Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.2005, Blaðsíða 26
Bled með fegurstu stöðum á jarðríki Sigurður Helgason, verkefn-isstjóri hjá Umferðarstofu,segir að Slóvenía sé eitt fal-legasta land, sem hann hafi komið til. Tilurð ferðarinnar var ráð- stefna, sem hann þurfti að sækja, en í kjölfar hennar tók hann nokkurra daga frí ásamt eiginkonunni Önnu B. Ólafsdóttur geislafræðingi. „Slóvenía er land, sem ekki hefur verið mikið fjallað um fyrr en kannski á allra síðustu árum. Þegar mér stóð til boða að heimsækja land- ið í júnímánuði árið 2000, virtist mér landið vera framandi og jafnframt talsvert spennandi. Ég hafði kynnst ágætum manni, sem hafði frumkvæði að því að ég héldi þar fyrirlestur á al- þjóðlegri ráðstefnu um umferðarör- yggismál. Og slíku tilboði var hrein- lega ekki hægt að hafna. Ekki kom annað til greina en að við hjónin fær- um bæði í slíka ferð. Við töldum ekki líklegt að slíkt tækifæri kæmi aftur alveg á næstunni og því gerðum við ferðaáætlun,“ segir Sigurður. Þau flugu frá Íslandi til Kaup- mannahafnar 17. júní aldamótaárið, á sama tíma og stóri Suðurlands- skjálftinn reið yfir. Þaðan var svo flogið á áfangastað með slóvensku flugfélagi. Lent var á flugvellinum í Ljubljana, sem er höfuðborg Slóven- íu og ekið þaðan til áfangastaðar, sem var borgin Bled. Slóvenía er nyrsta landið í gömlu Júgóslavíu og á landamærum Ítalíu, Austurríkis, Ungverjalands og Króatíu. Landið slapp vel frá stríðsátökunum í Júgó- slavíu enda stóðu bardagar þar að- eins yfir í fáeina daga. Samt leið ferðaþjónustan fyrir styrjaldar- ástandið í að minnsta kosti áratug. Íslendingar fóru talsvert til Slóveníu á árum áður, en þá var Portoroz vin- sæll ferðamannastaður og þangað seldu íslenskar ferðaskrifstofur ferð- ir um árabil. Má ekki sigla á vélbátum „Við vorum sótt á flugvöllinn í Ljubljana og ekið var með okkur sem leið lá til Bledborgar, skammt frá austurrísku landamærunum. Bled er lítil borg, en meðal fallegustu staða sem ég hef augum litið utan Íslands. Borgin stendur við lítið vatn og um vatnið sigla bátar, sem hraustir menn róa, en ekki er leyft að ferðast þar um á vélbátum. Á vatninu er eyja og á henni er gömul kirkja, sem sjálf- sagt þykir að allir ferðalangar skoði. Og það er sannarlega þess virði. Tító, einvaldur Júgóslava um margra ára- tuga skeið, átti sumarhús í Bled, en þar er nú rekinn vinsæll veitinga- staður. Ferðin stóð í viku, en ráð- stefnan í tvo daga. Slakað var á það sem eftir lifði af vikunni, sólin sleikt og gengið um og skoðað það sem markvert var. Það var notalegt að ganga meðfram vatninu og þar voru margir ágætir veitingastaðir sem buðu upp á prýðilegan mat. Þarna voru nokkur hótel, ekki ný, en hrein og snyrtileg, greinilega miðuð við þarfir þýskra ferðamanna, sem gera miklar kröfur um hreinlæti. Þarna var góð aðstaða fyrir ferðamenn, enginn lúxus, en allt eins og best verður á kosið,“ segir Sigurður. Með lækkandi fargjöldum flug- félaga hefur heimurinn minnkað og nú er orðið mun auðveldara að heim- sækja ýmsa staði, sem áður þóttu óaðgengilegir, að sögn Sigurðar. „Bled í Slóveníu er einn þeirra og það er full ástæða fyrir ferðafólk á öllum aldri að íhuga heimsókn þangað, ekki síst ef verðlag þar er jafn hagstætt og það var fyrir fimm árum.“  SLÓVENÍA Slóvenía er nyrsta landið í gömlu Júgóslavíu. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is 26 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Nýtt hjá Bændaferðum Bændaferðir sameinuðust Ferðaþjón- ustu Bænda seint á s.l. ári, eftir fjör- tíu ára tiltölulega sjálfstæða starf- semi í skipulagningu og sölu hópferða innanlands og utan. Á þessu ári hafa verið skipulagðar 24 bændaferðir til útlanda. Fyrsta ferðin verður farin 21.april og svo haldið áfram og endað á aðventferð í lok nóvember. Það eru nokkrar ferðir sem farnar verða í ár ólíkar fyrri ferðum Bænda- ferða og þar af eru tvær eftirfarandi. Fyrri ferðin er til Þýskalands, Suður Frakklands og Spánar dagana 1.- 13. maí. Fyrst verður gist í Alsace hér- aðinu í Frakklandi og síðan Arles. Þá er ekið til Spánar og endað í bænum Lioret de Mar, en þar verður gist í 6 nætur . Það verður farið tilbaka til Frankfurt en gist í þjár nætur á leið- inni. Skoðunarferðir eru í boði og Hófý verður fararstjóri og Norbert bílstjór- inn. Gleði í Færeyjum Í maí verður síðan boðið upp á viku- ferð til Færeyja. Fararstjóri verður Davið Samúelsson, sem er frá Fær- eyjum og þekkir land forfeðranna. Fyrstu nóttina verður gist á Stöng í Mývatnssveit. Gist verður á hótel Færeyjum í fjórar nætur og farið í skoðunarferð um Þórshöfn og um nærliggjandi eyjar, bændur verða heimsóttir og annað heimafólk, tekið verður þátt í hring- dansi og borðaður færeyskur matur með öllu tilheyrandi. Bílstjóri verður harmonikkusnillingurinn Jón Árni úr Mývatnssveit. Þátttakendur verða teknir í bílinn á leiðinni austur á fyri- fram ákveðn- um stöðum. Hefur þú áhuga á ferðum til framandi staða? Mánudagskvöldin 11. og 18. apríl n.k. munu Farfuglar standa fyrir tveimur kynningum undir heitinu; Hefur þú áhuga á ferðum til framandi staða? Á kynningunum munu ferðalangar sem eru nýkomnir úr 4 – 6 mánaða langferðum til Ástralíu og Suður- Ameríku segja frá undirbúningi ferð- anna, sýna myndir og segja ferða- sögur. Þann 11. apríl verður Ástralía viðfangsefnið og 18. apríl Suður- Ameríka. Nánari upplýsingar um bænda- ferðir eru veittar hjá Ferðaþjón- ustu Bænda í síma 5702790. Kynningarnar verða haldnar á Far- fuglaheimilinu, Sundlaugavegi 34 og hefjast kl 20:00 bæði kvöldin. Ókeypis aðgangur. Mikill fjöldi Íslendinga var áKanaríeyjum umpáskahátíðina og þá var líka í mörg horn að líta hjá veit- ingamanninum Klöru Bald- ursdóttur á Klörubar. Klara hefur ásamt spænskum eiginmanni sín- um Francisco Casadesús rekið Ís- lendingastaðinn Cosmos eða Klöru- bar undanfarin 22 ár og segir hún að ekkert fararsnið sé enn á sér. Yndislegt sé að búa á Kanaríeyjum þar sem veðrið sé alltaf eins og hugur manns, aldrei of heitt og aldrei of kalt. „Það má því skella skuldinni á veðráttuna og lofts- lagið. Við hjónin komum hingað fyrst í desember árið 1973 og ætl- uðum að dvelja hér í þrjá mánuði. Síðan er liðið 31 ár,“ sagði Klara í símaspjalli við Ferðablaðið að af- lokinni páskatörninni. Klörubar er í Yumbo Center, sem er stærsta verslunarmiðstöðin á svæðinu. Síðastliðið haust losnaði verslunarpláss við hliðina á Klöru- bar og ákvað Klara þá að skella sér út í stækkun staðarins. „Stækkunin  FERÐALÖG | Kanaríeyjar Búið að stækka Klörubar Hjónin og veitingamennirnir Klara Baldursdóttir og Francisco Casadesús. 410 4000 | landsbanki.is Ferðalán Nánari upplýsingar á landsbanki.is eða í næsta útibúi. Það getur breytt öllu að hafa aðgang að ferðaláni á hagstæðum kjörum. Þá er aðeins spurning um að fylgja eigin innsæi og taka sér gott frí. • Þú færð lán fyrir ferðinni • Þú færð lán fyrir gjaldeyrinum • Þú getur sótt um á landsbanki.is og reiknað þitt lán Besti tíminn til að fara í frí er þegar þú þarft á því að halda! www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.