Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kosningabaráttan í Þýska-landi er á fullu enda ekkinema mánuður til kosn-inga, sem verða 18. sept-ember næstkomandi. Samkvæmt skoðanakönnunum hafa kristilegu flokkarnir verulegt forskot á helsta stjórnarflokkinn, jafn- aðarmenn, en ekki er samt víst, að þeir og væntanlegur samstarfs- flokkur þeirra, Frjálsir demókratar, fái þann þingstyrk, sem þarf til að mynda stjórn að kosningum loknum. Kemur þar margt til og meðal ann- ars tilkoma nýs flokks, Vinstriflokks- ins, óánægjuflokks, sem sækir fylgi sitt ekki aðeins til vinstri, heldur líka til hægri. Linkspartei eða Vinstriflokkurinn, sem var formlega stofnaður 17. júlí síðastliðinn, er heldur ólíkleg sam- setning að margra mati. Annars veg- ar standa að honum óánægðir jafn- aðarmenn undir forystu Oskars Lafontaines, fyrrverandi fjár- málaráðherra og mikils keppinautar Gerhard Schröders kanslara um for- ystuna meðal jafnaðarmanna, og hins vegar Lýðræðislegi sósíal- istaflokkurinn, arftaki austur-þýska kommúnistaflokksins, með Gregor Gysi í fararbroddi. Þótt bakgrunnur þessara tveggja manna sé ekki sá sami, annar kemur úr vestri en hinn úr austri, virðast þeir furðu líkir. Þeir eru miklir mælskumenn, lýðskrumarar í augum andstæðinganna, og báðir eru þeir sakaðir um að flýja jafnan af hólmi þegar blákaldur veruleikinn hættir að passa við áróður þeirra og fyrri yf- irlýsingar. Gysi hljópst á brott sem efnahagsráðherra í Berlín og Lafon- taine sem fjármálaráðherra í stjórn Schröders. Sameinast í andúð á umbótum Það, sem fyrst og fremst sameinar þá Lafontaine og Gysi, er andúð þeirra á efnahagsumbótum Schröd- ers og fylgið sækja þeir í ýmsar áttir: Óánægðir félagar í verkalýðshreyf- ingunni, andstæðingar hnattvæð- ingar og einnig sumir hægrimenn, sem eru samstiga vinstrimönnum í andúðinni á „stórkapitalistum og spákaupmönnum“. Andstæðingar Vinstriflokksins lýsa stefnu hans þannig, að hún byggist á efnahagslegum sjónhverf- ingum heimafyrir og andúð á Banda- ríkjunum í utanríkismálum. Flokk- urinn hefur meðal annars lagt til, að lagður verði nýr skattur á þýsk fyr- irtæki og ríkt fólk, meira en 7.000 milljarðar ísl. kr., til að standa undir hækkun á velferðarbótum og hann vill einnig hækka almenn laun til að örva efnahagslífið. Aðrir þýskir stjórnmálamenn og hagfræðingar hrista bara hausinn yfir þessu og þá er ekki síður hneykslast á þeirri til- lögu Lafontaines, að Írönum verði leyft að koma sér upp kjarn- orkuvopnum svo þeir geti varist Ísr- aelum. Útlendingum kennt um Vilji einhver kalla þessar tillögur vinstriöfga, þá vísar andúð þeirra Lafontaines og Gysi á útlendingum í Þýskalandi heldur í hina áttina. Þeir saka þá, einkum Tyrkina, sem flykktust til Þýskalands á uppgangs- árunum, um að taka vinnuna frá Þjóðverjum og nefna þá ekki „gast- arbeiter“ eins og áður tíðkaðist, held- ur „fremdarbeiter“. Það orð notuðu einmitt nasistar á sínum tíma um það ánauðuga vinnuafl, sem þeir fluttu til landsins, einkum rússneska og pólska stríðsfanga. Þessi afstaða og þessi orðanotkun hefur verið harðlega gagnrýnd. Joschka Fischer, utanríkisráðherra og leiðtogi Græningja, kallar Lafon- taine „þýskan Haider“ og er þá að vísa til Jörg Haiders, leiðtoga hægri- öfgaflokks í Austurríki, sem vill helst alla útlendinga í burt. Átta kunnir rithöfundar hafa birt opið bréf í Die Welt og í því segja þeir m.a.: „Boð- skapurinn er þessi: Við erum hrein- ræktaðir en þið eruð aðskotadýr, sem taka frá okkur vinnuna.“ Dæmigerður mótmælaflokkur „Hér er um að ræða dæmigerðan lýðskrums- og mótmælaflokk, sem sækir fylgi sitt til hægri og vinstri,“ segir Jürgen Hofrichter, kosninga- sérfræðingur hjá Infratest, og um það virðast eiginlega allir sammála, meira að segja væntanlegir kjós- endur Vinstriflokksins. Könnun með- al þeirra, sem segjast ætla að kjósa hann, sýnir, að aðeins 25% þeirra treysta honum fyrir fjármálum rík- isins. Ljóst er, að Vinstriflokkurinn þrífst fyrst og fremst á ótta fólks og óánægju með atvinnuleysi og nið- urskurð í velferðarkerfinu. Í honum endurspeglast vaxandi andúð í Evr- ópu á hinum venjulegu stjórnmálum, á markaðsfrelsi og þeirri „nýfrjáls- hyggju“, sem gripið er til í því skyni að örva hagvöxt. Að sumu leyti má segja, að Vinstriflokkurinn sé þýsk hliðstæða við franska og hollenska „neiið“ við stjórnarskrá Evrópusam- bandsins. Tilkoma Vinstriflokksins í Þýska- landi er söguleg að því leyti, að þar hefur hægrisinnuðum lýðskrums- flokkum hingað til verið haldið niðri en þeir hafa látið mikið að sér kveða í Austurríki og Belgíu. Með því að hræra saman hægrisinnuðum þjóð- ernishroka og sósíalisma á erfiðum tímum hefur Vinstriflokkurinn hins vegar möguleika á að festa sig í sessi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þýsk stjórnmál. Vantreysta stjórnmálamönnum Richard Hilmer, framkvæmda- stjóri skoðanakannanafyrirtækisins Infratests, segir, að staðan í Þýska- landi sé nú sú, að kjósendur treysti ekki jafnaðamönnum vegna þess, að Schröder hafi ekki dregið úr atvinnu- leysinu eins og hann hafði lofað og þeir treystu í raun ekki heldur kristi- legum demókrötum vegna þess, að það væri ekki að sjá, að þeir hefðu neitt lært frá því á dögum Helmuts Kohls. Er hann þá að ýja að því, að það var einmitt í tíð Kohls og kristi- legra demókrata, sem atvinnuleysið rauk upp samfara litlum hagvexti ár eftir ár. Það er við þessar aðstæður, sem Vinstriflokkurinn þrífst þótt enginn geri ráð fyrir, að hann muni nokkru sinni fá aðild að ríkisstjórn. Síðustu kannanir á stöðu flokk- anna eru dálítið misvísandi. Þýska sjónvarpsstöðin RTL birti á mánu- dag könnun, sem gaf kristilegu flokkunum 43% en jafnaðarmönnum 29% og þar var Vinstriflokkurinn með 10%, hafði misst tvö prósentu- stig. Í könnun, sem dagblaðið Der Tagesspiegel birti á fimmtudag, fá jafnaðarmenn 30,59% en kristilegu flokkarnir 40,25%. Vinstriflokkurinn fær 10,04%, Græningjar 8,35% og Frjálsir demókratar 7,38%. Stóra samsteypan eina lausnin? Verði niðurstaðan þessu lík er ljóst, að kristilegu flokkarnir og frjálsir demókratar fá ekki meiri- hluta og þá er möguleikinn á stjórn- armyndun í raun aðeins einn, það er að segja Stóra samsteypan, sem svo hefur verið kölluð, samstarf kristi- legu flokkanna og jafnaðarmanna undir forystu Angelu Merkel, leið- toga kristilegra demókrata. Sumir óttast, að slík stjórn yrði hálflömuð vegna eilífra málamiðlana milli flokkanna en aðrir segja, að hún sé besti kosturinn fyrir Þýskaland. Henni sé best treystandi til að fylgja eftir umbótum Schröders og jafn- aðarmanna og að grípa til annarra nauðsynlegra ráðstafana í efnahags- málunum. FRÉTTASKÝRING | Þjóðverjar ganga að kjörborðinu í næsta mánuði í skugga efnahagserfiðleika og óánægju meðal almennings. Í þessu andrúmslofti hefur skotið upp nýju afli, Vinstriflokknum, sem er sakaður um að hræra saman hægrisinnuðum þjóðernishroka og óábyrgum sósíalisma. Hugsast getur, að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar, að flokkurinn eigi eftir að festa sig í sessi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir þýsk stjórnmál. Óróleikatímar í þýskum stjórnmálum Reuters Kosningaspjald með mynd af Gerhard Schröder kanslara borið framhjá öðrum með myndum að Angelu Merkel, kanslaraefni kristilegu flokkanna. Gregor Gysi Oskar Lafontaine ’Aðeins 25% kjósendaVinstriflokksins treysta honum fyrir fjármálum ríkisins.‘ ’Að nokkru þýsk hlið-stæða við franska og hollenska „neiið“ við stjórnarskrá ESB.‘ svs@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.