Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.06.1968, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 24.06.1968, Blaðsíða 7
Mánudagur 24. Jöní 1SS8. Mánudagsblaðið 7 Frsmhald af 8. sídu. skólafrömuður lagði til að sérstakir skálar yrðu innréttaðir til kynferð- isiðkana handa nemendum við hlið- ina á kennslustofunum, þá var hug- myndin ítarlega rædd í blöðum og henni fagnað af mörgum sem gleði- Iegum skilningsauka á þörfum æsk- unnar. Það er varla hætt að rjúka úr rústunum í Detroit, þegar Washington verður glóandi eldhaf á stórum svæðum. Það er ekki alveg Iokið við að ryðja götuvígin í Par- ís, þegar skothríð hefst í Róm. Og lýðræðisfólk kippist örlítið við rétt sem snöggvast, segist vera aldeilis hissa, og hugsar nákvæm- lega ekki neitt — eins og ævinlega. Það er helzt þegar einhver kapp- auglýstur mannkærleikamaður er myrtur við vinnu sína fyrir augun- um á tugþúsundum atkvæða, að háttvirtir sleppa bílstýrinu eða sjússglasinu og góla út í loftið: „Hvað er eiginlega að gerast?". Halda síðatl áfram og gera skyldu sína við næstu kosningar — eins og mælt er fyrir um. Og lýðræðið heldur áfram að dafna, það er ekki í neinni hættu, og kemst aldrei í neina hætm á meðan hugsandi fólk gerir ekki neitt. En fari einhvern tíma svo, að hugsandi stéttirnar, sem nú forðast víðast hvar stjórnmálaaf- skipti eins og pestina, þvingi lýð- ræðisskraðakið til undirgefni við náttúrulögmálið og aldagildar, þrautreyndar sambúðarvenjur sið- aðra mánna, þá er Iýðræðið búið að vérá. Slíkar tilraunir hafa oft verið gerðar, og jafnan með góðum ár- angri, en ávallt gegn heiftþfung- inni mótspyrnu heimslýðrasðisins, eins og gefur að skilja. Heimslýð- ræðið hefir alltaf unað því betur, að segja fólki, hvað það eigi að segja, heldur en hvernig það eigi að hugsa. „Uppreisnar-Uðsforingjarnir, all- ir saman hertir ’í horgarastyrj- öldinni, draga enga dul á hatur sitt á Marxistum Ásökunum þess efnis, að menn séu rœndir • frelsi sínu vegna stjórnmála- skoðana sinna, svara stjórnar- herrarnir með vísun til þess, að á meðal hinna pólitísku fanga séu 697 manns, sem áður hafi hlotið dóma fyrir framin glcepa- verk á árunum 1946 til 1950 og þá ýmist verið dæmdir til dauða eða cevilangrar fangelsisvistar, en verið náðaðir síðar. Þeim er hiklaust trúað til þess að hefja skcerustyrjöld á nýjan leik." — „DIE ZEIT", Hamburg; 24■ Maí 1968, Nr. 21. Ein nýjasta tilraunin, sem gerð hefir verið af ábyrgum mönnum til þess að binda enda á óbærilegt lýðræðisástand, var hafin í Grikk- landi hinn 21. Aþríl 1967 með byltingu hershöfðingjanna. Óþarft er að eyða orðum að þeim fádæma, óstöðvandi rógs- og Iygavaðli, sem „hin góðu öfl" hvarvetna í heimin- um hafa spýtt úr sér af því tilefni. Hins vegar er harla fróðlegt að rifja upp, hverju gríska endurreisnar- stjórnin sópaði burt, hvað það var, sem gerði þjóðlegt viðnám lífsnauð- synlegt í Grikklandi árið 1967 — og þótt fyrr hefði verið. Eg tel mig síður en svo halla á Iýðræðislega vinstrimennsku, þeg- ar ég gríp nokkrar glefsur úr „þýzka" fréttatímaritinu „DER SPIEGÉL" (Nr. 21/1967; Ham- burgj 15 Maí 1967) til þess að skýra þetta nokkru nánar. Bæði er það, að „DER SPIEGEL" er, þó að mér sárni hálft í hvoru að viður- kenna, mjög áreiðanlegt frétta- hlað og gagnleg heimild um sam- tímaviðburði, og svo hitt, að mér er ekki kunnugt um neinn prent- pappír, sem er óskammfeilnari málsvari sóðalýðræðis, hvar sem á því örlar. Það sanna m.a. hinar ó- teljandi aðdáunarlanglokur, sem blaðið hefir birt undanfarin ár um skrílsæði lýðræðisstúdenta í Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi og ann- ars staðar. Það er því alveg óþarfi að ætla, að „DER SPIEGEL" hafi hina minnstu tilhneigingu til þess að gera meira úr ávirðingum lýðræð- isins en efni standa til. Og hér koma þá glefsurnar úr áminnztri grein, sem lýsa einkar skilmerki- Iega, hverju 44 — fjörutíu og fjór- ar — lýðræðisríkisstjórnir höfðu afrekað síðan Heimsstyrjöld II lauk og þangað til flórmokstur hófst: -j- Efnahagsþróunarstig Grikk- lands hafði ekki náð nema um það bil !4 þess, sem það var komið á í miðlungsríki í Efnahagsbandalagi Evrópú. Asrilnn og géítin voru gríska smábóndanum það, sem drátitarvélin og bifreiðin voru starfsbróður hans í Vestur-Evrópu. -f-. Meðalárstekjur Grikkjans námu um Kr. 30.000,00, en EBE-borgar- ans um Kr. 76.500,00 (hvort tveggja miðað við núvarandi gengi) -j- Af 9.000.000 íbúa gengu 250.000 stöðugt atvinnulausir sam- kvæmt oipnberum hagskýrslum lýðræðisstjórnanna, en auk þess voru 1.000.000 verkamenn í hinum frumstæða landbúnaði, er ekki fengu handtak að gera meiri part ársins. -f Allt að 100.000 Grikkir fluttu úr Iandi árlega — „þeir ráða sig sem gestaverkamenn til Þýzkalands eða setjast að í Ástralíu og gerast æstustu baráttumenn gegn stjórn- Ieysinu heima fyrir." Þessi hópur samsvarar hinni árlegu fólksfjölg- un í landinu, en þetta er aðallega ungt fólk, í bezta .lagi fallið til vinnu. -]- Á lýðrasðisárunum voru aðeins 2 — tvö — iðnfyrirtæki í Grikk- landi með yfir 3.000 starfsmenn í þjónustu sinni, og 14 með yfir 1.000. Aðeins Vc, hluti framleiðsl- unnar á rætur sínar að rekja til iðna og iðnaðar. -j- Aðalmiðstöðvar fjármála- og atvinnulífsins voru höfuðborgin Aþena, Piraus og Saloniki. En 43% allra Grikkja bjuggu í smáþorpum og 34% í smábæjum. -j- í Aþenu voru aðeins 168 einkabílaeigendur af hverjum 10.000 íbúum, í Þrakíu við tyrk- nesk/búlgörsku landamærin bara 8j í Epirus, norðvestlægasta hérað- inu, 7. —f- 2 af hverjum 100 fjölskyldum Þrakíu og Epirus höfðu aðgang að bakkeri eða steypubaði, en í sjálfri Aþenu gátu þó allt að 30% íbú- anna baðað sig í eigin kerlaug. -f- í Aþenu voru að meðaltali 305 manns um hvern lækni, og 963 um hvern tannlækni. I Þrakíu voru 3.293 Grikkir um hvern lækni, 7.751 um hvern tannlækni. Afleið- ing: Síðastliðín 10 lýðræðisár flutt- ust ekki eingöngu um 1.000.000 Grikkir búferlum til annarra landa, heldur fluttust líka 650.000 úr hreysum sveitahéraðanna til borg- anna, 80% þeirra til Aþenu. -f Bandaríkjamenn einir létu yf- ir 4 milljarða dollara af hendi rakna síðan stríðinu lauk — en milljarð- arnir gufuðu upp í illdeilum og stjórnmálaspillingu. „Tvenn og fleiri stjórnarskipti á ári komu í veg fyrir sérhverja skynsamlega ráðstöfun hjálparfjárins." „Stjórnmálamennirnir, sem komu í veg fyrir allar framfarir með viðstöðulausu þrasi sínu, voru oftast furðanlega sammála, þegar um þeirra eigin kjarabætur var að ræða — því að hvergi nokkurs staðar í Evrópu eru stjórnmálin fremur jöfnum höndum viðskipti en í kringum Akropolis." Fimm-ára-áætlunin, sem gerði ráð fyrir 8 milljarða dollara fjár- festingu á árinu 1966—1970, komst aldrei af pappírnum vegna þess að þingmennirnir komu sér ekki saman. Hins vegar kom þeim ágætlega saman um að hækka mán- aðarlaun sín í röskar Kr. 50.000,00. „Það voru fulltrúar lýðræðisins, sem greiddu áliti og virðingu lýð- ræðisins þyngstu höggin með hegðun sinni." í „Vouli", gríska þirtginu, áttu 3Ö0 fulltrúar sæti. Miðað við fólksfjölda ættu þing- menn í Bonn að vera 1.950 talsins, í stað 518, ef Þjóðverjar hefðu tek- ið sér gríska lýðræðiskappa til fyr- irmyndar. En þingfararkaupið var aðeins drykkjupeningar grískra lýðræðis- sinna, því að næstum hver einasti þeirra hafði eitthvert embætti, nefndarstarf eða bitjing. Auk þess þurftu þeir hvorki að greiða póst- gjöld, símtöl né símskeytakostnað fyrir sig og fjölskyldur sínar. Árið 1965 setti hver þingmaður að með- altali 15.337 bréf í póstinn. Þess- ir 300 þingmenn sendu því jafn- mörg bréf frá sér og 500.000 venju- legir borgarar. Þar að auki þurftu þeir enga tolla að greiða af varn- ingi, sem þeir fluttu sjálfir inn í landið. Þingið var nær eingöngu skipað atvinnulýðræðissinnum, þar af 165 lögfræðingúm! Þesjir dátar kost- uðu grísku þjóðina ekkert smárasði: árlegur þinghaldskostnaður nam jafngildi Kr. 5.250.000,000,00! „Þingstörfin" ræktu þeir eihs og við var að búast. Oft voru allt að 15 á þingfundi. „ . . . þeim mun kappsamlegar notfærðu þeir sér þá þirigsetumöguleika sína, sein grísk- ur almannarómur táknaði með tyrkneska heitinu „Rousfetti": þ.e. brask með ábatasama greiðvikni." „Aðeins á síðasta þingi báru hin- ir 300 þingmenn fram röskl'ega 5.000 viðauka- og breytingatillögur til þess að þóknast velgerðar- mönnum sínum, skjólstæðingum eða miklum áhrifaaðilum." Æðsta takmark hvers þing- manns var ráðherrastóllinn, því að ráðherrarnir höfðu ekki aðeins um tvisvar sinnum hærri laun en full- trúar þjóðarinnar: þeir höfðu auk þess til ráðstöfunar aukaútgjalda- sjóð «að upphæð jafngildi Kr. 300.000,00 og risnufé að upphæð jafngildi Kr. 150.000,00 á mánuði. Þar við bættust margfaldir „Rous- fetti"-möguleikar. Grískir ráðherr- ar gerðu eiginlega aldrei samning fyrir hönd ríkisins án þess að stinga álitlegum „umboðslaunum" í eig- in vasa. Aðeins stutt viðdvöl á jöt- unni nægði. T.d. féll það í hlut samgöngumálaráðherra að veita tugi sérleyfa á viku hverri, sem kostuðu jafnglldi Kr. 750.000,00 að meðaltali hvert. Á síðasta kjör- tímabilinu heppnaðist um helm- ingi þingmannanna að troðast að jötunni: þá voru myndaðar 5 rík- isstjórnir með um 30 ráðherrum hver. Hver einasti ráðherra útdeildi stöðum og bitlingum til vina og vandamanna. Á átta skrifstofum í Piráus hafði ein deild verzlun- armálaráðuneytisins 800 launþega. Hjá blaðafulltrúa forsætisráðhérr- ans störfuðu 2 ritarar og 1 vélrit- unarstúlka. Á Iaunaskránni voru 23 manneskjur. í innanríkisráðuneyt- inu' önnuðust 2 menn lyftugæzlu, en 8 fengu kaup. Og ekki má gleyma litla stroku- kónginum Konstantín, er allt í einu fylltist eldlegum áhuga á að bjarga lýðræðinu Árslaun hans námu jafngildi Kr. 4.000.000,00, en það var alveg með hann eins og þing- Laugardaginn 15. júní færði kín- verska veitingahúsið Hábær út kvíarnar með sérkennilegum við- auka við starfsemi sína. Hábær hefir átt vaxandi vinsældum að fagna meðal Reykvíkinga og ann- arra meðal annars erlendra gesta, síðaií ýmsar endurbætur voru fram- kvæmdar á rekstrinum fyrir nokkr- um mánuðum, eins og getið var um x fréttum blaða og útvarps á þeim tíma. Undan/arnar vikur hefir verið unnið af miklu kappi við að ger- breyta garðinum norðaustan við veitingahúsið og hefir hann tekið algerum stakkaskiptum, enda verð- ur þar nú eini veitingagarður höf- uðborgarinnar. Að sjálfsögðu verð- ur hann með austurlenzku yfir- bragði, eins og húsakynni Hábæjar yfirleitt, enda kallast þessi viðbót við veitingahúsið, eins og vænta mátti, „Kínverski garðurinn". Timburþil, plastklædd, hafa ver- ið smíðuð innan steinveggjanna, sem umlykja lóðina við Hábæ, og vcrða þdiljuir þessar skreyttar á ýmsan hátt síðar, því að ekki gafst tími til þess nú fyrir opnunina. Þá hefir og verið smíðað þak yfir garðinn, og er það með aliháum mæni í miðju, en að öðru leyti hef- menn og ráðherra, það voru „aukatekjurnar", sem réðu úrslitum um afkomu hans. Sökum þess að lýðræðiskóngum Jíykir hlýða að sýna sig sem víðast og oftast, þá hafði og Konstantin Hellenakonungur tveggja hreyfla einkaflugvél („Gtdfstream P-9"), tvær Dakotaflugvélar og eina þyrlu til að flytja hátign sína á milli staða um Ioftin blá; á jörðu niðri dugði ekki færri en 18 — átján — einkabílar, þar af tveir Rolls- Royce. En þetta voru bara einka- farartæki konungs. Alls nam hirð- bílaflotinn samtals 85 bifreiðum sem einnig brunuðu allar á ríkis- kostnað, og voru aUtaf auðseljan- legar með notalegum hagnaði, enda var oftast mikið fjör í hinni konunglegu, grísku bílasölu — og innflutningi, sem var vitaskuld tollfrjáls. Það var því vel séð fyrir til- flutningsþörfum hins hrausta kon- ungs. Og ekki létu hinar 44 lýð- ræðisstjórnir hann líða nein óþæg- indi vegna húsnæðisvandræða. Auk hinnar konunglegu sveitahallar Tatoi, sem reyndar stóð undir sér sjálf með tekjum af búrekstri, greiddu þær af ríkisfé allan kostn- að við dvöl og húshald herra síns, svo og vegna viðhalds og endur- bóta, á eftirtöldum fasteignum. -)- borgarhöllinrii í Aþenu (32 herbergi), -[- höUinni í Pénteli (11 hérbergi), -j- skrauthýsinu á eynni Pétaliói (8 herbergi), „ -þ sumarhöUinrii „Mon Répos" á Korfu (18 herbérgi), -(- skrauthýsinu á Rhodos (14 her- bergi), ir verið tjaldað yfir garðinn með léttum, björtum plasthimni, sem hleypir sól og yl inn í garðinn. Fyrirkomulag á plasthimninum verður í framtíðinni þannig, að unnt verður að svifta honum af að meira eðá minna leyti. Verður veður og hitastig látið ráða því, hvort plastþekjan verður höfð yf- ir garðinum eða ekki. Annars verð- ur að auki komið fyrir innrauðum lömpum til hitunar, svo að notalega á að fara um gestina, þótt veður sé ekki sem bezt eða sól. farin að lækka á lofti, svo að hlýju njóti ekki af henni. Stærð garðsins er 270 fermetrar. Er áætlað að um 200 manns geti setið þar samtímis á bólstruðum bekkjum og skemmtilegum garð- stólum við’ hentug smáborð. Veit- ingar verða allar hinar sömu og í Hábæ sjálfum, þó með þeirri undanrekningu, að vín verður ekki veitt í garðinum. Eins og þegar er sagt, er garður- inn með austurlenzkum blæ, eins og viðeigandi er á slíkum stað. Meðal annars verða þar austurlenzk Ijós og Búddamynd til skrauts. Þá verða þarna einnig pallar, þar sem Iistamönnum gefst kostur á að sýna höggmyndir eða aðra svipaða muni. -j- sæluhúsinu á fjallinu Hymett- os við Aþenu (3 herbergi), -j- skrauthýsinu í Psychiko (18 herbergi) En lýðræðislegu örlæti með kjósendafjármuni eru sem alkunna er, hvergi veruleg takmörk sett: Grískir bræðralagsmenn borguðu jafngildi Kr. 18.000,000,00 fyrir brúðkaup hins unga konungs síns og Önnu-Maríu Danaprinsessu. Þeim hefir sjálfsagt þótt það álit- legur vegsemdaraujci að krækja sér í drottningu, er örugglega hafði ekki orðið fyrir skaðlegum ein- ræðisáhrifum á æskuheimili sínu. Hér læt ég endursögn minni úr hinu „þýzka" Iýðræðisriti, „DER SPIEGEL", lokið, en mér þykir sanngjamt að láta þess getið, að orðalag og orðaval er að mestu frá eigin brjósti; Eg veit að gremja og sárindi hinna grísku alþýðueigenda, sem nú hafa orðið af þægilegum fram- færsluéyri og neyðst e.t.v. til þess að gera tilraun með að sjá sér far- borða á heiðarlegan hátt eftir beztu getu, hafa mætt samúð og skilningi allra kristilegra lýðræðissinna. Það skil ég vel. Þeim verður máske lit- ið í eigin barm og taka að óttast um afkomu sína. Og skyndilegar, óeðlilegar Iífsvenjubréytingar hljóta1 oftast að valda ýmis konar erfið- leikum, ósjaldan basði kvöl og kröm, og alveg sérstaklega, þegar lítil sem engin von er um að hlut- aðeigendur hafi skilyrði til þess að tileinka sér breytt lífsviðhorf. En það er vonandi að góður Guð géfi að grískir lýðræðissinnar lifi hörmungarnar af. J.Þ.Á. En aðalskreyting og augnayndi garðsins verður tjörn, sem gerð hefur verið x honum miðjum, bæði af hugkvæmni og hagleik. í tjörninni, sem fyllir miðhluta garðsins, svo að gestir sitja að kalla allt í kringum hana, er m.a. gos- brunnur. Vatnssúlan kemur úr af- steypu af listaverki eftir Guðmund heitinn Einarsson frá Miðdal, hinn ágæta listamann, sem bjó og starf- aði um langt árabil að Skólavörðu- stíg 43, sem er næsta hús við Há- bæ í öðrum enda tjarnarinnar hef- ir einnig verið útbúinn lítill foss, og geta gestir því unað við vatna- niðinn, ef þeir ræða ekki við vini og kunningja yfir góðum veiting- um. Þá má geta þess, að ætlunin er að hafa þarna einhver gull handa yngstu kynslóðinni til að una við, svo að mamma eða pabbi eða for- eldrarnir báðir þurfi ekki að vera á þönum eftir börnum sínum, með- ári veitinga er neytt. Er þetta riýj- ung, sem vafalaust verður vinsæl, svo að fólk mæli sér þarna mót og geti se'tið í ró og næði, þótt böm séu höfð með í ferðinni. Svavar Kristjánsson, veitinga- maður í Hábæ, hefir ráðið öllu fyrirkomulagi í garðinum, en um gerð tjarnarinnar hefir séð Ingvi Einarson, sonur Guðmundar frá Miðdal, og Þorvaldur Steingríms- son fiðluleikari sér um allar blóma- skreylingar (Frá Hábæ). // Kínverski garðurinn við Hábæ \\

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.