Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 43 MINNINGAR ✝ Árni Jens Val-garðsson fæddist 2. apríl 1984. Hann lést í umferðarslysi 3. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þóra Guðrún Árna- dóttir, f. 12. des. 1965, og Valgarður Sigurðsson, f. 16. sept. 1959. Bræður Árna eru Guðmund- ur Elvar, f. 17. sept. 1986, og Daníel, f. 7. okt. 1992. Foreldrar móður Árna eru Árni Pétursson, f. 28. okt. 1938, og Svanhildur Ágústa Sigurðardóttir, f. 11. maí 1947. Foreldrar föður hans eru Sigurður Alexand- ersson, f. 16. jan. 1925, og Helga Sæ- mundsdóttir, f. 6. ágúst 1931. Unnusta Árna er Brynja Vala Guð- mundsdóttir, f. 1. maí 1984. Árni ólst upp á Sigurðarstöðum á Melrakkasléttu og gekk í barnaskóla á Raufarhöfn. Hann var nemandi í Vél- skóla Íslands er hann lést. Útför Árna verður gerð frá Raufar- hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kveðja frá unnustu Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljós á vegum mínum og lampi fóta minna. (Davíð Stef.) Elsku Árni minn, þú veist að ég mun alltaf elska þig, til enda veraldar. Brynja Vala Guðmundsdóttir. Í sálmi Hallgríms Péturssonar, Allt eins og blómstrið eina, er hægt að lesa eftirfarandi: Á snöggu augabragði afskorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. Árni Jens Valgarðsson, unnusti dóttur minnar, lést í umferðarslysi 3. mars, hann hefði orðið 21 árs 2. apríl næstkomandi. Þegar Árni fór að venja komur sín- ar hingað á heimilið fyrir tveimur og hálfu ári síðan var farið fram á að hann yrði kynntur fyrir fjölskyldunni og látinn segja á sér deili og kom nokkuð fljótt í ljós að þarna var á ferðinni vænn drengur. Hjálpaði þar til sameiginlegur áhugi okkar á alls kyns tæknibúnaði og ekki síst gerði hann sér fulla grein fyrir því að ein af frumþörfum nútímaheimilisins voru öflug hljómflutningstæki og heima- bíó. Fyrstu mánuðina máttu blessuð börnin ekki hvort af öðru sjá og er ekki grunlaust að fyrir að kynnast ástinni í fyrsta sinn hafi námsárangur vetrarins í bóklegu fræðunum farið halloka þetta misseri. Eitt var það í fari Árna sem við tókum strax eftir, það var umhyggja hans fyrir foreldr- um sínum og yngri bræðrum, þeir litu upp til hans sem elsta bróður og hann var þeirra fyrirmynd í einu og öllu, mikill og sár er þeirra missir, Elvars og Daníels. Enn fremur þótti það ekkert tiltökumál að skjótast austur á Sigurðarstaði ef hans hjálpar var þörf þó leiðin fram og til baka tæki drjúg- an tíma dagsins. Haustið 2004 ákváðu þau að halda til Reykjavíkur, leigja þar saman og stunda nám, hún í Há- skóla Íslands og hann í Vélskólanum. Sú staðreynd að eiga aldrei aftur eftir að heyra hann renna í hlað er þyngri en tárum tekur. Það vita þeir er reynt hafa hversu óumræðilega sárt það er að fylgjast með barninu sínu missa það sem því er kærast í lífinu, unga manninn sem hún gaf ást sína, hjarta sitt og sak- leysi og ætlaði að ganga með allt á enda veraldar. Í ljóðinu Ferðalok eftir Jónas Hall- grímsson, einu fallegasta ljóði sem ég hef lesið, stendur eftirfarandi: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Fyrir nokkrum árum missti vinur minn son sinn í umferðarslysi. Þegar ég hringdi í hann stuttu seinna og spurði hvernig honum liði sagði hann: ,,Það er allt í lagi meðan ég hef nóg við að vera en um leið og um hægist kemur söknuðurinn og sorgin, það er eins og þetta bíði einhvers staðar aft- an í höfðinu og kemur um leið og færi gefst.“ Elsku Brynja Vala, minningarnar um tíma ykkar Árna, fyrstu ástarinn- ar þinnar, átt þú nú ein. Geymdu þær í hjarta þínu um ókomna tíð. ,,Mann nokkurn dreymdi draum. Honum fannst hann ganga á ströndu með Drottin sér við hlið. Á himninum sá hann atburði í lífi sínu. Og við hvern atburð sá hann spor í sandin- um, hlið við hlið, hans spor og spor Drottins. Þegar hann hafði séð síð- asta atburðinn í lífi sínu, þá leit hann til baka á sporin í sandinum. Hann tók eftir því, að oft voru bara fótspor eftir einn í sandinum. Og það var þeg- ar hann var daprastur og leið verst í lífinu. Honum leið illa yfir þessu og spurði Drottin um þetta: „Drottinn, þú sagðir, að þegar ég hefði ákveðið að fylgja þér, þá myndir þú ganga með mér alla leið á leiðarenda. En ég hef tekið eftir því, að þegar mér leið verst í lífinu, þá eru bara spor eftir einn. Ég skil ekki hvers vegna þú yf- irgafst mig, þegar ég þarfnaðist þín mest.“ Drottinn svaraði: „Elsku barnið mitt. Mér er annt um þig og ég myndi aldrei hafa yfirgefið þig, þegar þú þjáðist og þér leið illa, og þegar þú sérð fótspor eftir einn, þá bar ég þig í gegn um erfiðleikana.“ Við viljum þakka öllum þeim sem hafa styrkt okkur, aðstandendur þessara ungmenna og huggað undan- farna daga. Okkar sem næst þeim stöndum bíður nú það verkefni að styðja Brynju Völu, bræður og for- eldra Árna til þess að læra að fóta sig aftur í nýjum veruleika og framandi köldum heimi. Elsku Árni, við hefðum öll viljað fá að vera þér lengur samferða. Hafðu þökk fyrir þína alltof stuttu samfylgd. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðmundur Hrafn Brynjarsson, Bryndís Reynisdóttir, Katrín Guðmundsdóttir. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Nú sitjum við öll saman og hugsum til þín og rifjum upp þær stundir sem við áttum með þér. Þær eru svo margar og góðar að við komum þeim ekki á blað. Tíminn stoppaði hjá okk- ur öllum þegar við fengum þessar hræðilegu fréttir um fráfall þitt, elsku Árni. Sú tilhugsun ein, að við munum ekki hitta þig aftur, virðist svo óraun- veruleg. Við bíðum eftir því að þú labbir inn um dyrnar hjá okkur með hláturinn þinn og brosið, í leðurjakk- anum nýkominn úr ljósum og tilbúinn út á lífið. Þú varst sannur vinur vina þinna, það var alltaf hægt að treysta á þig ef mann vantaði hjálparhönd. Þær voru ófáar stundirnar sem við áttum með þér sem fá okkur til þess að brosa og hlæja. Við munum alltaf minnast þín með bros á vör og þú munt lifa í hjörtum okkar, alltaf. Guð geymi þig, elsku vinur. Þínir vinir Auður, Hörður, Dagmar, Ragnar, Fjóla, Eiður og Jóhann. Þá er komið að kveðjustundu hjá okkur, elsku vinur minn, og verður þín sárt saknað. Þegar mér var sagt að þú værir dáinn vildi ég ekki trúa að guð gæti verið svona vondur og órétt- látur, þú sem varst í blóma lífsins og áttir allt lífið framundan. En minn- ingin um þig mun ávallt vera í hjarta mér og allar góðu stundirnar sem við áttum saman, og mun ég sérstaklega sakna þess að fá ekki þessar reglu- legu hringingar frá þér. Það var svo gaman þegar þú hringdir í mig og sagðir mér sögur af þér. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar maður hugsar um þig, eins og t.d síðasti sjó- mannadagur,vá, hvað var gaman, þetta var þinn dagur. Og svo alltaf í skólanum, manstu hvað var bara allt- af gaman þegar við hittumst, alltaf hlógum við og höfðum gaman. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svona skemmtilegum og góð- um strák eins og þér. Þú hverfur aldr- ei úr hjarta mér. Ég vil votta Valla, Þóru, Elvari og Daníel og fjölskyldu alla mína samúð og biðja guð um að halda verndarhendi yfir þeim. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregarárin stríð. (V. Briem,) Þín vinkona Árdís Inga. Það voru harmafregnir sem bárust að norðan eftir síðustu helgi þess efn- is að Árni Jens á Sigurðarstöðum hefði látist í bílslysi daginn áður. Mann setur hljóðan. Upp rifjast ýms- ar minningar frá þeim tíma sem við bjuggum á Raufarhöfn. Árni Jens er einn af þeim unglingum sem manni eru minnisstæðir frá þessum árum. Tengslin voru mikil milli krakkanna eins og gengur í ekki stærra sam- félagi. Árni Jens var tápmikill og dugnaðarlegur strákur sem kom oft til okkar í matarhléum í skólanum eða utan skólatíma á þessum árum, hann bauð félögum sínum út að Sigurðar- stöðum og margt var brallað. Veiði- vötn og fuglalíf Sléttunnar eru æv- intýraheimar fyrir börn og unglinga. Sigurðarstaðir á Sléttu er einn af fáum bæjum sem enn eru í byggð nyrst á Melrakkasléttu. Þar tuddast norðanáttin hart þegar sá gállinn er á henni en þar leikur líka suðvestan- áttin hvað blíðast við mann þegar hennar nýtur við. Það þarf duglegt og útsjónarsamt fólk til að nýta þá land- kosti sem harðbýlar jarðir á Sléttunni búa yfir. Árni Jens hafði öll þessi ein- kenni til að bera, vinnusamur og dug- legur að bjarga sér. Eftir að við fluttum að norðan þá hittumst við af og til á götu þegar hann var á leið í skólann og við spjöll- uðum saman. Hann hafði tekið ákveðna stefnu í lífinu, nám var stundað í Vélskólanum og sjórinn togaði. Á lífshlaup þessa dugnaðar- pilts er síðan klippt á einu andartaki. Við vottum foreldrum Árna Jens og bræðrum hans á Sigurðarstöðum, afa hans og ömmu á Raufarhöfn og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúð við þeirra mikla missi. Gunnlaugur og fjölskylda. Þegar fréttir bárust um að ungur maður hefði látið lífið í bílslysi norðan Kópaskers 3. þessa mánaðar setti mig hljóðan og ég hugleiddi miskunn- arleysi örlaganna. Síðar sama dag varð kunnugt að ungi maðurinn var Árni Jens Valgarðsson, nemandi í Vélskóla Íslands. Þá fékk þessi sorg- legi atburður á sig enn nýja mynd í huga okkar nemenda og starfs- manna. Þegar frétt um fráfall nem- anda berst inn í skóla missa allir móð- inn um stund og máttleysi og hugsun um óréttlæti sækir að. Árni Jens innritaðist í Vélskóla Ís- lands haustið 2000 og eftir hlé við störf á sjó úti hóf hann aftur nám haustið 2004 en stefndi frá upphafi að því að menntast til hæsta stigs vél- stjórnar og ljúka námi sem vélfræð- ingur af fjórða stigi. Framtíðin blasti við þessum unga manni þegar örlögin tóku af honum ráðin. Árni Jens vék ekki frá markmiði sínu á ferð sinni í skólanum, stundaði nám sitt af eljusemi og var hálfnaður að takmarki sínu. Hann var góður nemandi og hvers manns hugljúfi og hefur mér verið sagt af þeim sem honum kenndu að þar hefði farið hæglátur maður, klár á sínum markmiðum og með stefnuna á hreinu. Við þökkum Árna Jens ánægjuleg- ar samvistir. Nemendur og starfsmenn skólans flytja fjölskyldu hans og ástvinum hugheilar samúðarkveðjur. Megi guð veita þeim huggun í þeirra miklu sorg. Jón B. Stefánsson skólameistari. Elsku Árni, að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur er skrýtin til- finning, en í hjarta okkar skilurðu eft- ir fullt af skemmtilegum minningum sem við áttum saman á síðustu árum. Þegar þú varst með voru hlutirnir aldrei beint eðlilegir, þá meinum við að allt sem við gerðum saman er ógleymanlegt fyrir okkur. Þær eru svo margar góðu stundirnar sem við áttum með þér, til dæmis á Vopna- skaki 2002, þegar tjaldið okkar brann, löggan skutlaði okkur á Justy- inum, þú vaknaðir við hroturnar í henni Rebekku, fuglarnir réðust á tjaldið, og svona gætum við haldið lengi áfram. Minnig þín mun alltaf lifa í hjarta okkar, elsku vinur. Við vottum fjölskyldu Árna okkar innilegustu samúð. Þínar vinkonur frá Þórshöfn, Auður, Rebekka, Ólöf, Eygló og Andrea Björk. Þegar ég hugsa til baka til þess tíma þegar við vorum í grunnskólan- um á Raufarhöfn, skólaböllin, grínið og allt sem við brölluðum í tíu ár þá fattar maður hvað minningarnar eru mikilvægar og eru eitthvað sem verða alltaf í huga manns. Ég hitti þig sein- ast fyrir rúmum mánuði síðan. Þú sóttir mig heim og við fórum niður í bæ saman á djammið, en þá hafði ég ekki séð þig í þónokkuð lang- an tíma, og ég get ekki lýst því með orðum hversu þakklát ég er að hafa hitt þig þá. En, elsku vinur, ég vildi kveðja þig með þessum orðum þó svo ég hafi svo margt að segja, það kemst ekki fyrir á blað en ég geymi það í hjarta mínu. Elsku Þóra, Valli, Elvar, Daníel og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur á þessum sorgartíma. Sjáumst síðar, Árni minn. Hvíl í friði. Þín fermingarsystir, Erna Ragnarsdóttir. Elsku Árni. Á einu augnabliki ertu hrifinn á brott og við sitjum eftir og skiljum ekki neitt, okkur er orða vant, en langar að kveðja þig með ljóði eftir Bubba: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra Við hin sem lifum lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni Drottin minn, faðir, lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni, þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn látu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól, láttu svo ljósið bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni Drottinn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd, og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni svo vaknar hann með sól að morgni Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elsku Þóra, Valli, Elvar, Daníel, Svana, Árni, Helga, Siggi og Brynja Vala. Sorg ykkar nístir, en við óskum og vonum að minningin um yndislegan dreng lýsi ykkur um ókomna tíð. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sigurveig, Aðalsteinn og Guðmundur Helgi. Elsku, elsku Árni minn. Ekki datt mér í hug að ég þyrfti að skrifa minn- ingargrein um þig, ég get ekki lýst því hversu mikill söknuður það er að missa þig, elsku vinur. Þegar ég heyrði að þú hefðir dáið í þessu hræðilega bílslysi átti ég mjög bágt með að trúa því, það er svo skrýtið þegar svona ungt fólk deyr, sérstaklega á svona litlum stað. Það var alltaf svo gaman þegar þú komst til okkar Andra í mat og gistingu eða bara til að rugla eitthvað. Ég er mikið búin að hugsa um þann tíma, og þeg- ar ég þurfti að henda þér í bað heima hjá mér á sjómannadaginn á Rauf- arhöfn þegar þú fleygðir þér í sjóinn, þú þurftir að segja svo mikið og láta mig hlæja að þér og þú varst nátt- úrlega búinn að rennbleyta öll gólf. Oft komstu með Elvar bróður þinn með þér, þú varst alltaf svo góður við hann. Minningarnar eru svo margar að þær kæmust aldrei í svona stutta grein. Þú varst svo yndislegur strák- ur og endalaust fyndinn, það er ekki annað hægt en að brosa í gegnum tár- in, ævinlega hress og kátur og alltaf geislaði gleðin í kringum þig, um leið og maður sá þig varð maður strax glaður. Mig langar að biðja þig um að passa Mökk fyrir mig, ég veit að þú gerir það, þú kannski leikur stundum við hann og svona, þið verðið góðir saman. En elsku Árni minn, ég vil bara kveðja þig og ég vona að þér líði vel þarna hinum megin og við eigum eftir að hittast einhvern tímann aftur og þá verður nú hlegið að bröndurunum þínum. Þú safnar þeim saman og geymir þá handa mér. Elsku Þóra, Valli, Elvar, Daníel og aðrir aðstandendur sem eiga um sárt að binda, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja. Þín vinkona og frænka, Elva Björk. Elsku Árni. Síðustu dagar hafa verið svo erfiðir og er skelfilegt til þess að hugsa að við fáum aldrei aftur að sjá þig. Við áttum öll góðar stundir með þér og þökkum við þær og það að hafa fengið að kynnast þér. Við geymum í hjarta okkar minn- ingar um þær samverustundir sem við áttum saman, og munum við þeim aldrei gleyma. Þín verður sárt sakn- að. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra sem eiga um sárt að binda. Kristján, Íris, Hólmgeir, Ólafur, Nanna, Steindór, Ævar Vilberg, Drífa, Gísli, Þorsteinn Vilberg, Albert og Kristín. ÁRNI JENS VALGARÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.