Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD klukkan 20 verður danska kvikmyndin Strengir frumsýnd á Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Myndin er merkileg fyrir þær sakir að hér er um að ræða fyrstu myndina í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður – með strengjabrúðum. Engin hreyfi- myndatækni var notuð við gerð myndarinnar en alls stjórnuðu sautján brúðumeistarar brúðunum en um tvö hundruð manns í það heila unnu að gerð hennar. Yfirbrúðumeistari myndarinnar er Þjóðverjinn Bernd Ogrodnik, en hann hefur búið hér á landi um árabil og starfað meðal annars hjá Þjóðleik- húsinu. Segir hann að sagan hafi meðal annars krafist þess að ný gerð strengja yrðu hannaðir. Brúður kafa og klifra „Brúðurnar eru að gera mjög óvenjulega hluti í þessari mynd eins og að kafa og klifra – nokkuð sem strengjabrúður hafa aldrei áður gert. Hún var einnig gerð með það í huga að notast við eins lítið af tæknibrell- um og mögulegt var. Strengirnir sjást því vel og eru meira að segja hluti af sjálfri sögunni.“ Bernd segir að kvikmyndin hafi kostað um fimm milljónir evra sem sé í raun og veru lítill peningur miðað við verkefni af þessari stærðargráðu. „Hvert einasta skot tók óralangan tíma og til gamans má nefna eitt flók- ið atriði þar sem tíu strengjabrúður draga áfram vagn í eyðimörkinni.“ Bernd Ogrodnik verður bæði við- staddur sýninguna í kvöld og seinni sýningu myndarinnar 8. október. Að sýningum loknum mun hann sitja fyrir svörum. Besta evrópska „fantasíu“ myndin Í tilkynningu frá kvikmyndahátíð- inni segir að kvikmyndin sé óvenju- leg, dramatísk og spennandi fantasía fyrir börn og fullorðna. Myndin fjalli um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um þegna sína og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu æv- intýri Hal Tara, hugrekkinu, hætt- unum sem bíða hans, ástinni, hatr- inu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal ann- ars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni á Spáni, 2004. Myndin var fjögur ár í vinnslu og alls voru um tíu kílómetrar af strengjum notaðir til þess að hreyfa útlimi brúðanna. Nýir strengir voru hannaðir af Bernd Ogrodnik fyrir kvikmyndina. Tíu kílómetrar af strengjum Kvikmyndir | Strengjabrúðumynd frumsýnd í kvöld Strengir er sýnd kl. 20 í Há- skólabíói, Sal 2. www.filmfest.is SKEYTINGARLEYSI fjögurra barna móður er lýst á miskunn- arlausan hátt í japönsku myndinni Enginn veit, og er sögð byggð á hliðstæðum atburði. Hvað sem því líður er myndin einstaklega frumleg og umhugs- unarverð á tímum þegar foreldrar hafa æ minni tíma til að sinna börn- um sínum. Keiko (You) er einstæð japönsk móðir sem flytur með börnin sín í litla íbúð í Tókýó. Tilvera barnanna er á reiki, hún hefur átt þau hvert með sínum manninum. Tvö þeirra eru flutt inn í íbúðina í töskum og mega ekki láta neitt á sér bera. Ekkert þeirra stundar skólanám en öll eru þau myndarbörn, vel af guði gerð. Keiko er slæm móðir, það kemur fljótlega í ljós að hún hefur vanrækt börnin í gegnum tíðina og fjölskyldan verið leyst upp af þeim sökum, einu sinni í það minnsta, og krakkarnir óttast ekkert meira og gera allt til að sá harmleikur endurtaki sig ekki. Fyrr en varir tekur móðirin upp fyrri lífshætti, lætur sig hverfa í nokkra daga, síðan mánuðum saman. Hrollvekja er skásta inntakslýs- ingin á Enginn veit, áhorfandinn fylg- ist með hvernig börnin drabbast niður með hverj- um deginum og íbúðin sömuleiðis. Þau eru öll ein- angruð frá umheiminum ut- an Akira (Yagira), elsti drengurinn, sem þessi „fyr- irnyndarmóðir“ leggur alla ábyrgðina á. Litli snáðinn reynir ásamt systkinunum að leysa vandamálin sem hrannast upp á hverjum degi, en allsherjarskortur á umönnun, ekki síst pen- ingaleysi, ber þau smám saman ofurliði. Leikstjórinn hefur slík tök á umfjöllunarefninu að engu er líkara en áhorfandinn sé að horfa á heimildamynd. Niðurníðsla barnanna og umhverfisins, einangrun þeirra og umkomuleysi er svo sannfærandi að nístir inn að beini. Börnin leika af ein- skærri snilld, fáeinar gleðistundir inni á milli eru ekki síður einlægar og undirstrika enn frekar glæp van- hirðunnar. Utangarðsbörn Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKR 2005 Leikstjóri: Hirokazu Koreeda. Aðal- leikendur: Yûya Yagira (Akira), Ayu Kitaura (Kyoko), Hiei Kimura (Shi- geru), Hanae Kan (Saki), You (Keiko, móðirin). 141 mín. Japan. 2005. Enginn veit (Nobody Knows / Dare mo shiranai)  „Leikstjórinn hefur slík tök á umfjöllunarefninu að engu er líkara en að áhorfandinn sé að horfa á heimildarmynd,“ segir m.a. í dómi. HVAÐ ef veröldin sem við búum í væri bara blekking? Að raunveru- leikinn væri eitthvað allt annað en við héldum? Um þetta fjalla margar bíómyndir; The Truman Show með Jim Carrey í aðalhlutverki er þar kannski einna þekktust. Í The League of Gentlemen’s Apocalypse komast aðalpersónurnar að því að heimur þerra er aðeins hugar- heimur, þeir eru persónur í vinsæl- um sjónvarpsþætti, The League of Gentlemen, sem hóf göngu sína á BBC árið 1999 og var sýndur í um þrjú ár. Þegar myndin hefst á að hætta framleiðslu þáttanna og það þýðir að dómsdagur er á næsta leiti. Hvað er til ráða? Jú, nokkrar persónurnar fara inn í raunheiminn í gegnum hlið undir kirkju og reyna að fá höfunda þáttanna til að hætta við að hætta. Eins og nærri má geta er húm- orinn í myndinni býsna vitfirrings- legur og minnir að mörgu leyti á uppátæki Monty Python-hópsins. Sjálfsagt er það matsatriði hvernig til hefur tekist; vart verður þverfót- að fyrir tilvísunum í ótal hrollvekjur sem oft eru skondnar, en hvort manni finnst púki með gleraugu eða sáðfall gíraffa fyndið eða ekki fer eftir smekk. Persónulega fannst mér það ekki, en maður gat samt brosað að mörgu sem bar fyrir augu. Miðað við að um grínmynd var að ræða var það þó engan veg- inn nóg. Í það heila eru þættirnir skemmtilegri og sennilega er nauð- synlegt að sjá þá ef maður á að botna eitthvað í myndinni eða hafa yfirleitt áhuga á að sjá hana. Er púki með gleraugu fyndinn? KVIKMYNDIR Tjarnarbíó: AKR 2005 Leikstjórn: Steve Bendelack. Aðalleik- arar: Mark Gatiss, Steve Pemberton, Reece Shearsmith. 91 mín. Bretland 2005. The League of Gentlemen’s Apocalypse  Jónas Sen TÍU er harla óvenjuleg mynd, þar sem tvær myndavélar, njörvaðar nið- ur á mælaborði bíls, segja söguna. Annarri er beint að eigandanum, öku- manninum (Akbari), konu á fertugs- aldri. Hin fangar atburði í framsæt- inu þar sem sonur hennar ungur (Maher) kemur mest við sögurnar tíu (sem myndin dregur nafn sitt af), aðr- ir sem koma við sögu eru konur á ýmsum aldri. Einn farþeganna er systir bílstjór- ans, önnur gleðikona, sú þriðja reynd og aldurhnigin o.s.frv. Kiarostami notar bílinn á nýstár- legan hátt, sem málstofu þar sem rætt er fram og til baka um stöðu kvenna í landinu. Rödd ökumannsins bergmálar skoðanir nútímakonunnar sem vill rísa upp gegn aldagamalli kúgun karlaveldisins, hún reynir að vekja kvenpersónurnar til lífsins með litlum árangri. Þær eru fastar í farinu. Ein grenjar yfir missi á karl- rembunni sinni sem hefur yfirgefið hana fyrir aðra konu. Sjálfur er ekill- inn fráskilinn, karlinn floginn og gift- ur aftur, sonur þeirra flakkar á milli foreldra sinna og samræður mæðg- inanna í bílnum eru linnulaust rifrildi, oft á tíðum seigdrepandi en segir okkur að karlremban hefur djúpar rætur í Íran og það þarf örugglega nokkrar kynslóðir byltingarsinna á borð við ekilinn, til að breyta þeim rótgrónu viðhorfum í stöðu kynjanna sem landlæg eru þar um slóðir. Framvindan er tilbrigðalítil en áfram þokast hún og ferðalagið skýr- ist með hverjum kílómetranum sem ekinn er um höfuðborgina Teheran. Kiarostami er frægur fyrir rólynd- islegan frásagnarmáta, að þessu sinni notar hann bifreið, þetta alkunna tákn hraða og spennu, til að halda ut- an um samræður og skoðanaskipti. Hér ræður markviss einfaldleikinn ríkjum, en þegar upp er staðið kemur í ljós að frásagnarmátinn er ótrúlega kraftmikill, leikstjóranum tekst með látleysinu að fanga athygli áhorfand- ans og setja hann inn í framandi við- fangsefnið. Kiarostami nýtur a.m.k. tveggja stórleikara, Akbari og ekki síður drengsins Mahers sem er ótrú- lega þroskaður og lifandi, óstöðvandi vaðallinn er jafnan trúverðugur og rökréttur þó svo að maður hafi á til- finningunni að mæðginin séu mest- megnis að spinna. Það er athyglisvert að konan segir aðspurð, að hún aki jafnan í þriðja gír (af fimm), það eitt segir okkur tals- vert um stöðu kvenna í Íran. Kona í þriðja gír KVIKMYNDIR Háskólabíó: AKR 2005 Leikstjóri: Abbas Kiarostami. Aðalleik- endur: Mania Akbari, Amin Maher. 85mín. Íran. 2002. Tíu (Ten)  Sæbjörn Valdimarsson EINS og flestir hafa tekið eftir er fjöldi manns kominn til landsins vegna Alþjóðlegrar kvikmyndahá- tíðar í Reykja- vík. Í kvöld verða þrír að- standendur há- tíðarmynda viðstaddir sýn- ingar. Áhorfendum gefst tækifæri til að spyrja þá spjörunum úr að sýn- ingum loknum. Aðstoðarmaður leikstjóra Moo- ladé, Samba Gadjigo, verður á sýningu í Háskólabíói kl. 17.40. Leikstjóri Zero Degrees of Se- peration, Elle Flanders, verður í Tjarnarbíói kl. 17. Loks verður brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik á frumsýningu Strings í Há- skólabíói kl. 20. Gestir AKR í kvöld www.filmfest.is Elle Flanders ÞAR sem upp- selt hefur verið á sýningar Al- þjóðlegu kvik- myndahátíð- arinnar í Reykjavík á kanadísku heim- ildarmyndinni Okkar arfur (What Remains of Us), hefur há- tíðin fengið leyfi framleiðanda til að bæta við sýningu á myndinni. Sýning fer fram í Háskólabíói á morgun, föstudagskvöld kl. 20. At- hygli er vakin á því að einungis verður hægt að kaupa miða í Há- skólabiói. Okkar arfur er afrakstur ferðar tíbesku flóttakonunnar Kalsang Dolma til Tíbet á árunum 1996 til 2004, en árið 1996 flutti hún þorpsbúum í Himalayafjöllum skilaboð frá Dalai Lama. Aðeins eru til þrjú eintök af myndinni í heiminum og er hún aðeins sýnd gegn því að öryggisverðir tryggi að enginn fari með mynd- eða hljóðupptökutæki inn í salinn. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi þeirra sem fram koma í myndinni og tjá sig um ástandið í Himalayafjöllum. Kvikmyndir | What Remains of Us Aukasýning á föstudag Leikstjórinn François Prévost Háskólabíó kl. 20:00 Fimmtudaginn 6. október Fyrsta strengjabrúðumyndin í fullri lengd www.filmfest.is Háskólabíó 17:40 Moolaadé 20:00 Strengir 22:00 Heilaga stúlkan 22:00 Enginn veit Regnboginn 18:00 Beint á vegginn 18:00 06/05, sjötti maí 20:15 Dagrenning 22:00 Rekkjusögur Tjarnarbíó 17:00 Enginn aðskilnaður 19:00 Bölvun 21:00 Heimavinna NÝR BÚNAÐUR Í TJARNARBÍÓI Danska kvikmyndin Strengir er fyrsta strengjabrúðumyndin sem gerð er í fullri mynd. Engin hreyfimyndatækni var notuð við gerð myndarinnar. Yfirbrúðumeist- arinn Bernd Ogrodnik er búsettur hér á landi og svarar spurningum áhorfenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.