Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 11 FRÉTTIR -alltaf gó›ur Sjó›heitu pylsurnar frá Go›a slá í gegn hjá fólki á öllum aldri. ÁN MSG N†JARUMBÚ‹IR E N N E M M / S ÍA / N M 15 3 7 0 NIÐURSTÖÐUR nýrrar íslenskr- ar rannsóknar sýna með meira af- gerandi hætti en áður fram á já- kvæð áhrif hreyfingar á andlega líðan og eru í samhljómi við rann- sókn á tengslum hreyfingar og andlegrar líðunar sem framkvæmd var 1994 og náði til 90% árgangs- ins í 9.–10. bekk. Þetta kom fram í erindi Þórólfs Þórlindssonar, pró- fessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á fjölmennri ráðstefnu er bar yfirskriftina „Heilbrigð sál í hraustum líkama“, sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stóð fyrir í samstarfi við menntamálaráðu- neytið, Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð í vikunni. Rannsóknin sem Þórólfur kynnti er hluti af stærri þverfaglegri rannsókn á lífsstíl 9–15 ára Íslend- inga sem Erlingur Jóhannsson, dósent í lífeðlisfræði, hefur stjórn- að. Auk Erlings og Þórólfs eru í rannsóknarhópnum þau Sigurbjörn Árni Arngrímsson, dósent í lífeðl- isfræði, Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði, Inga Þórsdóttir, pró- fessor í næringarfræði, Þórarinn Sveinsson, dósent í sjúkraþjálfun, Jón Gunnar Bernburg, aðjúnkt í félagsfræði, og Gestur I. Pálsson, læknir á Barnaspítala Hringsins. „Þegar litið er yfir hina miklu flóru af rannsóknum á tengslum hreyfingar og andlegrar líðunar þá sjáum við að heildarmyndin er býsna skýr og að rannsóknir sem gerðar eru með ólíkum hætti styðja hver aðra. Niðurstaðan er einfaldlega sú að hreyfing hefur verulegt gildi hjá fólki sem á við andlega vanlíðan að glíma. Þær sýna líka í vaxandi mæli að lík- amleg þjálfun virðist hafa verulegt forvarnargildi. Þannig eru þeir sem eru í góðri líkamlegri þjálfun hreinlega betur til þess fallnir að takast á við vandamál nútímans,“ sagði Þórólfur í samtali við Morg- unblaðið. Að mati Þórólfs er einn helsti kostur nýju rannsóknarinnar að hún býr yfir mun nákvæmari mæl- ingu á líkamlegu þreki en verið hefur í fyrri rannsóknum. Segir hann flesta rannsakendur yfirleitt hafa vandað til verka við mælingar á þunglyndi í rannsóknum sínum, en kastað til höndum þegar komið hefur að mælingum á þreki. En í nýju rannsókninni var framkvæmt nákvæmt þrekpróf á 200 ein- staklingum og veitir það mun ná- kvæmari upplýsingar en áður. Líta þarf á líkama og sál sem eina heild á ný Þórólfur bendir á að með breyttri samfélagsgerð stöndum við í dag frammi fyrir því að stór hópur barna og unglinga er í lé- legri þjálfun og er það áskrift á bæði andleg og líkamleg vandamál í framtíðinni. „Það er ljóst að líta þarf á líkama og sál sem eina heild á ný og skapa aðstæður fyrir ungt fólk til að geta ræktað hvort tveggja.“ Spurður hvernig best sé að ná til unga fólksins segir Þór- ólfur nauðsynlegt annars vegar að auka framboðið á fjölbreytilegri hreyfingu þannig að allir geti fund- ið eitthvað við sitt hæfi og hins vegar að bæta aðstöðuna svo hún virki hvetjandi á ungmennin. Í því samhengi fagnaði Þórólfur sérstaklega ávarpsorðum þriggja ráðherra, menntamála, félagsmála og heilbrigðismála, í upphafi ráð- stefnunnar. „Ég tel mikla sókn- armöguleika felast í því að tengja betur saman starf íþróttafélaganna og skólanna. Breytingar sem orðið hafa á skólakerfinu, þar sem við höfum verið að taka upp ein- staklingsbundnara og sveigj- anlegra nám, bjóða upp á að við getum gefið íþróttum og listum meira vægi en við höfum gert. Hvort tveggja er gott fyrir andlega líðan og ég held líka að hvort tveggja sé gott fyrir námsárangur þegar til lengri tíma er litið,“ segir Þórólfur að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Prófessorarnir Rod Dishman og Þórólfur Þórlindsson fluttu erindi um tengsl hreyfingar og andlegrar líðunar á ráðstefnu fyrr í vikunni. Góð líkamleg þjálfun hefur forvarnargildi Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „SAMKVÆMT rannsókninni kem- ur fram veruleg neikvæð fylgni á milli íþróttaþátttöku og þunglynd- is. Það þýðir að þeir sem stunda íþróttir reglulega eru ekki nærri eins líklegir til að fá þunglyndi og þeir sem stunda íþróttir sjaldnar,“ segir Þórólfur Þórlindsson prófess- or. Þegar betur er að gætt kemur í ljós að sambandið skýrist að mestu leyti af því hversu gott líkamlegt þrek viðkomandi hefur. Eins og sést á meðfylgjandi grafi lenda 38,5% þeirra sem æfa einu sinni í viku eða sjaldnar og eru þar með í lélegasta forminu samkvæmt þrek- prófi, í efsta fjórðungi þunglynd- isskalans, þ.e. sýna orðið veruleg þunglyndiseinkenni. Til sam- anburðar má benda á að aðeins 16,7% þeirra sem eru í besta lík- amlega forminu sýna veruleg þung- lyndiseinkenni. Samspil þreks og þunglyndis                     !  "# # "$%& '                ! "  # #$  % " 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.