 2003. Hann var einn af stofnendum Hestamannafélagsins Blakks í Strandasýslu 1960 og formaður þess til 1973. Stofnaði nýbýlið Vík- urbú í Hólmavíkurhreppi með loð- dýrarækt sem aðalbúgrein 1983. Var í hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps 1974-1994, þar af oddviti árin 1983-1986 og árin 1988-1994. Brynjólfur verður jarðsunginn frá Hólmavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. maí. 1926, Brynhildur, f. 31. maí 1928 og Har- aldur, f. 22. júní 1929, d. 9. nóv 1974. Brynjólfur kvæntist 21. maí 1961 Erlu Þor- geirsdóttir, f. 4. mars 1938, dóttur Þorgeirs Sigurðssonar tré- smíðameistara á Hólmavík og konu hans Kristbjargar Pálsdóttur frá Víði- dalsá í Hólmavíkur- hreppi. Börn þeirra eru: a) Árni, f. 27. des. 1973, kona hans er Heiða Eiríksdóttir, f. 13. desember 1975, sonur þeirra er Jason, f. 23. febrúar 2001 og sonur Heiðu er Bjartur Birkisson, f. 17. ágúst 1994. b) stúlka, f. 17. sept. 1975, d. 19. sept. 1975. Brynjólfur útskrifaðist sem bú- Hann Binni tengdapabbi minn er farinn, fallegu englarnir eru búnir að sækja hann. Mikið er það gott að þú skulir vera komin með hvíld frá þessum sjúkdómi. Ég man hvað ég var stressuð að hitta tengdó í fyrsta skipti, þegar þið buðuð okkur út að borða í Perl- unni. En það var alveg ástæðulaus ótti, og hvarf líka fljótt eins og dögg fyrir sólu. Alveg einstaklega hlý og notaleg nærvera sem þú hafðir, og ekki var stressið í kringum þig. Mikið er ég ánægð með að þið skylduð getað komið til okkar á Bornholm í sumar, og átt svona góðar stundir saman. Þú með hatt- inn góða í sól og sumaryl, gast ald- eilis dúllast í prinsunum sem að skiptu svo miklu máli í þínu lífi. Verið við útskriftina hans Árna og opnun búðarinnar. Þetta er ómet- anlegur tími fyrir okkur öll. Þér fór því miður að hraka eftir ferðina, en viljinn var mikill, og þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem að ég var að gera. Og vildir styðja við bakið á mér með því að súta skinn fyrir mig sem ég gæti notað í búðinni. Kæri Binni, hugsunin er ótrúlega falleg og gleymist aldrei. Ég varð rík af að kynnast þér. Þín er sárt saknað. Elsku Erla, og þið öll hin. Þið fá- ið dýpstu samúð frá mér. Heiða Eiríksdóttir. „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hans hag.“ Þetta forna spakmæli er gott að rifja upp er ég í dag kveð kæran mág minn, Brynjólf Sæmundsson, Binna eins og við nefndum hann ætíð. Þetta forna spakmæli á svo sannarlega við um hann, hann var meira en nógu góður til þess að bæði að guð og menn eru ekki af- skiptalausir um hans hag. Í veik- indum hans sl. tvö ár kom það vel fram að margir létu sér annt um líf hans og heilsu, einnig þá sýndi Binni okkur sem á horfðum hvílík hetja hann var. Af baráttu hans við hinn illvíga sjúkdóm getum við öll lært og hvað mig varðar þá voru þessi síðustu ár Binna þvílík lífs- reynsla að aldrei gleymist. Af hans lífshlaupi öllu vil ég reyna að læra, því svo mörgu gat hann miðlað okk- ur samferðamönnum í blíðu og stríðu. Binni var margvíslegum gáfum gæddur langt umfram meðalmenn, minni hans hreint með ólíkindum og þar sem hann var maður vel les- inn má fullyrða að Binni var með fróðustu mönnum, alls staðar vel heima. Margs spurði ég í gegnum tíðina og alltaf fékk ég svör sem dugðu. Við hjón ferðuðumst nokkuð með þeim Erlu og Binna og sama var hvert komið var, alls staðar þekkti Binni örnefni og virtist kunnugur staðháttum, meira að segja í Fær- eyjum var hann sem kunnugur heimamaður. Hann undirbjó sig vel fyrir hverja ferð á nýjar slóðir, las sér til og gleymdi engu. Það var hrein unun að ferðast með Binna. Binni var maður ljóðelskur, af- burða vel hagmæltur og vandvirkur á því sviði sem öðrum. Engin skýr mörk þekki ég á milli hagyrðings og skálds, en sé skáldið eitthvað meira en hagyrðingurinn þá full- yrði ég að Binni var hvort tveggja. Þegar ég var þrítugur þá orti Binni og batt í bók rímur af Páli hinum þrítuga, bók þessi skipar heiðurs- sess í bókaskáp mínum á meðal ljóðabóka öndvegisskálda. Í fyrstu rímu orti Binni: Nú skal hefja hornaslag hylla stefjadís með brag orðum vefja oss í hag ungan tefja næsta dag. Svo sannarlega var Binna létt að vefja orðum sér og öðrum svo í hag að hrein unun var að kynnast. Í síð- ustu rímu óskar Binni mér alls góðs á sinn hátt: Endist lengi ævitíð aukist gengi og kjörin blíð öðlingsdrengnum ár og síð ekki þrengi böl og stríð. Fljótlega að loknu námi við Bændaskólann að Hvanneyri sett- ist Binni að á Hólmavík og bjó þar æ síðan með eftirlifandi konu sinni Erlu Þorgeirsdóttur, systur minni. Það er vafalaust að Binni reynd- ist Strandamönnum mikill happa- fengur, bæði bændum og Hólmvík- ingum sem fólu honum margvísleg trúnaðarstörf. Sauðfjárbændur í Strandasýslu eru í fremstu röð á Ís- landi og víst er að þar átti Binni stóran hlut að máli. Á Hólmavík kunni Binni vel við sig og var feg- urð og veðursæld Steingrímsfjarð- ar honum oft yrkisefni. Meðal ann- ars orti hann svo: Strandafjöllin standa vörð stormum barin fagurgjörð varna því að veður hörð vinni grand við Steingrímsfjörð. Að leiðarlokum vil ég þakka Binna samfylgdina, þakka honum fyrir að vera mér traustur og ráð- gefandi vinur, skemmtilegur félagi o.fl. o.fl. o.fl. Binni var sannur höfðingi á alla lund. Hans er nú sárt saknað og svo mun ætíð verða. Hann gleymist aldrei. Guðs í ríki á grænu engi glitra nú þín spor, þú munt vinur lengi, lengi lifa einnig meðal vor. (PÞÞ) Ég og fjölskylda mín kveðjum hann með virðingu og þökk. Bless- uð sé minning Brynjólfs Sæmunds- sonar. Páll Þ. Þorgeirsson. Um nokkurra ára skeið lágu leið- ir okkar Brynjólfs Sæmundssonar saman á vettvangi sveitarstjórnar- mála. Þá var hann oddviti Hólma- víkurhrepps, en mitt var að fylgja eftir ákvörðunum hreppsnefndar úr stóli sveitarstjóra. Þetta var gott samstarf, því að Brynjólfur var öð- lingur sem reyndi ævinlega að ljúka hverju máli án óðagots og til sem mestra heilla fyrir samfélagið. Á þessum árum átti Brynjólfur oft erindi á skrifstofu hreppsins til að ræða þau mál sem biðu úrlausn- ar. Margar af bestu minningunum eru frá þessum fundum. Samt eru helstu umræðuefnin af vettvangi sveitarstjórnarmála gleymd. Það sem eftir stendur eru gullkorn úr daglega lífinu, sum hver í bundnu máli, tínd fram með hægð eftir góða þögn sem gaf til kynna að nú væri eitthvað skemmtilegt í aðsigi. Þar naut hárfín kímnigáfa Brynjólfs sín best, en fáum mönnum hef ég kynnst sem eru jafn ríkir af þeirri dýrmætu gáfu. Eftirfarandi saga er til vitnis um það. Þannig var að um þessar mundir átti Brynjólfur gamlan Moskwich sendiferðabíl, sem hann notaði einkum í tengslum við refabúið sem hann rak um tíma. Þegar hér var komið sögu mátti bíllinn muna sinn fífil fegri. Einn daginn kom Brynj- ólfur við á skrifstofunni sem oftar, og var þá á leið með bílinn í skoðun. Svo sem klukkustund síðar leit hann við aftur, renndi sér kaffi í bolla og sagði svo eftir stundarkorn með þessa fallegu kímni í augunum: „Þeir voru ekki vel ánægðir með bílinn hjá mér.“ „Nú,“ sagði ég, „fékkstu ekki skoðun á hann?“ Þá kom löng þögn og síðan: „Þeir sögðu mér að henda honum.“ Og svo var hlegið lengi og innilega báð- um megin við kaffiborðið. „Tíminn er fugl sem flýgur hratt.“ Brynjólfur vitnaði oft til þessara orða í umræðum um við- fangsefni dagsins og um lífsgátuna sjálfa. Þessi orð sækja á hugann nú, þegar tíminn með Brynjólfi er flog- inn hjá. Eftir situr hugurinn dapur, en þó fyrst og fremst fullur af þakklæti fyrir þær ómetanlega stundir sem gáfust. Erlu og Árna og öðrum nánustu aðstandendum votta ég innilega samúð á sorgarstundu. Stefán Gíslason. Leggðu mér ljóðmál í eyra ljúfasti vinur af Ströndum að megi ég minnast þín ætíð í meistarans frelsandi höndum. Sjái þig vinnandi að verkum á vorsins eilífu löndum. Þú varst mér vinurinn sanni, víðlesinn, kíminn og fróður. Í okkar fágætu ferðum fræðanna dýrmæti sjóður. – Hjálpsami, hljóðláti vinur í hjartanu drengur svo góður. Höfuð þitt andlátsnótt alla Erla þín náði að strjúka. Mátti þá létta þér líðan líknandi hönd hennar, mjúka uns anda þinn englarnir sóttu – anda sem aldrei mun ljúka. Þitt síðasta bros var til barnsins er burtu var kallað úr heimi. En börnin þín ung er þú elskar – aldrei þau brosinu gleymi. Þau biðja í bænunum sínum að bróðirinn Jesús þig geymi. (VHJ.) Elsku Erla, Árni, Heiða, Jason og Bjartur, ættingjar og vinir, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð bessi ykkur öllum minningu hans. Vígþór og Sjöfn. Ég vil með nokkrum orðum kveðja góðan vin, Brynjólf Sæ- mundsson, Binna eins og hann var oftast kallaður. Kynni okkar hófust er hann varð héraðsráðunautur í Strandasýslu, kom hann þá oft á heimili foreldra minna að Kolla- fjarðarnesi enda voru þeir skóla- bræður frá Hvanneyri, Samúel bróðir minn og hann. Nánari urðu þó kynnin er hann vorið 1961 kvæntist Erlu frænku minni, það sama ár hóf ég vinnu hjá kaupfélag- inu á Hólmavík og bjó í fyrstu á heimili foreldra hennar. Ég vil, að leiðarlokum, þakka þá miklu tryggð er þau hjón, Binni og Erla, ætíð sýndu foreldrum mínum, sérstak- lega umhyggju gagnvart móður minni, sem síðustu ár ævinnar bjó sem ekkja hér á Hólmavík. Binni var mikill félagsmálamað- ur, hann sat í hreppsnefnd um tutt- ugu ár og oddviti helming þess tíma, hann var virkur félagi í Lions- BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Faðir minn, FRIÐRIK BALDVIN JÓNSSON, til heimilis í Hraunkoti í Lóni, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suð- austurlands aðfaranótt gamlársdags. Jarðarförin fer fram frá Hafnarkirkju á Horna- firði laugardaginn 8. janúar kl. 11.00. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Friðrik Friðriksson. Bróðir okkar, SIGMUNDUR ÞÓR SIGMUNDSSON frá Framnesi, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugar- daginn 8. janúar kl. 13:30. Jarðsett verður í Upsakirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Indriði Ragnar Sigmundsson, Björgvin Sigmundsson. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi PAUL ERIK SÍMONARSON, Grýtu, Eyjafjarðarsveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni þriðjudagsins 4. janúar. Útförin fer fram frá Grundarkirkju í Eyjafirði laugardaginn 15. janúar kl. 13:30. Guðrún Krüger, Trausti Pálsson, Júlíus S. Pálsson, Konný B. Viðarsdóttir, Valgeir Pálsson, Bergþór Pálsson, Símon I. Konráðsson, Doris Jelle Konráðsson, systkini og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.