Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði var tæplega 212.800 tonn sem er rúmum 52.100 tonnum minni afli en í marsmánuði 2004 en þá veiddust rúm 264.900 tonn. Mestu munar um minni loðnu- veiðar. Milli marsmánaða 2004 og 2005 dróst verðmæti fiskaflans sam- an, á föstu verðlagi ársins 2003, um 11,8% en það sem af er árinu jókst það um 4% miðað við árið 2004, sam- kvæmt frétt frá Hagstofu Íslands Botnfiskafli var um 60.200 tonn samanborið við tæp 61.800 tonn í marsmánuði 2004 og dróst því saman um tæplega 1.600 tonn milli ára. Þorskafli var 28.200 tonn en 34.500 tonn bárust á land í marsmánuði 2004 og er það samdráttur upp á rúm 6.300 tonn. Af ýsu veiddust 11.700 tonn og er það rúmra 1.500 tonna aukning frá fyrra ári. Ufsaafli var rúm 5.300 tonn sem er nánast óbreytt aflamagn frá fyrra ári. Karfaafli var tæp 9.900 tonn sem er tæplega 2.700 tonnum meiri afli en í mars árið áður. Flatfiskafli var 2.500 tonn og dróst saman um rúm 700 tonn frá mars- mánuði 2004. Mestur var skarkolaafli eða 850 tonn og hafði aukist frá fyrra ári um 100 tonn. Hins vegar dróst grálúðuaflinn saman milli ára um tæp 600 tonn, en rúmlega 700 tonn- um var landað af grálúðu í mars 2005 miðað við rúm 1.300 tonn árið áður. Töluverður samdráttur var einnig í skrápflúruafla en tæpum 300 tonnum var landað í marsmánuði 2005 og er samdrátturinn tæp 400 tonn frá fyrra ári. Af loðnu veiddust 145.100 tonn en í marsmánuði 2004 var loðnuaflinn 193.500 tonn og nemur samdráttur- inn 48.400 tonnum. Engin síld barst á land í marsmánuði en kolmunnaveiði hófst og nam aflinn rúmum 4.100 tonnum sem er tæplega 300 tonnum meira en í marsmánuði 2004. Skel- og krabbadýraafli í mars- mánuði var rúm 800 tonn samanborið við rúmlega 2.400 tonna afla í sama mánuði 2004. Skel- og krabbadýra- aflinn samanstóð að mestu af rækju en rækjuaflinn dróst saman um tæp 1.600 tonn frá fyrra ári. Um 9 tonnum hefur verið landað af humri saman- borið við 25 tonn í marsmánuði 2004. Aukning á árinu Heildarafli íslenskra skipa á fyrstu þremur mánuðum ársins 2005 var tæp 750.300 tonn og var það tæplega 109.800 tonnum meiri afli en á sama tímabili 2004. Botnfiskafli var 143.900 tonn sem er tæpum 9.300 tonnum meiri afli en á fyrra ári. Þorskaflinn var 70.900 tonn og dróst saman um tæp 2.700 tonn. Ýsuaflinn var 29.400 tonn sem er aukning um rúm 4.900 tonn og þá var ufsaaflinn tæp 14.700 tonn sem var 2.600 tonn- um meiri afli en fyrstu þrjá mánuði ársins 2004. Flatfiskaflinn var 5.400 tonn, þar af voru rúm 2.000 tonn af grálúðu, 1.500 tonn af skarkola og tæp 500 tonn af skrápflúru. Loðnuaflinn nam 593.900 tonnum sem er aukning í magni um 113.800 tonn. Skel- og krabbadýraaflinn var tæp 1.000 tonn samanborið við 5.400 tonna afla á sama tímabili 2004. Mestu munar um 3.200 tonna sam- drátt í rækjuafla auk þess sem eng- inn kúfiskur barst á land fyrstu þrjá mánuði ársins en tæp 1.300 tonn höfðu borist á land á sama tíma árið 2004.                                                                            Minni afli í marsmánuði FISKISTOFA svipti fjóra báta veiði- leyfi í marzmánuði síðastliðnum. Einnig var eitt fyrirtæki og einn fiskmarkaður svipt leyfi til vigtunar á afla. Ólafur Bjarnason BA var sviptur leyfi 31. marz vegna veiða umfram aflaheimildir. Leyfið fékk hann að nýju 4. apríl eftir að aflamarksstaða bátsins hafði verið lagfærð. Björg I NS var svipt veiðileyfi sama dag af sömu sökum, en báturinn fékk leyfið að nýju samdægurs eftir að afla- marksstaða hans hafði verið lag- færð. Kópur BA var sviptur leyfi til veiða í tvær vikur seinnihluta marz- mánaðar þar sem undirmálsafli var yfir stærðarmörkum. Kalli í Höfða ÞH var svipur veiðileyfi í tvær vikur af sömu sökum og gildir sviptingin seinni hluta aprílmánaðar. Þá afturkallaði Fiskistofa endur- vigtunarleyfi Fiskmarkaðs Flat- eyrar ótímabundið frá og með 1. apr- íl, þar sem skilyrði um meðferð afla voru ekki uppfyllt. Fiskistofa aft- urkallaði einnig heimavigtunarleyfi Vísis hf. á Djúpavogi ótímabundið frá og með 15. apríl vegna brota gegn reglum um vigtun sjávarafla. Fjórir bátar sviptir veiðileyfi EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá lyfjafræð- ingunum hjá Lyfjaþjónustu Land- spítala – háskólasjúkrahúss og er fyr- irsögnin þeirra: „Eins og kunnugt er sendu lyfja- fræðingar á LSH frá sér yfirlýsingu þann 5.apríl sl. Yfirlýsing sú sem barst frá forstjóra LSH þann 7. apríl er til þess fallin að valda misskilningi og sjá lyfjafræðingar á LSH sér ekki annað fært en að svara. Forstjóri byrjar á því að lýsa þrí- skiptingu lyfjaþjónustu og kemur þar fram að hann virðist líta svo á að einungis apóteksdeildin teljist vera sjúkrahúsapótek en skv. lyfjalögum fellur starfsemi allra eininganna þriggja undir hugtakið sjúkra- húsapótek sbr; 37. grein lyfjalaga: „Á sjúkrahúsum er heimilt að starfrækja sér- stök sjúkrahússapótek sem hafa umsjón með og bera ábyrgð á öflun og varð- veislu lyfja og eftirliti með notkun þeirra á einstökum deildum. Rekstur sjúkrahússapóteks skal vera fjár- hagslega aðskilinn frá öðrum rekstri sjúkrahússins. Yfirlyfjafræðingur er forstöðumaður sjúkrahússapóteks og skal ráðinn af viðkomandi sjúkra- hússstjórn. Stjórn sjúkrahúss er heimilt að leita útboða um rekstur sjúkrahússapóteks sem veitir þá þjónustu sem um ræðir í þessum kafla enda uppfylli reksturinn öll önn- ur skilyrði laganna um starfsemi og rekstur lyfjabúða.“ Sbr. einnig 3. grein reglugerðar um val, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis- stofnunum: „Hlutverk sjúkrahússapóteks er að hafa umsjón með og bera ábyrgð á öflun og varðveislu lyfja, dreifingu og eftirliti með notkun þeirra á ein- stökum deildum, sbr. ákvæði XIV. kafla lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum. Hlutverk sjúkrahúss- apóteks er jafnframt að stuðla að skynsamlegri notkun lyfja með þátt- töku í starfi lyfjanefndar sjúkrahúss- ins, gerð lyfjalista, klínískra leiðbein- inga, faglegri upplýsingamiðlun og hagkvæmum innkaupum á lyfjum.“ Í yfirlýsingunni virðist forstjóri draga þá ályktun að með frávísun hafi Héraðsdómur Reykjavíkur fellt dóm í máli Lyfjafræðingafélags Íslands gegn LSH á síðasta ári. Héraðsdóm- ur taldi LFÍ ekki hafa lögvarða hags- muni í málinu og vísaði málinu frá á þeim forsendum. Hann tók því ekki afstöðu til þess hvort hið kærða væri löglegt eða ekki. Enginn dómur hefur því fallið LSH í vil. Forstjóri telur stefnunefnd HÍ hafa samþykkt nafnbreytinguna úr Lyfjasviði yfir í Lyfjaþjónustu. Ekki er að sjá af fundargerðum stefnu- nefndar að svo hafi verið, einungis að nefndinni hafi verið sagt frá nafn- breytingunni, samanber fundargerð frá 1. október 2004, þar sem segir: „JMG kynnir fyrirhugaðar breyting- ar á skipuriti núverandi lyfjasviðs LSH, sem heita mun lyfjaþjónusta LSH, og nýtt starfsheiti yfirmanns lyfjaþjónustunnar“ og fundargerð frá 15. október 2004, þar sem segir: „Kynntar frekari hugmyndir varð- andi skipulag lyfjaþjónustu á LSH.“ Í hvorugri fundargerðinni kemur neitt fram um að stefnunefndin hafi sam- þykkt það sem henni var kynnt varð- andi þetta málefni. Ennfremur gefur forstjórinn í skyn að Lyfjastofnun hafi samþykkt nú- verandi fyrirkomulag. Fyrirspurn til Lyfjastofnunar leiddi í ljós að málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni. Við stöndum enn við okkar fyrri orð og skorum á stjórnvöld að leysa málefni sjúkrahúsapóteksins í sam- ræmi við landslög.“ Undir yfirlýsinguna skrifa þau: Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir, Elín I. Jacobsen, Ellert Ág. Magnússon, Guðrún Indriðadóttir, Hulda Harðar- dóttir, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, Kristján Linnet, Kristín Ingvarsdótt- ir, Kristín Loftsdóttir, Sigrún Valdi- marsdóttir, Smári Björgvinsson, Þór- ir Benediktsson og Þórunn K. Guðmundsdóttir. Hafa skal það sem sannara reynist Morgunblaðið/Þorkell ÚR VERINU á morgun  Auðvitað er erfitt fyrir listamenn að benda á einhvern einn sem hefur haft afgerandi mest áhrif á þá en það er samt verkefnið sem Lesbók hefur lagt fyrir rúmlega þrjátíu listamenn; rithöfunda, myndlistarmenn, tónskáld og kvikmyndagerðarmenn. Bara einn? SÁTT náðist í fyrrakvöld milli sveit- arstjórnarfulltrúa og nefndarmanna Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Skagafirði. Hélt meirihluti sjálfstæð- ismanna og vinstri grænna því velli á sveitarstjórnarfundi í gær. Eins og fram hefur komið lýsti Bjarni Maronsson, Sjálfstæðisflokki, því yfir að algjör trúnaðarbrestur væri orðinn milli hans og Gísla Gunn- arssonar, oddvita listans, eftir að Gísli úrskurðaði að Bjarni skyldi víkja af fundi skipulags- og byggingarnefndar þar sem Villinganesvirkjun var til um- ræðu vegna tengsla Bjarna við Norð- lenska orku ehf. Var um tíma allt útlit fyrir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í sveitarstjórn væri fallinn. Eftir sættirnar í fyrrakvöld gáfu Gísli og Bjarni hins vegar út eftirfar- andi yfirlýsingu: „Í framhaldi af fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar sem haldinn var fimmtudaginn 31. mars 2005 og bréfi Bjarna Maronssonar til Gísla Gunnarssonar forseta sveitar- stjórnar Skagafjarðar, dags. 2. apríl sl., vilja undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri. Vegna afgreiðslu á dagskrárlið nr. 1 í fundargerð Skipulags- og bygginga- nefndar á fyrrnefndum fundi er það sameiginlegur skilningur okkar að hæfi Bjarna Maronssonar hafi orkað mjög tvímælis. Forseta bar jafnframt, undir þessum kringumstæðum, að leggja hæfi Bjarna í dóm fundarins. Í ljósi þess að undirritaðir hafa náð sameiginlegum skilningi á ofan- greindum atriðum munum við starfa áfram, með gagnkvæmu trausti, að stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarð- ar.“ „Skemmtunin heldur áfram“ Sveitarstjórn kom saman til fundar í gær. Minnihluti lagði fram tillögu um vantraust á forseta sveitarstjórnar, Gísla Gunnarsson, en hún var felld. Lögðu framsóknarmenn fram bókun, þar sem sagði m.a. „Enn hefur þörf meirihlutans fyrir völd og embætti orðið hagsmunum sveitarfélagsins yfirsterkari. Revía meirihluta sveitarstjórnar í Sveitarfé- laginu Skagafirði er landsmönnum kunn og ljóst að skemmtunin mun halda áfram. “ Sveitarstjórn Sveitar- félagsins Skagafjarðar Meirihluta borgið eftir sættir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.