Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 31
virkjunar, greindi frá samstarfsverkefni Lands- virkjunar og Alcoa um sjálfbæra þróun á Austur- landi, sem byrjaði fyrir rúmu ári. Frumkvöðlastarf á heimsvísu Hún sagði það hafa fljótlega komið í ljós að verk- efnið væri í raun frumkvöðlastarf, ekki bara hér á landi heldur einnig á heimsvísu. Ekki væri vitað til þess að slík vinna hefði farið af stað í upphafi fram- kvæmda af þessu tagi. Sérstakur samráðshópur um 30 hagsmunaaðila hefur haldið þrjá fundi og er sá fjórði ráðgerður í haust. Ragnheiður sagði að þrátt fyrir ólíkar skoðunar og sjónarmið innan hópsins hefði þetta samstarf verið sérlega ánægjulegt. Allir hefðu komið skoð- unum sínum á framfæri, fjallað hefði verið um þær og málefnaleg afstaða tekin. Vonaðist Ragnheiður til þess að samstarfsverkefnið væri upphaf að breyttum vinnubrögðum. „Við hjá Landsvirkjun eigum heilmikla heimavinnu fyrir höndum, við þurf- um að setja okkur markmið og leiðarljós í anda sjálfbærrar þróunar til að vinna eftir,“ sagði Ragn- heiður, en stofnaður hefur verið vinnuhópur innan fyrirtækisins um hvernig innleiða megi hug- myndafræði sjálfbærrar þróunar innan Landsvirkj- unar. Undir lok samráðsfundarins í gær fluttu afmæl- isávörp þau Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar. Not- aði Kristján tækifærið og afhenti borgarstjóra gjöf frá Akureyringum en Steinunn Valdís er jafngömul Landsvirkjun, fagnaði fertugsafmæli sínu í vikunni. Gaf Kristján henni flugu til árlegrar veiðiopnunar í Elliðaánum. virkjun á síðasta ári. Sagði Eiríkur viðskipti með græn vottorð felast í því að raforkuframleiðandi á innri markaðnum sem framleiddi hátt hlutfall raf- orku með endurnýjanlegum orkugjöfum gæti selt vottorðin til framleiðenda annars staðar á innri markaðnum. Með þessu væru að skapast nokkrir möguleikar fyrir íslenska raforkuframleiðendur til að selja ákveðna aukaafurð. Ekki væri þó um mikla tekjumöguleika að ræða enn sem komið væri. 9,5 milljarðar króna til rannsókna og eftirlits Í erindi Friðriks Sophussonar kom einnig fram að Landsvirkjun tæki virkan þátt í rannsóknum tengd- um náttúru og náttúruauðlindum Íslands, m.a. vegna hækkandi hitastigs og aukinnar bráðnunar jökla. Friðrik sagði að ef spár um hækkandi hitastig gengju eftir myndu flestir jöklar á Íslandi hverfa á næstu 100–200 árum og rennsli í jökulám ætti að ná hámarki eftir um 80–130 ár en myndi þá fara minnkandi. Sagði Friðrik það vera mikilvægt að byrja strax að huga að því hvað þessar breytingar á rennsli í jökulám myndu þýða fyrir núverandi virkj- unarmannvirki og hvernig hægt væri að nýta þekk- inguna við hönnun á nýjum mannvirkjum og breyt- ingar á gömlum mannvirkjum. Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, vék í sinni ræðu að framlagi fyr- irtækisins til þekkingarsamfélagsins. Sagði hann Landsvirkjun hafa á árunum 2000–2004 innt af hendi 9,5 milljarða króna greiðslur til ráðgjafa og verktaka á sviði rannsókna og hönnunar. Inni í þeim tölum er einnig kostnaður við eftirlit. Tók Jó- hannes Geir sem dæmi að á þessu tímabili hefðu tæpar 190 milljónir króna runnið til rannsókna Náttúrufræðistofnunar Íslands og rúmar 100 millj- ónir til Veiðimálastofnunar. Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Lands- ra afmælisári fyrirtækisins gæðavottorð Morgunblaðið/Golli ar og aðrir „orkuboltar“, eins og stjórnarformaðurinn orðaði það, voru heiðraðir fyrir farsæl og vel unnin störf í örnsson, fv. orkumálastjóri, Jóhann Már Maríusson, fv. aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson, fv. n hrl., sem gekk úr stjórn Landsvirkjunar í gær eftir að hafa verið þar óslitið frá 1965, Jóhannes Nordal, fv. stjórn- ri, og Snjólaug Sigurðardóttir, sem unnið hefur hjá fyrirtækinu frá stofnun þess. Sigurður Jónsson, starfsmaður aður en hann var fjarverandi í gær. bjb@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 31 NÝLEGA héldu Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) og Prestafélag Íslands málþing sem hafði yfirskriftina: „Getur íslenska þjóð- kirkjan haft forystu í málefnum sam- kynhneigðra?“ Þessi tvö félög hafa starfað saman síðustu misseri og var þetta þriðja málþingið sem þau halda. Í sem skemmstu máli var niðurstaða þess- arar orðræðu, að mati fræðimanna, að ekkert hamlar því í raun að ís- lenska þjóðkirkjan geti tekið forystu meðal þjóða í málefnum samkyn- hneigðra. Sé hjónabandið skoðað í ljósi sið- fræðilegra raka er ekkert sem hamlar því að tvær konur eða tveir karlar geti gengið í hjónaband rétt eins og karl og kona. Fram kom að litlar breyt- ingar þarf að gera á nú- verandi hjúskaparlögum (nr. 31/1993) svo þau þjóni bæði gagnkynhneigðum og samkynhneigðum hvað hjónabandið varðar. Þ.e. með því einu að breyta gildissviði laganna í 1. gr. og setja að lögin gildi um hjúskap tveggja ein- staklinga, en ekki karls og konu eins og nú er. Á mál- þinginu kom einnig fram hvað það skiptir miklu máli fyrir trúað fólk, sam- kynhneigt, að því bjóðist einnig hjónavígsla í kirkj- unni. Málið snýst um veru lifandi fólks, líf þess og tilfinningar. Rétt er að hafa í huga að málefni samkynhneigðra snerta mikinn fjölda fólks mjög náið – og flesta landsmenn sakir frændsemi, vináttu og fjölskyldutengsla. Eitt hjónavígsluritúal fyrir alla Á málþinginu var lögð fram tillaga til ályktunar að stjórnir Prestafélags Ís- lands og Samtaka foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra skipi þriggja manna starfshóp. Hlutverk hans er að gera hjónavígsluritúal sem gildir jafnt fyrir vígslu allra hjóna, óháð því hvort um gagnkynhneigða eða samkyn- hneigða er að ræða. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Er þá ekkert til fyrirstöðu að endur- skoða og breyta aldagamalli túlkun Biblíunnar og kirkjunnar um hjóna- bandið? – Að það sé ekki aðeins réttur gagnkynhneigðra, karla og kvenna, heldur réttur allra þeirra sem vilja stofna frjálst samkomulag um lífs- samband og verja lífi sínu saman. Hvað um orð Biblíunnar og túlkun okkar á henni? Rétt er að nefna, áður en lengra er haldið, að íslenskir og erlendir guðfræð- ingar og siðfræðingar hafa bent á að Biblían og boðskapur hennar sé ætíð markvisst túlkað með hliðsjón af fé- lags-, menningar- og trúarlegum að- stæðum á hverjum tíma. Í því sambandi hefur dr. Björn Björnsson bent á að „kærleikurinn eflist þeim mun meira af reynslu, þekkingu og dómgreind sem hann setur sig betur inn í aðstæður sem hann er kominn til að þjóna.“ (Kirkju- ritið, 1999:2). Íhaldssamir guðfræðingar og prestar hafa látið þá skoðun í ljósi að þó Alþingi geti breytt lögum og við- urkennt réttindi samkynhneigðra – þá breytir það ekki Guðs lögum. Þar hefur verið minnt á að kirkjan hefur jafnan haldið fram hjúskap karls og konu og kennt að helgur sé og því til staðfest- ingar er texti Matteusar guðspjalla- manns (Mt. 19:4-6) enn lesin fyrir öllum brúðhjónum, eins og sr. Geir Waage orðaði það í Morgunblaðinu fyrir réttu ári (6. mars 2004). Hann bendir á að: „Sambúð samkynheigðra verður að finna sér annað form en það, sem ætlað er karli og konu að skikkan skaparans og fyrirmælum Drottins Jesú.“ Ég tel að þessi orð geti verið samnefnari fyrir sjónarmið þeirra sem beita biblíulegum rökum fyrir því að hjónaband og hjóna- vígsla sé aðeins ætluð gagnkynhneigðu fólki. Boðar kirkjan orð Krists í hjúskaparritúalinu? Rétt er að huga að orðum Krists sem hjónavígsluritúalið er byggt á. Það hjálpar – að bæta einu versi framan við – til að skýra og skilja „Orð Krists“. Ritningin segir (Mt. 19:3-6): „Þá komu til hans (Jesú) farísear og vildu freista hans. Þeir spurðu: Leyfist manni að skilja við konu sína fyrir hvaða sök sem er?“ 4) Hann svaraði: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu 5) og sagði: „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni, og þau tvö skulu verða einn maður. 6) Þannig eru þau ekki fram- ar tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman, má maður eigi sundur skilja.“ Á þessum texta Bibl- íunnar er hjónavígsluritúal kirkjunnar byggt. Í vers- unum sem á eftir koma eru farísearnir að knýja á um hvort Kristur leggi blessun sína yfir að þeir geti skilið við konur sínar. Í svari Krists til faríseanna kemur afstaða hans skýrt fram. „Ég segi yður: Sá sem skil- ur við konu sína nema sakir hórdóms og kvænist ann- arri, drýgir hór.“ Rétt er að spyrja: Eru þessi ritn- ingarvers traustur kenn- ingarlegur grunnur fyrir hjónavígsluritúalið? Eða er þarna skýr kenningarlegur grunnur fyrir því að kirkjunni sé óheimilt að samþykkja skilnað hjóna sem hún hefur gefið saman, nema um hórdómsbrot sé að ræða? Velja þjónar kirkjunnar e.t.v. það sem hentar? Þegar ég fór að kynna mér nánar þann biblíulega grunn sem ritúalið byggist á, stoppaði ég við. Á hvaða for- sendu setti Kristur fram orð sín um hjónabandið – sem er – guðfræðilegur grunnur hjónavígsluritúals kirkjunnar? Það var í tengslum við spurninguna hvort karlar gætu skilið við konur sínar og tekið sér aðrar! Orð Krists er erfitt að heimfæra upp á þann tíma sem við lifum í þar sem hjónaskilnaðir eru dag- legt brauð – raðhjónabönd eru við- urkennd – og fólk getur þegið þjónustu kirkjunnar í fleirgang ef það hefur löng- un og vilja til. Eftir að augu mín opn- uðust fyrir þessum veruleika kirkju og trúar hef ég fullar efasemdir um að kenningarlegur grundvöllur hjóna- vígsluritúalsins byggist á nægilega traustum biblíulegum grunni – þar hangir fleira á spýtunni! Ég hef spurt presta að því hvernig hjónavígsluritúalið geti gengið upp í ljósi þess að hluti textans snýr að blá- köldu banni við hjónaskilnaði: „það sem Guð hefur sameinað, má maðurinn ekki sundur slíta.“ Það hefur ekki staðið á svörum og í öllum tilvikum eru þau á einn veg: „Þetta, við erum löngu hætt að fara með þetta yfir fólki!“ Staðreynd er að hluta af hjónavígsluritúali þjóð- kirkjunnar er búið að henda fyrir róða og hinum hlutanum er hangið í dauða- haldi, til að réttlæta að hjónavígsluri- túalið sé einungis ætlað gagnkyn- hneigðu fólki, körlum og konum. Ég fagna þeirri tillögu sem samþykkt var á málþingi FAS og Prestafélags Ís- lands, að endurskoða og móta eitt ritúal, sem þjónar bæði gagnkynhneigðum og samkynhneigðum. Niðurstaða umræðu um hjónabandið, bæði út frá rökum sið- fræði og að skilningi laganna, voru á einn veg. Ekkert er til fyrirstöðu að hjónabandið geti þjónað bæði samkyn- hneigðum og gagnkynhneigðum í því lögræði hjónavígslunnar sem vígslu- menn hjúskapar framkvæma, hvort sem það eru prestar, forstöðumenn trú- félaga eða borgaralegir vígslumenn. Því er tímabært að endurskoða hjóna- vígsluritúalið. Hjónavígsla og þjónusta kirkjunnar Eftir Hörpu Njáls Harpa Njálsdóttir ’Sé hjónaband-ið skoðað í ljósi siðfræðilegra raka, er ekkert sem hamlar því að tvær konur eða tveir karlar geti gengið í hjónaband rétt eins og karl og kona.‘ Höfundur er félagsfræðingur og formaður FAS. sín- nda m. tir n- r n- n- í s- n í , ol, i í s- óla nin störf Fundarmenn á aðalfundi landssamtak- anna tóku undir ályktun búnaðarþings um stöðu Lánasjóðs landbúnaðarins um að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir sjóðnum lengur vegna hagstæðra kjara frá viðskiptabönkunum, og vilja selja lánasjóðinn. „En lögð var mikil áhersla á það að í því söluferli verði tryggt að menn hafi jafnan aðgang að lánsfé hvar sem þeir búa á landinu,“ segir Özur. anförnum árum í allri okkar markaðs- setningu og rannsóknarvinnu,“ segir Öz- ur, spurður um hvað skýri aukna sölu á kindakjöti. „Nýjar aðferðir í öllu mark- aðsstarfi hafa skilað góðum árangri og framsetning og framboð á kindakjöti í verslunum er mun betra, auk þess sem af- urðastöðvar hafa á undanförnum árum verið að koma með nýjungar sem hafa fallið í góðan jarðveg.“ s að fá leiðréttingu á kjör- að núna,“ segir Özur. Hann hafi verið tekin ákvörðun um ar hækkunar verður krafist, t að gerð verði krafa um kkun“, bæði á verði á afurð- nlands og í sölu úr landi. 4 var sala á kindakjöti 7.229 13,5% aukning frá árinu á m af er þessu ári er salan á tu tveimur mánuðum ársins % hærri en hún var á sama ðið sér betur meðvitandi um stu lambakjöts, það er það m verið að predika á und- anfarið og sauðfjárbændur telja lag á að hækka verð ort ars Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.