Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 35 DAGBÓK Er löggiltur fasteignasali a› selja eignina flína? sími 530 6500fax 530 6505www.heimili.isSkipholti 29A105 Reykjavík opi› mánudagatil föstudaga 9-17 Hjá Heimili fasteignasölu starfa fjórir löggiltir fasteignasalar sem hafa áralanga reynslu af fasteigna- vi›skiptum. fia› er flví löggiltur fasteignasali sem heldur utan um allt ferli›, allt frá flví eignin er sko›u› og flar til afsal er undirrita›. Metna›ur okkar á Heimili er a› vi›hafa vöndu› og fagleg vinnu- brög› sem tryggja flér besta ver›i› og ábyrga fljónustu í samræmi vi› flau lög og reglur sem gilda um fasteignavi›skipti. Finbogi Hilmarsson lögg. Fasteignasali Einar Gu›mundsson lögg. Fasteignasali Anney Bæringsdóttir lögg. Fasteignasali Bogi Pétursson lögg. Fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Ritari Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri TRÍÓIÐ Drýas mun halda tónleika í Árbæjarsafni kl. 15 í dag. Á efnisskránni eru eingöngu ís- lensk verk, m.a. þjóðlög í útsetn- ingum Hafliða Hallgrímssonar og Jónasar Tómassonar, sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Jórunni Viðar og verk eftir Hreiðar Inga Þorsteins- son. Í Drýas eru þær Herdís Anna Jónasdóttir, sópran, Þorbjörg Daphne Hall, selló, og Laufey Sig- rún Haraldsdóttir, píanó, og stunda þær allar tónlistarnám við Listahá- skóla Íslands. Í sumar starfa þær sem skapandi sumarhópur hjá Hinu húsinu. Næstu vikur mun Drýas einnig halda tónleika á Kjarvalsstöðum, Þjóðmenningarhúsinu, Sigurjóns- safni og í Iðnó. Einnig eru þær alla virka daga með stutta efnisskrá í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi fyrir gesti og gangandi kl. 13. Tríóið Drýas í Árbæjarsafni Á LAUGARDAGINN opnar lista- konan Rósa Matthíasdóttir sýningu á Vínbarnum, Kirkjutorgi 4 í Reykjavík. Rósa byrjaði að hanna og smíða mósaíkspegla fyrir fimm árum og er þessi sýning hennar sú níunda í röðinni. Rósa er stúdent af mynd- og handíðabraut Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Hún stundaði nám við hönnun og tækniteiknun við Iðnskólann í Hafnarfirði. Í fréttatilkynningu segir: „Verk- in bera öll sterk einkenni og eru engin þeirra eins. Rósa notar ólík form, liti og þykktir til að ná fram séreinkennum og „karakter“ hvers verks.“ Mósaík- speglar á Vín- barnum TÓNLISTARFLOKKURINN South River Band (Drengirnir frá Syðri-Á) hefur starfað frá árinu 2000, en flestir eru meðlimir sveitarinnar ættaðir frá Kleif- um í Ólafsfirði. SRB hefur nú gefið út sinn þriðja disk, Bacalao, sem tileinkaður er Kleifafólkinu sem verkaði saltfisk í fjörunni vel fram yfir miðja síðustu öld. Tónlistin er að þessu sinni eingöngu hljóðfæra- tónlist, nokkurs konar „heimshornatónlist“ eins og segir í fréttatilkynningu. Þetta eru lög sem safnast hafa upp hjá sveitinni á undanförnum árum, einkum þjóðlög m.a. frá Úkraínu, Bandaríkjunum, Írlandi, Svíþjóð o.fl. löndum. Hljómsveitin tekur þátt í Írskum dögum á Akranesi í dag og leikur þar með Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur og írsk-kanadísku söngkonunni Melanie Adams. Á laugardaginn geta gestir Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði hlustað á sveitina. South River Band skipa Matthías Stefánsson á fiðlu, Helgi Þór Ingason á harmoniku, Ólafur Sigurðsson á mandólín, Kormákur Bragason og Ólafur Þórðarson á hryngígjur og Einar Sigurðsson á kontrabassa. Geisladiskur tileinkaður Kleifafólkinu Í HÁDEGINU í dag leikur Kári Þormar á orgeltón- leikum í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru á vegum Sumarkvölds við orgelið og hefjast kl. 12 á hádegi. Þeir eru styrktir af Fé- lagi íslenskra organleikara en ágóðinn rennur til við- halds orgelsins. Á efnisskrá Kára eru þrjú verk. Í fréttatilkynn- ingu segir um verkin: „Fyrst heyrist Tokkata eft- ir Jón Nordal sem hann samdi árið 1985 í tilefni af vígslu nýja dómkirkju- orgelsins og í minningu Páls Ísólfssonar. Þá heyrist Prelúdía og fúga í D-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Lokaverk efnis- skrárinnar er síðan Pange lingua eftir franska tónskáldið Naji Hakim. Hann var fæddur 1950 og var organisti við Sacré-Coeur 1985– 1993 en varð þá eftirmaður Messia- en við La Trinité-kirkjuna í París. Pange lingua var frumflutt árið 1996, er í sex köflum og fjallar um altarissakra- mentissálm Thomas Aqu- inas sem í íslenskri þýðingu heitir Tunga mín af hjarta hljóði. Hver kafli er til- brigði um sálmalagið og endurspegla þau efni hvers vers.“ Lærði á Klais-orgel Hallgrímskirkju Kári Þormar var fyrsti nemandinn sem lauk orgel- námi hér heima með tón- leikum á hið glæsilega Klaisorgel í Hallgríms- kirkju. Kennari hans var Hörður Áskelsson, organ- isti Hallgrímskirkju. Að loknu námi í orgelleik og kirkjutónlist í Düsseldorf í Þýskalandi var Kári organ- isti Kópavogskirkju, Fríkirkjunnar í Reykjavík en undanfarin ár hefur hann verið organisti Áskirkju. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/RAX Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað. Vídeóstund kl. 13 í dagstofunni, allir velkomnir. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Boccia kl. 9.30. Leikfimi kl. 11. Hjólahópur kl. 13.30. Púttvöllur kl. 10–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13 gönguferð um hverfið með Rósu, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 9–11 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14–14.45 söng- stund, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Örfá sæti laus í ferð FEBK á Strandir 15.–17. júlí. Brottför frá Gull- smára kl. 08.30 og Gjábakka kl. 08.45. Leið m.a: Brú, Hólmavík, Drangsnes, Klúka, Djúpavík, Gjögur, Norðurfjörður, Ingólfsfjörður o.fl. Gist á Laugarbóli og Hólmavík. Ekin Tröllatunguheiði í Króksfjarðarnes, Dalir, Bröttubrekka. Skráning Gjá- bakka s: 554 3400 eða Þráinn 554 0999 / Bogi 560 4255. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks er lokað frá föstudeginum 1. júlí. Opnað aftur þriðjudaginn 16. ágúst. Vetrardagskrá hefst 1. september. Upplýsingar á: www gerduberg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og dagblöðin. Kl. 9 hárgreiðsla. Kl. 10 pútt og boccia. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 félagsvist. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Bingó kl. 13.30. Pútt á Vallarvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun virka daga fyrir hádegi. Hádegisverður. Fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og gott með- læti. Fótaaðgerðir 588 2320. Hár- snyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Betri stofa og Listasmiðja opin kl. 9–16. Púttvöllur- inn opinn alla daga. Gönguhópurinn Sniglarnir kl. 10. Sönghópur kl. 13.30. Aðstoð við böðun kl. 9–16. Hádegis- matur. Síðdegiskaffi. Skráning í haustnámskeið lýkur 1. ágúst. Kíktu við eða hringdu í síma 568 3132. Allir alltaf velkomnir. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14 aðstoð v/ böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia (júní). Kl. 10.15–11.45 spænska (júní). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 13–14 leikfimi (júní– júlí). Kl. 13–16 glerbræðsla (júní). Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin. Hárgreiðslu– og fótaaðgerðastofur opnar. Frjáls spila- menska. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna- stund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænar- efnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eldur- inn kl. 21 fyrir fólk á öllum aldri. Lof- gjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir velkomnir. www.gospel.is. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Í KVÖLD leikur djassgítarleikarinn Andrés Þór ásamt „Hummus“-tríói sínu á Pravda-bar. Tríóið skipa auk Andrésar þeir Scott McLemore á trommur og Þorgrímur Jónsson sem leikur á kontrabassa en Þorgrímur er einmitt staddur hér á Íslandi í sumar en hann er búsettur í Den Haag í Hollandi þar sem hann stundar nám við konunglega listaháskólann. Samkvæmt tilkynn- ingu frá tónlistarmönnunum munu þeir leika tónlist eftir hljómsveitarstjór- ann Andrés Þór og tónlistin flokkast að þeirra sögn undir nútímalegan en lagrænan djass sem byggist á hefðinni og á köflum rætur að rekja í fönk- eða grúv-tónlist. Hefst leikur klukkan 22 og aðgangur er ókeypis. Andrés Þór og „Hummus“-tríó á Pravda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.