Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.06.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 35 UMRÆÐAN Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Vorum að fá í sölu 12 efri og neðri sérhæðir í 6 tvíbýlis- húsum á góðum stað í Norðlingaholti. Hæðirnar, sem eru 127,5 fm að stærð auk bílskúrs, eru með þremur svefnherbergjum og stórum stofum ásamt góðum sér- afnotareiti á lóð sem fylgir hverri íbúð. Bílskúrar fylgja efri hæðum. Húsunum verður skilað rétt tæplega til- búnum til innréttingar að innan en fullbúnum að utan með frágenginni lóð. Sjá glæsilegan kynningarvef á www.borgir.is/byggben 6802 KRÓKAVAÐ - SÉRHÆÐIR Glæsilegar neðri og efri sérhæðir við Kólguvað í Norð- lingaholti. Hæðirnar skiptast í anddyri, gang, þrjú svefnherbergi, þvottahús, geymslu, baðherbergi, eld- hús og stofu ásamt stórum sérafnotareiti. Húsin eru forsteypt tveggja hæða tvíbýlishús. Að utan eru húsin múrhúðuð og steinuð í ljósum lit. Afhendast tæplega tilbúin til innréttingar að innan en fullbúin að utan með frágenginni lóð. Sjá glæsilegan kynningarvef á www.borgir.is/byggben 6850 KÓLGUVAÐ - SÉRHÆÐIR Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Sumarbústaður í Grímsnesi óskast Traustur kaupandi óskar eftir u.þ.b. 70 fm sumar- bústað í Grímsnesi. Staðgreiðsla. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson Fasteign til sölu Glæsilegt iðnaðarhúsnæði sem býður upp á mikla möguleika. Síðast var það nýtt sem fiskeldisstöð. Húsið er um 1.250 fm að stærð. Byggingin er hin vandaðasta í alla staði og í góðu ástandi með stein- steyptum veggjum (2,5 m). Límtré sem burður í þaki. Loft- hæð er mest 7 metrar. Þak er einangrað. Húsið stendur á um 5 ha leigulóð úr landi Lambanesreykja í Fljótum í Skagafirði. Húsnæðið getur nýst sem fiskeldisstöð án nokkurra breytinga. Góð starfsmannaaðstaða, verk- stæði, fóðurgeymsla, rannsóknastofa, skrifstofa, mötuneyti o.s.frv. Auðvelt er að breyta húsnæðinu t.d. í hesthús og reiðhöll með íbúð í risi. Kjörið tækifæri fyrir öfluga athafna- menn. Tilboð óskast send til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 þann 8. júlí nk. Tilboðsfjárhæð skal miðast við staðgreiðslu. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar frekari upplýsingar veitir Smári Þórarinsson, Nýsköpunarsjóði, í síma 510 1800 eða í tölvupósti, smari@nsa.is SUNNUDAGINN 19. júní nk. verður dagur hinna villtu blóma hald- inn hátíðlegur hér á landi líkt og gert er á öðrum Norðurlöndum. Boðið verður til blómaskoðunar vítt og breitt um landið á 18 stöðum undir leiðsögn plöntufróðra manna. Flóru- vinir (www.floraislands.is/flor- vin.htm) eru hvatamenn að þessum degi hér á landi, en á flestum hinna Norðurlandanna eru það grasafræði- félög landanna sem skipuleggja dag- inn með stuðningi frá Norðurlanda- ráði. Danir hafa lengsta hefð fyrir skipulagningu þessa dags eða frá árinu 1988. Fyrsti dagur villtra blóma hér á landi var haldinn í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu er boðið upp á plöntuskoðun í Laugarási í Reykjavík og Borgarholti í Kópavogi. Að því loknu er tekið á móti fólki í Grasagarði Reykjavíkur til þess að skoða villtar íslenskar plöntur sem þar eru varðveittar. Laugarás Í Laugarási er mætt kl. 13:00 við Áskirkju. Þar mun Eva G. Þorvalds- dóttir grasafræðingur og forstöðu- maður Grasagarðsins í Reykajvík, taka á móti þátttakendum. Laugarás er friðlýstur vegna fornra ummerkja um hærri sjávarstöðu. Undir lok ís- aldar var Laugarásinn sker og sjór stóð þá 43 metrum hærra en nú. Gróður í Laugarási er að hluta til náttúrulegur en þar má finna margar einkennistegundir holta og bersvæða svo sem blóðberg, geldingahnapp, grasvíði og þjóðarblómið holtasóley. Stór hluti af svæðinu er vaxinn birki en með tilkomu þess hefur melagróð- urinn hörfað fyrir grösum. Grasflekk- irnir eru að mestu vaxnir íslenskum grösum en einnig slæðast inn erlend- ar grastegundir. Margar blómfagrar blómplöntur vaxa í grasinu svo sem gullmura, jakobsfífill og krossmaðra. Alaskalúpína hefur dreift sér um holtið og er afar áberandi. Borgarholt Í Borgarholti í Kópavogi er mætt við Kópavogskirkju kl. 13. Þar verða leiðbeinendur Kristbjörn Egilsson grasafræðingur og Guðmundur Guð- jónsson landfræðingur, báðir frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í Borgarholti er að finna óspillt gróð- urlendi og gott úrval af villtum ís- lenskum blómplöntum. Þetta er all- sérstakt vegna þess að um er að ræða stað nánast í miðju þéttbýli. Fá höfuðborgarsvæði geta státað af slík- um náttúrulegum svæðum. Borgar- holtið er auk þess friðlýst sem nátt- úruvætti vegna ísaldarminja, en þar gefur að líta hvað gleggstu minjar á höfuðborgarsvæðinu um hæstu sjávarstöðu á Suðvesturlandi frá lok- um ísaldar. Hin forna sjávarstaða sést við neðri mörk grágrýtishnull- unganna á holtinu. Nýleg rannsókn sem Náttúru- fræðistofnun Íslands og Náttúru- fræðistofa Kópavogs stóðu að leiddi í ljós að í Borgarholti þrífast um 115 tegundir af háplöntum, en það er um fjórðungur af íslensku blómaflórunni. Ein plantan, blátoppa, er fágæt á landsvísu og skráð á válista. Þá hafa fundist liðlega 90 mosategundir í holtinu, þar af tvær sem eru fágætar hér á landi, hnyðrumosi og gjótustu- bbur. Stærstur hluti holtsins er vax- inn lyngmóa og birkikjarr er útbreitt. Graslendi, mýrlendi og deiglendi finnast einnig. Allt eru þetta gróður- félög sem hafa hátt verndargildi inni í miðri byggð þar sem þau eru tiltölu- lega náttúruleg og villt. Að mati Nátt- úrufræðistofnunar Íslands hafa gróð- urlendin og tegundafjölbreytni mosa og háplantna í Borgarholti hátt verndar- og fræðslugildi á svæðis- vísu. Borgarholtið var í upphafi friðað vegna sérstæðra jarðmyndana en einnig er full ástæða til að gefa gaum að hinum villta gróðri og huga að verndun hans. Víða hylur birki þær jarðmyndanir sem eru friðaðar á holtinu, en birki var á sínum tíma plantað í jaðri holtsins og einnig hefur það sáð sér úr nærliggjandi görðum. Ef heldur fram sem horfir þá er þess ekki langt að bíða að á holtinu verði einn samfelldur birkiskógur. Yfirvöld og bæjarbúar í Kópavogi verða því fljótlega að gera upp við sig hvort og þá helst hvernig best er að bregðast við trjávextinum og tak- marka hann. Grasagarður Reykjavíkur Að lokinni plöntu- skoðun í Laugarási og Borgarholti verður tekið á móti fólki í Grasagarðinum í Laugardal, í safn- deildinni Flóru Ís- lands. Eins og í öllum grasagörðum eru merkispjöld við hverja plöntutegund þar sem fram kemur íslenskt og latneskt nafn hennar. Í þetta skipti verður búið að fjarlægja merkispjöldin og fólk fær að spreyta sig á því að merkja þær tegundir sem það lærði að þekkja fyrr um daginn. Að lokum er boðið upp á te af íslenskum villtum jurtum. Flóra Íslands var stækkuð í fyrra, meira rými er fyrir hverja tegund og einnig gefst tækifæri að búa til fjöl- breyttari búsvæði fyrir plöntur. Varðveittar eru um 380 tegundir af 480 blómplöntum og byrkningum á Íslandi. Margar fágætar tegundir eru í varðveislu svo sem fjallategundir og tegundir sem eingöngu vaxa við hveri á Íslandi. Þátttaka í plöntuskoðun á degi hinna villtu blóma kostar ekkert og ekki þarf að tilkynna hana fyrir fram, aðeins að mæta á réttum stað og tíma. Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla fjölskylduna, unga sem aldna, að læra að þekkja villt blóm sem vaxa í kring um okkur. Markmiðið með plöntu- skoðuninni er öðrum þræði að vekja áhuga almennings á plöntum og verndun þeirra. Nánari upplýsingar um staði og tíma þar sem boðið verð- ur upp á plöntuskoðun annars staðar á landinu má finna á www.florais- lands.is/blomadagur.htm Dagur villtra blóma Eva G. Þorvaldsdóttir og Hilm- ar J. Malmquist skrifa í tilefni af degi villtra blóma, sem er í dag Hilmar J. Malmquist Eva er forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur. Hilmar er for- stöðumaður Náttúrufræðistofu Kópa- vogs (www.natkop.is). Eva G. Þorvaldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.