Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 163. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kvenréttindafélag Íslands færir íslenskum konum hamingjuóskir vegna 90 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi Tímaritinu 19. júní er dreift með Morgunblaðinu í dag Kvenréttindafélag Íslands Tvöfalt vinnu- álag kvenna Oddný Sturludóttir hefur þýtt bókina Móðir í hjáverkum 16 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Konur sem hlæja  Fær fólk til að tárast með brúðuleik  Kúlurassar í Kaliforníu  Tími rósavínanna Atvinna | Lausum störfum fjölgar á Austurlandi en fækkar á höfuðborgarsvæðinu  Íslenskir karlmenn góð fyrirmynd 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 LEIÐTOGAR öflugustu ríkja Evr- ópusambandsins skiptust á hörðum ásökunum eftir að fundi þeirra í Brussel lauk á föstudagskvöld án þess að samkomulag næðist um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007– 2013. Ekki tókst að finna málamiðlun í deilum um afslátt sem Bretar hafa í tvo áratugi notið af árlegum greiðslum í sameiginlega sjóði ESB en flestar aðildarþjóðirnar vilja að hann verði lagður niður. Er nú sagt fullum fetum að sambandið sé í ein- hverri mestu kreppu sem það hefur kynnst í nær 50 ára sögu sinni. Bretar, sem njóta stuðnings Hol- lendinga og Svía, setja það skilyrði fyrir afnámi afsláttarins að gerð verði uppstokkun á fjárlögum sambandsins og dregið úr stuðningi við landbúnað sem tekur til sín um 40% af fjárlögum ESB. Sagði Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, eftir leiðtogafundinn að huga yrði að ástæðum þess að afslátt- urinn var veittur á sínum tíma. Bretar töldu þá óréttlátt að þeir styddu óhag- kvæman landbúnað í ríkum löndum eins og Frakklandi. Blair benti á að margfalt meira fé rynni nú úr sjóðum ESB til landbún- aðar en samanlagt til vísindarann- sókna, tækniþróunar og menntamála. „Þetta er ekki skynsamleg forgangs- röðun á útgjöldum Evrópu við upphaf 21. aldar,“ sagði Blair. Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gagnrýndu Breta hart og kenndu stífni þeirra og eigingirni um að ekki samdist. Schröder sagði að ábyrgð Breta og Hollendinga væri mikil og ESB væri nú í „einhverri verstu kreppu“ í sögu sinni. Chirac fordæmdi þá stefnu Breta að reyna að halda með öllum ráðum í afsláttinn og neita að greiða „sanngjarnan“ hluta af kostnaðinum sem fylgdi stækkun sambandsins til austurs. Lúxemborg er forysturíki ESB þetta misserið. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, sagði á föstudagskvöld að slagurinn stæði milli tveggja ólíkra framtíðar- sýna í Evrópu. „Til eru þeir sem, að vísu án þess að segja það upphátt, vilja stórt markaðssvæði og ekkert annað en stórt markaðssvæði, háþró- að fríverslunarsvæði, en aðrir vilja pólitíska sameiningu Evrópu.“ Fréttamenn á blaðamannafundi Junckers voru margir frá sunnan- verðri álfunni, Bretarnir voru á fundi Blairs sem var á sama tíma. „Er kannski best að biðja Bretland að yf- irgefa sambandið?“ spurði blaðamað- ur á ítalska blaðinu Corriera della Sera. „Verður Evrópa smám saman bandarísk hjálenda?“ spurði annar blaðamaður en Juncker svaraði ekki beint þessum spurningum. Frakkar fá í sinn hlut drjúgan hluta landbúnaðarstyrkjanna og frönsk blöð sögðu Chirac hafa farið halloka á leiðtogafundinum. Blaðið France Soir líkti deilunum við stríð milli Breta og Frakka. „Þjóðir okkar hafa staðið í átökum síðastliðin 1000 ár,“ sagði blaðið. Le Figaro varaði Chirac við og sagði hann ekki mega standa uppi eins og hann væri vörður gamla tím- ans í baráttu við þann nýja. ESB-leiðtogar í skotgröfum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tony Blair og Jacques Chirac. Teheran. AP, AFP. | Ljóst er að halda verður aðra umferð í forsetakosningunum í Íran þar sem enginn frambjóðandi fékk meirihluta í kosningunum á föstudag. Kjörsókn var betri en margir höfðu spáð eða um 68%. Sumir andstæðingar klerkanna höfðu hvatt til þess að fólk sæti heima til að mótmæla ólýðræð- islegri framkvæmd kosninganna. Ajatollah Hashemi Rafsanjani, fyrrver- andi forseti, varð efstur á föstudag með rúm- lega 21% fylgi þegar talin höfðu verið 90% greiddra atkvæða. Hann var lengi talinn harðlínuklerkur en hefur í kosningabarátt- unni heitið því að leggja áherslu á efnahags- umbætur og bætt samskipti við umheiminn. Mjög kom á óvart að harðlínumaðurinn Mahmood Ahmadinejad, borgarstjóri í Te- heran, var á hælunum á Rafsanjani með rétt tæp 19,5% en því hafði verið spáð að Rafsanj- ani yrði með langmest fylgi. Þriðji var Mehdi Karoubi, klerkur sem talinn er umbótasinn- aður en hann var með um 17,5% stuðning. Íranar kjósa á ný Peking. AFP. | Allt að 200 milljónir manna munu verða þjakaðar af offitu innan tíu ára í Kína ef fram fer sem horfir, að sögn sérfræðinga þar í landi. Nú þegar eru 90 milljónir af 1300 milljónum Kínverja sagð- ar vera 20% yfir kjörþyngd og því taldar þjást af offitu. Fjöldi barna sem skilgreind eru offitusjúklingar eykst um 8% á ári, að sögn Chen Chaogang, læknis við Zhongs- han-sjúkrahúsið í Guangdong-héraði. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru einkum sagðar vera minni hreyfing og breytt mataræði. Kínverjar nota nú meira bíla en áður og hjóla minna, þeir sitja mik- ið við sjónvarp og tölvu, einnig er bent á að þeir borði meira af kjöti og úði í sig hvers kyns skyndibitum og fituríku óholl- ustufæði. Meira er um offitu í norðri en suðri, hún er algengari hjá konum en körl- um og tíðnin er hærri í borgum en til sveita. Kínversk of- fitusprengja? NÍUTÍU ár eru í dag liðin frá því að konur, sem náð höfðu fertugs- aldri, fengu kosningarétt og kjör- gengi til Alþingis. Tímamótanna verður minnst á Þingvöllum í dag með sérstakri hátíðar- og baráttu- dagskrá. Níu stofnanir og samtök kvenna, sem standa að hátíðarhöld- unum, hvetja konur til að skunda á Þingvöll. Stefnt er að því að af- henda Árna Magnússyni, ráðherra jafnréttismála, kröfugerð um rétt- indi kvenna. Ragnhildur Helgadóttir, fyrrver- andi þingmaður og ráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að þjóðfélagið allt, bæði konur og karl- ar, þurfi að standa saman að því að varðveita það jafnrétti sem fengist hefur og koma því á þar sem það er ekki í nægilega góðu horfi. Hún segir að konur, sem berjist fyrir jafnrétti, þurfi að beina röksemd- um sínum að karlmönnunum. „Konur hafa oft á tíðum alltof mikið verið að tala hver við aðra og sann- færa hver aðra í stað þess að beina röksemdum sínum að karlmönn- unum. Það voru þeir sem réðu öllu til lands og sjávar. Menn láta ekki stjórnartaumana af hendi nema þeir séu sannfærðir um að það sé skynsamlegt.“ Ingibjörg H. Bjarnason var kjör- in á þing fyrst kvenna árið 1922 og fyrsti kvenráðherrann, Auður Auð- uns, var skipuð í embætti árið 1970. Kosningaþátttaka kvenna var rúm- lega þrjátíu prósent árið 1916 eða í fyrstu þingkosningunum eftir að konur öðluðust kosningarétt, skv. Í Morgunblaðinu í dag er saga kosningaréttar og kjörgengis kvenna rifjuð upp og rætt við stjórnmálakonur og -menn um stöðu kvenna í stjórnmálum nú á tímum. ingaþátttaka karla var 87,2%. Forystukvenna í kvennahreyf- ingunni var minnst með sérstakri athöfn í Hólavallakirkjugarði í Reykjavík í gærmorgun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri flutti ávarp og blóm voru lögð á leg- staði forystukvenna í kvenréttinda- málum. upplýsingum frá dr. Auði Styrk- ársdóttur stjórnmálafræðingi. Kosningaþátttakan hefur vaxið jafnt og þétt síðan þá og í þremur síðustu alþingiskosningum hefur kosningaþátttaka kvenna verið ör- lítið hærri en kosningaþátttaka karla. Kosningaþátttaka kvenna var 88,3% árið 2003 en kosn- Níutíu ár frá því konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis Konur nýta kosninga- réttinn frekar en karlar Morgunblaðið/Sverrir Sérstök athöfn var haldin í Hólavallakirkjugarði í gær til að minnast forustukvenna í kvenréttindabaráttunni í upphafi liðinnar aldar og voru blómsveigar lagðir á leiði þeirra. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Konur | 10–11  Hinn | 14 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.