Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í utandagskrárumræðu um efnahagsmál, sem hún hafði kallað eftir á þinginu í gær, að ríkis- stjórnin ynni í raun að því að evran yrði tekin upp sem gjaldmiðill hér á landi. Átti hún þar við að í um- fjöllun um efnahagsmál í síðasta hefti Peningamála Seðlabankans hefði falist að Íslendingar ættu að- eins tvo kosti en þar kom fram að hvernig tækist að beita peninga- stefnunni til að koma í veg fyrir að verðbólga umfram viðmið festi ræt- ur yrði prófsteinn á hve vel núver- andi umgjörð hennar hentar litlu opnu hagkerfi. „Hvað felst í þess- um orðum?“ spurði Ingibjörg. „Í þessum orðum felst að við eigum bara tvo kosti, halda okkur við þau verðbólgumarkmið sem Seðlabank- anum voru sett með lögunum frá 2001 og sátt var um hér á Alþingi eða taka upp annan gjaldmiðil. Það eru bara þessir tveir kostir í stöð- unni.“ Ingibjörg sagði að verðbólgan væri í annað sinn komin yfir vik- mörk Seðlabankans, skuldsetning heimila og fyrirtækja hefði vaxið gríðarlega, útlán bankakerfisins hefðu aukist um 485 milljarða króna á einu ári eða um 46%. Við- skiptahallinn hefði aldrei verið meiri á einu ári frá því mælingar hófust og einu skiptin sem hann hefði nálgast núverandi hlutfall af landsframleiðslu hefðu verið eftir síðari heimsstyrjöldina og eftir að síldin hvarf á ofanverðri síðustu öld. Í þessum tilfellum hefði verið um að ræða áföll sem dundu yfir en nú væri áfallið framleitt hér innanlands. Sterk staða krónunnar skaðaði útflutningsfyrirtækin sem kysu að flytja starfsemi úr landi þar sem þau stæðust ekki sam- keppnina. Rifjaði Ingibjörg upp þau orð forsætisráðherra, fyrr á þessu ári, að hann hefði enga trú á því að rík- isfjármálin væru hagstjórnartæki til að takast á við skammtíma sveiflur. Spurði Ingibjörg hvað rík- isstjórnin hygðist gera til að leggja Seðlabankanum lið í baráttunni við verðbólguna. Verðbólga vegna íbúðalána og olíuverðs Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sagði að ríkisstjórnin væri að gera allt sem í hennar valdi stæði til að halda verðhækkunum í skefj- um, sem væru fyrst og fremst vegna mikillar þenslu á íbúðamark- aði og olíuverðs. Þó teldi ríkis- stjórnin jafnframt afar þýðingar- mikið að halda áfram uppbyggingu í þjóðfélaginu, skapa verðmæti og meiri atvinnu. Yfir stæði á vegum félagsmála- ráðherra gagnger endurskoðun á Íbúðalánasjóði og þeirri endur- skoðun yrði flýtt. Halldór sagði einnig, að hann teldi alltof mikið sagt þegar fullyrt væri að forsendur kjarasamninga væru brostnar. Kaupmáttur launa hefði hækkað um 60% á undanförn- um áratug og hefði hann trú á að skattalækkanir, sem ríkisstjórnin stefndi enn frekar að, væru besta leiðin til að bæta kjör fólksins í landinu en ekki að hækka laun. Ekki allt í klessu „Það er misskilningur að það sé allt í klessu í efnahagsmálum,“ sagði Geir H. Haarde. Sagði hann stöðuna í aðalatriðum góða og að þensluáhrif stóriðjuframkvæmda væru minni en gert var ráð fyrir áður vegna þess að mikið hefði ver- ið flutt inn af vinnuafli. „Út úr þessu ástandi mun okkur takast að koma með tiltölulega mjúkum og mildum hætti,“ sagði Geir. Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að til að lagfæra stöðu al- mennra launamanna gæti ríkis- stjórnin endurskoðað skattastefnu sína og hækkað persónuafsláttinn í stað skattalækkana. „Stjórnin vinnur að því að evran verði tekin upp“ Morgunblaðið/Kristinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og samflokks- maður hennar Lúðvík Bergvinsson ræða málin á þingfundi Alþingis. Endurskoðun á Íbúðalánasjóði verður flýtt „VILTU ekki frekar tala við mig um stjórnmál, ræðu mína til dæmis,“ sagði Hlynur Hallsson varaþing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í gær þegar blaða- maður hringdi í hann til að spyrja hvers vegna hann hefði mætt bind- islaus í ræðustól á Aþingi en það fer gegn venjum þingsins. „Mér finnst óþægilegt að vera með bindi og geng því aldrei með bindi.“ Hann segist andsnúinn því að steypa eigi alla þingmenn í sama mót og ætl- ast til þess að þeir gangi með bindi. Hægt sé að vera mjög snyrtilega klæddur án þess að hafa hálstau. Hlynur segir það alls ekki hafa verið mótmælaaðgerð af sinni hálfu að stíga í ræðustól bindislaus. Hlynur segir það af og frá að hann hafi vanvirt þingið með gjörðum sín- um. „Ég virði venjur þingsins en það eru sem betur fer hvorki lög né regl- ur sem segja að þingmenn þurfi að vera með bindi.“ Hlynur segist leggja sig fram um að vera snyrtilega klæddur en segir að því markmiði megi ná án bindis eða annars hálstaus. Sólveig Pétursdóttir, forseti Al- þingis, bað Hlyn um að setja upp bindi í þingsalnum á þriðjudag. Hlynur segist bera mikla virðingu fyrir Alþingi en hann hafi sagt við forseta að hann bæri meiri virðingu fyrir Alþingi sem ekki þröngvaði þingmönnum til að vera með bindi og með það hafi hann sloppið. Hægt að vera snyrtilegur án hálstaus Hlynur Hallsson HALLDÓR Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar í gær og fagnaði því að „hinir forljótu stein- nökkvar sem hafa verið hér á Aust- urvelli eru horfnir.“ Hrósaði hann borgarstjóra fyrir að hafa þó sýnt þá smekkvísi að fjarlægja stein- nökkvana áður en Alþingi var sett. Um er að ræða steinstólpa, sem notaðir hafa verið við ljósmyndasýn- ingar á Austurvelli þrjú undanfarin sumur. Halldór sagðist hafa sent tveimur borgarstjórum bréf vegna málsins en hvorugu þeirra hefði ver- ið svarað, „sem sýnir með nokkrum hætti þá afstöðu sem tveir borg- arstjórar og meirihluti borg- arstjórnar ber til Alþingis og um- hverfis þess. Ég óska þess að forsætisnefnd beiti sér áfram fyrir því að Austurvöllur fái að vera í friði. Umhverfi Alþingishússins er í mín- um huga helgur reitur. Austurvöllur er hjarta borgarinnar og þar eiga menn ekki að hrúga upp þvílíkum hlutum eins og steinnökkvarnir voru á þessu sumri,“ sagði Halldór. Vildi „stein- nökkvana“ burt MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Þórólfi Árnasyni, fyrrverandi borg- arstjóra. „Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, fór með rangt mál í ræðustól Alþingis í dag, að ég hafi ekki svarað erindi hans vegna ljósmyndasýningar á vegum Reykjavíkurborgar á Austurvelli sem haldin var í annað sinn. Þegar Halldór Blöndal sendi bréf til mín sem borgarstjóra Reykjavíkur skömmu fyrir 17. júní 2004 með kvaðningu á fund í Al- þingishúsinu á fundartíma sem hann tilgreindi brást ég skjótt við og honum var svarað símleiðis að ég væri upptekinn á þessum til- tekna tíma. Hann var á leið í sum- arfrí þegar leitað var eftir fundi með honum eftir 17. júní til að finna fundartíma sem báðum hent- aði og sagðist hann myndi hafa samband að því fríi loknu. Það gerði hann ekki.“ Fór rangt með MARKMIÐ laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. er samkvæmt frumvarpi sem Hall- dór Ásgrímsson forsætisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær að styrkja innviði íslensks samfélags án þess að raska stöðugleika í efnahagsmálum, líkt og segir í lagafrumvarpinu. Í fyrstu umræðu um frumvarpið kom fram takmörkuð gagnrýni á val þeirra verkefna sem lagt er til að fjármununum verði varið til en spurt var hvort núverandi þing gæti ráð- stafað peningum svo langt inn í fram- tíðina. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvaða heimildir þingið hefði til þess að skuldbinda komandi þing og ríkis- stjórnir til að ráðstafa fénu í ákveðin verkefni en það er ekki fyrr en á ár- unum 2007-2012 sem þau koma til framkvæmda. Forsætisráðherra sagði að ef frumvarpið yrði samþykkt yrði skipting fjármagnsins bindandi en benti á að alltaf væri hægt að breyta lögum þótt hann teldi ólíklegt að það yrði gert. Sagði hann eðlilegt að Alþingi tæki ákvörðun um ráðstöf- unina sem væri skuldbindandi til framtíðar. 120 milljónir í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagði það nýmæli að lögbinda til- tekna ráðstöfun á söluandvirði einka- vædds fyrirtækis með þessum hætti nokkur ár fram í tímann en afla þyrfti engu að síður fjárheimilda á hverju ári fyrir verkefnunum. Hann benti á að söluhagnaðurinn yrði bók- færður sem tekjur ríkissjóðs á þessu ári og þyrfti ríkissjóður að „greiða sjálfum sér“ fjármagnstekjuskatt upp á tæpa sex milljarða króna sem kæmu aftur inn í ríkissjóð sem skatt- tekjur. Þetta þýddi hins vegar að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fengi 120 milljónir aukalega í sinn hlut. Forsætisráðherra fór yfir helstu verkefni sem frumvarpið gerir ráð fyrir að söluandvirði Símans verði ráðstafað í og sagði þau tvíþætt. Ann- ars vegar færi drjúgur hluti í að greiða niður erlendar skuldir og hins vegar stór hluti í að styrkja innviði samfélagsins til að bæta þjónustu m.a. í heilbrigðiskerfinu og sam- göngum. Ítrekaði hann það sem áður hefur komið fram að til þess að af- stýra ofþenslu í efnahagslífinu væri gert ráð fyrir því að meginhluti fram- kvæmdanna yrði ekki fyrr en eftir að yfirstandandi stóriðjuframkvæmd- um lýkur, þ.e. á árunum 2007-2012. Sagði hann nauðsynlegt að leggja frumvarp um ráðstöfunina fram til að eyða óvissu um hvert fjármunirnir færu og til að tryggja að þeir nýttust sem best til þjóðþrifaframkvæmda. Milljarður í Árnastofnun Forsætisráðherra fór yfir helstu verkefni sem frumvarpið kveður á um, þ.e. vegaframkvæmdir (15 millj- arðar), byggingu fyrsta áfanga há- tæknisjúkrahúss (18 milljarðar), endurnýjun á tækjakosti Landhelg- isgæslunnar (3 milljarðar), og fé til Nýsköpunarsjóðs en eigið fé hans verður samkvæmt frumvarpinu auk- ið um 2,5 milljarða til að fjárfesta í samvinnu við aðra í sprotafyrirtækj- um. Þá verða lagðir fram 2,5 millj- arðar til nýs fjarskiptasjóðs sem mun hafa það hlutverk að stuðla að upp- byggingu á sviði fjarskiptamála, m.a. bæta farsímaþjónustu á landsbyggð- inni og víðtækari dreifingu stafræns sjónvarps um gervihnött og átak í há- hraðatengingum á landinu. Einnig er í frumvarpinu gerð tillaga um að verja milljarði króna til uppbygging- ar búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða. Þá er lagt til að milljarði verði varið til nýbyggingar fyrir Stofnun íslenskra fræða – Árnastofn- un. Halldór fór ofan í einstaka liði til- lagnanna og sagði að frumvarpið fæli í sér áframhaldandi lagningu Sunda- brautar upp í Geldinganes og um Álfsnes upp á Kjalarnes en átta millj- örðum af söluandvirði Símans verður skv. frumvarpinu varið til fyrsta áfanga brautarinnar. Í frumvarpinu kemur fram að undirbúningi verði þannig háttað að unnt verði að ráðast í framkvæmdirnar samhliða árin 2009 og 2010 og síðari áfanga, þ.e. um Álfsnes upp á Kjalarnes, verði lokið árið 2011. Áætlaður kostnaður við síðari áfanga verksins er á bilinu 6-8 milljarðar króna og sagði forsætis- ráðherra að fyrirhugað væri að bjóða hann út og fjármagna í einkafram- kvæmd. Vegtollar af bæði Sundabraut og Hvalfjarðargöngum? Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, spurði hvort heimilt væri að innheimta veg- tolla af nýrri Sundabraut á sama tíma og enn væri verið að innheimta gjöld af þeim sem aka um Hvalfjarð- argöngin. Hélt hann því fram að ekki væri hægt að afgreiða frumvarpið fyrr en skýr svör um það lægju fyrir. Forsætisráðherra sagði ekki hægt að svara því á þessari stundu, enn vant- aði upp á heildarmyndina. Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylking- ar, sagði ekki bjóðandi að menn gætu keyrt ókeypis í gegnum sum göng en ekki önnur eftir því úr hvaða átt þeir kæmu að borginni. Nýmæli að lögbinda ráð- stöfun söluhagnaðar Spurt hvort vegtollar verði bæði á Sundabraut og Hvalfjarðargöngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.