Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 2005 37 UMRÆÐAN ÞEGAR talað er í niðrandi tóni um „atvinnumótmælendur“ er lát- ið í veðri vaka að þeir stingi tilvilj- anakennt niður fæti hvar sem eitt- hvað gerist, og mótmæli því. Þetta er næstum rétt en þar með alveg rangt. Því framvinda heimsins er ekki jafn tilvilj- anakennd og hún get- ur virst í nærmynd. Eftir að önnur kerfi lögðu upp laupana er nú eitt kerfi í þann mund að sölsa undir sig veröld manna eins og hún leggur sig, yf- irleitt nefnt kapítal- ismi. Það felur eink- um í sér að skiptagildi hluta og fyrirbæra í heiminum er gert hærra undir höfði en raungildi nokkurs í lífi manneskju. Enda er skiptagildi þægilegra en raungildi, að því leyti að það má mæla og því má safna. Mótmælendurnir eru ekki hér vegna þess að þeim þyki svo sér- staklega vænt um íslenska kletta, heldur til að berjast gegn því að öllu sem fólki þykir vænt um, þ. á m. íslenskum klettum, verði drekkt í auðmagni. Auðmagnið er sérstök vél og undarleg. Á Íslandi hefur í fimm- tán ár eða lengur mest borið á þeim málstað að auðmagnið sé betra í að búa til auð en önnur kerfi. Og því er ekki hægt að and- mæla. Enda er nú svo mikill auður á Íslandi að þarf að farga honum, bílaumboð í borginni fargaði á síð- asta ári 4–5 ára gömlum notuðum bílum sem ekki fékkst nógu hátt verð fyrir, frekar en selja þá ódýrt. Þetta er hinn íslenski álþrí- hyrningur: ál fer út, bílar fara inn, hraðar en nokkru sinni (og stífla götur …) og er fargað eftir fjögur ár til að rýma fyrir nýjum. Auð- urinn eykst en hann á sér rökvísi sem er önnur en mannleg rökvísi. Mótmælendurnir sem lögreglan hefur elt um hálendið og suður til Reykjavíkur tilheyra þá þeim djarfa hópi fólks sem annars veg- ar neitar að taka þátt í framleiðslu fáránleikans, og vill hins vegar varpa ljósi á hann, jafnvel með ólöglegum aðgerðum. Þetta heitir borgaraleg óhlýðni, og hefur á öll- um stigum sögunnar verið nauðsynlegur undanfari mögulegra breytinga. Umfjöllunin um mótmælendurna virð- ist hins vegar að- allega neikvæð. Og allir virðast geta tínt eitthvað til, til að for- mæla erlendu mót- mælendunum. Það er vitaskuld auðveldast fyrir yfirlýsta hægri- menn, og næsta sjálf- gefið, en tekur sárast að heyra vinstrimenn, jafnvel and- mælendur virkjanaframkvæmda, tína til frávísunarklisjur. „Þetta eru bara krakkar að skemmta sér.“ „Þetta er allt of seint.“ „Þau eru að kaupa sér samvisku.“ „Þau vilja geta sagt frægðarsögur af sér.“ „Hafa þau ekkert betra að gera?“ Ég hef sérstakt dálæti á þeim ummælum sem ég heyrði að skiljanlegt væri ef raðhúsaeigend- ur í Hafnarfirði mótmæltu stækk- un álversins þar, þá væri þó verið að traðka á eignum manna en „svona lagað er náttúrlega bara barnaskapur“. Hvers vegna hafa allir tiltæk svona einföld rök til að láta eins og ekkert hafi gerst? Og hvernig er hægt að láta eins og ekkert hafi gerst á meðan lög- regla, yfirvöld, prestar og fjöl- miðlafulltrúar bregðast við af óvenjulegri og, að virðist, óþarfri sefasýki? Mergur málsins er sá að eitt- hvað gerðist. Atburður átti sér stað. Og atburðir eru ekki vel- komnir á Íslandi, þeir raska ró smábæjarsamfélagsins. Það komu manneskjur sem lá nógu mikið á hjarta til að klífa 50 metra háan byggingakrana og hírast í honum í margar klukkustundir. Þau eiga ekki raðhús í Hafnarfirði en finnst gaman að tjalda. Það er óþægilegt að standa frammi fyrir spurning- unni: Er í alvörunni eitthvað þess virði? og þægilegra að formæla krökkunum fyrir lætin. Því það sem er vegið að eins og yfirvöld sýna fyrir slysni með viðbrögðum sínum er hvernig við lifum. Það er hægt að lifa öðruvísi. Og það er raunar auðvelt. Það þarf margra ára skólagöngu og stöðugar áminningar fjölmiðla til að halda trú á hagkerfið gangandi. Pen- ingar eru nefnilega þess eðlis að ef allir hætta að trúa á þá verða þeir verðlausir og hætta þar með að verða til. Því þeir eru bara holdtekinn átrúnaður. Á tímum þegar stjórnmálamenn hafa tekið að sér hlutverk samningsaðila við fjármagnsheiminn og sölu þess sem þeir áttu aldrei, og drekkt svo stofnunum lýðræðisins í skiptagildi að þær þykja ómerki- legri en góðar stöður innan stór- fyrirtækja, verða þeir ekki endi- lega vinsælir sem mæta til að benda og hrópa þar sem sökkva skal enn einum stað í peningum. Og þá ekki á meðal hinna sem héldu að þeir hefðu andmælt nóg og væru nú þegar saklausir. Gest- irnir sem komu til að vera með læti eiga ómælt lof skilið og verði þeim nú fylgt úr landi, eins og lít- ur út fyrir, koma þau vonandi sem fyrst aftur. Mótmælendur og andstyggð Haukur Már Helgason fjallar um mótmælendur við Kára- hnjúka ’Hvers vegna hafa allirtiltæk svona einföld rök til að láta eins og ekkert hafi gerst?‘ Haukur Már Helgason Höfundur er meðlimur í Reykjavík- urakademíunni. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 Fréttir í tölvupósti Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali BYGGÐARENDI - STANDSETT Stórglæsilegt 363 fm einbýli með innbyggðum bílskúr. Húsið hefur mjög mikið verið endurnýjað. Á efri hæðinni er forstofa, hol, stórar samliggjandi stofur, sólstofa, arin- stofa, eldhús, baðherbergi og hjónaherbergi. Á neðri hæðinni er hol, herbergi, geymsla og sjónvarpsherbergi auk 105 fm 3ja herbergja íbúðar sem mjög auðvelt er að sameina aðalíbúðinni. V. 64 m. 4833 EYJABAKKI 13 1.H.H. Snyrtileg og björt 3ja herbergja íbúð á 1. hæð til vinstri. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Svalir eru út frá íbúðinni í vestur. Næg bílastæði eru við húsið. Snyrtileg sameign. V. 14,9 m. 5139 ÆGISÍÐA - GLÆSIEIGN Glæsileg neðri sérhæð í einu af fallegustu húsunum við Ægisíðuna. Húsið er teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt árið 1951. Frábært óhindrað sjávarútsýni er úr íbúðinni. Hæð- in hefur mjög mikið verið endurnýjuð síðastliðin ár, meðal annars gólfefni, gluggar (harð- viður) og gler, baðherbergi o.fl. Auk þess hefur húsið verið steypuviðgert og málað og þak endurnýjað. Raflagnir hafa einnig verið endurnýjaðar. Í kjallara fylgir góð geymsla og sameiginlegt þvottahús. 5153 FURUBYGGÐ - PARHÚS Í SÉRFLOKKI Einlyft bjart og glæsilegt parhús með fallegum garði (lækur í garði) í mjög rólegu umhverfi innst í botnlanga. Húsið skiptist m.a. í forstofu, hol, hjónaherbergi, eldhús, borðstofu, stóra stofu með kamínu, tvö svefnherbergi, glæsilegt baðherbergi, þvottahús, geymslu og tvo bílskúra. Annar bílskúrinn er 62 fm á tveimur hæðum. Góð sólverönd og mjög fallegur gróður. Á lóðarmörkum rennur fallegur lækur. Allar innréttingar og gólfefni eru sérlega glæsileg og vönduð. V. 45 m. 5220 OPIÐ HÚS - ARNARHRAUNI 36 Í MIÐBÆ HAFNARFJ. Vorum að fá í sölu mjög fallegt 245 fm einbýlishús á tveimur hæðum við Arnarhraun í Hafnarfirði. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur, sólstofu, fimm herbergi, baðherbergi og snyrtingu. Sérstaklega fallegur garður til suðurs. Úr sólstofu er gengið út í garð á timb- urverönd. Húsið er mjög vel staðsett en þaðan er örstutt í miðbæinn, skóla, íþróttahús, Lækinn o.fl. Húsið getur verið laust fljótlega. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15. V. 39,5 m. 5067 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Glæsileg neðri sérhæð í einu af fallegustu húsunum við Ægisíðuna. Húsið er teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt árið 1951. Frábært óhindrað sjávarútsýni er úr íbúðinni. Hæðin hefur mjög mikið verið endurnýjuð síðastliðin ár, meðal annars gólfefni, gluggar (harðviður) og gler, baðherbergi o.fl. Auk þess hefur húsið verið steypuviðgert og málað og þak endur- nýjað. Raflagnir hafa einnig verið endurnýjaðar. Í kjallara fylgir góð geymsla og sameiginlegt þvottahús. 5153 ÆGISÍÐA - GLÆSIEIGN ÞINGVALLAVATN - EIGNARLÓÐ - SUMARHÚS Heimili að heiman. Á besta stað við Þingvallavatn, í landi Skálabrekku (30 mínútur frá Reykjavík), er risið glæsilegt 170 fm sumarhús byggt sem heilsárshús á rúmlega 8.000 fm eignarlóð (0,8 ha). Húsið er á steyptum grunni með vélslípaðari plötu og hitalögnum í gólfi. Það verður klætt að utan með báruáli og harðviði og frágengið til innréttinga að innan. Aðalhúsið er um 140 fm og gestahús er um 30 fm. Allar upplýs- ingar á skrifstofu FM í síma 550 3000. Sjá einnig á fmeignir.is og skalabrekka.is. 13732 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.