Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á LAUGARDAGINN kemur, 8. október, munu íbúar víða um land ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaga.Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin að ósk Sam- bands íslenskra sveitarfélaga unnið að verkefni til eflingar sveit- arstjórnarstiginu. Sérstök verkefn- isstjórn, skipuð Vil- hjálmi Þ. Vilhjálms- syni, formanni Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, og al- þingismönnunum Arn- björgu Sveinsdóttur og Hjálmari Árnasyni, hefur stýrt því verkefni með stuðningi sérstaks verkefnisstjóra sem starfar á vegum Sam- bandsins og félags- málaráðuneytisins. Einn liður í verkefninu er sameining sveitarfé- laga í heildstæð atvinnu- og þjón- ustusvæði og á laugardaginn kem- ur gefst íbúum í 61 sveitarfélagi kostur á að kjósa um sameiningu við nágrannasveitarfélög. Tillögurnar eru afrakstur víðtæks samráðs Sameiningartillögurnar eru byggðar á ítarlegri yfirferð samein- ingarnefndar sem skipuð var árið 2003 þremur fulltrúum tilnefndum af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga; Elínu R. Líndal, oddvita Húnaþings vestra, Helgu Halldórs- dóttur, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar, og Smára Geirs- syni, forseta bæjarstjórnar Fjarða- byggðar; þremur alþingismönnum, tilnefndum af þingflokkum á Al- þingi, þeim Magnúsi Stefánssyni, Guðjóni Hjörleifs- syni og Margréti Frímannsdóttur. Guðjón Bragason, skrifstofustjóri í fé- lagsmálaráðuneyti, var skipaður for- maður af félags- málaráðherra, án til- nefningar. Bryndís Hlöðversdóttir og Einar Már Sigurð- arson alþingismenn tóku síðar sæti Mar- grétar Frímanns- dóttur, og Ragnhild- ur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri tók við sæti Guðjóns Bragasonar. Það er ánægjulegt og mikilvægt í senn að svo margir hafi komið að þessu verkefni, þ.á m. mjög reyndir sveitarstjórnarmenn og alþing- ismenn úr mörgum stjórn- málaflokkum. Allir þessir fulltrúar hafa búið á landsbyggðinni og margir nefndarmenn hafa góða reynslu af því að hafa gengið í gegnum sameiningar. Þetta byggir því á verulegri reynsl ar lagðar eru fram þær same artillögur sem kosið verður u laugardaginn kemur. Það te mikilvægt að allir kjósendur huga í kjörklefanum á lauga inn. Ég hef undanfarnar vikur tækifæri til að hitta íbúa víða land til að ræða þessi mál. Ví verið haldnir fjölmennir íbúa og íbúaþing þar sem leitað e sjónarmiðum íbúa. Umræða íbúafundunum er almennt já og á mörgum svæðum hefur lagt í geysilega mikla og van vinnu við að kynna málefnav og framtíðarsýn. Hátt í eitt h að milljónum króna verður v undirbúnings og kynningar héraði fram að kosningum og það vel. Margt sem ég hef sé af samstarfsnefndunum er ti illar fyrirmyndar. Þetta hefu því miður ekki fundist fá jafn hljómgrunn í umræðunni ein örfáar neikvæðar raddir. 70% íbúa sameiningars hlynnt frekari sameini Hvers kyns breytingum fy margvísleg tækifæri sem við að geta gripið til hagsbóta fy samfélagið okkar. Ég hef ko líta svo á að með þeim samei arkosningum sem nú eru fra ,,Einstakt tækifæri til að móta nýtt sveitarfélag“ Eftir Árna Magnússon Árni Magnússon SJÁLFSTÆÐI HEIMILISLÆKNA Læknafélag Íslands hefur enn áný vakið athygli á stöðu heim-ilislækna, með skýrslu sem kynnt var á aðalfundi félagsins í síð- ustu viku. Segja má að í þeirri skýrslu komi fátt á óvart hvað varðar lýsingu á núverandi ástandi. Það hefur lengi legið fyrir að skortur er á heimilis- læknum. Þeim er einum sérmenntaðra lækna meinað að opna einkareknar stofur samkvæmt samningi við Trygg- ingastofnun, heldur verða þeir að starfa á heilsugæzlustöðvum. Jafn- framt hafa kjör þeirra og starfsað- stæður verið lakari en annarra lækna. Hin rökrétta afleiðing af þessu er að heimilislæknar snúa sér að öðrum sér- greinum og að ungir læknar leggja ekki fyrir sig heimilislækningar. Af heimilislæknaskortinum leiðir a.m.k. þrennt. Sumir fá engan heim- ilislækni, sem er vond þjónusta við borgarana. Þeim, sem eru svo heppnir að fá heimilislækni, er iðulega batnað eða þeir búnir að leita annað áður en þeir fá tíma hjá heimilislækninum sín- um. Það er líka vond þjónusta. Og þetta þýðir að sérfræðilæknar og há- tæknisjúkrahús eru oft að leysa vandamál, sem hefði mátt leysa með minni tilkostnaði í heilsugæzlunni. Það er vont fyrir skattgreiðendur. Morgunblaðið hefur lengi hvatt til þess að heimilislæknum yrði heimilað að opna stofur, eins og öðrum læknum, og semja við ríkið um greiðslur fyrir að taka á móti sjúklingum. Blaðið leyf- ir sér því að taka undir tillögur Læknafélagsins, um að sjálfstæði heimilislækna verði aukið og meiri samkeppni og fjölbreytileika komið á í heilsugæzlunni. Blaðið tekur undir það með læknum að slíkt muni auka afköst og frumkvæði og veita heilsu- gæzlustöðvunum aðhald og sam- keppni. Morgunblaðið tekur sömuleiðis undir það, sem fram kemur í skýrslu Læknafélagsins, að það er fráleitt fyr- irkomulag að fólk þurfi að skipta um heimilislækni þegar það flytur á milli hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Starf- semi sjálfstætt starfandi heimilis- lækna getur verið hvar sem er og skjólstæðingar eiga að geta valið sér lækni svo lengi sem hann getur tekið fleiri að sér – en auðvitað þurfa að vera einhverjar reglur um hámarks- fjölda skjólstæðinga hjá einum lækni. Það tekur hins vegar tíma fyrir lækni að byggja upp trúnað við skjólstæðing sinn og þekkingu á heilsufari fjöl- skyldunnar. Þess eru raunar dæmi að læknar á heilsugæzlustöðvum geri ekkert með reglur um að þeir eigi að rjúfa tengslin við skjólstæðinga sína þegar þeir flytja. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði hér í blaðinu í fyrradag að ætlunin væri að halda áfram viðræð- um við heimilislækna í haust, sam- kvæmt þriggja ára gamalli viljayfir- lýsingu ráðherra um að fjölga möguleikum í heilsugæzlunni og auka sjálfstæði lækna. Þrjú ár eru auðvitað fráleitur dráttur á þessu máli, sem snýst ekki eingöngu um sérhagsmuna- baráttu lækna, heldur klárlega um hagsmuni almennings sem notenda heilsugæzlunnar og skattgreiðenda. Eins og á svo mörgum öðrum svið- um felast mikil tækifæri í því að nýta kosti einkarekstrar, samkeppni og valfrelsis í heilsugæzlunni. Í ÁTAKANLEGUM HEIMI Sumt er fjallað um stanslaust í fjöl-miðlum, annað kemst vart að, líkt og það eigi sér stað í tómarúmi. Á Al- þjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykja- vík, sem nú stendur yfir, er sýndur fjöldi áhrifaríkra mynda þar sem fjallað er um mannréttindabrot, vald- níðslu, misrétti, ójöfnuð, örbirgð og yfirgang í átakanlegum heimi. Sýn- ingar á þremur heimildamyndum hafa vakið athygli og á undanförnum dög- um hafa birst viðtöl við leikstjóra þeirra hér í Morgunblaðinu. Átakanlegasta myndin er sennilega Týndu börnin. Hún fjallar um örlög og afdrif fjögurra barna, sem voru neydd til þess að berjast í hinum svokallaða Andspyrnuher drottins í borgara- stríðinu í Norður-Úganda. Börnin hafa verið neydd til þess að myrða ættingja sína og limlesta líkin. Ali Samadi Ahadi, annar leikstjóra mynd- arinnar, lýsir því í viðtalinu hvernig þetta stríð, sem vart heyrist um í fjöl- miðlum, heldur áfram vegna þess að ráðamenn hafa ekki hag af því að binda enda á það, en ekki síður vegna þess að augu umheimsins beinast ann- að. Myndin Hvað er eftir af okkur var tekin upp í Tíbet í óþökk kínverskra stjórnvalda og verður aldrei sýnd í sjónvarpi eða dreift á myndbandaleig- ur. Strangar öryggisreglur voru sett- ar um sýningu myndarinnar til að vernda fólkið, sem kemur fram í henni, fyrir ofsóknum kínverskra yf- irvalda. Á meðan sýknt og heilagt er fjallað um kínverska efnahagsundrið fer minna fyrir mannréttindabrotum og ofríki Kínverja í Tíbet í um- ræðunni. Tíbet er ekki áberandi á mannréttindaratsjánni og Kínverjar eru ekki látnir gjalda hersetu sinnar þar í alþjóðasamskiptum. Þar skipta aðrir hagsmunir meira máli. Myndin Enginn aðskilnaður sýnir það hvernig deila Ísraela og Palest- ínumanna leikur einstaklinga. Leik- stjórinn, Elle Flanders, hefur mynd- ina á því að sýna gamlar myndir frá því þegar afi hennar og amma tóku þátt í að byggja upp fyrirheitna landið í Ísrael og dregur síðan fram hver raunveruleikinn sé á okkar dögum með því að rekja sögu tveggja sam- kynhneigðra para þar sem annar að- ilinn í sambúðinni er Ísraeli og hinn Palestínumaður. Í myndinni sést greinilega hvernig afbrigðilegar að- stæður koma í veg fyrir að fólk geti lif- að eðlilegu lífi. „Ef það eru ein skila- boð sem ég vildi koma á framfæri með myndinni eru það þau að við verðum að fara að taka ábyrgð á ákvörðunum og gerðum okkar og þeirra sem á und- an okkur voru,“ segir Flanders. Fleiri myndir á kvikmyndahátíðinni eiga það sammerkt með þeim þremur myndum, sem hér hafa verið nefndar, að vekja athygli á ófremdarástandi, sem ekki hefur farið hátt. Þær sýna mátt kvikmyndarinnar til að vekja at- hygli á óviðunandi aðstæðum og ófremdarástandi og geta vonandi átt þátt í því að leiðrétta brenglaða heimsmynd þar sem það getur gerst að börnum er beitt í blóðugum styrj- öldum svo árum skipti án þess að um- heimurinn veiti því eftirtekt. GUNNAR Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu í Hrútafirði, sem varð fyrir alvarlegri metan- gaseitrun í fjárhúsi sínu 20. sept- ember, mun hafa átt helmings- líkur á að lifa af eitrunina en hafði betur og er orðinn hress. Hann lá á gjörgæsludeild Land- spítalans í fáeina daga og var síð- an færður yfir á lungnadeild spít- alans til frekari aðhlynningar. Gunnar er nú kominn heim til sín og farinn að stunda vinnu sína eins og áður. Hann segir að hugsanlegt að gasið hafi verið brennisteinsgas. Aðdragandinn að slysinu var stuttur, Gunnar var með dælu í fjárhúsinu til að hræra upp í haug hússins. Fjárhúsið er fyrrverandi hlaða sem Gunnar breytti fyrir nokkrum árum. „Ég kom dælunni fyrir og setti í gang. Síðan gekk ég til hliðar, í gegnum hesthús og fór inn í hlöðuendann. Síðan man ég ekki neitt fyrir en ég vaknaði á gjörgæsludeild Landspítalans. Líklega hefur húsið ekki verið nógu opið og gasið því komið beint í fangið á mér. Ég hlunkast inn um dyrnar og er metra innan við þær. Líklega hef ég legið þar í um þrjú korter.“ Eiginkona Gunnars, Sigrún Sigurjónsdóttir, kom að honum en þá var rafmagnslaust á svæð- inu vegna bilunar í spennistöð. Á bænum er ISDN-tenging og því virkaði farsími ekki í rafmagns- leysinu. Hún varð því að aka nið- ur að Brúarskála til að komast í símasamband. Gunnar var fluttur með sjúkrabíl að Dalsmynni í Norðurárdal og tekinn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann til Reykjavíkur. Ágúst Oddsson, læknir á Hvammstanga, sem kom á vett- vang við fyrsta útkall sagði Gunn- ari síðar að það væru helmings- líkur á að sjúklingurinn myndi hafa slysið af. Gunnar segir að líklega eigi hann Ágústi og eig- inkonu sinni líf sitt að launa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fólk til sveita er hætt komið vegna gaseitrunar og vissara er að vanmeta ekki hættuna. „Maður hefur heyrt töluvert talað um þessar eitranir í fjósum en minna í fjárhúsum. Síðan er spurning sem ég hef ekki fengið svar við ennþá. Það leikur nefni- lega grunur á að niðurbrotsefni, eða haugmelta, sem mikið eru auglýst til að flýta fyrir nið- urbroti skítsins, geti aukið hætt- una á gasmyndun. En ég gætti ekki að því að það var kyrrt veð- ur og húsin ekki nægilega vel op- in.“ „Það er seigt í mér“ Þetta er ekki fyrsta raun Gunn- ars því 19. nóvember 2004 kvikn- aði í hlöðunni á bænum með þeim afleiðingum að fjöldi fjár brann inni. Og fyrir rúmum áratug var Gunnar skorinn upp vegna krabbameins og annað nýra hans fjarlægt. „Það er seigt í mér og ég vona að svo verði áfram. En án þess að vera með nokkurt væl, þá finnst mér vera komið nóg, en það ræður enginn sínum örlög- um. Við vitum ekki hvað geris næstu klukkustund.“ Gunnar hefur fengið gríð- arlega mikil viðbrögð frá ætt- ingjum og vinum eftir slysið og hann tekur sérstaklega fram hversu einstaklega gæðamikil hjúkrunin á gjörgæsludeild og lungnadeild hafi verið. „Ég be mikla virðingu fyrir öllu því fó sem vinnur að því að hlúa að manni þegar eitthvað ber upp heilsufari,“ segir hann. Á spítalanum var Gunnar kældur niður í 32 gráða líkam hita og haldið þannig í einn só hring. Hann segir það mikilsv að hann skyldi sleppa við heila skaða því það hefði verið bágb ið að vakna til lífsins stórlega skertur. En af þessu má draga lærdó að mati Gunnars. „Þessir haug kjallarar eru nokkuð sem við bændur þurfum virkilega að g að okkur með. Ég hef heyrt m dæmi þar sem menn hafa orði varir við gas en tekist að koma sér frá í stað þess að fara í kuð ung eins og ég,“ segir hann. „Enginn ræður sínum örlögum“ Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/Karl Sigurgeirss „Þessir haugkjallarar eru nokkuð sem við bændur þurfum virkileg að gá að okkur með,“ segir Gunnar í Hrútatungu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.