Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 15.04.2005, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 2005 57 MENNING Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó alla föstudaga og ýmsar uppákomur. Vinnustofa og baðstofa opna kl. 9, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 13– 16.30. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10– 13 námskeið, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–15 söngstund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist er spiluð í kvöld kl 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslunefnd FEB verður með fræðslufund kl. 15.30 í Ásgarði í Glæsibæ. Undir yfirskriftinni Meðöl eða morgunganga,, Tveir kunnir fræðarar tala um það sem snertir þessi mál. Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir og Ólafur Jó- hannesson íþróttafræðingur. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Skvettuball verður haldið í Gullsmára laugardaginn 16. apríl kl. 20–23. Allir velkomnir á gömlu góðu ballskónum og með góða skapið með sér. Kaffi, bjór og gos á hóflegu verði. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Síðasta Skvettuball vetrarins. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gleðigjafarnir syngja á föstudaginn kl. 14–15. Allir velkomnir. Heitt á könn- unni. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30, félagsvist kl. 13 í Garðabergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur. Útskurður. Hár- greiðsla. Kl. 10 fótaaðgerð. Kl. 12 há- degismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu – postulínsmáln- ing. Myndbandasýning kl. 13:30 sýnt verður myndbandið „The Notebook“, í hléi verður selt kaffi og nýbökuð vín- arbrauð. Böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Betri stofa og Lista- smiðja. Gönuhlaup 9.30. Bridge 13.30. Hárgreiðslustofa 568 3139. Gönguferð frá Hæðargarði kl. 10 í fyrramálið. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í sal I.O.G.T að Stangarhyl 4, laugardaginn 16. apríl. Spila- mennskan hefst kl. 20.00 og síðan verður dansað fram eftir nóttu. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14.30 hann- yrðir, kl 11.45–12.45 hádegisverður, kl 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30– 16 Dansað í aðalsal. Vesturgata 7 | Kl. 13:30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs, kl. 14:30–16:00 dansað við lagaval Sig- valda, kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, leirmótun og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótaaðgerðir kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Allir velkomnir. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12 alla föstudaga. Hallgrímskirkja | Starf með öldr- uðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins fellur niður vegna ung- lingamóts í Kirkjulækjarkoti. Sjá nán- ar á www.filo.is. Laugarneskirkja | Hin árlega gisti- nótt 8. bekkjar haldin í safnaðar- heimilinu. Mikið gaman og full alvara. Sjá: laugarneskirkja.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos NÆSTKOMANDI laugardagskvöld 16. apríl kl. 20:30 munu fjölskyldu- meðlimir frá Ásólfsskála ásamt Guð- jóni Halldóri Óskarssyni standa fyr- ir hljóðfæraleik og söng í Ásólfs- skálakirkju. Fimmtíu ár eru frá vígslu Ásólfs- skálakirkju, sem ákveðið var að minnast með viðgerð og endurbótum á kirkjunni. Gluggar verða end- urnýjaðir, útveggir klæddir að utan og kirkjan máluð ef fjármagn fæst til þess. Fjársöfnun sóknarinnar fyrir þessum endurbótum á kirkjunni hefst með þessum tónleikum. Vel- unnarar kirkjunnar eru hvattir til að leggja þessu lið með því að koma á tónleikana og leggja þannig fram sitt framlag til kirkjunnar. Einnig er hægt að leggja inn á reikning kirkj- unnar 0182 26 3480, kt.: 430169- 2549. Sóknarnefnd Ásólfsskálakirkju. Fjáröflunartón- leikar í Ásólfs- skálakirkju und- ir Eyjafjöllum Ásólfsskálakirkja 4. flokki 1992 – 46. útdráttur 4. flokki 1994 – 39. útdráttur 2. flokki 1995 – 37. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 2005. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is David Berkowitz í banastuði. Norður ♠D5 ♥9643 A/NS ♦763 ♣K964 Suður ♠ÁK102 ♥ÁKG1052 ♦– ♣D82 Sveit Richards Schwartz varð Vanderbilt-meistari í Pittsburgh, en Vanderbilt-sveitakeppnin er stærsta og virðulegasta mót vorleikanna. Með Schwartz spiluðu: Mike Becker, Larry Cohen, David Berkowitz, Andrea Bur- atti og Massimo Lanzarotti. Þeir tveir síðastnefndu eru Ítalir og hafa orðið Evrópumeistarar með þjóð sinni. Í spilinu að ofan varð David Berkow- itz sagnhafi í sex hjörtum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – 2 tíglar Dobl 5 tíglar Pass Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Allir pass Sagnir AV eru eðlilegar og útspilið var tígulás, sem Berkowitz trompaði með tíu, lagði niður trompásinn og austur reyndist eiga drottninguna staka. Hvernig myndi lesandinn halda áfram? Berkowitz fann fallega leið. Hann spilaði litlu trompi á níuna og stakk tíg- ul hátt. Spilaði svo laufi á kóng, sem átti slaginn, og stakk síðasta tígulinn, aftur hátt. Með þessu hafði Berkowitz byggt upp öfugan blindan og gat nú nýtt fjórða spaðann sem þvingunarspil. Hann tók öll trompin og endaði heima með ÁK102 í spaða og staka lauf- drottningu, en í borði átti hann D5 í spaða og þrjú smá lauf. Vestur átti augljóslega laufásinn, en ef hann var líka með Gxxx í spaða, varð hann að fara niður á ásinn blankan. Berkowitz las stöðuna rétt – tók á spaðadrottningu og sendi vestur inn á laufás. Slemman vannst, en því miður átti austur gosann þriðja í spaða, svo snilldin reyndist óþörf – slemman hefði alltaf unnist. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. d4 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4 g5 8. Bg3 Re4 9. Rd2 Rxc3 10. bxc3 Bxc3 11. Hc1 Bb2 12. Bxc7 De7 13. Bd6 De6 14. Da4+ Rc6 15. Hc2 Ba1 16. Rb3 Dxd6 17. Rxa1 0–0 18. e3 Bf5 19. Hc5 Hac8 20. Bb5 Staðan kom upp á meistaramóti Danmerkur sem lauk fyrir skömmu í Køge. Lars Schandorff (2.497) hafði svart gegn Christian K. Pedersen (2.396). 20. … Rxd4! 21. exd4 Hxc5 22. dxc5 De5+ 23. Kd2 Db2+ 24. Rc2 24. Ke3 hefði verið vel svarað með annaðhvort 24. … a6 eða 24. … d4+. Eftir textaleikinn verður hvít- ur peði undir og með tapað tafl. 24. … Bxc2 25. Dxc2 Dxb5 26. Hb1 Da5+ 27. Ke2 Da6+ 28. Kf3 Df6+ 29. Ke2 De5+ 30. Kf1 Dxh2 31. f3 He8 32. Df5 He6 33. Dd3 g4 34. Dd4 gxf3 35. gxf3 De2+ 36. Kg1 Hg6+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. 15. apríl Lýsingarorð eru sykur bókmenntanna og atviksorð saltið. Henry James 1843 (Bandaríkin) Önnur afmælisbörn dagsins: Tomas Tranströmer 1931 (Svíþjóð) Árbók bókmenntanna KJARVALSSÝNINGUNNI Úr Kjarvalssafni lýkur á sunnudaginn en þá verður í fyrsta sinn um langt árabil gert nokkurra mánaða hlé á sýningu á verkum Jóhannesar Kjar- vals í Listasafni Reykjavíkur – Kjar- valsstöðum. Sýningin Úr Kjarvals- safni var opnuð árið 2000, en þar getur að líta margar af gersemum Kjarvals sem sett hafa svip sinn á listasögu samtímans. Næsta sýning á verkum Kjarvals verður opnuð á Kjarvalsstöðum 15. október en þar er um að ræða viða- mikla yfirlitssýningu í öllum sölum hússins í tilefni af 120 ára fæðing- arafmæli listamannsins. Sýningunni er ætlað að bregða nýju ljósi á verk listamannsins fyrir nýjar kynslóðir, en á sama tíma kemur út ný bók um Kjarval á vegum Nesútgáfunnar. Fram að opnun nýrrar Kjarvals- sýningar verður á Kjarvalsstöðum sýning útskriftarnema Listaháskóla Íslands (7.–29. maí) og í júní hefst sumarsýning Kjarvalsstaða, með glæsilegu úrvali myndlistar í eigu Listasafns Íslands, þar sem brugðið er upp mynd af innlendri listasögu 20. aldar. Sýningin er samstarfs- verkefni Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur. Kjarval í frí Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Slunkaríki Innsetningu Guðrúnar Veru Hjartardóttur, Vöxtur, í Slunka- ríki á Ísafirði lýkur á sunnudag- inn. Þetta er fantasía unnin í rým- ið með plastilína leirlíki, MDF og veggmálningu sem sýnir ýmis stig þróunar eða vaxtar efnis og anda. Sýningum lýkur Bjargvætturinn í grasinu e. J.D. Salinger er komin út hjá Skruddu í þýðingu Flosa Ólafssonar Bjargvætturinn í grasinu (Catcher in the Rye) eftir J. D. Salinger er tímamótaverk í skáldsagnagerð 20. aldarinnar. Sagan vakti miklar deil- ur þegar bókin kom fyrst út árið 1951 og var um tíma bönnuð í Bandaríkjunum. Bókin kom fyrst út á íslensku í snilldarþýðingu Flosa Ólafssonar 1975 og hefur lengi ver- ið ófáanleg. Í bókinni, sem er þekkt fyrir fjölda tilbúinna slangurorða, segir frá Holden Caulfield, bituryrtum sextán ára unglingi, sem er rekinn úr skólanum og fer til New York áð- ur en önninni lýkur. Þar þarf hann að horfast í augu við foreldra sína en fyrst ætlar hann að sletta úr klaufunum í nokkra daga. Skáldsaga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.