Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 29 FERÐALÖG KOKKARNIR Jens Vestergaard og Mikkel Maarbjerg á veitinga- húsinu Ensemble í Kaupmanna- höfn hafa bætt við sig Michelin- stjörnu samkvæmt frétt í Berl- ingske Tidende og eru þær nú tvær. Fjallað er um þá í nýjasta hefti Alt om mad sem fylgir Bo Bedre og eru þeir þar í hópi ungra danskra stjörnukokka sem hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins sl. sumar um þá félaga yfirgáfu þeir veitingastað- inn Kommandanten, sem þá var eini veitingastaðurinn í Kaup- mannahöfn með tvær Michelin- stjörnur, fyrir þremur árum og opnuðu eigið veitingahús. Ensemble hefur notið vaxandi vinsælda en máltíð fyrir einn með víni kostar um þúsund krón- ur danskar eða um 10.690 ís- lenskar krónur. Algengt verð á sambærilegum veitingastöðum er nær helmingi hærra.  KAUPMANNAHÖFN Ensemble fær aðra stjörnu Ensemble Tordenskjoldsgade 11 1055 Kaupmannahöfn Sími: 33-1133-52. Netfang: www.restaurantensemble.dk OPNAÐUR hefur verið ferðavef- urinn www.ferdalangur.net. Stofn- andi er Margrét Gunnarsdóttir bóka- safns- og upplýsingafræðingur en hún sinnir vefnum að loknum vinnu- degi hjá Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Tilgangur ferðavefjarins er að miðla fróðleik til áhugasamra ferða- langa, þeirra sem gjarnan ferðast á eigin vegum um meginland Evrópu og vilja afla sér upplýsinga áður en haldið er af stað. Margrét segir að hugmyndin hafi vaknað fyrir einu til tveimur árum. „Ástæðan fyrir hugmyndinni er trúlega margþætt. Ferðaáhuginn vaknaði þegar ég dvaldi sem skipti- nemi á Ítalíu þegar ég var unglingur. Síðar var ég fararstjóri á Ítalíu eitt sumar með Ferðaskrifstofunni Út- sýn. Löngu síðar, eða 1999, tók ég aftur til við fararstjórn í sumarfríum og hef síðan farið allmargar ferðir fyrir Bændaferðir víðsvegar um Evrópu og ferðast til Ítalíu með nokkra ís- lenska kóra, segir Margrét. Hún hefur haldið ítarlegar dag- bækur um alla staði sem hún hefur farið um. „Ég hugsaði sem svo að einhvern tímann yrði ástæða til að draga þetta fram og gera eitthvað úr því. Í starfi mínu sem bókasafns- og upplýsinga- fræðingur hef ég unnið afar mikið með Netið og kynnst þar mörgum skemmtilegum möguleikum. Í vetur duttu „réttu tólin“ upp í hendurnar á mér að mér fannst og þá var mér ekki lengur til setunnar boðið og ákvað að hrinda þessu í framkvæmd.“ Margrét sendir einnig út vikuleg fréttabréf í tölvupósti í tengslum við vefinn. Hún segir ófáar stundirnar sem eytt er við tölvuna að loknum hefð- bundnum vinnudegi. „Ég er hins veg- ar trúuð á að svona íslenskur ferða- vefur geti þrifist vel. Það vantar alltaf efni á íslensku og það vantar vef sem ekki er eyrnamerktur einhverri ferðaskrifstofu. Vef, sem getur nýst fólki sem vill ferðast á eigin vegum og nýta sér kosti þá sem bjóðast með ýmsum lágfargjaldaflugfélögum eftir að Iceland Express hóf starfsemi. Skemmtilegast er þegar fólk tekur þátt í þessu með mér með ábend- ingum um vefsíður og ferðamögu- leika og gististaði sem nýst geta okk- ur hinum.“ Upplýsingarnar á vefnum eru m.a. fengnar úr dagbókum Margrétar og fróðleiksmolum sem hún hefur viðað að sér í kringum fararstjórnina. Hún vaktar einnig marga erlenda ferða- vefi og nýtir þaðan gagnlegar upplýs- ingar. „Svo er fólk líka farið að senda mér alls konar skemmtilegar ábend- ingar.“  NETIÐ | Nýr vefur Fróðleikur fyrir ferðalanga TENGLAR ..................................................... www.ferdalangur.net Morgunblaðið/Þorkell Margrét Gunnarsdóttir hefur í frístundum unnið að gerð ferðavefjarins. Margrét hefur ferðast víða og er hér í Porto Venere, Cinque Terre á Ítalíu. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! Vika í Danmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 77 07 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.