Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 41 MINNINGAR ✝ Þóra Þorkels-dóttir fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1906. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 29. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Guð- mundsson og Kristín Jónsdóttir. Systkini Þóru sem var næst- elst, í aldursröð, eru: Guðrún, Jón, Mar- grét, Kristín, Ásta Sigríður, Hjördís, Ás- laug og Guðmundur. Ásta og Hjördís eru lifandi, hin eru látin. Þóra giftist Óskari Þórðarsyni, f. 10.6. 1908, d. 19.4. 1994. Þau ólu upp bróðurson Þóru, Þorkel Guðmunds- son. Synir hans eru Hjalti Þór, Óskar, Þorkell Guðmundur og Marteinn. Útför Þóru var gerð frá Neskirkju 6. apríl. Formálsorð þessi um Þóru Þorkels- dóttur birtust ásamt minningargrein um hana í Morgun- blaðinu miðvikudag- inn 6. apríl, á útfar- ardegi Þóru. Vegna mistaka í vinnslu er hvort tveggja endur- birt hér. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar á mistökunum. Nú er hún elsku amma okkar og langamma, Þóra Þorkelsdóttir, dáin. Hún amma eða „Dúlla“ eins og hún var alltaf kölluð var sú kona sem veitti okkur alltaf mikla hlýju og ör- yggi þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf var hún boðin og búin að hjálpa okk- ur og veita okkur það skjól með ást og einlægni sem okkur stundum skorti. Við bræðurnir vorum alltaf vel- komnir til hennar með okkar fjöl- skyldur og á gagnfræðaskólaárun- um hjá Þorkeli og Marteini voru þeir í hálfu fæði hjá henni þar sem hún bjó rétt hjá Hagaskóla. Þar mættum við alltaf í hádeginu og fengum mat og oftar en ekki var rúgbrauð með hennar heimsfrægu kindakæfu á boðstólum. Amma og afi áttu glæsilegt heimili á Grenimel í mörg ár og þar vildi maður helst alltaf vera því þar var svo mikil ró yfir öllu og svo garð- urinn og trén til að klifra í að ekki sé talað um að fá að hjálpa afa að smíða, það þótti okkur alveg frá- bært. Amma var mikil hannyrðakona og saumaði hún allt á milli himins og jarðar en sængurnar hennar voru frábærar, sennilega þótti okkur svona vænt um þessar sængur vegna þess að hún gerði þær en svona var það með allt sem hún gerði, alltaf þessi hlýja og góð- mennska í öllu. Sólin er hnigin, sest bak við skýin. Og ég hugsa til þín næturlangt. Baráttuknúin, boðin og búin. Tókst mig upp á þína arma á ögurstundu. Þú varst alltaf þar í blíðu og stríðu og hjá þér átti ég skjólið mitt. Alltaf gat ég treyst á þína þýðu. Og ég þakka þér alla mína ævidaga. Hve oft þú huggaðir og þerraðir tárin mín. Hve oft þau hughreystu mig orðin þín. Studdir við bakið. – Stóðst með mér alla leið. Opnaðir gáttir. Allt sem þú áttir léstu mér í té -og meira til. Hóf þitt og dugur. Heill var þinn hugur. Veittir mér svo oft af þínum viskubrunni. Kenndir mér og hvattir æ til dáða og mín kaun græddir þá þurfti við. Alltaf mátti leita hjá þér ráða. Og ég eigna þér svo ótal margt í mínu lífi. (Stefán Hilmarsson.) Við kveðjum þig nú í hinsta sinn, elsku amma, með miklum söknuði. Farðu í friði og megi guð vaka yfir þér hinum megin eins og hann gerði í þínu langa og hamingjusama lífi hérna megin. Þess óska litlu barnabörnin þín, Hjalti Þór, Óskar, Þorkell Guðmundur, Marteinn og Þóra Þorkelsbörn og fjölskyldur þeirra. ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Kærar þakkir til allra sem auðsýndu hlýhug og vinsemd við fráfall elskulegs eiginmanns míns, HJALTA ÞÓRÐARSONAR frá Reykjum á Skeiðum, Engjavegi 43, Selfossi. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Jónsdóttir. Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, HANNESAR ALFONSSONAR blikksmiðs, Hamraborg 30A, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Kristjánsdóttir og aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát, minningarathöfn og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Drangsnesi, til heimilis í Blikahólum 12, Reykjavík. Margrét Skúladóttir, Jóhann Skúlason og fjölskyldur. Alúðarþakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs bróður okkar, mágs og frænda, GUÐNA HANSSONAR tæknifræðings frá Hjalla í Kjós, Blönduhlíð 14, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Hansdóttir, Rúnar G. Sigmarsson, Ragnheiður Hansdóttir, Bernharð Haraldsson, Hermann Hansson, Heiðrún Þorsteinsdóttir, Högni Hansson, Karin Loodberg, Sigurður Örn Hansson, Helga Finnsdóttir, Helga Hansdóttir, Erlingur Hansson, Vigdís Hansdóttir, Lars-Peter Sørensen og fjölskyldur. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS BRANDSSONAR, Prestastíg 11, Reykjavík. Jónína Vigdís Ármannsdóttir, Sigurjón Á. Einarsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Brandur Einarsson, Lára Ásgeirsdóttir, Guðni B. Einarsson, Hrönn Hallsdóttir, Jóndís Einarsdóttir, Guðmundur J. Vilhelmsson, Hulda B. Rósarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ELSU GUÐLAUGSDÓTTUR, Herjólfsgötu 14, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til sjúkrahúss Vestmanna- eyja, starfsfólks Hraunbúða og krabbameins- deildar 11E Háskólasjúkrahúss. Þorsteinn Sigtryggsson, Friðrikka Þorbjörnsdóttir, Snæborg Þorsteinsdóttir, Guðlaug F. Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Elías Þorsteinsson tengdabörn og ömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR FRÍMANNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Heiðarbæ II, Þingvallasveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Víðinesi. Anna María Einarsdóttir, Kjartan Gunnarsson, Ásta Sigrún Einarsdóttir, Hreiðar Grímsson, Sveinbjörn Frímann Einarsson, Ingibjörg J. Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og barnabarns, ÍVARS PÁLS ÁRSÆLSSONAR, Hlíðarlandi, Árskógsströnd. Ársæll Alfreðsson, Erla Geirsdóttir, Fjölnir Örn Ársælsson, Karitas Ósk Ársælsdóttir, Margrét Ögn Stefánsdóttir, Geir Valdimarsson, Lóa Guðrún Gísladóttir, Anna Jóhannsdóttir og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR SIGMUNDSSON fyrrverandi prófastur og biskupsritari, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 11. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Margrét Erlendsdóttir, Helgi Hafliðason, Álfhildur Erlendsdóttir, Eymundur Þór Runólfsson, Hafliði Helgason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Erlendur Helgason, Kristín Lára Friðjónsdóttir, Ólöf Huld Helgadóttir, Halldór Kristinn Júlíusson, Runólfur Eymundsson, Jintana Chareonwong, Margrét Sigríður Eymundardóttir, Vigdís, Hólmfríður, Margrét Ólöf, Ófeigur Helgi, Hugi Þeyr, Hávar, Eyrún Úa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.