Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 49 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Birkihæð 9, (221-4905), ehl. gþ. Garðabæ, þingl. eig. Guðbjörg Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafnarfirði, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Erluás 16, (225-6897), Hafnarfirði, þingl. eig. Ragnhildur Ragnarsdótt- ir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kaupþing Búnaðarbanki hf., þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Grandatröð 10, (207-4968), Hafnarfirði, þingl. eig. Björn Gíslason, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarbær og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Jófríðarstaðavegur 12, (207-6550), Hafnarfirði, þingl. eig. Ásmundur Ársælsson, gerðarbeiðandi Samvinnulífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Ölduslóð 28, 0301, (208-0881), Hafnarfirði, þingl. eig. Helga S. Sigur- björnsdóttir og Karl Ólafsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Öldutún 16, 0001, ehl. gþ. Hafnarfirði, þingl. eig. Jóhann Páll Guðna- son, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðjudaginn 15. mars 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 11. mars 2005. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Bjarkargrund 3, Fellahreppi, fastnr. 221-7125, þingl. eig. Hagverk sf., gerðarbeiðandi Kraftvélar ehf., miðvikudaginn 16. mars 2005 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 11. mars 2005. Sendiráð — Íbúð Bandaríska sendiráðið óskar að taka á leigu fallega, góða íbúð eða hæð, helst í eða nálægt miðbænum, án húsgagna. Æskileg stærð 100—140 fm, tvö eða fleiri svefnherbergi, góðir skápar. Leigutími er að minnsta kosti 3 ár. Til- boð óskast á skrifstofutíma í síma 562 9100, Anna Einarsdóttir í #22284, fax 562 9123, 693 9234 eða netfang einarsdottirax@state.gov Uppboð Embættinu hefur borist krafa Árna Pálssonar, hrl., Strandgötu 29, Akureyri, skiptastjóra db. Jóhanns Matthíasar Jóhannssonar, kt. 151011- 7219, síðast til heimilis á Bálkastöðum, Húna- þingi vestra, sem lést 28. mars 1999, um upp- boð skv. 1. mgr. 8. gr. l. nr. 90/1991 á jörðinni Bálkastaðir ytri, fnr. í Landskrá fasteigna 144097, eignarhl. 213-3226, 213-3227, 213- 3228, 213-3229, 213-3230, 213-3232 og Bálka- staðir syðri fnr. í Landskrá fasteigna 144098, eignarhl. 213-3233, 213-3234, 213-3235, Húnaþingi vestra, ásamt öllu sem henni fylgir og fylgja ber. Vísað er jafnframt til dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 216/2003, sem kveðinn var upp 16. júní 2003. Þingfesting uppboðsmálsins/fyrirtaka fór fram þriðjudaginn 25. janúar 2005. Byrjun uppboðs á framangreindum eignum fer fram í skrifstofu embættisins í Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, fimmtudaginn 17. mars 2005 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Blönduósi, 10. mars 2005, Bjarni Stefánsson. Húsnæði óskast Félagslíf Dvergshöfða 27, 110 Rvík Bjóðum upp á eftirfarandi þjón- ustu fyrir líkama og sál: Heilnudd - Ilmolíunudd - Svæða- nudd - Höfuðbeina- og spjald- hryggsmeðferð/Cranio Sacral - Heilun - Andleg leiðsögn - Miðl- un - Spámiðlun - Tarotlestur. Bænahringur miðvikudag kl. 20. Hádegishugleiðsla miðvikudag kl. 12.15. Námskeið. Nánari uppl. heilunarsetrid.is, sími/símsvari 567 7888. 12.3. Snjór og meiri snjór. Dagsferð með Jeppadeild. Brott- för frá gömlu Esso-stöðinni í Mosfellsbæ við hliðina á Krón- unni kl. 9:00. Skrá þarf þátttöku á skrifstofu Útivistar í síma 562 1000. Fararstj. Hallgrímur Krist- insson. 13.3. Þingvallagangan 3. hl. Heiðarbær — Þingvellir. Far- arstj. Gunnar Hólm Hjálmars- son. Verð 2.100/2.500 kr. Brott- för frá BSÍ kl. 10:30. 17.3. Deildarfundur jeppa- deildar kl. 20:00 hjá Arctic Trucks, Nýbýlavegi 2, Kópavogi. 18.3.-20.3. Hrauneyjar/Kerl- ingarfjöll Þátttaka háð samþykki fararstjóra. www.utivist.is Raðauglýsingar 569 1111 Raðagauglýsingar sími 569 1100 Tilkynningar Félagsmenn Trésmiða- félags Reykjavíkur! Orlofshús - launakönnun Lokafrestur til að sækja um orlofshús í sumar er til 15. mars. Hægt er að sækja um á netinu, www.trnet.is . Eins minnum við á að skila launakönnuninni. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Raðauglýsingar sími 569 1100 Raðauglýsingar FRÉTTIR ELLEFU nemendur voru skipaðir á sérstakan heiðurslista fyrir góðan námsárangur við Menntaskólann Hraðbraut á þriðjudag með með- aleinkunnina 9. Með sæti á listanum hlutu þeir niðurfellingu hluta skóla- gjalda auk setu í sérstakri nefnd sem vinnur að innra gæðastarfi skól- ans. Hákon Sveinsson, aðstoð- arskólastjóri, segir heiðurslista sem þennan upprunninn í Bandaríkj- unum og markmið hans að hvetja aðra nemendur við skólann. Að sögn Hákonar voru nemendur bæði verðlaunaðir fyrir góða með- aleinkunn, ástundun og fyrir viðhorf sitt til skólans. Í verðlaununum end- urspeglast viðleitni skólayfirvalda til að þjóna afburðanemendum og umb- una þeim fyrir framúrskarandi ár- angur. Hákon býst við að skólinn muni halda áfram að verðlauna nem- endur sína með þessum hætti enda góð auglýsing fyrir skólann. „Við viljum að þeir sem hyggi á nám í framhaldsskóla eða hafi hætt og vilji taka þráðinn upp að nýju líti á skól- ann sem álitlegan valkost sem umb- uni nemendum fyrir góðan árang- ur.“ Menntaskólinn Hraðbraut er ætl- aður nemendum sem vilja ljúka námi á tveimur árum í stað fjögurra og segir Hákon það ætlun stjórn- enda skólans að einskorða fjölda hans við 200 nemendur til að há- marka þjónustu við hvern nemanda. „Hraðbraut er lítill og persónulegur skóli. Hann hentar hins vegar ekki öllum enda unnið í skorpuvinnu,“ segir hann og bendir á að kennt sé fjórar vikur í senn og aðeins þrjú fög í einu. Próf í fögunum er á fimmtu viku og er að þeim tíma loknum gefið vikulangt frí. Þetta hentar ekki öll- um nemendum enda leggur skólinn áherslu á að nemendur séu fljótir að tileinka sér hröð vinnubrögð og ann- að skipulag en víða tíðkast. Þá sé markmið verðlaunanna að hvetja aðra nemendur í námi sínu. „Heið- urslisti í þessum anda er uppruninn í Bandaríkjunum. Þetta er fyrst og fremst virðingarsæti í nefnd ásamt stjórnendum skólans. Nefndin mun funda reglulega og er ætlunin að hún endurspegli gagnrýni nemenda á skólastarfið,“ segir Hákon. Þeir nemendur sem hljóta viðurkenn- inguna fá að auki niðurfellingu 25% skólagjalda. Þau eru 190.000 krónur á ári og ætti verðlaunaféð að nema tæpum 50.000 krónum. Sæti á heiðurslista hvatning til nemenda Hákon Sveinsson, aðstoðarskólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar, afhenti ellefu afburðanemendum skólans heið- ursviðurkenningu fyrir góðan námsárangur á þriðjudag. DRÍFUVINAFÉLAGIÐ verður stofnað í Veiðisafninu á Stokkseyri í dag, laugardaginn 12. mars, kl. 14. Drífa var framleiðsluheiti eina ís- lenska skotvopnsins sem vitað er til að hafi verið raðsmíðað hér á landi. Það er Páll Reynisson, for- stöðumaður Veiðisafnsins sem ásamt afkomendum Jóns heitins Björnssonar frá Dalvík á frumkvæði að stofnun félags áhugamanna um þennan merkilega kafla í íslenskri iðnsögu. Rannsókn og söfnun heim- ilda um Drífurnar og sögu þeirra er eitt fyrsta rannsóknaverkefni Veiði- safnsins á Stokkseyri. Alls smíðaði Jón um 120 Drífu- byssur á 14 árum og merkti með raðnúmerum frá 101 og uppúr. Hver byssa var sérsmíðuð og er nokkur munur á eintökum. Flestar voru byssurnar einskota, en einnig smíð- aði Jón útfærslu með skotgeymi. Tilgangurinn með stofnun Drífu- vinafélagsins er að safna upplýs- ingum og varðveita heimildir um sögu Drífanna frá Dalvík. Að sögn Páls hefur hann aflað upplýsinga um hvar helmingur Drífanna er nú nið- urkominn. Félagar í Drífuvinafélaginu geta allir orðið sem hafa áhuga á Drífum, skotvopnum og skotveiðum almennt. Skráning er félagsmönnum að kostnaðarlausu og er tekið við ósk- um um skráningu hjá Veiðisafninu á Stokkseyri. Einnig óskaði Páll eftir því að þeir sem eiga Drífur, eða vita um slíkar byssur, láti félagið vita af þeim. Sett hefur verið upp síða um Drífurnar og félagið á heimasíðu Veiðisafnsins. Drífurnar frá Dalvík Morgunblaðið/RAX Páll Reynisson með Drífu í fanginu. TENGLAR .............................................. www.hunting.is/drifurnar/ UNDIRRITAÐUR mótmælir hér með orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra í Morgunblaðinu föstudaginn 11. mars, þar sem hún segir: „Ég veit ekki til þess að þeir fulltrúar minnihlutans sem eru í ráðinu hafi haft einhvern fyrirvara á því þegar þeir settust í ráðið að þeir myndu ekki sinna sínum lögboðnu skyldum, en þiggja engu að síður laun fyrir setu sína í útvarpsráði.“ Þessi orð eru órökstudd og ærumeiðandi. Undirritaður tók þátt í leynilegri atkvæðagreiðslu um það hver tillaga útvarpsráðs um mann í stöðu frétta- stjóra útvarps skyldi vera. Fyrirséð var hver niðurstaðan yrði og því skilaði undirritaður auðu. Ég óska eftir að mennta- málaráðherra taki orð sín til baka. Kjartan Eggertsson, fulltrúi Frjálslynda flokksins í útvarpsráði.“ PEUGEOT 407-línan verður frumsýnd hjá Bernhard ehf. í Vatnagörðum á morgun og sunnudag. Peugeot 407 kemur í alls 22 út- færslum, allt eftir þörfum hvers og eins, með allt frá 1,8 l bens- ínvél upp í 3,0 l bensínvél ásamt nokkrum dísilvélum. Þetta mikla framboð er ný- gerðum samningi við Peugeot í Danmörku að þakka en það sam- starf eykur þjónustu Peugeot á Íslandi og styttir afgreiðslutíma. Peugeot 407 er fáanlegur frá 2.190.000 krónum. Peugeot 407 frumsýndur Yfirlýsing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.