Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PARÍSARBÚAR andvörpuðu sáran er Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti í Singapúr í gær að Ól- ympíuleikarnir 2012 yrðu haldnir í London. Tíu þúsund manns höfðu safnast saman fyrir utan ráðhúsið í París og voru reiðubúnir að fagna. Eftir tilkynninguna var kampavínið þó enn á óopnuðum flöskum og hljóm- sveit, sem fengin hafði verið til að spila, var vísað burt. Á sömu stundu opnuðust gráir himnarnir, rigning féll á vanga Parísarbúa og blandaðist þar sorgartárum. Handan Ermarsundsins, á skoskum golfvelli, tók þekktur maður nett dansspor. „Það er ekki oft í þessu starfi sem manni gefst tækifæri til að kýla út í loftið, taka nokkur dansspor og faðma mann- eskjuna við hliðina á sér,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. Hann sagði Parísarbúa hafa haft frábært boð fram að færa, „á endanum var okkar boð þó sterk- ara,“ sagði hann. Eykur á ógæfu Chiracs Blair sagðist ekki hafa náð tali af Jacques Chirac, forseta Frakk- lands, en hann bjóst ekki við að vonbrigði hans hefðu áhrif á ákvarðanatöku þjóðanna á G-8- fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, sem hófst í Skotlandi í gær. Chirac, sem var í flugvél á leið frá Singapúr til Skotlands, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann sagðist samgleðjast Lundúnabúum. Ákvörðun ólympíunefndarinnar er þó ekki einvörðungu áfall fyrir stolt og metnað Frakka, hún eykur mjög á ógæfu forsetans sem skorar lágt í vinsældakosningum á heimavelli, berst við bágan efna- hag lands síns og á í heiftúðugri deilu við Breta um framtíð Evr- ópusambandsins (ESB). Auk þessa er þetta í annað sinn sem forsetinn leggur orðstír sinn að veði fyrir stórt verkefni og tapar. Þess er skemmst að minnast að forsetinn beið mikinn ósigur er Frakkar höfnuðu stjórnarskrársáttmála ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí. Fjölmiðlar í Frakklandi spá því að Chirac hafi tapað svo miklu fylgi upp á síðkastið að hann komi ekki til með að geta setið út þetta kjörtímabil, en hann á nú tvö ár eftir. Ólympíuleikarnir hefðu ýtt undir franskan efnahag, en búist er við um 35 milljarða dollara veltu af þeim á næstu sjö árum (um 2.300 milljarða króna). Að auki er talið að um 60.000 ný störf skapist í kringum leikana. Líklega hefur vanlíðan Chiracs vegna ósigursins heldur aukist í gærkvöld, er hann sat í matarboði með Elísabetu II Englandsdrottn- ingu, eftir að hafa smánað breska matargerð og sagt að kúariðan væri eina framlag Breta til evr- ópsks landbúnaðar. Hafnað í þriðja sinn Fimm heimsborgir, London, París, Madríd, New York og Moskva, höfðu sóst eftir því að fá að sjá um Ólympíuleikana 2012. Moskva datt út í fyrstu atkvæða- greiðslu, New York í annarri og Madríd í þeirri þriðju. Er valið stóð á milli London og Parísar féllu 54 atkvæði London í vil en París fékk 50. Flestir þeir sem vildu halda leikana í Madríd studdu London í síðustu umferð- inni. Þetta er í þriðja sinn sem Ól- ympíuleikar verða haldnir í borg- inni en þar voru þeir árin 1908 og 1948. Þetta er þriðja misheppnaða til- raun Parísarbúa til að fá að halda Ólympíuleika á nokkrum árum en þeir lutu í lægra haldi fyrir Barce- lona árið 1992 og Peking árið 2008. Fulltrúar Parísar segja að nú muni líða langur tími þar til þeir bjóði borgina á ný undir leikana en þeir hafa verið haldnir í borginni í tví- gang, árin 1900 og 1924. „Þetta er erfitt. Í þriðja skiptið … það er erfiður biti að kyngja,“ sagði Henri Serandour, formaður frönsku ól- ympíunefndarinnar. Borgarstjóri Parísar, Henri Del- anoe, tók í sama streng og sagðist vonsvikinn. „Í gærkvöld, þegar ég var að fara að sofa, var fólk að koma af fundi með Blair. Ég vissi ekki að það væri það sem þyrfti til. Ég hélt það væri nóg að hafa bestu gögnin og besta málflutninginn.“ Ólympíuleikarnir hafa sögulega og sérstaka merkingu fyrir Par- ísarbúa, en það var Frakkinn Pierre de Coubertin sem lagði til endurreisn Ólympíuleikanna, árið 1894. Gwndal Peizerat, gullverðlauna- hafi í ísdansi á Ólympíuleikunum 2002, sagði að það besta sem Frakkar gætu gert nú væri „að þjálfa íþróttamenn okkar svo vel að þeir sópi til sín hverjum gull- verðlaununum á fætur öðrum á Ól- ympíuleikunum í London“. Reuters Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á Trafalgartorgi í London þar sem mikill fjöldi manna var saman kominn. Ólympíuleikar verða haldnir í London 2012 Parísarbúar gráta missi sinn á meðan Blair stígur gleðidans Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Reuters Vonbrigðin leyna sér ekki í augum þessa unga Parísarbúa. Singapore. AFP. | Sebastian Coe, lá- varður og fyrrverandi Ólympíu- meistari í millivegalengdum, var varla nefndur á nafn þegar yfirvöld í London leituðu að þeim sem reka skyldi erindi borgarinnar hjá Al- þjóða ólympíunefndinni, IOC. Var það falið Barböru Cassani en síðar kom í ljós, að hún rataði hvorki fram né aftur í þeim frumskógi, sem alþjóðaólympíustjórnmálin eru. Þegar hér var komið fyrir rúmu ári voru góð ráð dýr enda alveg ljóst, að tilboð London um að halda Ólympíuleikana 2012 átti þá lítinn stuðning innan IOC. Keith Mills, formaður bresku ólympíu- nefndarinnar, ákvað þá að biðja Coe, sem einnig situr í nefndinni, að taka verkið að sér. Útnefning Coes vakti enga sér- staka hrifningu, var jafnvel gagn- rýnd af sumum, en á einu ári sneri hann taflinu við og tókst að tryggja Lundúnaborg þennan mesta íþróttaviðburð í heimi. „Það var vissulega á brattann að sækja í fyrstu en við gáfumst ekki upp og hömruðum látlaust á þeim málstað sem við trúðum á,“ segir Coe, sem þykir hafa sýnt af sér sömu hörkuna og skilaði honum ól- ympíutitlunum á sínum tíma. Mest munaði þó um að í síðustu atkvæða- greiðslunni innan IOC tókst honum að vinna þá óákveðnu á sitt band og sigra þannig París með 54 atkvæð- um gegn 50. Coe tókst líka að sannfæra for- ystumennina innan IOC um, að al- menningssamgöngukerfið í London yrði lagfært í tíma og einnig, að breskur almenningur styddi það heilshugar, að leikarnir yrðu í London. Segir hann sjálfur, að það hafi ekki skipt minnstu máli hvað breska ólympíunefndin hefur lagt mikla áherslu á að auka áhuga barna og unglinga á íþróttum. Var um hríð áttfaldur heimsmethafi Coe er fæddur í London 1956 og í byrjun sá Peter, faðir hans, um að þjálfa hann. Stundaði hann nám í hagfræði og samfélagssögu við Loughborough-háskóla en vann sinn fyrsta sigur 1977, þá í 800 metra hlaupi á Evrópumeistara- mótinu innanhúss í San Sebastian á Spáni. Á níunda áratugnum voru það síðan þrír Bretar, Coe, Steve Ovett og Steve Cram, sem báru höf- uð og herðar yfir aðra í millivega- lengdunum. Coe sigraði í 1.500 m í Moskvu 1980 og í Los Angeles 1984. Í bæði skiptin hlaut hann silfur í 800 m. Coe er mesti afreksmaður Breta í millivegalengdum, átti um tíma átta heimsmet og setti þrjú á einu og sama árinu, 1979. Coe sat á þingi fyrir breska Íhaldsflokkinn á árunum 1992 til 1997 og var um tíma persónulegur ráðgjafi Williams Hague, fyrrver- andi leiðtoga flokksins. Sýndi sömu hörkuna og á hlaupa- brautinni Reuters Coe er hann fagnaði úrslitunum innan ólympíunefndarinnar. ALÞJÓÐA ólympíunefndin (IOC), sem ákvað í gær að Ólympíu- leikarnir árið 2012 yrðu haldnir í Lundúnum, er skipuð 114 fulltrú- um sem koma víðs vegar að úr heiminum með misjafnan bak- grunn. Þarna sitja fyrrverandi íþróttamenn, forvígismenn al- þjóða íþróttasambanda, ólympíu- nefnda og einnig margt fyr- irmenna og auðmanna. Má þar nefna Albert fursta af Mónakó. Segja má að nefndin velji sig sjálf. Einu sinni á ári kemur hún saman og velur nýja fulltrúa til setu í nefndinni og þá einkum samkvæmt „óskalista“ forseta IOC. Engin takmörk eru á því hversu lengi menn sitja í nefnd- inni og því má segja að hver fulltrúi sem kjörinn er í hana sitji til lífstíðar sýnist honum svo. Af- ar fátítt er að menn segi sig úr nefndinni og nánast fáheyrt að þeir séu reknir úr henni þótt þess finnist þó dæmi. 202 þjóðir eiga aðild að IOC og hafa þær engin áhrif á hverjir sitja í alþjóða ólympíunefndinni hverju sinni. Juan Antonio Sam- aranch, forseti IOC 1980 til 2001, lagði mikið upp úr í því sinni for- setatíð að í nefndina veldust fyr- irmenni og efnafólk víðs vegar að úr heiminum. Núverandi forseti, belgíski læknirinn Jacques Rogge, hefur hins vegar lagt ríka áherslu á, síðan hann tók við árið 2001, að fjölga íþróttamönnum í nefndinni. Íslendingar hafa einu sinni átt fulltrúa í alþjóða ólympíu- nefndinni, Benedikt G. Waage, fyrrverandi forseta ÍSÍ. Hann var kjörinn í nefndina 1946 og sat í henni til dauðadags árið 1966. Nefnd sem velur sig sjálf Mónakó. AFP. | Albert II, fursti af Mónakó, hefur viðurkennt að eiga son með franskri flugfreyju, ættaðri frá Togo, að því er lög- fræðingur hans greindi frá í gær. Í yfirlýsingunni kemur fram að furstinn, sem er ókvæntur og á ekki erfingja, vilji bera ábyrgð á gjörðum sínum. Barnið, sem er 22 mánaða gamalt, fær arfsrétt en mun ekki erfa krúnuna og mun ekki bera fjölskyldunafnið Grimaldi, vegna þess að það er fætt utan hjóna- bands. Furstinn, sem er 47 ára, von- ast til þess að sonur hans muni fá að njóta æsku sinnar og ung- lingsára í ró og næði og losna við ágang fjölmiðla. Orðrómur þess efnis að Albert ætti barn með flugfreyjunni Nic- ole Coste, sem er 33 ára og frá Togo en hefur franskt ríkisfang, hefur verið hávær síðan í maí. Þá birti franska tímaritið Paris Match viðtal við Coste þar sem hún greindi frá sambandi sínu við furstann, sem síðan stefndi tímaritinu vegna greinarinnar og vann málið. Coste sagðist, í við- tali við AFP fréttastofuna nú í vikunni, hafa ákveðið að greina fjölmiðlum frá faðerni sonar síns því hún hafi hlotið strangt kaþ- ólskt uppeldi þar sem þætti hin mesta skömm að geta ekki gefið upp faðerni barns síns. Furstinn og flugfreyjan kynnt- ust um borð í flugvél þegar hann var á ferðalagi árið 1997. Upp frá því hafi þau verið í sambandi og það var svo í ágúst árið 2003 að drengurinn, sem hlotið hefur nafnið Alexandre, fæddist. Albert fursti á launbarn Reuters Albert II fursti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.