Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 33 UMRÆÐAN MÁLEFNI eldri borgara fá sjald- an þann hljómgrunn sem þau eiga skilið og sum svið sem skipta aldraða mjög miklu liggja í þagnargildi. Einn þess- ara málaflokka er geð- heilbrigðisþjónusta og þunglyndi meðal eldri borgara. Ýmsir sér- fræðingar, s.s. svið- stjórar á Landspít- alanum og geðlæknar, hafa nýverið bent á þörfina í þessum mála- flokki. Ég hef tvisvar sinn- um lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á þung- lyndi meðal eldri borg- ara þar sem m.a. átti að skoða umfang vandans, orsakir og afleiðingar, sem og forvarnir. Í þingmálinu var einnig bent á að engin stofnun innan heilbrigðisgeir- ans hér á landi fæst á skipulagðan hátt við þunglyndi eldri borgara. Í bæði skiptin hefur þingmálið verið svæft í meðförum stjórnarmeirihluta Al- þingis. Sérstaða þunglyndis eldri borgara Samkvæmt skýrslum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) er þunglyndi einn erfiðasti og dýr- asti sjúkdómur mannkyns. Á Íslandi er talið að um 12.000–15.000 manns þjáist af þunglyndi. Þunglyndi meðal eldri borgara getur haft margs kon- ar sérstöðu sem ber að taka tillit til. Þunglyndi meðal aldraða getur í sumum tilfellum verið frábrugðið þunglyndi annarra aldurshópa þar sem missir maka eftir langt hjóna- band, einmanaleiki, verkefnaleysi, óvirkni, hreyfingarleysi, missir sjálf- stæðis, fjárhagsáhyggjur, félagsleg einangrun og jafnvel lífsleiði geta verið veigameiri orsök en hjá öðrum hópum. Sömuleiðis geta mörg ein- kenni þunglyndis verið álitin eðlileg- ur fylgifiskur öldrunar og skörun getur verið á milli líkamlegrar van- heilsu og aukaverkana lyfja- meðferðar. Dvöl á hjúkrunarheim- ilum getur haft ýmis andleg áhrif á viðkomandi þar sem einstaklingur stendur skyndilega frammi fyrir því að búa við nýjar og aðrar aðstæður í nánu samneyti við nýtt og ókunnugt fólk. Engin öldrunargeðdeild hér á landi Það er því brýn þörf á að rannsaka sérstaklega þunglyndi meðal eldri borgara. Með greiningu á þunglyndi eldri borgara má auka þekkingu á þunglyndi meðal þessa fólks í þeirri von að draga megi úr tíðni þess, gera meðferð skilvirkari og fækka sjálfs- vígum. Gott starf hefur vissulega verið unnið hér á landi í tengslum við þunglyndi og má þar nefna fræðslu- verkefni Landlæknis sem kallast Þjóð gegn þunglyndi og starf Geð- ræktar. Sömuleiðis hafa margir öldrunargeðlæknar og aðrar stéttir unnið feykilega gott starf á þessu sviði. Erlendis má finna sérstakar geð- deildir fyrir aldraða og heilsugæslu- þjónustu fyrir aldraða með geðræn vandamál. Miðað við stöðuna í Nor- egi ættu tvær slíkar stofnanir að vera hér á landi. Nú er hins vegar engin sérstök öldrunargeðdeild starfrækt á Íslandi. Á Landspítala- Landakoti væri hægt að búa til sér- staka öldrunargeðdeild án mikils kostnaðar þar sem margt fagfólk starfar nú þegar. Sjálfsvíg meðal eldri borgara Mikilvægt er að skoða tíðni sjálfs- víga og sjálfsvígstilrauna meðal eldri borgara, en að sjálfsögðu ber að nálgast slíkt af mikilli varúð og nær- gætni. Sjálfsvíg meðal eldri borgara hafa lengi verið feimnismál hér á landi eins og víða annars staðar. Sumir telja að sjálfsvígstíðni meðal aldraðra sé hærri en opinberar tölur segja til um. Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, er sjálfsmorðstíðni hæst á meðal karlmanna sem eru eldri en 85 ára. Það er því nauðsynlegt að meta umfang þessa vanda til að geta brugðist við honum og spornað gegn þessari vá. Lykilatriðið er að greina vandamálið svo að hægt sé að bregðast rétt við því. Í ljósi mikillar notk- unar á geð- og þung- lyndislyfjum er nauð- synlegt að bregðast við þunglyndi með öllum tiltækum leiðum. Til- hneigingin hefur verið að leysa þennan vanda meðal eldri borgara með lyfjagjöf í stað annarrar meðferðar. Það þarf einnig að huga að annars konar meðferð samhliða lyfjameðferð eða í stað hennar, t.d. með því að auka félagslega ráðgjöf og auðvelda heimsóknir til öldrunarlækna og sál- fræðinga á heilsugæslustöðvum. Sömuleiðis getur aukin hreyfing og aðstaða til hreyfingar verið skyn- samleg leið til að sporna gegn þung- lyndi. Mikilvægt er að tryggja að- komu ólíkra stétta að þessum vanda og rótum hans sem geta verið svo margslungnar. Hætta á meiriháttar heilbrigðisvandamáli Allflestir fagaðilar sem gáfu um- sögn með þessu þingmáli voru sam- mála um að þörf væri á rannsóknum á þunglyndi meðal eldri borgara og fögnuðu tillögunni. Má þar nefna Landlækni, stjórn Samtaka heil- brigðisstétta, Félag eldri borgara, Læknaráð og Öldrunarfræðafélag Íslands. Eldri borgurum fjölgar sífellt en til ársins 2010 mun landsmönnum 65 ára og eldri fjölga um 11% og lands- mönnum 80 ára og eldri fjölga um 29%. Hætt er við að þunglyndi meðal eldri borgara verði að meiri háttar heilbrigðisvandamáli ef ekki er brugðist hratt og rétt við. Skipun nefndar sem rannsaki þessi mál, eins og þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, er brýnt verkefni og ætti að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Þunglyndi, kvíði og einmanaleiki á ekki vera eðlilegur fylgifiskur efri áranna. Hugsum vel um eldri borgara Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um málefni eldri borgara ’Þunglyndi,kvíði og ein- manaleiki á ekki vera eðlilegur fylgifiskur efri áranna.‘ Ágúst Ólafur Ágústsson Höfundur er varaformaður Samfylk- ingarinnar og alþingismaður. Hesthamrar, 112 Rvk - Einbýli Glæsilegt og óvenju vandað, samtals rúm- lega 220 fm einbýli, þar af 180 fm kjallari. Þrjár aukaíbúðir eru í kjallara allar með sér- inngangi. Þær eru allar í útleigu og gætu borgað af 30-40 millj. króna láni. Aðalhæð- in er öll á einni hæð og er alveg sér þ.e.a.s. inngangur að framan en sérinnkeyrsla er fyrir aukaíbúðirnar. Eignin uppi er samtals 221,2 fm með innbyggðum tvöföldum bíl- skúr. Stór, skjólsæll og fallegur garður. Tveir sólpallar. Gengið er út á annan pall- inn um tvöfalda hurð úr eldhúsi og einnig útaf stofu. Einstakt tækifæri. Sjá lýsingu og myndir á www.fold.is. Parhús, Álfhólsvegi, Kópavogi Nýlegt parhús með aukaíbúð. Frábær staðsetning í grónu hverfi. Þrjú svefnher- bergi, stór stofa, tvennar svalir og bílskúr. Tveggja herbergja aukaíbúð með út- leigumöguleika. Verð 39,0 millj. 6900 Einbýlishús, Skeljagranda, 107 Reykjavík Fallegt 320 fm einbýli í enda í lokaðri götu. Á neðri hæð eru stórar stof- ur, rúmgott eldhús og gestasnyrting. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi og stórt fallegt baðherbergi. Lítil íbúð er í kjallara auk hobbyherbergis. Innbyggður bílskúr. Vandað hús með óvenjulegri og fallegri lóð. Glæsileg eign á rólegum stað í vestur- borginni. Skipti möguleg á raðhúsi eða góðri sérhæð í vesturborginni eða á Seltjarnarnesi. Verð 65 millj. 7010 Hæð, Reynimel, 107 Reykjavík Falleg hæð og stórt ris. Þrjú góð herbergi. Tvennar stofur og gott sjónvarpshol. Tvennar svalir og baðherbergi á báðum hæðum. Eignin er mikið endurnýjuð. Verð 33,0 millj. 6896 Álfheimar 3. hæð - 4ra herb. Laus strax Falleg og mikið endurnýjuð íbúð á þessum vinsæla stað. Ný eldhúsinnrétting með fallegum nýjum tækjum frá Bosch. Nýlegt parket á allri íbúðinni. Nýleg tæki á baði. Laus við kaupsamning. Verð 19,5 millj. 6782 Framnesvegur, 107 Rvk. - 5 herb. Mikið endurnýjuð 5 herbergja íbúð á þess- um vinsæla stað. Nýjar lagnir, nýtt raf- magn. Allt nýtt á baði, hornbaðkar og falleg tæki. Fjögur svefnherbergi, björt og góð stofa. Húsið er í góðu ástandi, nýmál- að. Fálkagata, 107 Rvk. - 4ra herb. Vorum að fá í einkasölu fjögurra herbergja íbúð á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er skemmtilega skipulögð, góð herbergi og stór stofa. Skipt var um eldhúsinnréttingu fyrir nokkrum árum. Húsið sjálft er í mjög góðu ástandi og var nýlega tekið í gegn. Þetta er eign á frábærum stað, m.a. stutt í Háskólann og fallegt útivistarsvæði. Íbúðin þarfnast smá lagfæringa og er því á góðu verði. 19,9 millj. nr 6960 Sumarhús í Skorradal Nýtt og glæsilegt 57 fm sumarhús með svefnlofti. Rafmagn og heitur pottur. Ein- stök staðsetning í kjarri vaxinni náttúru með útsýni yfir Skorradalsvatn, Snæfells- jökul og Langjökul. Stutt í sund og veiði. Nýtt innbú fylgir. Verð 15,9 millj. 7007 Hraunhvammur, 220 Hafnar- firði - Einbýli Ca 148 fm einbýli á þessum eftirsótta stað. Fjögur góð svefnherbergi, stór stofa, rúmgott eldhús. Bygging bílskúrs er hafin. Húsið er klætt að utan. Verð 27,9 m. 6898 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Krókamýri - 4ra - Garðabæ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu 101,6 fer- metra 4ra herbergja íbúð á annarri hæð með sérinngangi vel staðsetta í Mýrahverfi í Garðabæ. Eignin skiptist í for- stofu, hol, stofu, borðstofu, eld- hús, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Góðar suðursvalir. Stutt er í skóla og leikskóla. Frábær staðsetning. Verð 24,3 millj. Opið hús í dag frá kl. 16-18 Laugarnesvegur 74 - íbúð 0201 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Erum með í sölu mjög góða mikið endurnýjaða íbúð á 2. hæð ásamt bíl- skúr. Íbúðin er laus strax. 2 svefnherbergi og tvær samliggjandi stofur. Mjög góð eign á góðum stað. Opið hús verður í dag, sunnudag 21. ágúst frá kl. 16-18. Björn tekur á móti áhugasömum. Allar upplýsingar um eignina er hægt að fá hjá Þórarni sölumanni í síma 899 1882
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.