Morgunblaðið - 07.07.2005, Side 36

Morgunblaðið - 07.07.2005, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 7. júlí kl. 12.00: Kári Þormar, orgel 9. júlí kl. 12.00: Bjørn Andor Drage, orgel 10. júlí kl. 20.00: Norski organistinn Bjørn Andor Drage leikur norska og franska orgeltónlist. ur verksins vilja verða stærri en þær eru og það verður þeim að lokum að falli. Tónsmíðarnar ráða sér sjálfar Tónlistina samdi Höskuldur í samvinnu við „mugi“-vininn Pétur Þór Benediktsson en hljómsveit sér um flutning á öllum sýningum. Höskuldur segist eiga frekar erfitt með að semja stuðlög, að ró- leg og jafnvel svolítil þunglyndis- leg lög komi auðveldar til sín. „Þegar maður kafar í persónurnar og reynir að skilja hvaðan þær koma þá verður fljótlega til lag. Það er ekkert hægt að ráða því hvert lagið fer með mann. Ég hef lært að reyna ekki að stjórna þessu, það tekur miklu lengri tíma og oftast verður niðurstaðan allt önnur en sú sem ég lagði upp með. Ég leyfi tónsmíðunum því oftast að ráða sér svolítið sjálfum,“ segir hann. Í leikhópnum eru bæði atvinnu- leikarar og leiklistarnemar en með aðalhlutverkin fara Ilmur Krist- jánsdóttir, Stefán Hallur Stefáns- son og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Allir í hópnum eru einnig í öðrum verkefnum og því tók svolítið á að koma öllu saman. Höskuldur segir þátt Bergs vera jafnvígan hans eigin því sköpunin liggi auðvitað að stórum hluta í leikstjórninni. „Mér finnst augljóst að leikararnir eiga framtíðina fyrir sér, þeir eru margir mjög góðir og metnaðar- fullir.“ Níu sýningar í júlí Skapandi skrif eru eitthvað sem Höskuldur reiknar fastlega með að vinna við í framtíðinni. Hann hafði mjög gaman af þessari leikgerðar- vinnu ásamt því að hann hefur skrifað aðeins fyrir áhugaleikhóp. Þar fyrir utan hefur hann unnið lengi að tón- og textasmíðum og vinnur nú sem blaðamaður. Níu sýningar verða á Örlaga- eggjunum í Borgarleikhúsinu í júlí og síðustu daga hefur hópurinn unnið á fullu við að fínpússa verk- ið. Leikmyndin er í höndum Elmu Backman og sjónræn hönnun er eftir Hlyn Magnússon. „Ég heyrði einhvern tímann að leikskáld hefði einungis tekið kaffi- boð úr Fávitanum eftir Dostojevskí og kallað það leikgerð Fávitans. Mér finnst stórkostlegt að taka eitt atriði eða senu og gera leikgerð upp úr því. Þá er verið að bæta einhverju við,“ segir Höskuldur að lokum. sögunni eru margar persónur sem koma þræðinum ekkert við. Það virðist eins og bókin sé full af einkahúmor fyrir lítinn hóp vina höfundarins.“ Þá segir Höskuldur greinilegt að persónurnar hafi átt sér lifandi fyrirmyndir en að það sé algjör ógjörningur að ráða fram úr hverj- ar þær voru. Leikritið sett í staðleysu Það var aðallega þrennt sem hann gerði við mótun leikgerðar- innar; setti leikritið í staðleysu, einfaldaði söguþráðinn og styrkti aðalpersónur verksins. „Bókin gerist í Rússlandi en þar sem sá veruleiki var allt annar þá en nú fannst mér ekki þjóna nein- um tilgangi að láta leikritið gerast þar. Hinn íslenski áhorfandi gæti haldið að leikritið eigi að gerast hér á landi, samt eru engin stað- arnöfn nefnd,“ lýsir Höskuldur. „Erfiðast var að reyna að gera verkið áhugavert og koma öllu til skila. Í bókum er hægt að taka tíma í að kynna persónur fyrir les- endum en í leikriti verður þetta að gerast hratt.“ Einkennisorð leikritsins eru dramb er falli næst, þrjár persón- „MARGIR halda að það sé ekkert mál að færa verk úr einum miðli yfir í annan. Að það sé nóg að færa beinar ræður úr bók á svið. Mér finnst það svo tilgangslaust og það bætir engu við verkið.“ Þetta segir Höskuldur Ólafsson, höf- undur leikgerðar og tónlistar Ör- lagaeggjanna, eftir Mikhaíl Búlga- kov sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Það er Leikskólinn og Reyk- víska listaleikhúsið sem stendur að sýningunni en Bergur Þór Ingólfs- son er leikstjóri verksins. Örlaga- eggin voru sett á svið af sama hópi fyrir sjö árum og þótt nýja leik- gerðin sé gjörbreytt er fléttan að mestu leyti sú sama. Leikritið fjallar um ónafngreinda þjóð, heltekna af hrikalegri fugla- flensu sem tortímir kjúklingastofni landsins. Eina von þjóðarinnar er uppgötvun prófessors nokkurs á lífsgeisla sem örvar vöxt lífvera þúsundfalt. Sýningin er að sögn aðstandenda rokkópera sem helst mætti líkja við Litlu hryllingsbúð- ina kryddaðri með Innrásinni frá Mars. Leikgerðin skotheld Höskuldur var fyrst fenginn til að semja söngtexta fyrir uppsetn- inguna en það verkefni þróaðist fljótlega út í leik- og tónlistargerð. „Ég notaði vinnuna við leikgerðina í BA-verkefnið mitt í íslensku og bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands. Það var því legið mikið yfir þessu, einnig með sérfræðingum í HÍ,“ útskýrir Höskuldur. „Þar af leiðandi er leikgerðin mjög skot- held, engu sem við þurftum að sleppa og engu sem þurfti að bæta við. Í menntaskóla las Höskuldur smásögur Búlgakovs og skáldsög- una Meistarann og Margarítu sem fjölmargir þekkja. „Það er einhver skrítinn húmor í verkum Búlga- kovs sem maður nær ekki alveg utan um en er ótrúlega sterkur og spes,“ segir hann. „Sagan um Ör- lagaeggin er vísindaskáldsaga sem er mjög undarleg að forminu til. Hún byrjar mjög skringilega og í Leiklist | Leikskólinn og Reykvíska listaleikhúsið frumsýna Örlagaeggin í Borgarleikhúsinu Dramb er falli næst einkennisorð Búlgakovs Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Höskuldur Ólafsson höfundur leikgerðar og annar höfundur tónlistar verksins. Morgunblaðið/ÞÖK Ólafur Steinn Ingunnarson og Esther Talía Casey sem kærustuparið Pankrat og María. Morgunblaðið/ÞÖK Maríanna Clara Lúthersdóttir í hlutverki sínu sem Birna, aðstoðarkona prófessorsins, í sýningunni á Örlagaeggjunum í Borgarleikhúsinu. EINHYRNINGURINN, eða En- semble Unicorn frá Aust- urríki, leikur ítalska dansa og söngva frá 14. öld á upp- runaleg hljóðfæri í Borgar- leikhúsinu kl. 21 í kvöld. Milli laga lesa Theodór Júlíusson og Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir leikarar erótískar kímnisögur úr Tídægru eftir Boccaccio, en þær voru skrif- aðar á sama tíma og tónlistin. Tónleikarnir eru liður í Þjóð- lagahátíð á Siglufirði. Einhyrn- ingurinn í Borgar- leikhúsinu Morgunblaðið/Jim Smart Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.