Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR METHAGNAÐI SPÁÐ Hagnaður af rekstri viðskipta- bankanna þriggja varð meiri á fyrstu sex mánuðum ársins en allt árið í fyrra en þá skiluðu bankarnir methagnaði, ef afkomuspár grein- ingardeilda bankanna ganga eftir. Meðalspáin hljóðar samanlagt upp á 41 milljarðs króna hagnað. Gert er ráð fyrir að rúmur helmingur komi frá KB banka. Bush þakkar Dönum George W. Bush Bandaríkja- forseti þakkaði Dönum í gær stuðn- inginn við hernaðinn í Afganistan og Írak. Forsetinn kom við í Danmörku á leið sinni til fundar G-8-ríkjanna sem hófst í Skotlandi síðdegis í gær. Dregið úr framlögum Framlög Alþingis til Listskreyt- ingasjóðs ríkisins, sem varið er til listskreytinga í eldri opinberum byggingum, hafa farið lækkandi á umliðnum árum. Ingibjörg Gunn- laugsdóttir framkvæmdastjóri segir að árlega berist 20–30 umsóknir en aðeins hafi verið hægt að styrkja sjö verkefni á ári síðustu tvö ár. London hreppti sumarleika Alþjóða ólympíunefndin ákvað í gær að taka boði London um að halda þar sumarleikana árið 2012. Var niðurstöðunni ákaft fagnað í London en sorg ríkti í París þar sem menn höfðu gert sér vonir um að fá leikana. Sker upp Norðmenn Hjörtur Gíslason, skurðlæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, er á leið til Noregs með haustinu þar sem hann mun kynna Norðmönnum hvernig offituaðgerðir eru fram- kvæmdar hér á landi. Hjörtur mun dvelja ytra í að minnsta kosti hálft ár. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %          &         '() * +,,,                                 NÁGRANNAR kínverska sendiráðsins við Víði- mel eru afar ósáttir við hugmyndir Kínverja um að reisa bílskýli á baklóð sendiráðsins. Hugmyndirn- ar gera ráð fyrir tveimur bílskýlum sem hvort um sig myndi rúma þrjá bíla. Jónas Haraldsson, hrl. og íbúi á Reynimel 28, segir sendiráðið hafa boðað nágranna sína í þrem- ur húsum á fund á mánudag og kynnt þeim hug- myndirnar. Sendiráðsbílar skemmdir „Við lýstum því yfir að við værum þessu alger- lega mótfallin,“ segir Jónas. Hann segir að bíl- skýlin skertu öryggi þegar bakkað væri út á gang- stétt og götu og byrgðu nágrönnum útsýni. Þá hefðu nágrannar bent á að garður sendiráðsins væri í niðurníðslu og lýst yfir áhyggjum þess efnis að bílskýlin færu í sömu niðurníðslu, yrði af bygg- ingu þeirra. Að sögn Magnúsar Sigurgeirs Jónssonar bygg- ingartæknifræðings, sem sat umræddan kynning- arfund á mánudag og kynnti hugmyndir sendi- ráðsins, eru hugmyndirnar einkum tilkomnar vegna bílastæðaeklu í hverfinu og vegna þess að borið hefur á að bílar sendiráðsins séu rispaðir og skemmdir að næturlagi um helgar. Engin ákvörð- un hafi hins vegar verið tekin um hvort þau yrðu byggð. Hugmyndin með fundinum hafi verið sú að kalla eftir fyrstu viðbrögðum. Bygging bílskýl- anna er nú til meðferðar hjá skipulagsráði borg- arinnar en ljóst er að víðtækari grenndarkynning þarf að fara fram áður en lengra verður haldið. Umrædd bílskýli verða svokölluð „létt“ skýli, byggð úr eldþolnum plötum á forsteyptum sökkl- um. Jónas segir að nágrannarnir hafi bent fulltrúum sendiráðsins á að þeir gætu fengið lausn sinna mála með því að sækja um sérmerkt stæði fyrir framan sendiráðið, en þeir borið við að brögð væru að því að skemmdir væru unnar á bílunum, sem fyrr segir. Nágrannar ósáttir við áform um byggingu bílskýla á lóð kínverska sendiráðsins við Víðimel Segja skýlin skerða öryggi og byrgja sýn Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is GREINAFLOKKUR Morgun- blaðsins um Landspítala – há- skólasjúkrahús, Spítali í spennitreyju, er nú aðgengileg- ur á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, á pdf-formi. Áskrifend- ur blaðsins, sem einnig hafa skráð sig til að ná í pdf-útgáfu af Morgunblaðinu, geta nálgast greinarnar ókeypis en aðrir greiða 900 kr. fyrir aðgang. Í greinunum er fjallað frá ýmsum hliðum um stöðu Land- spítalans nú þegar fimm ár eru liðin frá því að sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð í eitt. Sérstaklega er fjallað um rekstur sjúkrahússins, húsnæði þess og stjórnun. Þá er litið til framtíðar og greint frá hug- myndum um nýjan spítala sem rísa mun við Hringbraut á næstu árum. Hægt er að nálgast greina- flokkinn með því að smella á tengilinn „Landspítalinn – greinaflokkur“ á forsíðu mbl.is undir hausnum „Nýtt á mbl.is“. Einnig er mynd af forsíðu greinaflokksins í vinstri dálki vefjarins „Morgunblaðið“ sem hægt er að smella á til að nálg- ast efnið. Þegar smellt er á tengilinn til að sækja greinaflokkinn opnast síða þar sem áskrifandinn þarf að slá inn kennitölu og notanda- nafn. Í framhaldi tengist hann greinaflokknum. Á sömu síðu er síðan mögu- leiki á að kaupa greinaflokkinn fyrir 900 kr. með greiðslukorti. Kaupendur fá í framhaldi send- an póst með slóð sem þeir smella svo á. Þegar notendur fá greina- flokkinn upp á skjáinn blasir við forsíða. Þar er hægt að smella á fyrirsagnir greina frá degi til dags og skoða viðkom- andi síður. Einnig er hægt að smella á flipann „Bookmarks“ efst til vinstri. Þá birtist listi yfir allar greinarnar og er hægt að smella á þær til að skoða og lesa. Efst á hverri síðu er blátt merki. Þegar smellt er á það færist notandinn á upphafs- síðuna. Greinarnar birtust í Morgun- blaðinu dagana 12.–16. júní sl. Spítali í spennitreyju á mbl.is NÁGRANNAERJUR hafa áður sprottið upp vegna byggingaráforma og framkvæmda á veg- um sendiráða hér á landi. Árið 2003 kærðu t.a.m. nágrannar viðskiptaskrifstofu kínverska sendi- ráðsins við Garðastræti, byggingu tennisvallar á baklóð til úrskurðarnefndar skipulags- og bygg- ingarmála. Var kærunni vísað frá á þeim for- sendum að samkvæmt Vínarsamningnum um stjórnmálasamband ríkja nyti sendiráðið frið- helgi. Þó væri það skylda allra þeirra sem nytu frið- helgi og forréttinda að virða lög og reglur mót- tökuríkis, en þó þannig að forréttindi og frið- helgi skertust eigi. Kvaðst nefndin ekki hafa lögsögu í málinu á grundvelli Vínarsamningsins. Þá setti bandaríska sendiráðið við Laufásveg upp blómaker í fyrra fyrir framan sendiráðs- bygginguna til að varna því að hægt yrði að aka upp að húsinu, við litla hrifningu íbúa í grennd. Samgöngunefnd borgarinnar gaf leyfi fyrir upp- setningu þeirra en hún var liður í hertum örygg- isreglum bandarískra sendiráða um allan heim. Tennisvelli og blómakerum áður mótmælt Sendiráð njóta friðhelgi í Vínarsamningnum PÁLL Sveinsson, hinn aldni flug- fákur, öðru nafni Þristur eða DC-3, fór í sína fyrstu millilandaferð frá því um 1970 í gær þegar honum var flogið til Duxford í Englandi. Þar er ætlunin að taka þátt í flugsýningu áður en haldið verður til Glasgow í Skotlandi þar sem Þristurinn verð- ur hluti af dagskrá hátíðahalda þar sem Icelandair minnist þess að 60 ár eru liðin frá upphafi millilanda- flugs Íslendinga. Í áhöfn Þristsins sem lagði upp frá Reykjavíkurflugvelli kl. 9 í gær- morgun voru Gunnar Arthursson, Hallgrímur Jónsson, Tómas Dagur Helgason, Björn Bjarnason og Hannes Thorarensen. Að sögn Tómasar Dags gekk flugið mjög vel og fóru þeir leiðina í einum áfanga á 7 klst. og 1 mínútu. Gert var ráð fyrir að millilenda einu sinni á leiðinni en þar sem vindar voru hagstæðir þurfti þess ekki með. Tómas Dagur sagði kosti Þrists- ins einkum felast í góðum væng og lögun vélarinnar sem gerði það að verkum að hún léti þýðlega að stjórn, þótt seint yrði hún talin lip- ur. Þegar vélin lenti í Duxford hafði hún enn flugþol í 90 mínútur að sögn Tómasar Dags. Í dag, fimmtudag, mun áhöfnin taka norskan flugmann í æfinga- flug á Þristinum en hann á að fljúga honum á flugsýningunni á laugar- dag og sunnudag áður en haldið er til Skotlands. Ljósmynd/Haukur Snorrason Páll Sveinsson á flugi yfir Garðabæ. Páll fór í gær í sína fyrstu millilandaferð frá því um 1970. Fyrsta millilandaflugið í 35 ár Ljósmynd/Andrés Heimir Árnason Flugstjórar Þristsins á Reykjavíkurflugvelli fyrir tímamótaflugið: F.v.: Gunnar Arthursson, Tómas Dagur Helgason og Hallgrímur Jónsson. Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Erlent 13/14 Umræðan 24/25 Minn staður 15 Bréf 26 Höfuðborgin 16 Minningar 26/29 Landið 16 Myndasögur 32 Akureyri 17 Dagbók 32/34 Austurland 17 Staður og stund 34 Daglegt líf 20 Leikhús 36 Neytendur 18/19 Bíó 38/41 Menning 21, 36/37 Ljósvakamiðlar 42 Af listum 21 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.