Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Galdrastelpurnar forsagan edda.is KILJA Á GÓÐU VERÐI! Nú geta aðdáendur Galdrastelpnanna lesið meira um ævintýri þeirra frá upphafi. Hliðin tólf - bók 2 af 3 komin í verslanir. Ekki missa af upphafinu - fylgist með Galdrastelpunum! STJÓRNSÝSLAN SKOÐUÐ Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að hefjast beri handa við endurskoðun á skipulagi stjórnsýsl- unnar og skipan ráðuneyta. Þetta kom fram í þjóðhátíðarræðu for- sætisráðherra. Halldór sagði tíma- bært að huga að endurskoðun á skipulagi stjórnsýslunnar, gera hana markvissari og meira í takt við tím- ann. Forsætisráðherra vék einnig að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, sagði frelsinu fylgja ábyrgð og skyldur, og í litlu þjóðfélagi væri sérstaklega mikilvægt að hinir stærri axli samfélagslega ábyrgð sína, svo hinir minni fái notið sín í ríkari mæli. Kreppa í ESB Leiðtogar helstu ríkja Evrópu- sambandsins kenna hver öðrum um að ekki náðist samkomulag á leið- togafundinum á föstudag um fjárlög sambandsins fyrir tímabilið 2007- 2013. Er rætt um að sambandið sé í mikilli kreppu. Bretar neita að láta af hendi afslátt sem þeir hafa lengi fengið af sameiginlegum greiðslum ESB nema gerð verði uppstokkun á fjárlögunum og landbúnaðarstyrkir lækkaðir. Leiðtogar Frakka og Þjóðverja segja Breta láta eigingirni ráða ferðinni. Kosningaréttur í 90 ár Níutíu ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Níu stofnanir og samtök kvenna standa að hátíðar- og bar- áttudagskrá á Þingvöllum í dag. Kosningaþátttaka kvenna hefur vax- ið jafnt og þétt, og í síðustu þremur alþingiskosningum hefur þátttaka kvenna verið örlítið meiri en karla. Tveir létust í umferðarslysi Tveir piltar, 15 og 18 ára, létust í umferðarslysi í Öxnadal aðfaranótt laugardags. Fjórir voru í bílnum, og voru piltarnir tveir úrskurðaðir látn- ir á vettvangi. Annar þeirra sem lifðu af slapp með minniháttar meiðsli, en hinum er haldið sofandi í öndunarvél. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglu. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Hugvekja 42 Ummælin 21 Myndasögur 48 Þjóðlífsþankar 23 Dagbók 48/51 Menning 32, 51/57 Víkverji 48 Stangveiði 25 Staður og stund 50 Forystugrein 32 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 30 Bíó 54/57 Sjónspegill 32 Sjónvarp 58 Umræðan 34/36 Staksteinar 59 Minningar 42/45 Veður 59 * * * Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið 19. júní. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is YFIR helmingur þeirra sem útskrifast úr vímu- efnameðferð frá meðferðarheimilinu í Krýsuvík nær að vera án vímuefna í eitt ár og um fjórðungur þeirra nær að lifa án vímuefna í fimm ár eða meira. Þá telja þeir sem hafa dvalið í meðferðinni í Krýsuvík líf sitt og líðan hafa batnað til muna auk þess sem félagsleg staða þeirra sem útskrifast er mun betri en áður. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn á gagnsemi meðferðar hjá Krýsuvíkursam- tökunum, sem Björk Ólafsdóttir og Sigríður Sig- urðardóttir, meistaranemar í matsfræðum, unnu fyrir samtökin árið 2004. Í Krýsuvík er lögð áhersla á hjálp til sjálfs- hjálpar fyrir langt leidda vímuefnaneytendur sem ekki hafa náð árangri á hefðbundnum meðferð- arstofnunum. Meðferðartíminn byggir á einstak- lingsbundinni langtímameðferð þar sem lág- marksdvöl er sex mánuðir. Alls luku um 17,2% þeirra sem innrituðust í meðferð í Krýsuvík meðferðartímanum og útskrif- uðust. Þrátt fyrir að þessi tala virðist lág kemur fram í rannsókninni að brottfall er minna í Krýsu- vík en hjá sambærilegum meðferðarsamfélögum erlendis. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um 75% þeirra sem innritast hætta innan þriggja mánaða, en í Krýsuvík er þetta sama hlutfall ein- ungis 66,7%. Rannsóknin sýndi ennfremur fram á að sköpum skipti að ljúka meðferðinni, enda voru einstakling- ar sem luku henni margfalt líklegri til að halda sig frá fíkniefnum en þeir sem hættu snemma. Virðist henta körlum betur Meðferðin í Krýsuvík virðist samkvæmt rann- sókninni henta körlum betur en konum, en hærra hlutfall kvenna hætti í meðferð eftir innan við þriggja mánaða dvöl. Björk Ólafsdóttir, annar rannsakenda, segir samanburð við aðrar meðferðarstofnanir hér á landi erfiðan, þar sem gögn og rannsóknir liggi ekki fyrir. Segir hún það vera mikilvægt að koma á samræmdu matskerfi á árangri og bakgrunnsupp- lýsingum meðferðarstofnana. „Það eru líka mis- langt leiddir vímuefnaneytendur á þessum með- ferðarstofnunum,“ segir Björk. „Þannig getur verið að meðferðarstofnanir sem eru með afar langt leidda vímuefnaneytendur nái ekki sama árangri og þær sem fást við þá sem styttra eru leiddir. Það eru mjög ólíkar einstak- lingsbundnar forsendur og fólk er mislasið. Þess vegna þurfa að liggja fyrir miklar upplýsingar um ástand skjólstæðinganna til að hægt sé að bera þetta betur saman.“ Sigurlína Davíðsdóttir, lektor í uppeldis- og menntunarfræði við HÍ og formaður Krýsuvík- ursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið að Krýsuvík, segir niðurstöður skýrslunnar afar ánægjulegar. „Við þóttumst vita að það væri góð- ur árangur hjá þeim sem næðu því að útskrifast, en við höfðum ekkert til að staðfesta það,“ segir Sigurlína. „Þessi skýrsla staðfestir það sem við höfðum vonað, en reyndar þorðum við ekki að vona að árangurinn væri eins góður og fram kom í skýrslunni.“ Engin leið að vefengja niðurstöðurnar Sigurlína segir rannsóknina hafa verið afskap- lega vel gerða og rannsakendurna hafa haldið áfram að reyna að ná í fólk, þar til þeir voru búnir að ná í um 90% allra sem höfðu komið í meðferð í Krýsuvík. „Svo það er engin leið að vefengja nið- urstöðurnar,“ segir Sigurlína. „Okkur finnst þessi rannsókn góður grunnur til að byggja á áfram. Við erum ánægð með að sjá hversu góður árangur starfsins er.“ Ný skýrsla sýnir fram á góðan árangur meðferðarstarfs í Krýsuvík Líf og líðan batnaði til muna Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is HJÁLPSEMIN kom upp á röngum tíma hjá félaga manns sem lögregla í Reykjavík hafði handtekið í fyrrinótt fyrir að hafa ráðist á dyravörð. Þegar búið var að koma manninum í lög- reglubíl reyndi félagi hans að frelsa hann úr haldi og komast inn í lög- reglubílinn, og lenti fyrir vikið í rysk- ingum við lögregluþjóna, og var hand- tekinn fyrir ómakið. Talsverður erill var hjá lögreglu í miðborg Reykjavíkur eftir að hátíð- arhöldum lauk aðfaranótt laugar- dags, en um 6.000 manns skemmtu sér þar fram eftir nóttu. Lögreglan var með töluverðan viðbúnað í mið- bænum, en varðstjóri segir að ekki hafi komið upp meira af málum en um venjulega helgi. Þrjú önnur líkamsárásarmál komu til kasta lögreglu, í einu tilvikinu slóg- ust tveir menn í Austurstræti, og þeg- ar lögreglumenn reyndu að skilja þá að réðust félagar annars þeirra að lögreglumönnunum. Þeir voru að sögn varðstjóra í nokkurri hættu en þurftu ekki að beita varnarúða. Annar þeirra sem flugust á var handtekinn, en aðallega til að koma honum undan. Engin stórvægileg meiðsl Tilkynnt var um hópslagsmál á skemmtistað um kl. 1 um nóttina, en þegar lögregla kom á staðinn voru að- eins tveir menn í átökum, og voru þeir skildir að. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru engin stórvægileg meiðsl eftir átök næturinnar í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn vakthafandi læknis á bráðamóttöku Landspítala – háskóla- sjúkrahúss í Fossvogi hefur verið mikill erill undanfarnar nætur, mun meiri en um venjulegar helgar. Reyndi að frelsa félaga sinn úr haldi „BESTA veðrið á Þjóðhátíðardegi Íslendinga var að þessu sinni suð- vestanlands þar sem léttskýjað var á öllu suðvesturhorninu,“ segir Ás- dís Auðunsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hátt í 50.000 manns voru samankomin í miðborg Reykjavíkur þegar mest var á þjóðhátíð. En þó veðrið hafi leikið við höfuð- borgarbúa á þjóðhátíðardeginum og blíða verið víðast um sunnan- og vestanvert landið var það ekki jafn gott fyrir norðan því þar var skýjað og sums staðar súld. Segir Ásdís há- markshita á Norðurlandi hafa verið 9 stig á Akureyri, á Austurlandi fór hitinn mest í 16 stig í Papey, en á Hallormsstað var hitinn 15 gráður. Á Suðurlandi mældist hámarkshit- inn 19 stig á Kirkjubæjarklaustri. Í Reykjavík var 16 stigi hiti á hádegi, en mestur varð hitinn í borginni 17,4 gráður um miðjan dag. Telja menn að hér sé um heitasta þjóðhá- tíðardag í Reykjavík að ræða frá lýðveldisstofnun. Samkvæmt upplýsingum á www.vedur.is þarf að fara aftur til ársins 1911 til þess að finna álíka hita í borginni, en þá mældist 15 gráða hiti á hádegi. Kaldasti þjóðhátíðardagur í borginni hefur að öllum líkindum verið árið 1959 þegar ekki mældist nema 5 stiga hiti í Reykjavík á hádegi. Morgunblaðið/Þorkell Þessi ungi fimleikadrengur tókst hátt á loft í Hallargarðinum á þjóðhátíð en þar sýndu meðlimir í fimleikadeild Ármanns listir sínar í góða veðrinu. Veðursæld suðvestanlands TVEIR menn um tvítugt rændu nokkru af lyfseðilsskyldum lyfjum í lyfjaversluninni Lyfjum og heilsu við Háaleitisbraut um kl. 18 sl. föstudag. Mennirnir voru með trefla fyrir vit- um og ógnuðu starfsfólki með sprautunálum. Þeir komust undan á hlaupum með tíu pakka af rítalíni og morfínskyldum lyfjum, að sögn lög- reglunnar. Mennirnir voru ekki fundnir þegar blaðið fór í prentun, en málið er í rannsókn. Ógnuðu með sprautunálum HÓPSLAGSMÁL brutust út á Ráð- hústorgi á Akureyri um kl. 4:30 í fyrrinótt, og börðust þar á þriðja tug manna að sögn lögreglu. Allt tiltækt lið var kallað á vettvang, og nutu lögreglumenn liðsinnis dyravarða af nálægum skemmtistöðum við að stöðva slagsmálin. Óljóst er hvert upphafið að slagsmálunum var, en að sögn lögreglu byrjuðu þau með stimpingum sem undu upp á sig og enduðu í stórátökum. Sex voru handteknir og færðir á lögreglustöð, en varðstjóri lögreglu sagði ólíklegt að eftirmálar verði af þessu atviki, og enginn mikið lemstraður. Lögregla handtók einnig mann með 8 grömm af ætluðu amfetamíni í fórum sínum. Hópslagsmál á Ráðhústorgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.