Mánudagsblaðið - 24.06.1968, Side 6

Mánudagsblaðið - 24.06.1968, Side 6
f • -,-rV&Síy:, 7 Mánudagsblaðið . 4;;>* 'Sip£ Íjí, y í MánvuJaguic 24. JiM 1363 Faith Baldwin: CAROL REID Framhaldssaga 11 andi eiginkonur borði saman — ásamt núverandi mökum. Oe allt gengur þetta í mesta bróðemi. Svo bað er ekkert við það að athuga, að þú hafir þín eigin hjartans mál. — Hann greip fram í fyrir henni. reiðilega: ,JHún er það ekki!“ ,,Fyrirgefðu“, sagði Carol. „En hún hefur að minnsta kosti á- huga á þér. i>að j/erðurðu að við- urkenna. Og er hrædd við, að ég kunni að hafa áhuga á þér líka. Nokkurs konar sálraenir timburmenn. Hin gömlu. kynnin gleym'ast ei, og allt það“. „Þetta er ósæmilegt tal“, sagði hann með hita í röddinni. „E>að fannst mér líka“, sagði Carol, „en Millicent er á öðru máli. Hún ,er mjög“ — hún hló •— „háttvís". „Kvenfólk!" sagðd Andy — eftir nokkra þögn. Þegar til bæjarins kom, óku þau James Green heim til hans og héldu síðan áfram þangað sem Carol átti heima. Dyravörðurinn tók við far- angri hennar. en Andy stóð á stéttinni og sagði: „Þetta var anzi gaman, við förum þangað aftur“. Carol brosti háðslega. „Ég yrði mjög hisisa, Andy, ef ungfuú Allen byði mér í ann- að sinn“, „Hvaða vitleysa“. Hún sagði: „Gömul brek læðast .aftur inn í þjtt lýtalausa líf og vinna á móti nýjum. hollum áhrifum“. „Haltu þér ' saman!“ sagði Andy. Hann langaði til að berja hana. Hanh minntist fyrri tíma. þegar hann hafði oft langað til að berja hana, hann mundi þetta sérstaka háðsbrps — hún var ekki vaxin frá því ennþá — og tónninn í röddinni. Hún hafði alltaf haft lag á að gera honum gramt í geði. Hann mundi eftir ljóshærðu stúlkunni, sem var orðin of drukkin og hékk \itan í honum. og hann mundi, að þegar þau Carol komu heim og hann var að rífa ,af sér flibbann. gat Carol ekki stillt sig um að herma í sífellu eftir henni: „Ó, herra Morgan. þér eruð svo siór og sterkur!" Allt í einu hló hann. „Þú hefur þá ekki breytzt“. „Hamingjan góða, það vona ég samt“, sagði hún af sann- færingu. Þegar hann steig upp í bílinn, greip hún í handlegg hans og sagði: „Verður ekki erfitt að út- skýra þetta á skrifstofunni?" „Síður ef ég geri það, heldur en ef þeir fréttu þetta utanfrá Ég hafði ekki hugsað út í það“. „Ekki ég heldur. Þakka þér fyrir bíltúrinn, Andy, og góða nótt“. Klukkan var orðin þrjú daginn eftir, þegar Carol fékk sícilaboðin, sem hún hafði kviðið fyrir. Mr. Maynard óskaði eftir að tala við hana. Hann hló, þegar hún kom inn, og benti henni að setjast á stól. „Ekki þennan sektarsvip", sagði hann. „Eg finn til. sektar", sagði hún, „þó ég viti ekki hvers vegna. Þér spurðuð mig, hvort ég þekkti hann, og ég svaraði, að ég þekkti mann með því nafni, en ég vissi ekki, hvort það væri hann." Hann sagði: „Barnið mitt gott, ég er ekki að áfellast yður. Eg skil þetta út í æs- ar.“ „Þakka yður fyrir," sagði Carol. „Þetta var allt ósköp kjánalegt, en eftir öll þessi ár —" „Kemur ykkuf vel saman?" spurði Maynard blátt áfram. „Ágætlega." Carol hló. „,Betur en nokkru sinni áður. Eg á við — bet- ur en síðustu mánuðina, meðan við vorum gift." „Það er erfitt að hugsa sér, að þér og Andy —" Hann yppti öxlum og brosti. „Þið megið búast við, að ykkur verði strítt dálítið hér á skrif- stofupni. Til dæmis finnst Steve þetta hálf hjákátlegt." „Það er það vfst" sagði hún. „Farið þér ekki", sagði Mayn- ard, þegar hún stóð á fætur. „Það er fleira, sem ég þarf að tala um við yður." í sama mund opnuðust dyrnar, og Andy kom inn. „Eg er hérumbil búinn að t/yggja okkur Dawsonkrakkan. Pabbi hennar kemur hingað á morgun og talar við þig, Richard. Eg var lengi áð tala við hann." Carol hrópaði upp: „Andy! ertu viss um það?" „Hann er enn á báðum áttum", sagði Andy og fleygði ser niður í stól, „en ég hugsa, að þú getir tai- ið hann á það, Carol. Þú verður að fara mjög varlega í sakirnar. Eitt af þvf, Sem Dawson er ekki mikið um, er auglýsingar." „Bíðið þið við", sagði Maynard, „við skulum ná í Steve." Dawsonskrakkin hafði verlð til umræðu á skrifstofunni í marga mánuði, eða síðan Andy hafði hitt pabba hennar í klúbnum þeirra, en þeir voru gamlir skólabratður. Það var þá sem Dawson hafði minnzt á Lydiu, dóttur sína Andy varð ekki um sel. Hann þekkti of marga stolta foreldra, sem vildu fá hann til að lesa ritsmíðar drengsins síns, eða litlu ijóðin hennar dóttur þeirra til jólasvein- anna. Samt sem áður var ýmislegt við Lydiu, sem vakti áhuga hans, og litlu síðar borðaði hann heima hjá Dawson og kynntist telpunni. Svo þegar hún var farin í rúmið, tók Dawson upp blöð úr skrifborðs- skúffunni sinni og sýndi Andy. Ljóðin vöktu furðu Andys. Þau voru einföid, ljóðræn, indæl. Og síðan hafði Andy verið að sárbæna Dawson um að leyfa Maynard og Hail að gefa út safn af Ijóðum hennar. En Dawson var tregur til þess. Hann var hræddur um, að það hefði ekki góð áhrif á dóttur sína að koma svona fram í sviðsljósið. __Maynard sagði:_____, .. „Eftir að ég tala við Dawson, þá væri kannski rétt, að þér kæmuð inn, Carol. Ef það er bara auglýs- ingarnar í kringum þetta, sem hann hefur áhyggjur af, þá er ég viss tím, að þér getið talað um fyrir honum." Carolsagði: „Ég er viss um að ég gæti það: Ég held ég viti, hvað það er, sem Dawson vill forðast." „Dawson verður hér á morgun", sagði Andy. „kiukkan ellefu." TÓLFTI KAPITULI Þegar þau komu út af skriístofu Maynards, vék Andy sér að Carol og sagði: ,JKomdu og talaðu augnablik við mig." Hún fylgdi honum inn á skrif- stofu hans ffg sagði: „Eg má ekkert standa við. Eg hePsvo mikið að gera." „Eg líka. Þú hefðir átt að sjá framan í Richard, þegar ég sagði honum frá okkur!" Hann hió. „Hvernig var það, fannst þér það — óf ægilegt." „Nei, þyí þá það?" sagði hún. „Mér fannst ég ósköp lítil, það er allt og sumt. Þetta virtist svo ó- merkilegt." „Það er það Iíklega". „Hvers konar maður er Dawson, Andy?" spurði hún. „Stór", sagði Andy, "rólegur. Eg hef alltaf kunnað vel við hann. Honum er um og ó þetta. Viðvíkj- andi barninu, meina ég. Hún er ó sköp venjulegt barn, engar undra- barnakenjar. En þetta er furðuieg gáfa. Snilligáfa er hægt að kaliaþað. Eg væri hræddur við það, ef ég væri pabbi hennar. Og hann er hræddur. Þetta er ábyrgðarhlutur Og hann veit satt að segja ekki, hvað sé bezt fyrir hana. Hann vill helzt ekki gefa þetta út, fyrr en hún er éldri. Þú skilur þetta allt betur þegar þú talar við hann." ) ' „Hvað gerir hann?" spurði hún. „Þú kannast þó við Dawsonmat- sölustaðina. Hann' á þá, fékk þá í arf." „Nú, sá Dawson. Faðir hans er þá dáinn." . „Já, fyrir nokrum árum. Bill stjórnar fyrirtækinu. Hann er mik- ill kaupsýslumaður. Hann skilur ekki, hvernig á þessu stendur með dóttur hans. Að því er 'mér skilst, var konan hans ekki óvenjuleg — engin sérgáfa, meina ég. Viðkunn- anleg, falleg stúlka, sem hann hafði þekkt frá því á gagnfræðaskólaár- unum. Hún dó, þegar Lydia fædd- ist. Engin sérgáfa í fjölskyldunni, svo vitað sé." „Skrítið", sagði Carol, „hvar þessu slær niður. Þetta er ekki ein af þessum gáfum, sem getur skotið upp í hverri fjölskyldu, án þess að nokkur jarðvegur sé fyrir. Trúir þú þessu, Andy?" „Trúi ég hverju?' „Trúirðu því, að það sé barnið. Gæti það ekki verið — pabbi hennar?" „Bill?" Hann hló. „Eg efa það. Bíddu þangað til þú hittir hann." Hún var venju fremur forvitin, þegar hún kom inn á skrifstofu Maynards rétt fyrir hádegi daginn eftir. Þessi stóri maður, sem reis upp úr sæti sínu, leit ekki þesslega út sem hann væri faðir undrabarns. Hann var fríður sýnum, þrekinn um herðarnar, dökkhærður. Augun ljósgrá og viðkunnanlegt bros. Hún fann strax, að hann var feiminn. Hún sagði, eftir að þau höfðu verið kynnt: „Eg skil tilfinningar yðar gagn- vart telpunni, hr. Dawson." ,Þér megið ekki taka það sem ókurteisi", sagði hann hikandi, „en ég efast um að þér gerið það —" í sama bili hringdi síminn á skrifborði Maynards, og hann sneri sér að Carol og sagði: „Eg á von á manni. Kannski þér vilduð ræða þetta betur við hr. Dawson í skrifstofu yðar, Carol." Hann stóð upp og tók í höndina á Dawson og sagði vingjarnlega: „Eg þarf ekki að taka fram, að ég vona að þér fallizt á okkar skoðun á mál- u." Þegar þau komu fram á ganginn, varð Dawson litið á úrið sitt. „Mér datt ekki í hug, að klukk- an væri orðin svona margt. Mund- uð þér vilja borða með mér? Við getum haldið samtalinu áfram þar. Og áður en ég tek nokkra ákvörð- un, mundi ég vilja —" Hann leit á hana bænaraugum — að þér töl- uðuð sjálfar við Lydiu. Eg held, að ef þér töluðuð við hana, munduð þér skilja þetta betur, og geta hjálpað mér við að taka ákvörðun.' Hún sagði: „Það er mjög fallegt af ySur, hr. Dawson, að sýna mér svona mikið traust." „Þér megið ekki misskilja mig. Það sem ég átti við —" Hann hætti í miðri setnihgu og spurði: y,Þér eruð ekki giftar, er það?" „Ekki núna", sagði hún. „Þér vissuð þá ekki, að Andy og eg — Hann roðnaði og flýtti sér að segja: „Leiðir okkar., Andys skildu rétt eftir að við fórum úr skóla. Eg man það núna, að ég heyrði, að hann hefði gift sig og skilið við konuna." „Við skildum", leiðrétti hún hann. „Finnst yður undarlegt, að rekast á okkur á sömu skrifstof- unni". „Svolítið", sagði hann. Þau voru komin að skrifstofu- dyrunum hennar. Hún sagði. „Gjör- ið þér svo vel að koma inn og fá yður sæti á meðan ég næ í hattinn minn og púðra á mér nefið". Enginn var á skrifstofunni. Hann stóð og beið og braut heil- ann um hana, konu Andys Morg- ans. Fyrrverandi konu hans. Furðu- Ieg hugmynd að halda, að ef hún hitti Lydiu, mundi hún skilja vandamál hans. Því að það vat vandamál. — Aðeins af þvi að hún var há og dökk og með hreinskllið augnatillit og bros, sem mionti hann á móður Lydiu — Þau fóru út saman, og Carol fann að það var hún, sem varð að taka frumkvæðið. Hann spurði: „Hvar eigum við að borða?" og hún svaraði brosandi: „Það er Dawsonmatstofa á Madi- son, margar", en hann hristi höf- uðið. „Þér astlið þó ekki að segja mér að þér borðið aldrei á yðar eigin matstofum." „Jú, oft. En við skulum ekki fara þangað núna. Hvert viljið þér fara?" SJÓNVARP REYKJAVÍK í ÞESSARI VIKU • Sunnudagur 23. júní 1968: 18,00 Helgisitutnd. Séra Ragmar Fjailar Lárusson, Hallgrímis- prestakalli. 18,15 Hrói höttur. „Látti Jón“. íslenzkur texti: BUert Sigur- björnsson. 18,40 Bollaríki. Ævintýri fyrir yngstu áhorfendurna. Þuiur: Helgi Skúlason. Þýðamdi: Hallvoig Arnalds. ONðrdvisi- on — Sænslka sjómvarpið). 19,00 Hlé. 20,00 Fréttir. 20,20 Stundarkorn í uimsjá Bald- urs Guðlauigssonar. Gestir: Eyjólfur Mélsiteð, Guðný Guð- mundsdóttir, Pálínia Jón- mundsdóttir, Páll Jensson, Vilborg Árnadóttir, Ásgeir Beinteinsson og Lára Rafns- dóttir. 21,05 Skemmtibáttur Lucy Bhll!'' Lucy gerist dómari. íslenzkur texti: í’Kristmanin Eiðsson. 21.30 Myndsjá. Imnlendar og er- lendar kvi'kmyndir um sitt af hverju. Umsjón: Ólafur Raign- arsson. 22,00 Maverick. Damsmærim. — Aðalihlutverk: Jack Kelly. ís- lenzkur texti: Kristmann Eiðsson. 22,45 Vorleysing. Listræn mynd um vorið/ (Þýttca sjónvarpið). 23.00 Dagskrárlok. • Mánudagur 24. júní 1968: 20,00 Frétýir. \ 20.30 Við kjósum forseta. — Kymniingardagskrá forsetaefn- anina dr. Gunnars Thorodd- siená og dr. Kristjáms Eíld jáms. 21.50 Orka ag_ efni. Orka og efni í ýtmsuim myndum. Þýð- andi og jyulur: Óskar Ingi-' marsson. 22,00 Haukurinn. Nýr mynda- floklkur. — Dauði „Sister- bajþy“^ — Aðalhlutverk: Burt Reymioíds. — Islenzkur texti: Kristmanm Eiðsson. 22.50 Dagskrárlök. • Þriðjudagur 25. júní 1968: 20,00 Fréttir. 20,30 Erlend málefni. Umsjón: Markús öm Amtomsson. 20.50 Denmi dæmalausi. — ls- lenzkur texti: Ellert Sigur- björnsson. 21,15 Gróður og gróðuneyðing. Umsjón: Imigvi M. Þorsteims- son, magister. t 21,35 Glímukeppni sjómvarpsins — úrslí'. Sunmlendingar og Víkv^rjar glíma tn'I úrslita. Umsjón: Sigurður Sigurðsson. 22,05 íþróttir. 22,45 Dagskráriok. • Miðvikudagur 26. júní 1968. 20,00 Fréttir. 20,30 Grallaraspóamir. — Is- lenzkur texti: Ingibjörg Jóns- dóttir. 20,55 Kenmaraslkólakórinm syng- ur. Auk kórsins koma fram félagar úr Þjóðdamsafélagi Reykjavfkur og Henný Her- X manmsdóttir, Elím Edda Árna- dóttir og Brymja Nordquist. 21,10 Reynsla Svía afhægtrium- ferð. Umsjón: Eiður Guðna- son. 21.20 Samfélag Hútteríta. Mynd- im lýsir daglegu lífi ogstörf- um fóQlks af trúfllokki Hútt- erita,'sem fumdið hefur grið- land í Alberta-fylki í Kan- ada og' stumdar pár jarðyrkju og aninan búskap, en hefur liti'l sem enigin saimskipti við fólk utam trúflokksims. — Is- lenztour texti: Gylfli GrömdaL 21.50 SkemMnitiþáttur Ragnars Bjamasonar. Auk Ragmars og hljómsveitar hams, koma fram Anma Vilhjálmsdóttir, Lárus Sveimsson og nemendur úr dansskóla Hermiamms Ragnars. Áður sýindur 8. apnl 1968. 22.20 Daigslkrárlöto. ’ í> • Föstudagur, 28. júní 1968: 20,00 Fréttir. 20.30 Ávörp forsetaefmamina- — Forsetaefmán, dr. Gunmar Thoroddsen og dr. Kristján Eldjám flytja ávörp. Þáttur- inm er sendiur út samtímds í sjómvairpi og útvarpi. 20,55 í brennidieipli: Umsjóm: Haraldur J. Haimar. 21.20 Völt er vima stoðin. Skop- mynd með Stam Laurel og Oliver Hardy i aðalhlutverk- um. Islemzkur textt: Ingibjörg Jónsdóttir. 21,40 Dýrlingurinn. Islenzkur texti: Júlíus Magnússpn. 22.30 Krabbaimein í briósti. — Mynd þessi fjallar um krabbameim í brjósti, vamir, gegn því, læknisiaðgerð og amnað þar að lútandi. Einm- ig er i myndinmi kennd sjálfsskoðum sem er á færi hverrar konu og gæti firrt margar ónauðsynlegu hugar- angri. — íslenzkur texti: 01- afur Mixa. • Laugardagur 29. júní 1968: 20,00 Fréttir. 20,25 Það er svo margt. Kvik- myndaþáttur Magnúsar Jó- hammssonar. Ferðaþæ-ttir frá Norðaustur-Grænlandi og fomum Islendimgabyggðum við Eiríksfjörð. 20.50 Pabbi. Aðalhluitverk: Le- on Ames og Lurene Tuttle. Islenzkur texti: Bríet Héðdns- dóttír. , 21,20 Evrópa árið 1900. Staldr- að við á ’sýniinigu í Ostende f Bellgíu, sem fjallaði um aldamótin síðustti og hedminn eins og hann var þá. Þýðandi er Hólmfriður Gunnarsdóttir. — Þulur: Eimar Sigurðsson. (Nordvision — Sæniska sjlón- varpið). 21.50 Kýrekastúlkan (Calamity Jane) — BanÆarísk kvik- mynd. •— Aðalhlutverk: Dor- is Day og Howard Keel. — lslenztour texti: Gylfi Grön- dal. 23,00 Dagskrárlok. 4

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.